Svik og prettir fylgja mannskepnunni eins og flestum er kunnugt um. Fræg saga í Biblíunni segir frá þeim Samson og Dalílu. Samson varð yfir sig ástfanginn af Dalílu og það hefndi sín grimmilega. Hún var ekki öll þar sem hún var séð og gekk erinda óvina Samsonar og átti grafast fyrir um það hvaðan hans miklu kraftar stöfuðu. Samson laug blákalt að Dalílu að hætti karla þegar hún spurði hann út í kraftana. Ekki gafst hún upp þrátt fyrir lygasvör hans og nauðaði í honum dag og nótt – tók hann eiginlega á taugum. Lagði fyrir hann spurningu um einlægnina sem kom úr óeinlægu hjarta hennar: „Hvernig getur þú sagt: Ég elska þig, ef þú ert ekki einlægur við mig?“

Einlægnin, já. Einlægnin.

Samson gaf sig svo á vald einlægninnar og ljóstraði því upp hvernig á ofurkröftum hans stæði – ekki voru það nú orkudrykkirnir og ræktin sem komu þar við sögu heldur:

„Aldrei hefur rakhnífur komið á höfuð mitt því að ég var helgaður Guði frá móðurlífi. Væri hár mitt skorið hyrfu kraftar mínir og ég yrði linur og eins og allir aðrir menn.“

Slóttug konan svæfði hann í kjöltu sinni og kallaði svo til hárskerann og afl hans hvarf frá honum.

Slægð, lygar og örlög – allt að finna í Biblíunni enda fjallar hún um manneskjuna og hversdaginn eilífa.

Listaverkafalsanir hafa fylgt mannkyninu lengi.

Lengi hefur verið uppi grunur um að málverk nokkurt sem eignað hefur verið flæmska barokklistmálaranum Peter Paul Rúbens (1577-1640) væri falsað en það er í eigu National Gallery á Trafalgartorgi í London.

Eigendasaga listaverka er mikilvæg til að halda því til haga eftir hvern verkið sé. Verk Rúbens var málað um 1609 fyrir borgarstjórann í Antwerpen. Síðan hvarf verkið og skaut svo upp kolli 1929 og National Gallery keypti það 1980 á uppboði hjá Christie’s fyrir metfé.

Sérfræðingar á sviði listfræði og listsagnfræði hafa margir hverjir stórefast um að verkið væri eftir Rúbens. Aðrir hafa verið nokkuð sannfærðir. Enn aðrir hafa vísað á bug öllum hugmyndum um að verkið sé falsað. Benda á að listamenn breyti iðulega um stíl og jafnvel frá einni mynd til annarrar.

Fyrir fjórum árum tók svissneska fyrirtækið Art Recognition gervigreindina í sína þjónustu til að rannsaka listaverk. Niðurstaðan var sú að meira en 90 prósent líkur væru á því að umrætt verk Rúbens væri falsað.

Gríska listakonan og listasagnfræðinginn Euphrosyne Doxiadis hefur rannsakað meint verk Rúbens sem hangir uppi í National Gallery og frá henni er væntanleg bók í næsta mánuði með niðurstöðunum, NG6461: The Fake National Gallery Rubens. Það er ekki bara gervigreind sem kemur til aðstoðar við greiningu á listaverkinu heldur ber Doxiadis einnig ýmsa þætti í myndinni við trúverðuga eftirmynd (37,5 × 44,1 cm) sem gerð var af frumverki Rúbens af Jacob Martin (1571-1631). Hún telur og að hið meinta verk Rúbens hafi verið málað á öndverðri 20. öld. Frummyndin er enn týnd.

Eftirmynd Jacob Martin af upprunalegu listaverki Rúbens, Samson og Dalíla, hefur reynst þarflegt gagn við listrænan samanburð á verkinu í National Gallery. Hún er spegilmynd en þess háttar tækni var ekki óalgeng hjá prenturum og listamönnum og gerð í því skyni að sjá meðal annars ný sjónarhorn.

Á mynd Martins sjást þrír hermenn í dyragættinni (en fimm á mynd National Gallery), allur vinstri fótur sést en tær Samsonar sjást ekki á verki safnsins. Bakið á Samson er með öðrum hætti á hinu meinta falsaða verki en á verki Martins.

Eftirmynd Jacob Martin frá 1613

Hvað sýnist lesendum Kirkjublaðsins. is um myndina?

Kirkjublaðið.is mælir svo með því að lesendur renni yfir sögu Samsonar og Dalílu sem er merkileg saga og átakanleg. Saga sem segir margt og má sitthvað læra af ef vel er gáð.

Byggt á The Daily Telegraph (blaðútgáfunni), The Guardian o.fl. 

Myndir: National Gallery, London

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Svik og prettir fylgja mannskepnunni eins og flestum er kunnugt um. Fræg saga í Biblíunni segir frá þeim Samson og Dalílu. Samson varð yfir sig ástfanginn af Dalílu og það hefndi sín grimmilega. Hún var ekki öll þar sem hún var séð og gekk erinda óvina Samsonar og átti grafast fyrir um það hvaðan hans miklu kraftar stöfuðu. Samson laug blákalt að Dalílu að hætti karla þegar hún spurði hann út í kraftana. Ekki gafst hún upp þrátt fyrir lygasvör hans og nauðaði í honum dag og nótt – tók hann eiginlega á taugum. Lagði fyrir hann spurningu um einlægnina sem kom úr óeinlægu hjarta hennar: „Hvernig getur þú sagt: Ég elska þig, ef þú ert ekki einlægur við mig?“

Einlægnin, já. Einlægnin.

Samson gaf sig svo á vald einlægninnar og ljóstraði því upp hvernig á ofurkröftum hans stæði – ekki voru það nú orkudrykkirnir og ræktin sem komu þar við sögu heldur:

„Aldrei hefur rakhnífur komið á höfuð mitt því að ég var helgaður Guði frá móðurlífi. Væri hár mitt skorið hyrfu kraftar mínir og ég yrði linur og eins og allir aðrir menn.“

Slóttug konan svæfði hann í kjöltu sinni og kallaði svo til hárskerann og afl hans hvarf frá honum.

Slægð, lygar og örlög – allt að finna í Biblíunni enda fjallar hún um manneskjuna og hversdaginn eilífa.

Listaverkafalsanir hafa fylgt mannkyninu lengi.

Lengi hefur verið uppi grunur um að málverk nokkurt sem eignað hefur verið flæmska barokklistmálaranum Peter Paul Rúbens (1577-1640) væri falsað en það er í eigu National Gallery á Trafalgartorgi í London.

Eigendasaga listaverka er mikilvæg til að halda því til haga eftir hvern verkið sé. Verk Rúbens var málað um 1609 fyrir borgarstjórann í Antwerpen. Síðan hvarf verkið og skaut svo upp kolli 1929 og National Gallery keypti það 1980 á uppboði hjá Christie’s fyrir metfé.

Sérfræðingar á sviði listfræði og listsagnfræði hafa margir hverjir stórefast um að verkið væri eftir Rúbens. Aðrir hafa verið nokkuð sannfærðir. Enn aðrir hafa vísað á bug öllum hugmyndum um að verkið sé falsað. Benda á að listamenn breyti iðulega um stíl og jafnvel frá einni mynd til annarrar.

Fyrir fjórum árum tók svissneska fyrirtækið Art Recognition gervigreindina í sína þjónustu til að rannsaka listaverk. Niðurstaðan var sú að meira en 90 prósent líkur væru á því að umrætt verk Rúbens væri falsað.

Gríska listakonan og listasagnfræðinginn Euphrosyne Doxiadis hefur rannsakað meint verk Rúbens sem hangir uppi í National Gallery og frá henni er væntanleg bók í næsta mánuði með niðurstöðunum, NG6461: The Fake National Gallery Rubens. Það er ekki bara gervigreind sem kemur til aðstoðar við greiningu á listaverkinu heldur ber Doxiadis einnig ýmsa þætti í myndinni við trúverðuga eftirmynd (37,5 × 44,1 cm) sem gerð var af frumverki Rúbens af Jacob Martin (1571-1631). Hún telur og að hið meinta verk Rúbens hafi verið málað á öndverðri 20. öld. Frummyndin er enn týnd.

Eftirmynd Jacob Martin af upprunalegu listaverki Rúbens, Samson og Dalíla, hefur reynst þarflegt gagn við listrænan samanburð á verkinu í National Gallery. Hún er spegilmynd en þess háttar tækni var ekki óalgeng hjá prenturum og listamönnum og gerð í því skyni að sjá meðal annars ný sjónarhorn.

Á mynd Martins sjást þrír hermenn í dyragættinni (en fimm á mynd National Gallery), allur vinstri fótur sést en tær Samsonar sjást ekki á verki safnsins. Bakið á Samson er með öðrum hætti á hinu meinta falsaða verki en á verki Martins.

Eftirmynd Jacob Martin frá 1613

Hvað sýnist lesendum Kirkjublaðsins. is um myndina?

Kirkjublaðið.is mælir svo með því að lesendur renni yfir sögu Samsonar og Dalílu sem er merkileg saga og átakanleg. Saga sem segir margt og má sitthvað læra af ef vel er gáð.

Byggt á The Daily Telegraph (blaðútgáfunni), The Guardian o.fl. 

Myndir: National Gallery, London

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir