Elínborg Sturludóttir er Snæfellingur að ætt og uppruna og ólst upp í Stykkishólmi. Hún stundaði nám í frönsku og menningarsögu í Sorbonne í París eftir stúdentspróf. Lauk BA-prófi í heimspeki frá HÍ árið 1995 og cand. theol – prófi frá HÍ árið 2002. Hún vann sjö sumur í Þjóðgarðinum á Þingvöllum á námsárum sínum og kynntist þá dr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Hún stundaði nám við guðfræðideildina í Árósum í Danmörku og bjó með eiginmanni sínum dr. Jóni Ásgeiri Sigurvinssyni og fjölskyldu í Freiburg í þýskalandi um nokkra ára skeið. Hún hefur verið prestur í 20 ár, bæði í sjávarþorpi og sveit og starfar nú sem dómkirkjuprestur í Reykjavík. 

Nýverið kom út prédikunarsafn eftir dr. Sigurð Árna Þórðarson pastor emeritus. Af því tilefni var haldið örþing og útgáfuhóf í Neskirkju hvar hann þjónaði áður. Á örþinginu héldu nokkrir vinir og samstarfsmenn Sigurðar örræður af þessu tilefni og m. a. sú er þetta ritar.

Prédikunarsafn sr. Sigurðar ber heitið: Ástin, trúin og tilgangur lífsins. Það rímar vel við svo safaríkan titil að hafa bókina eldrauða, en hún er einstaklega fagur og veglegur gripur; bundin í flauelsband og vekur hugrenningatengsl við altarisbiblíur og postillur fyrri alda. Enda er hönnuður bókarinnar enginn annar en rithöfundurinn Ragnar Helgi Ólafsson sem einnig er margverðlaunaður bókahönnuður. Tók hann einnig til máls á þinginu og lýsti því hvaða hugsun hefði legið að baki við hönnun postillunnar.

Dr. Sigurður Árni Þórðarson lauk kandídatsprófi frá HÍ og doktorsprófi í trúfræði frá Bandaríkjunum og hefur verið prestur í meira en fjóra áratugi og komið víða við á kirkjulegum vettvangi.

Í eftirmála bókarinnar segir:

„Ég hef flutt um eitt þúsund ræður í kirkju auk minningarorða við útfarir. Sumar voru ritskýringarræður. Aðrar voru túlkun inn í áföll, samfélagsviðburði og sértækar aðstæður. Þessar ræður eiga ekki brýnt erindi við önnur en þau sem sóttu kirkju þann daginn. Aðrar prédikanir eru síður bundnar samhengi eða tíma. Úr þeim flokki voru ræður valdar í þessa postillu. Þær voru allar fluttar í Neskirkju eða Hallgrímskirkju á árunum 2004–2023. Íhuganir flestra kirkjudeilda heimsins tengjast hrynjandi kirkjuársins; von aðventu, gleði jóla, eftirvæntingu nýs árs, íhugun föstu, fögnuði páska og hvítasunnu. Í þeim anda valdi ég ræður við helstu helgidaga kirkjuársins. Þessar prédikanir eru dæmi um íhugun á sunnudegi í kirkju á Íslandi á fyrstu áratugum tuttugustu og fyrstu aldar.“ (bls. 414).

Óhætt er að segja að dr. Sigurði hafi tekist vel upp í því að velja ræður sínar því þær standast prýðilega tímans tönn. Þau sem hafa kynnst höfundinum persónulega er kunnugt um að hann hefur ríka frásagnarhæfileika og á auðvelt með að gera hversdagslega hluti að ævintýrum. Hann hefur gaman af því að eiga samtal við fólk og spyrja áleitinna spurninga.

Einmitt þessir hæfileikar Sigurðar Árna njóta sín vel í prédikunum hans, því frásagnargáfan, hverdagslegu ævintýrin og áleitnu spurningarnar einkenna prédikanir Sigurðar Árna og gera þær einmitt svo innihaldsríkar.  Stíllinn er persónulegur án þess að vera sjálfhverfur. Hann deilir af örlæti af eigin lífsreynslu ef það gæti varpað ljósi á efnið sem hann er að fjalla um. Sigurður Árni er orðasmiður sem leikur sér listilega með tungumálið. Það er gáski og skapandi fjör í skrifum hans. Stundum býr hann til ný orð og hugtök eða notar gömul orð á nýjan hátt. Á sama tíma eru þau gegnsæ og auðskiljanleg. „Nýyrðin“ ná oft utan um mjög guðfræðileg efni sem hafa biblíulega skírskotun. Þannig fáum við að heyra um „smyrslakonuna“ og  „fótaþvottamennina“, um „föstudagsfólk“ og „sunnudagsfólk“ og líka „páskafólkið“ sem sér sólina dansa.

Oft nálgast Sigurður Árni umfjöllunarefnin á nýstárlegan hátt þannig að áheyrandinn flyst yfir á  óvæntan sjónarhól. Dæmi um þetta er setningin: „Hallgrímur Pétursson var aðalpoppari þjóðarinnar, ekki bara í nokkur ár heldur um aldir.“ (bls. 65). Hann segir passíusálmana vera „guðspjall Íslands“ og „vegabréf“ fyrir himinhlið. Hann hrífur okkur með sér  frá mettunarfrásögninni á Fjallinu og vekur hugrenningatengsl við útihátíð á Íslandi. Höfundur vefur oft listilega vel saman túlkun og heimfærslu inn í ræður sínar þannig að okkur finnst sjálfsagt að Jesús sé kominn norður að Húnavöllum með fiska og brauð og allir eru saddir og sælir og líður vel og við bíðum bara eftir því að Stuðmenn mæti!

Það getur verið mikil kúnst að vekja áhuga nútímamanna á ritningartextum biblíunnar og ljúka þeim upp. Ekki er óalgengt að fólk spyrji: Hvaða erindi eiga eldgamlir textar við nútímafólk? Góð og gild spurning.

Eiga þessir textar erindi við nútímann? Í Biblíunni er fullt af forneskju og þar birtist oft heimsmynd sem er liðin undir lok. Það er hressandi að lesa ræðurnar þar sem prédikarinn forðast ekki óþægilegu textana (sem við sem þurfum oft að prédika á sunnudögum þætti þægilegast að væru ekki í Biblíunni), heldur tekst hann á við þá af hugrekki og einlægni. Sigurður hafnar ennfremur þeim Guði sem stundum er að þvælast um á síðum Gamla testamentisins og lítur út fyrir að vera geðstirður, valdasjúkur og dyntóttur.  Sigurður bendir hins vegar í átt til hins elskuríka Guðs sem miklu meira er sagt frá í ritningunni.

Sigurður veltir vöngum yfir því hvers konar Guð Biblían túlki og Jesús birti okkur. Hann ritar:

„Dæmisagan um gjafmilda bóndann er um Guð sem útdeilir jafnt þeim sem koma seint og hinum sem koma snemma. Við getum séð í henni og ýmsum öðrum sögum Jesú túlkun á elskuríkum Guði sem er mun stærri og meiri en smáguð ættbálks eða þjóðar eða guðfræðilegrar einsýni eða bókstafshyggju. Sá Guð er skapari alls sem er, djúp allrar elsku, ljós alls ljóss, brunnur fegurðarinnar, forsenda manngildisins, hinn mikli húmoristi sem skapar litríka fjölvíddaveröld og elskar heitt og ákaflega.“ (bls. 58.)

Þessi hlýja og umhyggjusama guðsmynd dregur saman kjarnann í guðfræði og prédikun dr. Sigurðar Árna. Ást Guðs er forsenda fyrir tilvist og trú mannsins og er það bensín sem knýr líf okkar áfram. Ástin er í raun trúarjátning mannsins gagnvart  Guði: „Almætti snýst ekki um mátt heldur ást. Í trúarjátningunni mætti því allt eins orða: Ég trúi á alelskandi Guð.“ (bls. 73).

Þannig er ástin ekki einungis forsenda lífsins í guðfræði Sigurðar heldur jafnframt grundvöllurinn sem lífið allt ætti að byggja á. Í ræðum sínum talar Sigurður beint við lesandann/ áheyrandann, spyr hann spurninga sem snerta prédikunarefnið og hvetur þannig til ígrundunar. Hann færir okkur ekki svörin því þau geta verið persónubundin, en þannig hvetur hann fólk til að vera sífellt að leita svara við stóru spurningum lífsins.

Það er aðdáunarvert að dr. Sigurður Árni skyldi ráðast í það verkefni að taka saman prédikunarsafn þegar hann stendur á þeim krossgötum að hætta þjónustu á vettvangi þjóðkirkjunnar. Það er einstaklega ánægjulegt að bókin skyldi vera svona vegleg og fögur, hreinasta stofustáss. Postilla hans á án efa eftir að gagnast prestum í prédikunarundirbúningi sínum fyrir hvern og einn sunnudag kirkjuársins sem og almenningi sem vill takast á við tilvistarspurningarnar í ljósi kristinnar lífssýnar og/eða dýpka trúarlíf sitt.

Á titilsíðu segir Sigurður Árni frá ástríðu sinni fyrir matseld. Hann ritar:

„Ég hef gaman af að elda mat en ég nota aldrei allt kryddið í kryddhillunni í einn rétt. Þessi bók er eins og kryddhilla. Best er að nota hana oft, í slumpum og af þörf. Tilgangur hennar er að krydda lífið og næra ástina.

Í mínum huga má líka líkja þessi bók við matreiðslubók. Það er gaman að skoða hana, fá hugmyndir, hlakka til veislunnar sem er fram undan og í bígerð og tengslunum sem eru nærð þegar fólk mun sitja saman til borðs.

Ef menn leggja sig fram getur postillan Ástin, trúin og tilgangur lífsins orðið uppskriftabók að sjálfri hamingjunni. Því bókin hvetur okkur til  innihaldsríkara lífs, bættari tengslum við Guð, okkur sjálf og þau sem tilheyra lífi okkar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Elínborg Sturludóttir er Snæfellingur að ætt og uppruna og ólst upp í Stykkishólmi. Hún stundaði nám í frönsku og menningarsögu í Sorbonne í París eftir stúdentspróf. Lauk BA-prófi í heimspeki frá HÍ árið 1995 og cand. theol – prófi frá HÍ árið 2002. Hún vann sjö sumur í Þjóðgarðinum á Þingvöllum á námsárum sínum og kynntist þá dr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Hún stundaði nám við guðfræðideildina í Árósum í Danmörku og bjó með eiginmanni sínum dr. Jóni Ásgeiri Sigurvinssyni og fjölskyldu í Freiburg í þýskalandi um nokkra ára skeið. Hún hefur verið prestur í 20 ár, bæði í sjávarþorpi og sveit og starfar nú sem dómkirkjuprestur í Reykjavík. 

Nýverið kom út prédikunarsafn eftir dr. Sigurð Árna Þórðarson pastor emeritus. Af því tilefni var haldið örþing og útgáfuhóf í Neskirkju hvar hann þjónaði áður. Á örþinginu héldu nokkrir vinir og samstarfsmenn Sigurðar örræður af þessu tilefni og m. a. sú er þetta ritar.

Prédikunarsafn sr. Sigurðar ber heitið: Ástin, trúin og tilgangur lífsins. Það rímar vel við svo safaríkan titil að hafa bókina eldrauða, en hún er einstaklega fagur og veglegur gripur; bundin í flauelsband og vekur hugrenningatengsl við altarisbiblíur og postillur fyrri alda. Enda er hönnuður bókarinnar enginn annar en rithöfundurinn Ragnar Helgi Ólafsson sem einnig er margverðlaunaður bókahönnuður. Tók hann einnig til máls á þinginu og lýsti því hvaða hugsun hefði legið að baki við hönnun postillunnar.

Dr. Sigurður Árni Þórðarson lauk kandídatsprófi frá HÍ og doktorsprófi í trúfræði frá Bandaríkjunum og hefur verið prestur í meira en fjóra áratugi og komið víða við á kirkjulegum vettvangi.

Í eftirmála bókarinnar segir:

„Ég hef flutt um eitt þúsund ræður í kirkju auk minningarorða við útfarir. Sumar voru ritskýringarræður. Aðrar voru túlkun inn í áföll, samfélagsviðburði og sértækar aðstæður. Þessar ræður eiga ekki brýnt erindi við önnur en þau sem sóttu kirkju þann daginn. Aðrar prédikanir eru síður bundnar samhengi eða tíma. Úr þeim flokki voru ræður valdar í þessa postillu. Þær voru allar fluttar í Neskirkju eða Hallgrímskirkju á árunum 2004–2023. Íhuganir flestra kirkjudeilda heimsins tengjast hrynjandi kirkjuársins; von aðventu, gleði jóla, eftirvæntingu nýs árs, íhugun föstu, fögnuði páska og hvítasunnu. Í þeim anda valdi ég ræður við helstu helgidaga kirkjuársins. Þessar prédikanir eru dæmi um íhugun á sunnudegi í kirkju á Íslandi á fyrstu áratugum tuttugustu og fyrstu aldar.“ (bls. 414).

Óhætt er að segja að dr. Sigurði hafi tekist vel upp í því að velja ræður sínar því þær standast prýðilega tímans tönn. Þau sem hafa kynnst höfundinum persónulega er kunnugt um að hann hefur ríka frásagnarhæfileika og á auðvelt með að gera hversdagslega hluti að ævintýrum. Hann hefur gaman af því að eiga samtal við fólk og spyrja áleitinna spurninga.

Einmitt þessir hæfileikar Sigurðar Árna njóta sín vel í prédikunum hans, því frásagnargáfan, hverdagslegu ævintýrin og áleitnu spurningarnar einkenna prédikanir Sigurðar Árna og gera þær einmitt svo innihaldsríkar.  Stíllinn er persónulegur án þess að vera sjálfhverfur. Hann deilir af örlæti af eigin lífsreynslu ef það gæti varpað ljósi á efnið sem hann er að fjalla um. Sigurður Árni er orðasmiður sem leikur sér listilega með tungumálið. Það er gáski og skapandi fjör í skrifum hans. Stundum býr hann til ný orð og hugtök eða notar gömul orð á nýjan hátt. Á sama tíma eru þau gegnsæ og auðskiljanleg. „Nýyrðin“ ná oft utan um mjög guðfræðileg efni sem hafa biblíulega skírskotun. Þannig fáum við að heyra um „smyrslakonuna“ og  „fótaþvottamennina“, um „föstudagsfólk“ og „sunnudagsfólk“ og líka „páskafólkið“ sem sér sólina dansa.

Oft nálgast Sigurður Árni umfjöllunarefnin á nýstárlegan hátt þannig að áheyrandinn flyst yfir á  óvæntan sjónarhól. Dæmi um þetta er setningin: „Hallgrímur Pétursson var aðalpoppari þjóðarinnar, ekki bara í nokkur ár heldur um aldir.“ (bls. 65). Hann segir passíusálmana vera „guðspjall Íslands“ og „vegabréf“ fyrir himinhlið. Hann hrífur okkur með sér  frá mettunarfrásögninni á Fjallinu og vekur hugrenningatengsl við útihátíð á Íslandi. Höfundur vefur oft listilega vel saman túlkun og heimfærslu inn í ræður sínar þannig að okkur finnst sjálfsagt að Jesús sé kominn norður að Húnavöllum með fiska og brauð og allir eru saddir og sælir og líður vel og við bíðum bara eftir því að Stuðmenn mæti!

Það getur verið mikil kúnst að vekja áhuga nútímamanna á ritningartextum biblíunnar og ljúka þeim upp. Ekki er óalgengt að fólk spyrji: Hvaða erindi eiga eldgamlir textar við nútímafólk? Góð og gild spurning.

Eiga þessir textar erindi við nútímann? Í Biblíunni er fullt af forneskju og þar birtist oft heimsmynd sem er liðin undir lok. Það er hressandi að lesa ræðurnar þar sem prédikarinn forðast ekki óþægilegu textana (sem við sem þurfum oft að prédika á sunnudögum þætti þægilegast að væru ekki í Biblíunni), heldur tekst hann á við þá af hugrekki og einlægni. Sigurður hafnar ennfremur þeim Guði sem stundum er að þvælast um á síðum Gamla testamentisins og lítur út fyrir að vera geðstirður, valdasjúkur og dyntóttur.  Sigurður bendir hins vegar í átt til hins elskuríka Guðs sem miklu meira er sagt frá í ritningunni.

Sigurður veltir vöngum yfir því hvers konar Guð Biblían túlki og Jesús birti okkur. Hann ritar:

„Dæmisagan um gjafmilda bóndann er um Guð sem útdeilir jafnt þeim sem koma seint og hinum sem koma snemma. Við getum séð í henni og ýmsum öðrum sögum Jesú túlkun á elskuríkum Guði sem er mun stærri og meiri en smáguð ættbálks eða þjóðar eða guðfræðilegrar einsýni eða bókstafshyggju. Sá Guð er skapari alls sem er, djúp allrar elsku, ljós alls ljóss, brunnur fegurðarinnar, forsenda manngildisins, hinn mikli húmoristi sem skapar litríka fjölvíddaveröld og elskar heitt og ákaflega.“ (bls. 58.)

Þessi hlýja og umhyggjusama guðsmynd dregur saman kjarnann í guðfræði og prédikun dr. Sigurðar Árna. Ást Guðs er forsenda fyrir tilvist og trú mannsins og er það bensín sem knýr líf okkar áfram. Ástin er í raun trúarjátning mannsins gagnvart  Guði: „Almætti snýst ekki um mátt heldur ást. Í trúarjátningunni mætti því allt eins orða: Ég trúi á alelskandi Guð.“ (bls. 73).

Þannig er ástin ekki einungis forsenda lífsins í guðfræði Sigurðar heldur jafnframt grundvöllurinn sem lífið allt ætti að byggja á. Í ræðum sínum talar Sigurður beint við lesandann/ áheyrandann, spyr hann spurninga sem snerta prédikunarefnið og hvetur þannig til ígrundunar. Hann færir okkur ekki svörin því þau geta verið persónubundin, en þannig hvetur hann fólk til að vera sífellt að leita svara við stóru spurningum lífsins.

Það er aðdáunarvert að dr. Sigurður Árni skyldi ráðast í það verkefni að taka saman prédikunarsafn þegar hann stendur á þeim krossgötum að hætta þjónustu á vettvangi þjóðkirkjunnar. Það er einstaklega ánægjulegt að bókin skyldi vera svona vegleg og fögur, hreinasta stofustáss. Postilla hans á án efa eftir að gagnast prestum í prédikunarundirbúningi sínum fyrir hvern og einn sunnudag kirkjuársins sem og almenningi sem vill takast á við tilvistarspurningarnar í ljósi kristinnar lífssýnar og/eða dýpka trúarlíf sitt.

Á titilsíðu segir Sigurður Árni frá ástríðu sinni fyrir matseld. Hann ritar:

„Ég hef gaman af að elda mat en ég nota aldrei allt kryddið í kryddhillunni í einn rétt. Þessi bók er eins og kryddhilla. Best er að nota hana oft, í slumpum og af þörf. Tilgangur hennar er að krydda lífið og næra ástina.

Í mínum huga má líka líkja þessi bók við matreiðslubók. Það er gaman að skoða hana, fá hugmyndir, hlakka til veislunnar sem er fram undan og í bígerð og tengslunum sem eru nærð þegar fólk mun sitja saman til borðs.

Ef menn leggja sig fram getur postillan Ástin, trúin og tilgangur lífsins orðið uppskriftabók að sjálfri hamingjunni. Því bókin hvetur okkur til  innihaldsríkara lífs, bættari tengslum við Guð, okkur sjálf og þau sem tilheyra lífi okkar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir