Marsdagarnir eru svalir hér syðra og páskahretið gerir vart við sig. Dymbilvika hefst á morgun og dögum hennar fylgir íhugun og kyrrð hjá mörgum. Stungið var upp á því í gær í blaði einu að það væri nauðsynlegt að lesa glæpasögu í páskafríinu. Sumir hafa vissulega smekk fyrir því og ekkert athugavert við það en það má líka benda á að upplagt er að styrkja menningartaugina í kyrruvikunni með því að sækja listsýningar, fara í gönguferð um fallegan garð í borginni og íhuga lífið og tilveruna. Það er nefnilega sannað að listsýningar hafa góð andleg áhrif á fólk – sem og trúarleg íhugun í guðshúsi og reynar alls staðar. Svo má reyndar benda á umhugsunarefni kyrruviku, píslarsagan, er líka öðrum þræði glæpasaga sem segir frá svikum og lygum, misbeitingu valds og sýndarréttarhöldum.

Grasagarðurinn í Reykjavík er ekki fjarri því að vera paradísargarður borgarinnar. Þar er kyrrð og fegurð. Lífið hvílir kyrrt á sinni rót en það er að undirbúa upprisu til lífs. Margir gróðursprotar eru nú þegar farnir að lyfta kolli upp úr mold mót kaldri sólu eða trjástofnum – eru svona að gá til veðurs.

Grasagarðurinn er alþjóðlegur vettvangur jurta og plantna.

Þær eru margar ræturnar í Grasagarðinum og nú vill svo til að fjöldi ungra myndlistarmanna streymir í garðinn og heldur sýningu sem opnuð verður formlega í dag kl. 14.00 og stendur til kl. 16.00. Myndistarmennirnir ungu eru eins og flestar plöntur garðsins með rætur annars staðar en hér á landi. Þeir koma frá Lettlandi, Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi, Íran og Kína. Og að sjálfsögðu nokkrir frá Íslandi.

Af hverju sýning í Grasagarðinum?

Stef sýningarinnar er náttúran og undur hennar. Ungu myndlistarmennirnir skoða náttúruna frá ýmsum sjónarhornum og sum þeirra eiga upptök í heimalandi þeirra og tengjast íslenskum jarðvegi – því er ekki jörðin allra og alls staðar undir fótum okkar þar sem við göngum um? Hvert sem litið er má alltaf sjá eitthvað sem minnir á náttúruna jafnvel í steinsteyptu manngerðu umhverfi enda sleppur maðurinn aldrei undan henni. Myndlistarmennirnir hafa verið afar fundvísir á tengsl við Grasagarðinn sjálfan og nefna má sem dæmi að eitt verkanna er dregið upp með viðarkolum sem unnin hafa verið úr trjám garðsins.

Listaverk unga myndlistarfólksins eru af ýmsum toga og er sjón sögu ríkari. Sýnt er bæði innan dyra í Grasagarðinum og utan dyra.

Myndlistarmennirnir sýna:
skúlptúra, vídeóverk, hljóðverk, myndverk, innsetningarverk, þátttökuverk.

Heiti sýningarinnar, Hugsandi haugur, vekur upp ýmsar spurningar. Eins og hverjar? Jú, í mörgum görðum má finna safnhauga þar sem lífrænum úrgangi er komið fyrir. Safnhaugur stendur ekki afskiptalaus heldur steðja fljótt að honum lífverur bæði neðan jarðar og ofan jarðar. Kappsamar lífverur sem umbreyta og skapa. Ekki ólíkar listamönnum – eða hvað? Í einu verkanna má til dæmis hlusta á uml ánamaðkanna og á öðru má sjá ævispor þeirra á glervegg.

Föstudaginn 29. mars verða nokkrir myndlistarmannanna ásamt sýningarstjórunum Bryn Nóel Francis og Hreini Hákonarsyni með leiðsögn um sýninguna frá 14.00 til 15.00.

Einnig verður Bryn Nóel Francis með leiðsögn um sýninguna á íslensku táknmáli, laugardaginn 30. mars kl. 14.00-15.00.

Myndlistarmennirnir sem sýna eru í meistaranámi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Sýningin er unnin í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur og nemendur í listfræði við Háskóla Íslands.

Sýningin stendur til 2. apríl og er opin alla daga milli kl. 10.00 og 15.00. Enginn aðgangseyrir.

Facebókarsíða sýningarinnar.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Marsdagarnir eru svalir hér syðra og páskahretið gerir vart við sig. Dymbilvika hefst á morgun og dögum hennar fylgir íhugun og kyrrð hjá mörgum. Stungið var upp á því í gær í blaði einu að það væri nauðsynlegt að lesa glæpasögu í páskafríinu. Sumir hafa vissulega smekk fyrir því og ekkert athugavert við það en það má líka benda á að upplagt er að styrkja menningartaugina í kyrruvikunni með því að sækja listsýningar, fara í gönguferð um fallegan garð í borginni og íhuga lífið og tilveruna. Það er nefnilega sannað að listsýningar hafa góð andleg áhrif á fólk – sem og trúarleg íhugun í guðshúsi og reynar alls staðar. Svo má reyndar benda á umhugsunarefni kyrruviku, píslarsagan, er líka öðrum þræði glæpasaga sem segir frá svikum og lygum, misbeitingu valds og sýndarréttarhöldum.

Grasagarðurinn í Reykjavík er ekki fjarri því að vera paradísargarður borgarinnar. Þar er kyrrð og fegurð. Lífið hvílir kyrrt á sinni rót en það er að undirbúa upprisu til lífs. Margir gróðursprotar eru nú þegar farnir að lyfta kolli upp úr mold mót kaldri sólu eða trjástofnum – eru svona að gá til veðurs.

Grasagarðurinn er alþjóðlegur vettvangur jurta og plantna.

Þær eru margar ræturnar í Grasagarðinum og nú vill svo til að fjöldi ungra myndlistarmanna streymir í garðinn og heldur sýningu sem opnuð verður formlega í dag kl. 14.00 og stendur til kl. 16.00. Myndistarmennirnir ungu eru eins og flestar plöntur garðsins með rætur annars staðar en hér á landi. Þeir koma frá Lettlandi, Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi, Íran og Kína. Og að sjálfsögðu nokkrir frá Íslandi.

Af hverju sýning í Grasagarðinum?

Stef sýningarinnar er náttúran og undur hennar. Ungu myndlistarmennirnir skoða náttúruna frá ýmsum sjónarhornum og sum þeirra eiga upptök í heimalandi þeirra og tengjast íslenskum jarðvegi – því er ekki jörðin allra og alls staðar undir fótum okkar þar sem við göngum um? Hvert sem litið er má alltaf sjá eitthvað sem minnir á náttúruna jafnvel í steinsteyptu manngerðu umhverfi enda sleppur maðurinn aldrei undan henni. Myndlistarmennirnir hafa verið afar fundvísir á tengsl við Grasagarðinn sjálfan og nefna má sem dæmi að eitt verkanna er dregið upp með viðarkolum sem unnin hafa verið úr trjám garðsins.

Listaverk unga myndlistarfólksins eru af ýmsum toga og er sjón sögu ríkari. Sýnt er bæði innan dyra í Grasagarðinum og utan dyra.

Myndlistarmennirnir sýna:
skúlptúra, vídeóverk, hljóðverk, myndverk, innsetningarverk, þátttökuverk.

Heiti sýningarinnar, Hugsandi haugur, vekur upp ýmsar spurningar. Eins og hverjar? Jú, í mörgum görðum má finna safnhauga þar sem lífrænum úrgangi er komið fyrir. Safnhaugur stendur ekki afskiptalaus heldur steðja fljótt að honum lífverur bæði neðan jarðar og ofan jarðar. Kappsamar lífverur sem umbreyta og skapa. Ekki ólíkar listamönnum – eða hvað? Í einu verkanna má til dæmis hlusta á uml ánamaðkanna og á öðru má sjá ævispor þeirra á glervegg.

Föstudaginn 29. mars verða nokkrir myndlistarmannanna ásamt sýningarstjórunum Bryn Nóel Francis og Hreini Hákonarsyni með leiðsögn um sýninguna frá 14.00 til 15.00.

Einnig verður Bryn Nóel Francis með leiðsögn um sýninguna á íslensku táknmáli, laugardaginn 30. mars kl. 14.00-15.00.

Myndlistarmennirnir sem sýna eru í meistaranámi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Sýningin er unnin í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur og nemendur í listfræði við Háskóla Íslands.

Sýningin stendur til 2. apríl og er opin alla daga milli kl. 10.00 og 15.00. Enginn aðgangseyrir.

Facebókarsíða sýningarinnar.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir