Fyrir skömmu var rætt á þessum vettvangi um þá breytingu sem varð í tengslum við auglýsingu á störfum innan þjóðkirkjunnar og snerist um að nöfn umsækjenda voru ekki birt. Kirkjublaðið.is vakti athygli á þessari breytingu og velti vöngum yfir henni. Nokkur umræða fór af stað um málið og síðar útskýrt svo að lög og reglur leyfðu ekki nafnbirtingu en sjá þó hér (12. gr. staflið b.)

Fáeinar lagabreytingar voru gerðar í kringum samþykkt viðbótarsamnings ríkis og þjóðkirkju frá 2019 og fram kom að þær sem og túlkanir á þeim hefðu ef til vill ekki verið kynntar nægilega. Má vera. En Kirkjublaðið.is fullyrti ekkert um lögmæti þessa heldur ígrundaði málið og var ögn undrandi á því. Það lýsti þeirri skoðun sinni að því þætti það miður að ekki væru nöfn lengur birt og að það væri ekki ánægt með að aukið sjálfstæði þjóðkirkjunnar kynni að leiða til ógagnsæis í stjórnsýslunni. Þjóðkirkjan væri stórt félag á íslenskan mælikvarða og félagsfólk þess vildi gjarnan vita hvað væri á seyði í félaginu hvort heldur á grundvelli sóknar eða æðstu stjórnar kirkjunnar.

En vitaskuld eru ekki allir á sama máli hvað nafnbirtingu umsækjenda snertir og þarflaust að taka fram að skylt er að virða ólík sjónarmið. Í einhverjum tilvikum gæti nafnbirting valdið umsækjendum óhagræði.

Það er líka skylt á þessum vettvangi að geta um að jákvæð breyting hefur orðið í þessu máli í kjölfar samþykktar kirkjuþings nú í byrjun mars. Kannski ýttu þessar vangaveltur Kirkjublaðsins.is undir það en það lét í ljós þá skoðun að málið yrði vonandi tekið til athugunar.

Kirkjuþing 2020 sem lauk 13. mars s.l. samþykkti tillögu þess efnis að nöfn umsækjenda verði birt á opnum vef þjóðkirkjunnar að liðnum umsóknarfresti, hafi ekki verið óskað nafnleyndar.

Nú þarf enginn að velkjast i vafa um hver staða málsins er. Kirkjuþing sem hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka hefur með þessari samþykkt sinni skotið skildi fyrir gagnsæi og sanngirni í þessu máli.

Kirkjublaðið.is telur þetta vera gott skref og jákvætt fyrir þjóðkirkjuna. Það dregur fram gagnsæi sem er öllum til sóma og jafnframt virtur réttur þeirra er óska nafnleyndar.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Fyrir skömmu var rætt á þessum vettvangi um þá breytingu sem varð í tengslum við auglýsingu á störfum innan þjóðkirkjunnar og snerist um að nöfn umsækjenda voru ekki birt. Kirkjublaðið.is vakti athygli á þessari breytingu og velti vöngum yfir henni. Nokkur umræða fór af stað um málið og síðar útskýrt svo að lög og reglur leyfðu ekki nafnbirtingu en sjá þó hér (12. gr. staflið b.)

Fáeinar lagabreytingar voru gerðar í kringum samþykkt viðbótarsamnings ríkis og þjóðkirkju frá 2019 og fram kom að þær sem og túlkanir á þeim hefðu ef til vill ekki verið kynntar nægilega. Má vera. En Kirkjublaðið.is fullyrti ekkert um lögmæti þessa heldur ígrundaði málið og var ögn undrandi á því. Það lýsti þeirri skoðun sinni að því þætti það miður að ekki væru nöfn lengur birt og að það væri ekki ánægt með að aukið sjálfstæði þjóðkirkjunnar kynni að leiða til ógagnsæis í stjórnsýslunni. Þjóðkirkjan væri stórt félag á íslenskan mælikvarða og félagsfólk þess vildi gjarnan vita hvað væri á seyði í félaginu hvort heldur á grundvelli sóknar eða æðstu stjórnar kirkjunnar.

En vitaskuld eru ekki allir á sama máli hvað nafnbirtingu umsækjenda snertir og þarflaust að taka fram að skylt er að virða ólík sjónarmið. Í einhverjum tilvikum gæti nafnbirting valdið umsækjendum óhagræði.

Það er líka skylt á þessum vettvangi að geta um að jákvæð breyting hefur orðið í þessu máli í kjölfar samþykktar kirkjuþings nú í byrjun mars. Kannski ýttu þessar vangaveltur Kirkjublaðsins.is undir það en það lét í ljós þá skoðun að málið yrði vonandi tekið til athugunar.

Kirkjuþing 2020 sem lauk 13. mars s.l. samþykkti tillögu þess efnis að nöfn umsækjenda verði birt á opnum vef þjóðkirkjunnar að liðnum umsóknarfresti, hafi ekki verið óskað nafnleyndar.

Nú þarf enginn að velkjast i vafa um hver staða málsins er. Kirkjuþing sem hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka hefur með þessari samþykkt sinni skotið skildi fyrir gagnsæi og sanngirni í þessu máli.

Kirkjublaðið.is telur þetta vera gott skref og jákvætt fyrir þjóðkirkjuna. Það dregur fram gagnsæi sem er öllum til sóma og jafnframt virtur réttur þeirra er óska nafnleyndar.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir