Mörgum finnst það skipta miklu máli hverrar trúar þjóðhöfðingi þess er. Þar sem kristin trú hefur verið ríkjandi er nokkuð föst hefð fyrir því að þjóðhöfðinginn fylli þann flokk fremur en einhvern annan enda þótt fullt trúfrelsi sé. Trú þjóðhöfðingjans eigi ekki að vera svo ýkja ólík trú þorra fólks.

Opinber trúariðkun kónga og drottninga birtist stundum sem hluti af starfsskyldum þeirra en hún þarf ekki að segja neitt um persónulega trú þeirra.

Sterkt samband er milli konungdæma og kristinnar trúar. Kóngar og drottningar Englands hafa litið á sig sem  verndara trúarinnar (lat. fidei defensor) allt frá því snemma á 16. öld – svo dæmi sé nefnt.

Nú er öldin önnur. Afstaða fólks og samfélags til kristinnar trúar hefur breyst með ýmsum hætti. Trúin er ekki talin skipta eins miklu máli og áður. Þá hefur orðið gerbreyting á samfélagsgerðinni og önnur fjölmenn trúarbrögð standa við hlið kristninnar. Enda þótt bundið sé í lög með hvaða hætti samband þjóðhöfðingja og kristinnar kirkju eigi að vera þá telja margir þeirra að þeir hafi einnig skyldum að gegna gagnvart öðrum trúarbrögðum í lýðræðissamfélögum nútímans.

Danir eru sú Norðurlandaþjóð sem býr við hvað sterkasta þjóðkirkju enda þótt fleiri hafi skilið við hana á síðustu árum en oft áður. Þeir halda líka fast í samband ríkis og kirkju meðan aðrar þjóðir vilja losa um þau bönd.

Margrét Þórhildur 2. Danadrottning fór ekki leynt með trú sína. Hún naut mikilla vinsælda og virðingar meðal þegna sinna fyrir margra hluta sakir. Gáfuð kona og listræn. Og trúuð.

Margrétt Þórhildur 2., drottning, Friðrik 10., kóngur og Mary Elizabeth, drottning. Mynd tekin í nóvember 20223

Danskt þjóðkirkjufólk var ögn uggandi þegar Margrét drottning ákvað að draga sig í hlé í síðasta mánuði og afhenda konunglegar skyldur í hendur sonar síns, Friðriks krónprins. Nú er hann Friðrik 10. Áhyggjurnar snerust ekki um hvort Friðrik krónprins  væri í dönsku þjóðkirkjunni eða ekki vegna þess að samkvæmt stjórnarskrá landsins á konungurinn að vera þjóðkirkjumeðlimur. Fólk tók hins vegar að velta fyrir sér trú hins verðandi konungs og töldu sumir hann vera trúlausan. Alls konar kviksögur fóru á flug um trú hans og viðhorf til trúar. En flestir sögðu hann vera eins og hvern annan þegn í konungsríkinu danska og stundaði sína trú með sama hætti og þorri almennings. Það segði ekkert um trú hans þó hann væri skráður í þjóðkirkjuna.

Danir þurftu ekki að bíða lengi eftir því að hinn nýi kóngur tjáði sig um trú sína. Margir vörpuðu öndinni léttar:

Bókin Orð konungs (Kongeord) kom út fyrir nokkru og er 112 blaðsíður að lengd. Þar ræðir Friðrik 10. um líf sitt, skyldur og viðhorf til konungsríkisins. Bókin er mjög svo læsileg og skemmtileg aflestrar. Hér verður sjónum beint að því sem kóngurinn nýi segir um trú sína og lífsviðhorf. Engir dómar verða um það felldir enda ekki góður siður að dæma um trú annarra og allra síst af almennri umfjöllun.

Friðrik 10. er nútímamaður og alinn upp til þess að verða konungur. Hann horfir þakklátur til þess uppeldis sem hann fékk í foreldrahúsum, öllu heldur í höllu drottningar.

Nýi konungurinn tekur af öll tvímæli um trú sína þó svo hann flíki henni ekki í tíma og ótíma. Hann segir:

Trú getur birst með ýmsu móti. Sumir iðka trú sína með því að sækja kirkju á hverjum sunnudegi. Aðrir stunda hana með öðrum hætti. Styrkur trúarinnar liggur ekki í því að Guð sé nefndur á nafn í kjörorði konungsins heldur í því að við sem manneskjur, sem þjóð, finnum að við séum hvert öðru bundin í kristinni trú. (Bls. 59).

Hann segir frá því að trúin taki meira rými í lífi hans en áður. Honum þyki skemmtilegt að vera viðstaddur skírnir, fermingar og brúðkaup. Útfarir séu líka trúarlegar athafnir sem hann sé viðstaddur bæði sem einstaklingur og konungur. Ýmsir kirkjulegir viðburðir hafa áhrif á hann. Trú og kirkja séu ákveðin grunnfesta í samfélaginu:

Sem sagt. Trú birtist með ýmsum hætti hvort heldur hún er kristinnar ættar eða ekki. Daglegt líf okkar sækir svo margt til hennar. Þannig erum við og það er trúin sem er hornsteinn þessa samfélags sem við höfum komið upp á umliðnum öldum og búum við.

Það eru kristin grunngildi eins og fyrirgefning, miskunnsemi og náungakærleikur sem hafa gert samfélag okkar frjálst og umburðarlynt… (Bls. 61).

Friðrik konungur segir að þau hjónin – kona hans og drottning er Mary Elizabeth Donaldsson – biðji með börnum sínum á kvöldin áður en þau fari að sofa eins og svo margir aðrir foreldrar. Hann segir að þau líti vissulega svo á að köldbænirnar séu ákveðið merki um trúariðkun þeirra og þau vilji ekki sleppa bænahaldinu.

Sálmar eru í miklu uppáhaldi hjá hinum unga konungi. Hann er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að fara í kirkju frá því hann var barn að aldri og syngja sálmana. Auðvitað skildi hann ekki mikið í þeim í fyrstu en þeir festust í minni hans. Síðar meir áttaði hann sig á dýpt þeirra og speki. Þeir orði oft hugsanir hans sem hann geti ekki orðað sjálfur. Einn af uppáhaldssálmum hans er: Hin fegursta rósin er fundin. Hann segir sálminn fjalla um kærleikann sem aldrei verði kæfður á hverju sem gangi. Kærleikann sé ekki hægt að sigra – kærleikurinn sé ætíð sigurvegarinn sem betur fer.

Friðrik segist ekki leiða hugann að kristinni trú hverja stund dagsins. Það sé mikilvægt að hafa hollt og öruggt jafnvægi á hugsuninni um trú og hversdagslífið:

Ég er kominn að vissu leyti aftur til kirkjunnar með rósemd og gleði. Aldrei hef ég verið eins sáttur og nú við það sem þjóðkirkjan stendur fyrir.

Við eigum að láta okkur annt um þann menningararf sem evangelísk-lúthersk kirkja hefur alið af sér. Eigum að líta á hann jákvæðum augum og skilja hvaða þátt hann á í sjálfsmynd okkar. Trú okkar er mikilvægur hluti af því sem við erum. (Bls. 67).

Konungurinn segir að kristin trú sé nátengd sögu lands og lýðs. Trúin hafi líka ótrúlegan sveigjanleika til að fylgjast með líðandi stund og endurnýja sig:

Maður getur líka orðað þetta svo að trú okkar bindi saman fortíð og nútíð með því að vera í sífelldri endurnýjun, á hreyfingu. Þannig er hún ekki ólík sögunni. (Bls. 67).

Þó að íslenskir þjóðhöfðingjar hafi verið sparir á því að óska þjóðinni blessunar Guðs í ræðum sínum við áramót og önnur söguleg tilefni þá hafa drottningar og kóngar ekki verið feimin við það gagnvart löndum sínum. Margir höfðu áhyggjur af því að arftaki Margrétar Þórhildar, Friðrik 10. myndi hafa annan hátt en móðir hans sem bað landi sínu ætíð blessunar Guðs við áramót og önnur hátíðleg tilefni. Konungur segir engum vafa undirorpið að hann mundi halda í þann sið:

Svo sannarlega lofa ég því að fólk muni heyra mig segja: Guð blessi Danmörku.

Þessi orð hafa alltaf djúp áhrif á mig í hvert sinn sem ég heyri þau. Þessi þrjú orð sýna svo að ekki verður um villst þann grundvöll sem við stöndum á, menningu okkar og samfélag. (Bls. 109).

Jens Andersen er skrásetjari bókarinnar. Hann átti mörg samtöl við Friðrik 10. þegar hann var krónprins. Þá skrifaði Jens ævisögu Margrétar Þórhildar 2. og sögu krónprinsins, Friðriks. Jens er því ekki með öllu ókunnugur fjölskyldunni.

Í lokin skal það nefnt að titill bókarinnar Kongeord (Orð konungs) vísar til þess að nýr konungur eða ný drottning velur sér kjörorð (d. valgsprog, kongeord). Kjörorð Margrétar Þórhildar 2. var: Hjálp Guðs, kærleikur þjóðarinnar, er styrkur Danmerkur. (d. Guðs hjælp, folkets kærlighed, Danmarks styrke.) (Bls. 11). Kjörorð Friðriks 10. er: Bundin,* skyldugur, fyrir konungsríkið Danmörk. (d. Forbundne, forpligtet, for kongeriget Danmark.)

Svona í lokin.

Munur er á forseta og kóngi þó að margur telji starfsskyldur forseta vera keimlíkar starfsskyldum konungs.

Nú standa fyrir dyrum forsetakosningar hér á landi. Sennilega hefur verið gengið út frá því að forsetinn sé kristinnar trúar án þess að nokkuð fast hafi verið eftir því gengið. Meirihluti landsmanna er skráður í þjóðkirkjuna. Núverandi forseti stendur utan trúfélaga en var alinn upp í kaþólskri trú. Meðan drjúgur meirihluti landans tilheyrir kristnum trúfélögum er ekki svo fráleitt að samfélagið hallist að því að hann eða hún sé kristin manneskja án þess að krafa sé gerð um það enda ekki hægt þar sem fullt trúfrelsi ríkir. Engu að síður gæti alveg farið svo að forseti yrði kjörinn sem væri búddisti eða ásatrúar. Það er þjóðarinnar að ákveða það. Líklegra er að forsetaefni nái betri árangri í kosningum ef lífsskoðanir hans eða hennar séu í þokkalegum samhljómi við hjartslátt þjóðarinnar.

*Forbundne, er fleirtala. Bent hefur verið á að þessi fleirtölumynd sé gamaldags og ekki lengur notuð. Nokkrar umræður urðu um þetta kjörorð kóngsins meðal málvísindamanna.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Mörgum finnst það skipta miklu máli hverrar trúar þjóðhöfðingi þess er. Þar sem kristin trú hefur verið ríkjandi er nokkuð föst hefð fyrir því að þjóðhöfðinginn fylli þann flokk fremur en einhvern annan enda þótt fullt trúfrelsi sé. Trú þjóðhöfðingjans eigi ekki að vera svo ýkja ólík trú þorra fólks.

Opinber trúariðkun kónga og drottninga birtist stundum sem hluti af starfsskyldum þeirra en hún þarf ekki að segja neitt um persónulega trú þeirra.

Sterkt samband er milli konungdæma og kristinnar trúar. Kóngar og drottningar Englands hafa litið á sig sem  verndara trúarinnar (lat. fidei defensor) allt frá því snemma á 16. öld – svo dæmi sé nefnt.

Nú er öldin önnur. Afstaða fólks og samfélags til kristinnar trúar hefur breyst með ýmsum hætti. Trúin er ekki talin skipta eins miklu máli og áður. Þá hefur orðið gerbreyting á samfélagsgerðinni og önnur fjölmenn trúarbrögð standa við hlið kristninnar. Enda þótt bundið sé í lög með hvaða hætti samband þjóðhöfðingja og kristinnar kirkju eigi að vera þá telja margir þeirra að þeir hafi einnig skyldum að gegna gagnvart öðrum trúarbrögðum í lýðræðissamfélögum nútímans.

Danir eru sú Norðurlandaþjóð sem býr við hvað sterkasta þjóðkirkju enda þótt fleiri hafi skilið við hana á síðustu árum en oft áður. Þeir halda líka fast í samband ríkis og kirkju meðan aðrar þjóðir vilja losa um þau bönd.

Margrét Þórhildur 2. Danadrottning fór ekki leynt með trú sína. Hún naut mikilla vinsælda og virðingar meðal þegna sinna fyrir margra hluta sakir. Gáfuð kona og listræn. Og trúuð.

Margrétt Þórhildur 2., drottning, Friðrik 10., kóngur og Mary Elizabeth, drottning. Mynd tekin í nóvember 20223

Danskt þjóðkirkjufólk var ögn uggandi þegar Margrét drottning ákvað að draga sig í hlé í síðasta mánuði og afhenda konunglegar skyldur í hendur sonar síns, Friðriks krónprins. Nú er hann Friðrik 10. Áhyggjurnar snerust ekki um hvort Friðrik krónprins  væri í dönsku þjóðkirkjunni eða ekki vegna þess að samkvæmt stjórnarskrá landsins á konungurinn að vera þjóðkirkjumeðlimur. Fólk tók hins vegar að velta fyrir sér trú hins verðandi konungs og töldu sumir hann vera trúlausan. Alls konar kviksögur fóru á flug um trú hans og viðhorf til trúar. En flestir sögðu hann vera eins og hvern annan þegn í konungsríkinu danska og stundaði sína trú með sama hætti og þorri almennings. Það segði ekkert um trú hans þó hann væri skráður í þjóðkirkjuna.

Danir þurftu ekki að bíða lengi eftir því að hinn nýi kóngur tjáði sig um trú sína. Margir vörpuðu öndinni léttar:

Bókin Orð konungs (Kongeord) kom út fyrir nokkru og er 112 blaðsíður að lengd. Þar ræðir Friðrik 10. um líf sitt, skyldur og viðhorf til konungsríkisins. Bókin er mjög svo læsileg og skemmtileg aflestrar. Hér verður sjónum beint að því sem kóngurinn nýi segir um trú sína og lífsviðhorf. Engir dómar verða um það felldir enda ekki góður siður að dæma um trú annarra og allra síst af almennri umfjöllun.

Friðrik 10. er nútímamaður og alinn upp til þess að verða konungur. Hann horfir þakklátur til þess uppeldis sem hann fékk í foreldrahúsum, öllu heldur í höllu drottningar.

Nýi konungurinn tekur af öll tvímæli um trú sína þó svo hann flíki henni ekki í tíma og ótíma. Hann segir:

Trú getur birst með ýmsu móti. Sumir iðka trú sína með því að sækja kirkju á hverjum sunnudegi. Aðrir stunda hana með öðrum hætti. Styrkur trúarinnar liggur ekki í því að Guð sé nefndur á nafn í kjörorði konungsins heldur í því að við sem manneskjur, sem þjóð, finnum að við séum hvert öðru bundin í kristinni trú. (Bls. 59).

Hann segir frá því að trúin taki meira rými í lífi hans en áður. Honum þyki skemmtilegt að vera viðstaddur skírnir, fermingar og brúðkaup. Útfarir séu líka trúarlegar athafnir sem hann sé viðstaddur bæði sem einstaklingur og konungur. Ýmsir kirkjulegir viðburðir hafa áhrif á hann. Trú og kirkja séu ákveðin grunnfesta í samfélaginu:

Sem sagt. Trú birtist með ýmsum hætti hvort heldur hún er kristinnar ættar eða ekki. Daglegt líf okkar sækir svo margt til hennar. Þannig erum við og það er trúin sem er hornsteinn þessa samfélags sem við höfum komið upp á umliðnum öldum og búum við.

Það eru kristin grunngildi eins og fyrirgefning, miskunnsemi og náungakærleikur sem hafa gert samfélag okkar frjálst og umburðarlynt… (Bls. 61).

Friðrik konungur segir að þau hjónin – kona hans og drottning er Mary Elizabeth Donaldsson – biðji með börnum sínum á kvöldin áður en þau fari að sofa eins og svo margir aðrir foreldrar. Hann segir að þau líti vissulega svo á að köldbænirnar séu ákveðið merki um trúariðkun þeirra og þau vilji ekki sleppa bænahaldinu.

Sálmar eru í miklu uppáhaldi hjá hinum unga konungi. Hann er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að fara í kirkju frá því hann var barn að aldri og syngja sálmana. Auðvitað skildi hann ekki mikið í þeim í fyrstu en þeir festust í minni hans. Síðar meir áttaði hann sig á dýpt þeirra og speki. Þeir orði oft hugsanir hans sem hann geti ekki orðað sjálfur. Einn af uppáhaldssálmum hans er: Hin fegursta rósin er fundin. Hann segir sálminn fjalla um kærleikann sem aldrei verði kæfður á hverju sem gangi. Kærleikann sé ekki hægt að sigra – kærleikurinn sé ætíð sigurvegarinn sem betur fer.

Friðrik segist ekki leiða hugann að kristinni trú hverja stund dagsins. Það sé mikilvægt að hafa hollt og öruggt jafnvægi á hugsuninni um trú og hversdagslífið:

Ég er kominn að vissu leyti aftur til kirkjunnar með rósemd og gleði. Aldrei hef ég verið eins sáttur og nú við það sem þjóðkirkjan stendur fyrir.

Við eigum að láta okkur annt um þann menningararf sem evangelísk-lúthersk kirkja hefur alið af sér. Eigum að líta á hann jákvæðum augum og skilja hvaða þátt hann á í sjálfsmynd okkar. Trú okkar er mikilvægur hluti af því sem við erum. (Bls. 67).

Konungurinn segir að kristin trú sé nátengd sögu lands og lýðs. Trúin hafi líka ótrúlegan sveigjanleika til að fylgjast með líðandi stund og endurnýja sig:

Maður getur líka orðað þetta svo að trú okkar bindi saman fortíð og nútíð með því að vera í sífelldri endurnýjun, á hreyfingu. Þannig er hún ekki ólík sögunni. (Bls. 67).

Þó að íslenskir þjóðhöfðingjar hafi verið sparir á því að óska þjóðinni blessunar Guðs í ræðum sínum við áramót og önnur söguleg tilefni þá hafa drottningar og kóngar ekki verið feimin við það gagnvart löndum sínum. Margir höfðu áhyggjur af því að arftaki Margrétar Þórhildar, Friðrik 10. myndi hafa annan hátt en móðir hans sem bað landi sínu ætíð blessunar Guðs við áramót og önnur hátíðleg tilefni. Konungur segir engum vafa undirorpið að hann mundi halda í þann sið:

Svo sannarlega lofa ég því að fólk muni heyra mig segja: Guð blessi Danmörku.

Þessi orð hafa alltaf djúp áhrif á mig í hvert sinn sem ég heyri þau. Þessi þrjú orð sýna svo að ekki verður um villst þann grundvöll sem við stöndum á, menningu okkar og samfélag. (Bls. 109).

Jens Andersen er skrásetjari bókarinnar. Hann átti mörg samtöl við Friðrik 10. þegar hann var krónprins. Þá skrifaði Jens ævisögu Margrétar Þórhildar 2. og sögu krónprinsins, Friðriks. Jens er því ekki með öllu ókunnugur fjölskyldunni.

Í lokin skal það nefnt að titill bókarinnar Kongeord (Orð konungs) vísar til þess að nýr konungur eða ný drottning velur sér kjörorð (d. valgsprog, kongeord). Kjörorð Margrétar Þórhildar 2. var: Hjálp Guðs, kærleikur þjóðarinnar, er styrkur Danmerkur. (d. Guðs hjælp, folkets kærlighed, Danmarks styrke.) (Bls. 11). Kjörorð Friðriks 10. er: Bundin,* skyldugur, fyrir konungsríkið Danmörk. (d. Forbundne, forpligtet, for kongeriget Danmark.)

Svona í lokin.

Munur er á forseta og kóngi þó að margur telji starfsskyldur forseta vera keimlíkar starfsskyldum konungs.

Nú standa fyrir dyrum forsetakosningar hér á landi. Sennilega hefur verið gengið út frá því að forsetinn sé kristinnar trúar án þess að nokkuð fast hafi verið eftir því gengið. Meirihluti landsmanna er skráður í þjóðkirkjuna. Núverandi forseti stendur utan trúfélaga en var alinn upp í kaþólskri trú. Meðan drjúgur meirihluti landans tilheyrir kristnum trúfélögum er ekki svo fráleitt að samfélagið hallist að því að hann eða hún sé kristin manneskja án þess að krafa sé gerð um það enda ekki hægt þar sem fullt trúfrelsi ríkir. Engu að síður gæti alveg farið svo að forseti yrði kjörinn sem væri búddisti eða ásatrúar. Það er þjóðarinnar að ákveða það. Líklegra er að forsetaefni nái betri árangri í kosningum ef lífsskoðanir hans eða hennar séu í þokkalegum samhljómi við hjartslátt þjóðarinnar.

*Forbundne, er fleirtala. Bent hefur verið á að þessi fleirtölumynd sé gamaldags og ekki lengur notuð. Nokkrar umræður urðu um þetta kjörorð kóngsins meðal málvísindamanna.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir