Kirkjublaðið.is óskar nýkörnum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til hamingju með embættið, og biður henni blessunar Guðs.

Í tilefni af kjöri hennar endurbirtir Kirkjublaðið.is svör hennar við spurningum sem það lagði fyrir alla forsetaframbjóðendurna um afstöðu þeirra til þjóðkirkjunnar.

Halla Tómasdóttir svaraði svo:

Ég er í þjóðkirkjunni og þekki hið góða og fjölbreytta starf sem hún stendur fyrir um landið allt. Mér finnst mikilvægt að þessi þáttur í samfélagsgerðinni, þ.e. ríkt starf í kirkjum landsins fái áfram að njóta sín, ekki síst meðal barna og ungmenna. Á sama tíma þurfum við að vera meðvituð um að samfélagið hefur breyst og fjöldi fólks sem hér er búsett annað hvort tilheyrir öðrum kirkjudeildum eða er trúlaust. Það þarf að virða og ég er ánægð með þjóðkirkju sem er líka opin fyrir þessum hópum ef þeir æskja þess.

Hvað varðar stöðu þjóðkirkjunnar skv. stjórnarskrá, þá  sýnist mér að þjóðkirkjan og ríkisvaldið hafi unnið saman að því undanfarin ár að gera þjóðkirkjuna æ sjálfstæðari frá ríkisvaldinu. Tíminn mun leiða í ljós hvar sú vegferð endar. Ef Alþingi breytir þeirri skipan sem fram kemur í stjórnarskrárákvæðinu sem vísað er til, þá kallar það sjálfkrafa á þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og segir í stjórnarskránni. Það væri því, að óbreyttu, ekki forsetans að blanda sér í það ferli.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is óskar nýkörnum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til hamingju með embættið, og biður henni blessunar Guðs.

Í tilefni af kjöri hennar endurbirtir Kirkjublaðið.is svör hennar við spurningum sem það lagði fyrir alla forsetaframbjóðendurna um afstöðu þeirra til þjóðkirkjunnar.

Halla Tómasdóttir svaraði svo:

Ég er í þjóðkirkjunni og þekki hið góða og fjölbreytta starf sem hún stendur fyrir um landið allt. Mér finnst mikilvægt að þessi þáttur í samfélagsgerðinni, þ.e. ríkt starf í kirkjum landsins fái áfram að njóta sín, ekki síst meðal barna og ungmenna. Á sama tíma þurfum við að vera meðvituð um að samfélagið hefur breyst og fjöldi fólks sem hér er búsett annað hvort tilheyrir öðrum kirkjudeildum eða er trúlaust. Það þarf að virða og ég er ánægð með þjóðkirkju sem er líka opin fyrir þessum hópum ef þeir æskja þess.

Hvað varðar stöðu þjóðkirkjunnar skv. stjórnarskrá, þá  sýnist mér að þjóðkirkjan og ríkisvaldið hafi unnið saman að því undanfarin ár að gera þjóðkirkjuna æ sjálfstæðari frá ríkisvaldinu. Tíminn mun leiða í ljós hvar sú vegferð endar. Ef Alþingi breytir þeirri skipan sem fram kemur í stjórnarskrárákvæðinu sem vísað er til, þá kallar það sjálfkrafa á þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og segir í stjórnarskránni. Það væri því, að óbreyttu, ekki forsetans að blanda sér í það ferli.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?