Maðurinn er stórkostleg lífvera sem ofinn eru úr tilfinningum sem stjórna lífi hans í smáu sem stóru. Tilfinningar fylgja okkur frá fyrstu tíð og við lærum að þekkja þær og okkur er kennt að stýra þeim að því marki sem það er hægt. Tilfinningar sem bærast í brjóstum okkar breytast og þroskast með æviárum okkar – sumar jafnvel blómgast sí og æ meðan aðrar dofna. Garður tilfinninganna er fjölskrúðugur og hann verður að rækta svo fegurstu tilfinningar mannsins fái að njóta sín.

Manneskjan er dýrmæt og mikið undur. Tilfinningavera.

Hver manneskja er kraftaverk. Sköpuð til lífs og friðar.

Stundum er sagt að heitt hjarta slái í góðum manneskjum. Þær hafi gott hjartalag, gott hugarfar.

Það er gott að hafa hjartað á réttum stað.

Í því felst mannúð og kærleikur.

En það eru líka til steinhjörtu og stálhjörtu. Tilfinningalaust hjartalag, guðlaust hjartalag. Kannski eru það þau hjörtu sem stýra drápum innrásarhersins í Úkraínu og átökunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Það eru dauð hjörtu enda bera þau dauðann í sér eins og hvert annað skrímsli.

Skúlptur Jóns Gunnars Árnasonar (1931-1989), Hjartað, er gert úr stáli, rafmótor og er með hljóðgjafa. Listamaðurinn vann verkið árið 1968. Skúlptúrinn stendur á fjórum fótum og minnir á skrímsli eða ófreskju. Það er eins og vélhjartað hafi rifið sig út úr líkamanum og æði um. Og ískurhljóðið sem það gefur frá sér er óhugnanlegt. Enginn vill verða á vegi þess. Það er afskræming á heitu hjarta mannsins.

Þetta hjarta er ekki mannlegt.

Það vísar til þjáninga sem hjartalausar manneskjur valda. Vélhjartað má heimfæra upp á hryðjuverk og dráp á saklausu  fólki. Börnum og fólki í blóma lífsins. Það er sem sálarlaus tortímandinn fari um með kalt vélhjarta og það urgar í honum. Um það rennur ekki heitt blóð heldur dauðinn. Kannski er það djöfullinn sjálfur í mannsmynd með allar orður heimsins á brjósti sínu.

Og hvað gerir örvæntingarfullur heimurinn andspænis hinu dauða hjarta allra þeirra er standa gráir fyrir járnum á vígstöðvum sínum?

Hann hrópar í angist sinni og reiði gegn óréttlæti tortímendanna.

Biður um frið.

Biður um líf en ekki dauða.

Og reiðin logar. Óréttlætið vekur reiðitilfinninguna; grunur um að vera beittur ranglæti kveikir reiðineistann og þannig verður reiðin varðmaður réttlætisins. Reiði gegn illsku og ógn er réttlát reiði – í raun er hún guðsættar.

Angistin sker.

Hver vill láta drepa barnið sitt? Foreldra? Maka og ættingja?

Enginn. Samt gengur dauðinn um með nístandi vélhjarta á vígvöllum heimsins.

Manneskjan finnur sig vanmáttuga en bænin kemurin hennir til hjálpar.

Manneskjan biður um frið í stríðsþjáðum heimi. Biður þess að allir hafi hjartað á réttum stað. Hörð hjörtu mýkist og allir rækti með sér hreint hjartalag.

„Verið með sama hugarfari  sem Kristur Jesús var.“

                              (Filippíbréfið 2.5).

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Maðurinn er stórkostleg lífvera sem ofinn eru úr tilfinningum sem stjórna lífi hans í smáu sem stóru. Tilfinningar fylgja okkur frá fyrstu tíð og við lærum að þekkja þær og okkur er kennt að stýra þeim að því marki sem það er hægt. Tilfinningar sem bærast í brjóstum okkar breytast og þroskast með æviárum okkar – sumar jafnvel blómgast sí og æ meðan aðrar dofna. Garður tilfinninganna er fjölskrúðugur og hann verður að rækta svo fegurstu tilfinningar mannsins fái að njóta sín.

Manneskjan er dýrmæt og mikið undur. Tilfinningavera.

Hver manneskja er kraftaverk. Sköpuð til lífs og friðar.

Stundum er sagt að heitt hjarta slái í góðum manneskjum. Þær hafi gott hjartalag, gott hugarfar.

Það er gott að hafa hjartað á réttum stað.

Í því felst mannúð og kærleikur.

En það eru líka til steinhjörtu og stálhjörtu. Tilfinningalaust hjartalag, guðlaust hjartalag. Kannski eru það þau hjörtu sem stýra drápum innrásarhersins í Úkraínu og átökunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Það eru dauð hjörtu enda bera þau dauðann í sér eins og hvert annað skrímsli.

Skúlptur Jóns Gunnars Árnasonar (1931-1989), Hjartað, er gert úr stáli, rafmótor og er með hljóðgjafa. Listamaðurinn vann verkið árið 1968. Skúlptúrinn stendur á fjórum fótum og minnir á skrímsli eða ófreskju. Það er eins og vélhjartað hafi rifið sig út úr líkamanum og æði um. Og ískurhljóðið sem það gefur frá sér er óhugnanlegt. Enginn vill verða á vegi þess. Það er afskræming á heitu hjarta mannsins.

Þetta hjarta er ekki mannlegt.

Það vísar til þjáninga sem hjartalausar manneskjur valda. Vélhjartað má heimfæra upp á hryðjuverk og dráp á saklausu  fólki. Börnum og fólki í blóma lífsins. Það er sem sálarlaus tortímandinn fari um með kalt vélhjarta og það urgar í honum. Um það rennur ekki heitt blóð heldur dauðinn. Kannski er það djöfullinn sjálfur í mannsmynd með allar orður heimsins á brjósti sínu.

Og hvað gerir örvæntingarfullur heimurinn andspænis hinu dauða hjarta allra þeirra er standa gráir fyrir járnum á vígstöðvum sínum?

Hann hrópar í angist sinni og reiði gegn óréttlæti tortímendanna.

Biður um frið.

Biður um líf en ekki dauða.

Og reiðin logar. Óréttlætið vekur reiðitilfinninguna; grunur um að vera beittur ranglæti kveikir reiðineistann og þannig verður reiðin varðmaður réttlætisins. Reiði gegn illsku og ógn er réttlát reiði – í raun er hún guðsættar.

Angistin sker.

Hver vill láta drepa barnið sitt? Foreldra? Maka og ættingja?

Enginn. Samt gengur dauðinn um með nístandi vélhjarta á vígvöllum heimsins.

Manneskjan finnur sig vanmáttuga en bænin kemurin hennir til hjálpar.

Manneskjan biður um frið í stríðsþjáðum heimi. Biður þess að allir hafi hjartað á réttum stað. Hörð hjörtu mýkist og allir rækti með sér hreint hjartalag.

„Verið með sama hugarfari  sem Kristur Jesús var.“

                              (Filippíbréfið 2.5).

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir