Á umbrotatímum stendur manneskjan óstyrkum fótum og veit ekki hvert skal halda. Ekkert virðist vera betra en annað. Ráð manna streyma úr öllum áttum. Sum eru góð og gild, gömul og margreynd, önnur eru óráð og illa ígrunduð.

Mörg eru þau sem virðast hafa ráð undir rifi hverju á kórónuveirutíma. En við verðum að gæta okkar á falsráðum – eða sýndarráðum.

Nú eru slíkir tímar að við setjum traust okkar á fólk sem kann til verka.

Víst fólk gefur okkur góð ráð andspænis kórónuveiru sem situr nú um samfélagið og heldur því í greip sinni. Stundum linar hún takið og stundum herðir hún það. Skyndilega virðist rofa til og við höldum að hún sé á förum. En þá kemur hún blaðskellandi og með öll sín leiðindi.

Veiran er ólíkindatól – og lúmsk. Hún er hættuleg og er á sveimi í samfélaginu.

Dag nokkurn mun hún fara, ganga yfir, eins og sagt er. En það tekur tíma. Reynir á þolinmæði okkar.

Upplýsingafundir fylgja umbrotatímum.

Við þekkjum þá.

Á slíkum fundum fara menn yfir stöðuna, eins og sagt er. Eru raunsæir og gleyma náttúrlega ekki bjartsýninni. Hvetja til samstöðu. Að loknum slíkum fundum höldum við öll fund í sálarkirnu okkar. Þar er ekki síður þörf á raunsæi og bjartsýni. Á öllum neyðarfundum er nauðsynlegt að hvessa augun á grundvöll þann sem við byggjum líf okkar á.

Sá grunnur er ekki alltaf sá sami og náungi okkar stendur á. En grunnurinn er ekki ómerkari fyrir það.

Líf okkar stendur á grunni.

Stundum er sagt að á umbrotatímum þörf á speki eða styrkri trú.

Á góðum stundum vitna menn í spámenn og spekinga. Allt leikur í lyndi og mönnum þykir ljúft að hlýða á spakleg orð og telja sig svo sannarlega hafa farið að þeim enda brosir sólin við þeim. Þegar skýjabakkar hrannast upp og sól hverfur, jörð nötrar og þytur hrægamma heyrist í fjarska, spyrja menn hvort forn hollráð hafi brugðist eða þeir ekki farið að þeim. Kannski misskilið þau. Eða kannski voru þau ekki holl og speki þeirra hol?

Klassísk speki kemur mörgum til bjargar. Mörg dæmi um slíka speki ná nefna. „Ekkert jafnast á við hófsemi, til þess að leiðbeina mönnum og þjóna hinu himneska. Með hófsemi komast menn snemma á réttar brautir og allar hindranir verða yfirstignar.“ Þessi orð má finna í Bókinni um veginn eftir Lao-tse, sem fæddur var um 600 f. Kr. Gagnlega speki á viðsjárverðum tíma má líka finna hjá Þeófrastosi í riti hans, Manngerðir, en hann fæddist í lok 4. aldar f. Kr. Í því riti má finna lýsingar á manngerðum sem allir kannast við – ekki bara hjá öðrum heldur og líka hjá sjálfum sér. Eins og: „Kvörtunargirni er gagnrýnin afstaða til eigin hlutskiptis – umfram það sem góðu hófi gegnir.“ Og lýsing á hinum fruntalega: „Hann tekur ekki á móti afsökunum frá neinum, sem kann að hafa óhreinkað hann óviljandi, rekið sig í hann eða stígið ofan á fótinn á honum.“

Biblían geymir mikla speki sem reynist haldgóð á öllum tímum. Hún minnir okkur líka á hvað skynsamlegt er og hvað ekki. Lítið dæmi:

Beindu augum þínum fram á við
og sjónum þínum að því sem fram undan er.
Veldu fótum þínum beina braut,
þá verður ætíð traust undir fótum.
Víktu hvorki til hægri né vinstri,
haltu fæti þínum frá illu.

Orðskviðirnir 4. 25-27

Nú er tími og tækifæri til að endurmeta líf sitt og samfélag, hjarta og fjársjóð. Horfa opnum augum fram á við þó margt sé öðruvísi en áður var – og fordæmalaust. Spyrja um fjársjóði sem mölur og ryð granda ekki því gengisvísitala andlegra auðæfa fellur ekki. Hún er skráð í hjarta þínu. Það er ekki annað hægt annað en að gleðjast þegar menn uppgötva þessi andlegu auðæfi á líðandi stund hvort sem hún býður upp á frið og spekt, eða kórónuveiru og harðindi.

Mannlegt eðli breytist lítið frá einni öld til annarrar. Hugsun hins tæknivædda nútímamanns er ekki ósvipuð hugsun þess ágæta pars sem forðum daga valsaði um í Edenslundi. Þau hlýddu ekki á hollráð af himnum ofan, létu tælast. Þau gengu í gin hins lævísa og héldu út úr Paradís í von um meira.

Í óskhyggju um að standa jafnfætis Guði. Það heitir hroki.

Vísindafólk er ekki Guð. En það standa ekki allir jafnfætis því – sumir telja sig vita meira en það og fara stundum um sem snákar: sá efasemdum. Það heitir hroki.

Á kórónuveirutíð er hollt að skoða þetta eðli og gangast við því. Hafa speki með í för – hafa Guð í för því að til góðs vinar liggja gagnvegir. Njóta þess að geta treyst okkar færustu vísindamönnum og vitrum ráðgjöfum.

Treysta þríeykinu margfræga og fara að ráðum þess – muna þó að þau eru fólk af holdi og blóði eins og við. Til þess er gott að vita.

Veiran gefur eftir á endanum og við beinum sjónum okkar á það sem er fram undan.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Á umbrotatímum stendur manneskjan óstyrkum fótum og veit ekki hvert skal halda. Ekkert virðist vera betra en annað. Ráð manna streyma úr öllum áttum. Sum eru góð og gild, gömul og margreynd, önnur eru óráð og illa ígrunduð.

Mörg eru þau sem virðast hafa ráð undir rifi hverju á kórónuveirutíma. En við verðum að gæta okkar á falsráðum – eða sýndarráðum.

Nú eru slíkir tímar að við setjum traust okkar á fólk sem kann til verka.

Víst fólk gefur okkur góð ráð andspænis kórónuveiru sem situr nú um samfélagið og heldur því í greip sinni. Stundum linar hún takið og stundum herðir hún það. Skyndilega virðist rofa til og við höldum að hún sé á förum. En þá kemur hún blaðskellandi og með öll sín leiðindi.

Veiran er ólíkindatól – og lúmsk. Hún er hættuleg og er á sveimi í samfélaginu.

Dag nokkurn mun hún fara, ganga yfir, eins og sagt er. En það tekur tíma. Reynir á þolinmæði okkar.

Upplýsingafundir fylgja umbrotatímum.

Við þekkjum þá.

Á slíkum fundum fara menn yfir stöðuna, eins og sagt er. Eru raunsæir og gleyma náttúrlega ekki bjartsýninni. Hvetja til samstöðu. Að loknum slíkum fundum höldum við öll fund í sálarkirnu okkar. Þar er ekki síður þörf á raunsæi og bjartsýni. Á öllum neyðarfundum er nauðsynlegt að hvessa augun á grundvöll þann sem við byggjum líf okkar á.

Sá grunnur er ekki alltaf sá sami og náungi okkar stendur á. En grunnurinn er ekki ómerkari fyrir það.

Líf okkar stendur á grunni.

Stundum er sagt að á umbrotatímum þörf á speki eða styrkri trú.

Á góðum stundum vitna menn í spámenn og spekinga. Allt leikur í lyndi og mönnum þykir ljúft að hlýða á spakleg orð og telja sig svo sannarlega hafa farið að þeim enda brosir sólin við þeim. Þegar skýjabakkar hrannast upp og sól hverfur, jörð nötrar og þytur hrægamma heyrist í fjarska, spyrja menn hvort forn hollráð hafi brugðist eða þeir ekki farið að þeim. Kannski misskilið þau. Eða kannski voru þau ekki holl og speki þeirra hol?

Klassísk speki kemur mörgum til bjargar. Mörg dæmi um slíka speki ná nefna. „Ekkert jafnast á við hófsemi, til þess að leiðbeina mönnum og þjóna hinu himneska. Með hófsemi komast menn snemma á réttar brautir og allar hindranir verða yfirstignar.“ Þessi orð má finna í Bókinni um veginn eftir Lao-tse, sem fæddur var um 600 f. Kr. Gagnlega speki á viðsjárverðum tíma má líka finna hjá Þeófrastosi í riti hans, Manngerðir, en hann fæddist í lok 4. aldar f. Kr. Í því riti má finna lýsingar á manngerðum sem allir kannast við – ekki bara hjá öðrum heldur og líka hjá sjálfum sér. Eins og: „Kvörtunargirni er gagnrýnin afstaða til eigin hlutskiptis – umfram það sem góðu hófi gegnir.“ Og lýsing á hinum fruntalega: „Hann tekur ekki á móti afsökunum frá neinum, sem kann að hafa óhreinkað hann óviljandi, rekið sig í hann eða stígið ofan á fótinn á honum.“

Biblían geymir mikla speki sem reynist haldgóð á öllum tímum. Hún minnir okkur líka á hvað skynsamlegt er og hvað ekki. Lítið dæmi:

Beindu augum þínum fram á við
og sjónum þínum að því sem fram undan er.
Veldu fótum þínum beina braut,
þá verður ætíð traust undir fótum.
Víktu hvorki til hægri né vinstri,
haltu fæti þínum frá illu.

Orðskviðirnir 4. 25-27

Nú er tími og tækifæri til að endurmeta líf sitt og samfélag, hjarta og fjársjóð. Horfa opnum augum fram á við þó margt sé öðruvísi en áður var – og fordæmalaust. Spyrja um fjársjóði sem mölur og ryð granda ekki því gengisvísitala andlegra auðæfa fellur ekki. Hún er skráð í hjarta þínu. Það er ekki annað hægt annað en að gleðjast þegar menn uppgötva þessi andlegu auðæfi á líðandi stund hvort sem hún býður upp á frið og spekt, eða kórónuveiru og harðindi.

Mannlegt eðli breytist lítið frá einni öld til annarrar. Hugsun hins tæknivædda nútímamanns er ekki ósvipuð hugsun þess ágæta pars sem forðum daga valsaði um í Edenslundi. Þau hlýddu ekki á hollráð af himnum ofan, létu tælast. Þau gengu í gin hins lævísa og héldu út úr Paradís í von um meira.

Í óskhyggju um að standa jafnfætis Guði. Það heitir hroki.

Vísindafólk er ekki Guð. En það standa ekki allir jafnfætis því – sumir telja sig vita meira en það og fara stundum um sem snákar: sá efasemdum. Það heitir hroki.

Á kórónuveirutíð er hollt að skoða þetta eðli og gangast við því. Hafa speki með í för – hafa Guð í för því að til góðs vinar liggja gagnvegir. Njóta þess að geta treyst okkar færustu vísindamönnum og vitrum ráðgjöfum.

Treysta þríeykinu margfræga og fara að ráðum þess – muna þó að þau eru fólk af holdi og blóði eins og við. Til þess er gott að vita.

Veiran gefur eftir á endanum og við beinum sjónum okkar á það sem er fram undan.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir