Í dag gat að líta nokkuð langt viðtal við sr. Óskar Inga Ingason, Ólafsvíkurprest, í sunnudags Morgunblaðinu. Eins var hluta þess fleytt áfram í netútgáfu blaðsins, mbl.is.

Þar koma fram mjög alvarlegar ásakanir um sitthvað í stjórnsýslu kirkjunnar og falla afar þung orð. Yfirskrift viðtalsins á mbl. is er Þöggun og ótti innan kirkjunnar, en í prentútgáfunni Endurheimtum kirkjuna okkar! Segja má að krassandi netfyrirsögnin hafi án efa kallað á allmarga „smelli“ og væri fróðlegt að vita hve marga. Fréttin var komin niður í níunda sæti skömmu fyrir klukkan þrjú.

Það er býsna stórt skref að fjalla um mál af þessu tagi í fjölmiðlum og má vera að það sýni jafnframt ákveðna uppgjöf í samskiptum við viðkomandi stofnun – presturinn segir það líka hafa verið erfitt að fara í þetta viðtal. Það er miður fyrir stofnunina að geta ekki tekið á slíku máli áður en í einhvers konar allsherjar óefni er komið. Þó er hún með handleiðara á sínum snærum sem eiga að styrkja starfsfólk hennar í starfi.

Fjölmiðlaumfjöllun er ákveðin tegund af opinberu samtali og í þessu tilviki, við kirkjuna, vinnuveitanda prestsins. Presturinn sendir sterk skilaboð, sína hlið, sem geta haft margvísleg áhrif, bæði jákvæð og líka neikvæð, allt eftir því á hvaða sjónarhóli er staðið. Einhver myndi jafnvel segja að vinnuveitandinn hafi bara kallað þetta yfir sjálfan sig með framkomu sinni (eins og henni er lýst í viðtalinu) og verði því að svara fyrir sig á sama vettvangi. Punktur og basta.

Eitt er þó víst að þungort viðtal af þessu tagi kallar einhvers staðar í samfélaginu fram umræður – sem geta styrkt og mótað neikvæðar skoðanir á kirkju og kristni. Myndin sem sr. Óskar Ingi dregur upp af kirkjustjórninni er slæm og ekki til þess fallin að laða fólk að kirkjunni eins og sakir standa – og eflaust líður prestinum ekki vel með það. Presturinn hvetur til þess að tekið verði til innan kirkjunnar:

Sr. Óskar Ingi segir: Ég ber hag kirkjunnar minnar fyrir brjósti og þess vegn stíg ég fram.

Presturinn útskýrir í viðtalinu hvað hann eigi við með kirkjustjórninni. Það er biskup, kirkjuráð, kirkjuþing og biskupsstofa.

Í viðtalinu kemur fram vanlíðan og kergja vegna kirkjustjórnarinnar og vegna samskipta sem snúast um endurbætur á prestsbústaðnum sem hann leigir.

Presturinn, sr. Óskar Ingi, rekur nokkur dæmi um samskipti sín við þjóðkirkjuna og er mjög harðorður – og stóryrtur. Hann vill að gerðar verði róttækar breytingar á verklagi kirkjustjórnarinnar sem hann segir  einkennast af samráðsleysi og einræðistilburðum.

„Þess vegna stíg ég fram sem uppljóstrari,“ segir hann í viðtalinu.

Hverju er hann að ljóstra upp?

Kirkjuþing fær falleinkunn hjá honum. Nýju drögin að frumvarpi um þjóðkirkjuna sem kirkjuþing vísaði til ráðherra, valdi því að kirkjustjórnin nái tökum á öllu í kirkjunni. Það var ekki borið undir söfnuði. Sama var uppi á teningnum með kirkjujarðasamkomulagið að hans mati.

Mikilvægt er að kirkjuforustan stígi fram og segi sína hlið á málinu. Ekki með yfirlýsingu heldur í einhvers konar samtali. Eitthvað kann að vera misskilningur af hálfu beggja aðila.

Það má ekki standa eftir í fjölmiðlum að kirkjan standi fyrir þöggun og ótta á sama tíma og hún er að biðjast fyrirgefningar á slíku háttalagi gagnvart einstökum hópum í samfélaginu. Svo er spurning hvort presturinn geti staðið við stóryrði sín.

Hvað segir presturinn?

….kirkjustjórnin vill hafa alræðisvald yfir prestum og sóknum

…er ekki að gagnrýna kirkjuna sem slíka, heldur stjórn hennar

…Óskar Ingi tekur skýrt fram að með gagnrýni sinni sé hann ekki að ráðast á persónur, heldur kirkjustjórnina sem heild, það er kirkjuþing, kirkjuráð, biskupafund og Biskupsstofu. … ég er ekki að tala um persónurnar, heldur verkin ….

Kirkjustjórnin mun á hinn bóginn taka þessu illa. Ég veit hvernig hún tekur á mönnum sem stinga á kýlum. Þess utan hefur kirkjustjórnin engan áhuga á því að vernda sitt starfsfólk eins og dæmin sanna.

…framkomu kirkjustjórnarinnar einkennast af tómlæti og sinnuleysi í garð presta sem sé algjört.

…Við skiptum engu einasta máli …réttindi okkar eru að engu höfð…

Hann kveðst vera búinn að gefast upp á kirkjuþingi, eftir að hafa setið þar; engum tilgangi þjóni að berjast við vindmyllur á þeim vettvangi. Það hafi aðeins slæm áhrif á sálarlífið.

…Ég hef heyrt menn spyrja hvort söfnuðir geti sagt sig úr þjóðkirkjunni og veit til þess að einn burðugur söfnuður hið minnsta hefur rætt það mál alvarlega og skoðað að starfa sem fríkirkja.

Sjálfur hef ég hitt presta sem segja að þeir treysti sér ekki til að ræða við kirkjustjórnina vegna heilsu sinnar. … Sumir segjast bíða jafnvel eftir að komast á aldur til þess að geta sagt sig úr þjóðkirkjunnar, telja dagana.

…Þarna er biskupafundur að iðka sitt vald á óábyrgan hátt og koma málum í gegn þrátt fyrir mikla andstöðu heimamanna. Enn eitt dæmið um valdníðsluna.

…mikið um leynifundi innan kirkjunnar og lengi vel hafi ekki verið streymt frá kirkjuþingi. Það sé nú gert en komi viðkvæm mál til umfjöllunar sé streymið rofið.

Kirkjuráð er, að sögn Óskars Inga, skóli í því hvernig ekki á að starfa.

Þá eru aðstoðarmenn biskups komnir með aðstoðarmenn og jafnvel aðstoðarmennirnir með aðstoðarmenn líka.

Hann segir að Biskupsstofa neyði: nýja presta samt til að skrifa undir ráðningarsamninga sína sem eru gerðir án samráðs. Að öðrum kosti fái þeir ekki vinnuna.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Í dag gat að líta nokkuð langt viðtal við sr. Óskar Inga Ingason, Ólafsvíkurprest, í sunnudags Morgunblaðinu. Eins var hluta þess fleytt áfram í netútgáfu blaðsins, mbl.is.

Þar koma fram mjög alvarlegar ásakanir um sitthvað í stjórnsýslu kirkjunnar og falla afar þung orð. Yfirskrift viðtalsins á mbl. is er Þöggun og ótti innan kirkjunnar, en í prentútgáfunni Endurheimtum kirkjuna okkar! Segja má að krassandi netfyrirsögnin hafi án efa kallað á allmarga „smelli“ og væri fróðlegt að vita hve marga. Fréttin var komin niður í níunda sæti skömmu fyrir klukkan þrjú.

Það er býsna stórt skref að fjalla um mál af þessu tagi í fjölmiðlum og má vera að það sýni jafnframt ákveðna uppgjöf í samskiptum við viðkomandi stofnun – presturinn segir það líka hafa verið erfitt að fara í þetta viðtal. Það er miður fyrir stofnunina að geta ekki tekið á slíku máli áður en í einhvers konar allsherjar óefni er komið. Þó er hún með handleiðara á sínum snærum sem eiga að styrkja starfsfólk hennar í starfi.

Fjölmiðlaumfjöllun er ákveðin tegund af opinberu samtali og í þessu tilviki, við kirkjuna, vinnuveitanda prestsins. Presturinn sendir sterk skilaboð, sína hlið, sem geta haft margvísleg áhrif, bæði jákvæð og líka neikvæð, allt eftir því á hvaða sjónarhóli er staðið. Einhver myndi jafnvel segja að vinnuveitandinn hafi bara kallað þetta yfir sjálfan sig með framkomu sinni (eins og henni er lýst í viðtalinu) og verði því að svara fyrir sig á sama vettvangi. Punktur og basta.

Eitt er þó víst að þungort viðtal af þessu tagi kallar einhvers staðar í samfélaginu fram umræður – sem geta styrkt og mótað neikvæðar skoðanir á kirkju og kristni. Myndin sem sr. Óskar Ingi dregur upp af kirkjustjórninni er slæm og ekki til þess fallin að laða fólk að kirkjunni eins og sakir standa – og eflaust líður prestinum ekki vel með það. Presturinn hvetur til þess að tekið verði til innan kirkjunnar:

Sr. Óskar Ingi segir: Ég ber hag kirkjunnar minnar fyrir brjósti og þess vegn stíg ég fram.

Presturinn útskýrir í viðtalinu hvað hann eigi við með kirkjustjórninni. Það er biskup, kirkjuráð, kirkjuþing og biskupsstofa.

Í viðtalinu kemur fram vanlíðan og kergja vegna kirkjustjórnarinnar og vegna samskipta sem snúast um endurbætur á prestsbústaðnum sem hann leigir.

Presturinn, sr. Óskar Ingi, rekur nokkur dæmi um samskipti sín við þjóðkirkjuna og er mjög harðorður – og stóryrtur. Hann vill að gerðar verði róttækar breytingar á verklagi kirkjustjórnarinnar sem hann segir  einkennast af samráðsleysi og einræðistilburðum.

„Þess vegna stíg ég fram sem uppljóstrari,“ segir hann í viðtalinu.

Hverju er hann að ljóstra upp?

Kirkjuþing fær falleinkunn hjá honum. Nýju drögin að frumvarpi um þjóðkirkjuna sem kirkjuþing vísaði til ráðherra, valdi því að kirkjustjórnin nái tökum á öllu í kirkjunni. Það var ekki borið undir söfnuði. Sama var uppi á teningnum með kirkjujarðasamkomulagið að hans mati.

Mikilvægt er að kirkjuforustan stígi fram og segi sína hlið á málinu. Ekki með yfirlýsingu heldur í einhvers konar samtali. Eitthvað kann að vera misskilningur af hálfu beggja aðila.

Það má ekki standa eftir í fjölmiðlum að kirkjan standi fyrir þöggun og ótta á sama tíma og hún er að biðjast fyrirgefningar á slíku háttalagi gagnvart einstökum hópum í samfélaginu. Svo er spurning hvort presturinn geti staðið við stóryrði sín.

Hvað segir presturinn?

….kirkjustjórnin vill hafa alræðisvald yfir prestum og sóknum

…er ekki að gagnrýna kirkjuna sem slíka, heldur stjórn hennar

…Óskar Ingi tekur skýrt fram að með gagnrýni sinni sé hann ekki að ráðast á persónur, heldur kirkjustjórnina sem heild, það er kirkjuþing, kirkjuráð, biskupafund og Biskupsstofu. … ég er ekki að tala um persónurnar, heldur verkin ….

Kirkjustjórnin mun á hinn bóginn taka þessu illa. Ég veit hvernig hún tekur á mönnum sem stinga á kýlum. Þess utan hefur kirkjustjórnin engan áhuga á því að vernda sitt starfsfólk eins og dæmin sanna.

…framkomu kirkjustjórnarinnar einkennast af tómlæti og sinnuleysi í garð presta sem sé algjört.

…Við skiptum engu einasta máli …réttindi okkar eru að engu höfð…

Hann kveðst vera búinn að gefast upp á kirkjuþingi, eftir að hafa setið þar; engum tilgangi þjóni að berjast við vindmyllur á þeim vettvangi. Það hafi aðeins slæm áhrif á sálarlífið.

…Ég hef heyrt menn spyrja hvort söfnuðir geti sagt sig úr þjóðkirkjunni og veit til þess að einn burðugur söfnuður hið minnsta hefur rætt það mál alvarlega og skoðað að starfa sem fríkirkja.

Sjálfur hef ég hitt presta sem segja að þeir treysti sér ekki til að ræða við kirkjustjórnina vegna heilsu sinnar. … Sumir segjast bíða jafnvel eftir að komast á aldur til þess að geta sagt sig úr þjóðkirkjunnar, telja dagana.

…Þarna er biskupafundur að iðka sitt vald á óábyrgan hátt og koma málum í gegn þrátt fyrir mikla andstöðu heimamanna. Enn eitt dæmið um valdníðsluna.

…mikið um leynifundi innan kirkjunnar og lengi vel hafi ekki verið streymt frá kirkjuþingi. Það sé nú gert en komi viðkvæm mál til umfjöllunar sé streymið rofið.

Kirkjuráð er, að sögn Óskars Inga, skóli í því hvernig ekki á að starfa.

Þá eru aðstoðarmenn biskups komnir með aðstoðarmenn og jafnvel aðstoðarmennirnir með aðstoðarmenn líka.

Hann segir að Biskupsstofa neyði: nýja presta samt til að skrifa undir ráðningarsamninga sína sem eru gerðir án samráðs. Að öðrum kosti fái þeir ekki vinnuna.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir