Um daginn sagði kona nokkur að kirkjan hefði nóg að gera ef hún væri ekki búin að gleyma hlutverki sínu. Hlutverki? Snýst þetta ekki um grundvallarspurningar mannlegs lífs eða hvað? Dýptina í lífinu, þetta andlega sem er samfléttað lífinu. Á ekki kirkjan að svara því hver sé tilgangur lífsins? Og hvað maðurinn sé – eða manneskjan? Og hvernig er þetta með dauðann? Og eilífðina – eða lífið eftir dauðann? Horfir ekki kirkjan upp fyrir stað og stund og syngur hærra minn Guð til þín? Hvað er hún að gera? Á hún ekki að hjálpa mannfólkinu að svipta tjaldinu frá leyndardómi lífsins?
Svona lét hún dæluna ganga. Þetta voru allt góðir punktar. Og meira en það. Kjarnaatriði hefðu einhverjir sagt af minna tilefni.
En það eru margir sem sitja um fólkið og svo ótal hlutir í boði.
Og svo bætti hún við að kirkjan þyrfti að fara að beita svipuðum aðferðum og gert er í íþróttum. Eins og? Koma smá krafti í starfið, leikinn? Sjáðu fótboltann! Milljónir horfa á hann og dýrka fótboltakappana sem væru þeir goð. Og þeir eru náttúrlega goð í hugum margra. Tilfinningaútrásin í fótboltaleikjum væri eins og djúp trúarleg reynsla – eins og hún var í gömlum sögum og myndum. Hvar er hún nú? Spurði konan. Ef það væru jafnmargir á bæn eins og þeir sem þjappast saman á fótboltavöllum í ensku bikardeildinni – hvað þá? Og sjáðu hvað áhorfendur lyftast í himinhæðir – já jafnvel sjöunda himin þegar þeirra menn standa sig. Þeir falla fram á fætur sína og tilbiðja þá. En þeir geta líka verið grimmir þegar goðin bregðast. Dauðlegir menn geta reyndar verið goðum verstir.
Kannski boltinn séu einhver angi af trúarbrögðum – of langt mál að fara út í það. Hann er fyrir áhorfandann leikur augnabliksins – leikur þess sekúndubrots þegar eitthvað gerist sem fær hjarta múgsins til að stynja svo sortnar fyrir augum. Það er saga hans. Saga augnabliksins.
En kirkjan er umgirt sögu. Trúarþráðurinn er spunninn í sögu – og er ekki sagt að styst leið milli manna sé saga? Þá hlýtur stysta leið milli guðs og manna að vera saga?
Er hún kannski fangi frásagnanna? Kannski innilokuð. Í mikilli sögu sem þarf að rekja til þess að ná heildarmyndinni. Sögu sem þarf að segja – og útskýra. Lesa. Og það er ekki eins og þessi saga sé nýkomin úr prentaranum. Aldeilis ekki. Margir kannast við sögurnar og dulið innihald þeirra. Kirkjan þarf að flytja þær með þeim hætti inn í samtímann að eftir þeim verði tekið. Það er auðvelt að segja það. Endursegja þær? Draga fram kjarna þeirra? Slíkur útdráttur getur kveikt elda því ekki sjá allir sama kjarnann.
Og konan sem vikið var að í upphafi dró skýrt fram að það þyrfti að segja sögurnar. Kynna þær fyrir börnum og unglingum. Líka fullorðnum. Þótt umhverfið sé allt öðruvísi en það sem nú blasir við okkur þá er kjarninn sá sami.
Sagði ekki einhver líka að ungmenni væru eitthvað fákunnandi um dæmisögur meistarans frá Nasaret?
Barnabarn mitt getur rutt út úr sér nöfnum leikmanna í enska boltanum, sagði konan sem vitnað var til í upphafi. Strákurinn getur aðeins nefnt einn lærisvein meistarans. Og ég ætla ekki að segja þér hvaða, sagði hún með þunga.
Já, kannski þarf að hóa á æfingu í kirkjunni og hressa upp á liðsheildina?
Erum við ekki annars í sama liði? spurði konan áður en hún hvarf úr augsýn þarna um daginn.
Um daginn sagði kona nokkur að kirkjan hefði nóg að gera ef hún væri ekki búin að gleyma hlutverki sínu. Hlutverki? Snýst þetta ekki um grundvallarspurningar mannlegs lífs eða hvað? Dýptina í lífinu, þetta andlega sem er samfléttað lífinu. Á ekki kirkjan að svara því hver sé tilgangur lífsins? Og hvað maðurinn sé – eða manneskjan? Og hvernig er þetta með dauðann? Og eilífðina – eða lífið eftir dauðann? Horfir ekki kirkjan upp fyrir stað og stund og syngur hærra minn Guð til þín? Hvað er hún að gera? Á hún ekki að hjálpa mannfólkinu að svipta tjaldinu frá leyndardómi lífsins?
Svona lét hún dæluna ganga. Þetta voru allt góðir punktar. Og meira en það. Kjarnaatriði hefðu einhverjir sagt af minna tilefni.
En það eru margir sem sitja um fólkið og svo ótal hlutir í boði.
Og svo bætti hún við að kirkjan þyrfti að fara að beita svipuðum aðferðum og gert er í íþróttum. Eins og? Koma smá krafti í starfið, leikinn? Sjáðu fótboltann! Milljónir horfa á hann og dýrka fótboltakappana sem væru þeir goð. Og þeir eru náttúrlega goð í hugum margra. Tilfinningaútrásin í fótboltaleikjum væri eins og djúp trúarleg reynsla – eins og hún var í gömlum sögum og myndum. Hvar er hún nú? Spurði konan. Ef það væru jafnmargir á bæn eins og þeir sem þjappast saman á fótboltavöllum í ensku bikardeildinni – hvað þá? Og sjáðu hvað áhorfendur lyftast í himinhæðir – já jafnvel sjöunda himin þegar þeirra menn standa sig. Þeir falla fram á fætur sína og tilbiðja þá. En þeir geta líka verið grimmir þegar goðin bregðast. Dauðlegir menn geta reyndar verið goðum verstir.
Kannski boltinn séu einhver angi af trúarbrögðum – of langt mál að fara út í það. Hann er fyrir áhorfandann leikur augnabliksins – leikur þess sekúndubrots þegar eitthvað gerist sem fær hjarta múgsins til að stynja svo sortnar fyrir augum. Það er saga hans. Saga augnabliksins.
En kirkjan er umgirt sögu. Trúarþráðurinn er spunninn í sögu – og er ekki sagt að styst leið milli manna sé saga? Þá hlýtur stysta leið milli guðs og manna að vera saga?
Er hún kannski fangi frásagnanna? Kannski innilokuð. Í mikilli sögu sem þarf að rekja til þess að ná heildarmyndinni. Sögu sem þarf að segja – og útskýra. Lesa. Og það er ekki eins og þessi saga sé nýkomin úr prentaranum. Aldeilis ekki. Margir kannast við sögurnar og dulið innihald þeirra. Kirkjan þarf að flytja þær með þeim hætti inn í samtímann að eftir þeim verði tekið. Það er auðvelt að segja það. Endursegja þær? Draga fram kjarna þeirra? Slíkur útdráttur getur kveikt elda því ekki sjá allir sama kjarnann.
Og konan sem vikið var að í upphafi dró skýrt fram að það þyrfti að segja sögurnar. Kynna þær fyrir börnum og unglingum. Líka fullorðnum. Þótt umhverfið sé allt öðruvísi en það sem nú blasir við okkur þá er kjarninn sá sami.
Sagði ekki einhver líka að ungmenni væru eitthvað fákunnandi um dæmisögur meistarans frá Nasaret?
Barnabarn mitt getur rutt út úr sér nöfnum leikmanna í enska boltanum, sagði konan sem vitnað var til í upphafi. Strákurinn getur aðeins nefnt einn lærisvein meistarans. Og ég ætla ekki að segja þér hvaða, sagði hún með þunga.
Já, kannski þarf að hóa á æfingu í kirkjunni og hressa upp á liðsheildina?
Erum við ekki annars í sama liði? spurði konan áður en hún hvarf úr augsýn þarna um daginn.