Fyrir nokkrum dögum kom hingað til lands að frumkvæði Birgis Þórarinssonar, alþingismanns, úkraínskur prestur rétttrúnaðarkirkjunnar, Faðir Lavrentiy, munk­ur og prest­ur í klaustri Heil­ags Mika­els í Kíev og hafði meðal annars um hönd guðsþjónustu í Hallgrímskirkju fyrir Úkraínumenn sem hér dveljast. Þessi heimsókn vakti gleði og fögnuð meðal Úkraínumanna hér á landi og var guðsþjónustan í Hallgrímskirkju vel sótt.

Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa landsins. Rússar ætla sér augljóslega að lama alla innviði landsins og ná þar með tökum á því. Úkraínumenn njóta víðtæks stuðnings á Vesturlöndum og hefur margur lýst því beinlínis yfir að það sé siðferðis- og lýðræðisleg skylda að koma Úkraínumönnum til hjálpar.

Löngum var náið samband milli rétttrúnaðarkirkjunnar í Úkraínu og þeirrar rússnesku. Það er liðin tíð enda þó rússneska rétttrúnaðarkirkjan geri enn þá tilkall til yfirráða yfir hinni úkraínsku.

Rétttrúnaðarkirkjan í Rússlandi er í vanda stödd sem hún hefur komið sér sjálf í. Slóð hennar er blóðug ein og fram kom hér í Kirkjublaðinu.is í mars sl.

Það var í heimsfréttunum fyrir nokkru að Pútín forseti hefði fyrirskipað vopnahlé á stríðsrekstri sínum í Úkraínu meðan jól væru haldin eftir tímatali rétttrúnaðarkirkjunnar, 6. og 7. janúar. Það reyndist ekki vera nema orðin tóm þegar á daginn kom enda tóku Úkraínumenn ekki mark á vopnahléstali forsetans. En rétt er líka að geta þess að fjölmargar rétttrúnaðarkirkjur halda jólin 25. desember og þá var ekkert vopnahlé boðað af hálfu Rússa!

Sjálfur sótti Pútín forseti guðsþjónustu 7. janúar í Dómkirkju boðunarinnar – sú kirkja er frá 15. öld. En þar var ekki annað að sjá en hann væri sá eini er sótti þá messu. Sum sé einkamessa fyrir forsetann eins og myndin hér til vinstri sýnir (Mynd: The Daily Telegraph).

Pútín hefur auglýst sig sem mann fólksins frá því að innrásin hófst og sótt guðsþjónustur í Moskvu af kappi. Í ávarpi til þjóðarinnar á jólunum lét hann þess getið að hátíðin gerði þjóðina dáðríka og lyfti henni upp í andans hæðir. Sagði hann rétttrúnaðarkirkjuna standa við bakið á hernum í þessari „sérstöku hernaðaraðgerð,“ en svo kalla Rússar innrásina í Úkraínu. Kirill, patríarki rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, var hinn ánægðasti með forsetann (báðir voru þeir KBG-njósnarar á sínum tíma) enda hefur hann dyggilega stutt innrásarstríð Pútíns í Úkraínu.

Langflestir Úkraínumenn hafa snúið baki við rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og hallað sér að þeirri úkraínsku. Nokkrir rússneskir prestar í rétttrúnaðarkirkjunni hafa verð fundnir sekir um njósnir í þágu Rússa. Einnig hafa þeir stutt innrásarlið Rússa með ýmsu öðru móti og bent á úkraínska borgara sem þeir hafa talið vinna Rússum tjón. Margir þessara borgara hafa verið pyntaðir eða teknir af lífi. Þá hafa þeir blessað stríðstól Rússanna.

Sterk rök hníga að því að það hafi verið Kirill patríarki sem lagði að Pútín forseta að bjóða fram vopnahlé um jólahátíðina. Hugsunin hafi meðal annars verið sú að sýna fram á bræðralag Rússa og Úkraínumanna í trúnni. En Úkraínumenn létu ekki hræsni patríarkans glepja sig enda Rússar löngum frægir fyrir að halda engin vopnahlé heldur gera það sem þeim sýnist.

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan hefur verið höll undir Pútín allt frá því að hann komst til valda. Hún virðist hafa fundið bandamann sinn í ríkisvaldi Pútíns og leitast við að styrkja stöðu sína innan ríkisins. Þar hafa farið gagnkvæmir hagsmunir í ýmsum umdeildum málum í Rússlandi. Hörð afstaða til samkynhneigðra og LGBT-samfélagsins hefur sameinað rétttrúnaðarkirkjuna og ríkisvaldið sem og ákveðin viðleitni til að breiða yfir heimilisofbeldi í landinu. Þá hafa listamenn sem hugnast ekki þeim Kiril og Pútín verið ofsóttir, handteknir og fangelsaðir.

Bretland og Bandaríkin hafa sett Kiril patríarka á bannlista en Efnahagsbandlag Evrópu hefur ekki enn gert það. Hið sama er að segja um marga aðra framámenn í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni sem fá að fara frjálsir ferða inn í hinum vestræna heimi þó hendur þeirra séu blóðugar. Þess vegna hafa margir bent á það að rússneska rétttrúnaðarkirkjan er ekki hirðir sem gætir sauða sinna heldur úlfur í sauðargæru.

Áhrif rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar eru mikil í Rússlandi og víðar. Það hefur verið bent á að hún gæti haft mikið að segja með því að hvetja rússnesk yfirvöld til að snúa við blaðinu, hætta stríðsrekstrinum og hverfa frá Úkraínu. Jafnvel leita friðarsamninga. En á meðan kirkjan aðhefst ekkert þá er hún ekki annað en tannhjól í áróðursvél harðstjórans Pútíns, spillt og sjúk. Eða: Kirkja í vanda stödd svo ekki sé meira sagt.

Byggt á greinum í The Daily Telegraph hinn 9. janúar s.l. eftir Jade McGlynn: The Russian Orthodox Church is now an enabler of war crimes, og James Kilner: Putin goes solo as he celebrates an Orthodox Christmas.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Fyrir nokkrum dögum kom hingað til lands að frumkvæði Birgis Þórarinssonar, alþingismanns, úkraínskur prestur rétttrúnaðarkirkjunnar, Faðir Lavrentiy, munk­ur og prest­ur í klaustri Heil­ags Mika­els í Kíev og hafði meðal annars um hönd guðsþjónustu í Hallgrímskirkju fyrir Úkraínumenn sem hér dveljast. Þessi heimsókn vakti gleði og fögnuð meðal Úkraínumanna hér á landi og var guðsþjónustan í Hallgrímskirkju vel sótt.

Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa landsins. Rússar ætla sér augljóslega að lama alla innviði landsins og ná þar með tökum á því. Úkraínumenn njóta víðtæks stuðnings á Vesturlöndum og hefur margur lýst því beinlínis yfir að það sé siðferðis- og lýðræðisleg skylda að koma Úkraínumönnum til hjálpar.

Löngum var náið samband milli rétttrúnaðarkirkjunnar í Úkraínu og þeirrar rússnesku. Það er liðin tíð enda þó rússneska rétttrúnaðarkirkjan geri enn þá tilkall til yfirráða yfir hinni úkraínsku.

Rétttrúnaðarkirkjan í Rússlandi er í vanda stödd sem hún hefur komið sér sjálf í. Slóð hennar er blóðug ein og fram kom hér í Kirkjublaðinu.is í mars sl.

Það var í heimsfréttunum fyrir nokkru að Pútín forseti hefði fyrirskipað vopnahlé á stríðsrekstri sínum í Úkraínu meðan jól væru haldin eftir tímatali rétttrúnaðarkirkjunnar, 6. og 7. janúar. Það reyndist ekki vera nema orðin tóm þegar á daginn kom enda tóku Úkraínumenn ekki mark á vopnahléstali forsetans. En rétt er líka að geta þess að fjölmargar rétttrúnaðarkirkjur halda jólin 25. desember og þá var ekkert vopnahlé boðað af hálfu Rússa!

Sjálfur sótti Pútín forseti guðsþjónustu 7. janúar í Dómkirkju boðunarinnar – sú kirkja er frá 15. öld. En þar var ekki annað að sjá en hann væri sá eini er sótti þá messu. Sum sé einkamessa fyrir forsetann eins og myndin hér til vinstri sýnir (Mynd: The Daily Telegraph).

Pútín hefur auglýst sig sem mann fólksins frá því að innrásin hófst og sótt guðsþjónustur í Moskvu af kappi. Í ávarpi til þjóðarinnar á jólunum lét hann þess getið að hátíðin gerði þjóðina dáðríka og lyfti henni upp í andans hæðir. Sagði hann rétttrúnaðarkirkjuna standa við bakið á hernum í þessari „sérstöku hernaðaraðgerð,“ en svo kalla Rússar innrásina í Úkraínu. Kirill, patríarki rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, var hinn ánægðasti með forsetann (báðir voru þeir KBG-njósnarar á sínum tíma) enda hefur hann dyggilega stutt innrásarstríð Pútíns í Úkraínu.

Langflestir Úkraínumenn hafa snúið baki við rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og hallað sér að þeirri úkraínsku. Nokkrir rússneskir prestar í rétttrúnaðarkirkjunni hafa verð fundnir sekir um njósnir í þágu Rússa. Einnig hafa þeir stutt innrásarlið Rússa með ýmsu öðru móti og bent á úkraínska borgara sem þeir hafa talið vinna Rússum tjón. Margir þessara borgara hafa verið pyntaðir eða teknir af lífi. Þá hafa þeir blessað stríðstól Rússanna.

Sterk rök hníga að því að það hafi verið Kirill patríarki sem lagði að Pútín forseta að bjóða fram vopnahlé um jólahátíðina. Hugsunin hafi meðal annars verið sú að sýna fram á bræðralag Rússa og Úkraínumanna í trúnni. En Úkraínumenn létu ekki hræsni patríarkans glepja sig enda Rússar löngum frægir fyrir að halda engin vopnahlé heldur gera það sem þeim sýnist.

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan hefur verið höll undir Pútín allt frá því að hann komst til valda. Hún virðist hafa fundið bandamann sinn í ríkisvaldi Pútíns og leitast við að styrkja stöðu sína innan ríkisins. Þar hafa farið gagnkvæmir hagsmunir í ýmsum umdeildum málum í Rússlandi. Hörð afstaða til samkynhneigðra og LGBT-samfélagsins hefur sameinað rétttrúnaðarkirkjuna og ríkisvaldið sem og ákveðin viðleitni til að breiða yfir heimilisofbeldi í landinu. Þá hafa listamenn sem hugnast ekki þeim Kiril og Pútín verið ofsóttir, handteknir og fangelsaðir.

Bretland og Bandaríkin hafa sett Kiril patríarka á bannlista en Efnahagsbandlag Evrópu hefur ekki enn gert það. Hið sama er að segja um marga aðra framámenn í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni sem fá að fara frjálsir ferða inn í hinum vestræna heimi þó hendur þeirra séu blóðugar. Þess vegna hafa margir bent á það að rússneska rétttrúnaðarkirkjan er ekki hirðir sem gætir sauða sinna heldur úlfur í sauðargæru.

Áhrif rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar eru mikil í Rússlandi og víðar. Það hefur verið bent á að hún gæti haft mikið að segja með því að hvetja rússnesk yfirvöld til að snúa við blaðinu, hætta stríðsrekstrinum og hverfa frá Úkraínu. Jafnvel leita friðarsamninga. En á meðan kirkjan aðhefst ekkert þá er hún ekki annað en tannhjól í áróðursvél harðstjórans Pútíns, spillt og sjúk. Eða: Kirkja í vanda stödd svo ekki sé meira sagt.

Byggt á greinum í The Daily Telegraph hinn 9. janúar s.l. eftir Jade McGlynn: The Russian Orthodox Church is now an enabler of war crimes, og James Kilner: Putin goes solo as he celebrates an Orthodox Christmas.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir