Sumar bækur fara hljóðlega en eru merkar og standa lengur en þær sem hæst er haft um. Ein hinna hógværu bóka er Steyptir draumar – líf og list Samúels Jónssonar. Hún kom út nú fyrir jólin hjá Listasafni Samúels og Sögumiðlun.

Textinn er skrifaður af þeim Ólafi J. Engilbertssyni, menningarmiðlara, Kára G. Schram, kvikmyndargerðamanni, og Gerhard König, steinhöggvara. Þeir segja sögu Samúels (1884-1969), greina frá listaverkum hans og aðferðum hans við gerð þeirra. Síðan er rakin saga endurreisnarstarfsins á húsum hans og listaverkum frá ári til árs.

Samúel Jónsson var stórhuga maður. Á afskekktum stað skapaði hann ævintýraleg listaverk sem áttu eftir að vekja mikla athygli. Ferðamenn sem fóru um Selárdal stöldruðu allir við verkin hans og húsin. Struku þeim og dáðust. Sumir tók brot úr þeim með sér sem minjagrip því að veður og vindar höfðu farið ómjúkum höndum um þau svo áratugum skipti. Þeirra virtust bíða þau örlög að jörðin ein tæki þau í sína umsjón. En önnur varð raunin.

Nú er þessa athyglisverða listamanns minnst með verðugum hætti í greinargóðri bók.

Kirkjan sem Samúel reisti í Selárdal – með býsönskum kúpli

Myndir skipa veglegan sess í bókinni um Samúel og verk hans og lesandinn sogast inn í þann heim sem þær sýna. Lifandi myndirnar skáka öllum texta en með því er ekki sagt að textinn sé gagnslaus. Þvert á móti. Hann er auk þess skýr og gagnyrtur. Stundum er hann skemmtilega nákvæmur um verk Samúels og kannski þarf hann einmitt að vera það svo ekkert týnist nú niður. Saga Samúels Jónssonar er í raun og veru hetjusaga. Ævibrautin var þyrnum stráð en aldrei virtist hann gefast upp. Hann hafði ótrúlega seiglu og þolinmæði. Listaverk hans og hús sem hann reisti bera því órækt vitni.

…byggingar hans í Selárdal, ásamt tilheyrandi frístandandi skúlpúrum, bera vott um makalaust frjóu og einlægu hugarflugi… En því miður reisti Samúel byggingar sínar, steinljón og gosbrunna úr brotgjörnu efni. (Aðalsteinn Ingólfsson, Einfarar í íslenskri myndlist, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1990, bls. 15.

Samúel Jónsson er einn þeirra manna sem lesandi sögu hans hugsar um að hefði orðið öflugur listamaður hefði ævin boðin honum upp á listmenntun. En þó ævin færði honum í fang erfið kjör slokknaði ekki listþörf hans og hógværð.

Snemma kom fram í Samúel listhneigðin. Hann teiknaði skútur og skip. Síðan fór hann að teikna myndir af sveitabæjum og umhverfi þeirra. Hann gerði líkön af frægum byggingum eins og Péturskirkjunni í Róm. Skúlptúrarnir, eða myndverkin komu síðar, og við gerð þeirra sýndi hann ótrúlega útsjónarsemi og þrautseigju. Það er allt vel rakið í bókinni og fyllir lesandann virðingu fyrir þessum gengna listamanni.

Listaverkin sem hann steypti upp í Selárdal voru farin að láta á sjá auk þess sem aðvífandi ferðamenn voru farnir að hirða sitthvað úr þeim. Þá var þeim komið í skjól og frumkvæði að því átti skörungurinn Hannibal Valdimarsson (1903-1991).

Það var víst Hannibal sem fyrstur talaði um Samúel sem listamanninn með barnshjartað. Það er falleg lýsing og raunsönn. List þeirra sem varðveita í sér barnið hefur stundum verið kölluð naív, það er að segja barnaleg og getur haft neikvætt yfirbragð. Auðvitað virða allir sköpunarþörf barna og skoða hana sem eðlilegan áfanga á þroskabrautinni. Þegar fólk fullorðnast leggur það alla jafna niður barnaskapinn. En í raun og veru þarf ekki að flokka Samúel með grónum flokkunaraðferðum listfræðinnar. Flokkunarárátta mannskepnunnar er svo sem kunn en sumt er ekki hægt að flokka. Listin kemur nefnilega frá hjarta listamannins Samúels þar sem barnið í honum býr. Eins og aðrir listamenn skapar hann verk sín eins og hann sér viðfangsefni sín og heiminn. Hann setur sál sína og listskynjun í verkin og er ekkert að fárast um hvað öðrum finnst. Þarna eru þau. Kannski vekja þau upp barnið í einhverjum og það er þá sigur listamannsins út af fyrir sig hafi hann á annað borð verið að velta því fyrir sér.

Þegar Selárkirkja nálgaðist hundrað ára afmælið 1961 ákvað Samúel að gera altaristöflu og gefa kirkjunni í tilefni þessara merku tímamóta. Sóknarnefndin þáði ekki myndina. Listamaðurinn dó ekki ráðalaus heldur ákvað að reisa kirkju utan um altaristöfluna.

Kirkjubygging Samúels er kapítuli út af fyrir sig. Hún er eina kirkjan hér á landi sem reist er sérstaklega utan um eina tiltekna altaristöflu. Kirkjan var steypt upp í mörgum áföngum. Mölina í steypuna sótt hann niður í fjöru og bar í pokum. Mótatimbur var af skornum skammti og því tók uppsteypan langan tíma.

Af kirkjubyggingunni má sjá að Samúel hafði mikið verkvit. Kirkjubyggingin var hans síðasta stóra verk áður en hann lést árið 1969. Hann var með tækninýjungar í kirkjuturninum og í veggjunum. (Bls. 97).

Kirkjan er óvígð en Samúel notaði hana á sumrin sem sýningarsal fyrir verk sín.

Bókin um Samúel segir svo þessa hugljúfu sögu um endurreisn staðar og verka með þeim hætti að það er ekki annað hægt en að hrífast með. Það er ein af þessum fallegu sögum þegar einstaklingar taka sig til og hefja menningarverðmæti sem eru við það að glatast upp til vegs og virðingar. Ótrúleg samkennd sem er nánast af öðrum heimi skapast í kringum uppbyggingarstarf af þessu tagi þar sem hver leggur sitt af mörkum. En yfir svífur andi barnslegar gleði (sem á svo sannarlega við!) og vitundar um að verið sé að vinna gott verk. Auk þess er svo að sjá að sólin skíni alltaf í Selárdal! Svo sannarlega er sól á lofti og í huga þar sem fólk kemur saman til að láta gott af sér leiða eins og með uppbyggingunni í Selárdal.

Kirkjublaðið.is mælir eindregið með bókinni Steyptir draumar – líf og list Samúels Jónssonar. Hún er holl lesning og menningarauki.

Stutt myndband um hvernig til hefur tekist með endurreisn á húsum og listaverkum í Selárdal.

Altaristafla Samúels er björt yfirlitum. Kristur upprisinn og tveir vel vængjaðir englar til sitt hvorrar handar. Undir stendur: Ég er upprisan og lífið. Ártalið er 1956. Frummyndin er geymd í Listasafni ASÍ en ljósmynd af verkinu er í kirkju Samúels í Selárdal                                         

Myndhluti úr altaristöflunni í Selárdalskirkju – skjáskot. Augnsvipur frelsarans og lærisveinanna er sérstakur – ekki laust við þeir séu ögn kenndir. Kaupmaðurinn á Bíldudal gaf altaristöfluna árið 1752. Myndin er með stef kvöldmáltíðarinnar – mjög svo hefðbundin mynd. Frummyndin er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands en í kirkjunni er ljósmynd af verkinu.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                      

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Sumar bækur fara hljóðlega en eru merkar og standa lengur en þær sem hæst er haft um. Ein hinna hógværu bóka er Steyptir draumar – líf og list Samúels Jónssonar. Hún kom út nú fyrir jólin hjá Listasafni Samúels og Sögumiðlun.

Textinn er skrifaður af þeim Ólafi J. Engilbertssyni, menningarmiðlara, Kára G. Schram, kvikmyndargerðamanni, og Gerhard König, steinhöggvara. Þeir segja sögu Samúels (1884-1969), greina frá listaverkum hans og aðferðum hans við gerð þeirra. Síðan er rakin saga endurreisnarstarfsins á húsum hans og listaverkum frá ári til árs.

Samúel Jónsson var stórhuga maður. Á afskekktum stað skapaði hann ævintýraleg listaverk sem áttu eftir að vekja mikla athygli. Ferðamenn sem fóru um Selárdal stöldruðu allir við verkin hans og húsin. Struku þeim og dáðust. Sumir tók brot úr þeim með sér sem minjagrip því að veður og vindar höfðu farið ómjúkum höndum um þau svo áratugum skipti. Þeirra virtust bíða þau örlög að jörðin ein tæki þau í sína umsjón. En önnur varð raunin.

Nú er þessa athyglisverða listamanns minnst með verðugum hætti í greinargóðri bók.

Kirkjan sem Samúel reisti í Selárdal – með býsönskum kúpli

Myndir skipa veglegan sess í bókinni um Samúel og verk hans og lesandinn sogast inn í þann heim sem þær sýna. Lifandi myndirnar skáka öllum texta en með því er ekki sagt að textinn sé gagnslaus. Þvert á móti. Hann er auk þess skýr og gagnyrtur. Stundum er hann skemmtilega nákvæmur um verk Samúels og kannski þarf hann einmitt að vera það svo ekkert týnist nú niður. Saga Samúels Jónssonar er í raun og veru hetjusaga. Ævibrautin var þyrnum stráð en aldrei virtist hann gefast upp. Hann hafði ótrúlega seiglu og þolinmæði. Listaverk hans og hús sem hann reisti bera því órækt vitni.

…byggingar hans í Selárdal, ásamt tilheyrandi frístandandi skúlpúrum, bera vott um makalaust frjóu og einlægu hugarflugi… En því miður reisti Samúel byggingar sínar, steinljón og gosbrunna úr brotgjörnu efni. (Aðalsteinn Ingólfsson, Einfarar í íslenskri myndlist, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1990, bls. 15.

Samúel Jónsson er einn þeirra manna sem lesandi sögu hans hugsar um að hefði orðið öflugur listamaður hefði ævin boðin honum upp á listmenntun. En þó ævin færði honum í fang erfið kjör slokknaði ekki listþörf hans og hógværð.

Snemma kom fram í Samúel listhneigðin. Hann teiknaði skútur og skip. Síðan fór hann að teikna myndir af sveitabæjum og umhverfi þeirra. Hann gerði líkön af frægum byggingum eins og Péturskirkjunni í Róm. Skúlptúrarnir, eða myndverkin komu síðar, og við gerð þeirra sýndi hann ótrúlega útsjónarsemi og þrautseigju. Það er allt vel rakið í bókinni og fyllir lesandann virðingu fyrir þessum gengna listamanni.

Listaverkin sem hann steypti upp í Selárdal voru farin að láta á sjá auk þess sem aðvífandi ferðamenn voru farnir að hirða sitthvað úr þeim. Þá var þeim komið í skjól og frumkvæði að því átti skörungurinn Hannibal Valdimarsson (1903-1991).

Það var víst Hannibal sem fyrstur talaði um Samúel sem listamanninn með barnshjartað. Það er falleg lýsing og raunsönn. List þeirra sem varðveita í sér barnið hefur stundum verið kölluð naív, það er að segja barnaleg og getur haft neikvætt yfirbragð. Auðvitað virða allir sköpunarþörf barna og skoða hana sem eðlilegan áfanga á þroskabrautinni. Þegar fólk fullorðnast leggur það alla jafna niður barnaskapinn. En í raun og veru þarf ekki að flokka Samúel með grónum flokkunaraðferðum listfræðinnar. Flokkunarárátta mannskepnunnar er svo sem kunn en sumt er ekki hægt að flokka. Listin kemur nefnilega frá hjarta listamannins Samúels þar sem barnið í honum býr. Eins og aðrir listamenn skapar hann verk sín eins og hann sér viðfangsefni sín og heiminn. Hann setur sál sína og listskynjun í verkin og er ekkert að fárast um hvað öðrum finnst. Þarna eru þau. Kannski vekja þau upp barnið í einhverjum og það er þá sigur listamannsins út af fyrir sig hafi hann á annað borð verið að velta því fyrir sér.

Þegar Selárkirkja nálgaðist hundrað ára afmælið 1961 ákvað Samúel að gera altaristöflu og gefa kirkjunni í tilefni þessara merku tímamóta. Sóknarnefndin þáði ekki myndina. Listamaðurinn dó ekki ráðalaus heldur ákvað að reisa kirkju utan um altaristöfluna.

Kirkjubygging Samúels er kapítuli út af fyrir sig. Hún er eina kirkjan hér á landi sem reist er sérstaklega utan um eina tiltekna altaristöflu. Kirkjan var steypt upp í mörgum áföngum. Mölina í steypuna sótt hann niður í fjöru og bar í pokum. Mótatimbur var af skornum skammti og því tók uppsteypan langan tíma.

Af kirkjubyggingunni má sjá að Samúel hafði mikið verkvit. Kirkjubyggingin var hans síðasta stóra verk áður en hann lést árið 1969. Hann var með tækninýjungar í kirkjuturninum og í veggjunum. (Bls. 97).

Kirkjan er óvígð en Samúel notaði hana á sumrin sem sýningarsal fyrir verk sín.

Bókin um Samúel segir svo þessa hugljúfu sögu um endurreisn staðar og verka með þeim hætti að það er ekki annað hægt en að hrífast með. Það er ein af þessum fallegu sögum þegar einstaklingar taka sig til og hefja menningarverðmæti sem eru við það að glatast upp til vegs og virðingar. Ótrúleg samkennd sem er nánast af öðrum heimi skapast í kringum uppbyggingarstarf af þessu tagi þar sem hver leggur sitt af mörkum. En yfir svífur andi barnslegar gleði (sem á svo sannarlega við!) og vitundar um að verið sé að vinna gott verk. Auk þess er svo að sjá að sólin skíni alltaf í Selárdal! Svo sannarlega er sól á lofti og í huga þar sem fólk kemur saman til að láta gott af sér leiða eins og með uppbyggingunni í Selárdal.

Kirkjublaðið.is mælir eindregið með bókinni Steyptir draumar – líf og list Samúels Jónssonar. Hún er holl lesning og menningarauki.

Stutt myndband um hvernig til hefur tekist með endurreisn á húsum og listaverkum í Selárdal.

Altaristafla Samúels er björt yfirlitum. Kristur upprisinn og tveir vel vængjaðir englar til sitt hvorrar handar. Undir stendur: Ég er upprisan og lífið. Ártalið er 1956. Frummyndin er geymd í Listasafni ASÍ en ljósmynd af verkinu er í kirkju Samúels í Selárdal                                         

Myndhluti úr altaristöflunni í Selárdalskirkju – skjáskot. Augnsvipur frelsarans og lærisveinanna er sérstakur – ekki laust við þeir séu ögn kenndir. Kaupmaðurinn á Bíldudal gaf altaristöfluna árið 1752. Myndin er með stef kvöldmáltíðarinnar – mjög svo hefðbundin mynd. Frummyndin er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands en í kirkjunni er ljósmynd af verkinu.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                      

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir