Stundum er sagt að kirkjan eigi að vera sér sæmilega vitandi um andlega og efnahagslega stöðu safnaðarfólks og koma til móts við það eftir getu og vilja. Eða með öðrum orðum vita inn í hvers konar aðstæður hún flytur fagnaðarerindi trúarinnar.
Í stórum söfnuðum getur hagur sóknarbarna verið ákaflega misjafn. Mörg heimili standa vel og önnur síður. Sum heimili hafa til dæmis ekki burði til að greiða fermingarfræðslugjaldið og í einhverjum tilvikum er það látið niður falla af hálfu prestsins. Þetta er nefnt sérstaklega hér þar sem fermingarvertíðin er við það að hefjast. Það getur verið erfitt að ná endum saman hjá fólki í lágstéttum og hamingjan verið víðs fjarri. Kirkjufólk bendir þeim sem standa höllum fæti á hjálparstofnanir og þá einkum Hjálparstarf kirkjunnar sem vinnur afar gott starf. Sumir söfnuðir hafa líknarsjóði á sínum snærum og úthluta úr þeim til þeirra sem þurfandi eru en þó einkum fyrir hátíðar.
Kirkjan er fyrir alla. Fólk sem hana sækir má ekki fá það á tilfinninguna að hún sé fyrst og fremst borgaraleg stofnun og síðar nálgist hún þau sem standa í neðri lögum samfélagsins. Þjóðkirkjan er fólk – fólkið í landinu. Hún er sannarlega öllum opin og verður að sýna röskleika í því að ná til fólks úr öllum stéttum.
Fátæka hafið þér jafnan hjá yður, sagði meistarinn frá Nasaret. Þær eru margar fátæku konurnar sem verða á vegi okkar þegar trúarritum kristninnar er flett. Þarf að nefna þær?
Fagnaðarerindið snýr að öllu fólki og kemur sérstaklega að þeim sem búa við erfið kjör og kröpp. Þess vegna var nú Hjálparstarf kirkjunnar stofnað á sínum tíma og prestar lögðu því lengi vel lið með hæfilegum fjárhæðum á hverjum mánuði – einhverjir gera það enn. Velferðarsamfélagið á að standa vörð um hag þegnanna og sér í lagi þeirra er höllum fæti standa. En engu að síður er það gullinn þráður í fagnaðarerindinu að fólk rétti fram fúsa hjálparhönd til þeirra sem búa við erfiðar aðstæðum. Margir taka sem betur fer í þann þráð og koma öðrum til hjálpar eftir mismunandi leiðum án þess að hafa hátt um það.
Tilefni þessara skrifa er nýútkomin skýrsla sem barst í hendur Kirkjublaðsins.is: Ójöfnuður meðal kvenna í íslensku samfélagi. Niðurstöður spurningakönnunar meðal kvenna á Íslandi. Skýrslan kom út í þessum mánuði og útgefandi hennar er Háskólinn á Akureyri og Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins. Höfundar skýrslunnar eru þær Berglind Hólm Ragnarsdóttir, Kristín Heba Gísladóttir, Valgerður S. Bjarnadóttir og Maya Staub. Úrvinnsla tölfræðilegra gagna var í höndum þeirra Önnu Soffíu Víkingsdóttur, Berglindar Hólm Ragnarsdóttur og Maya Staub.
Þetta er skýrsla sem allt kirkjufólk ætti að lesa og ræða í sínum ranni. Tilvalið væri að prestar og djáknar hefðu forystu um þann lestur í söfnuðum. Fyrsta spurningin er: Getum við gert eitthvað?
Þegar skýrslan er lesin vakna ýmsar hugmyndir um hvernig söfnuður getur komið fólki til hjálpar með markvissum hætti og notað til þess meðal annars bæði bein samskipti og boðmiðla nútímans.
Skýrslan tekur á ýmsum þáttum í lífi kvennanna eins og stöðu á vinnumarkaði, fjárhagsstöðu, huglægrar stéttastöðu, líkamlegrar og andlegrar heilsu, félagslegri stöðu og líðan eftir búsetu. Allt eru þetta grundvallarþætti í lífi safnaðarfólks.
Hér skal sérstaklega aðeins tvennt nefnt úr skýrslunni sem vakið getur áhuga kirkjufólks á að kynna sér málið og koma með tillögur sem gætu nýst á heimavelli hvers safnaðar. Það snýst um sjálfa hamingjuna og þunglyndi. Andlegt heilbrigði er nátengt hamingju – og þunglyndi.
Konur með iðnmenntun eða starfstengda menntun á framhaldsskólastigi eru hlutfallslega flestar í hópi þeirra sem meta hamingju sína litla, eða á bilinu einn til þrír (3,1%), en 2,8% kvenna með grunnskólapróf eða sambærilegt, 1,4% kvenna með stúdentspróf og 1,9% kvenna með háskólamenntun meta hamingju sína sömuleiðis á bilinu einn til þrír.
Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar út frá launum kemur í ljós að konur með há laun eru hlutfallslega flestar í hópi þeirra sem meta hamingju sína á bilinu átta til tíu (73,9%) á meðan 67,9% kvenna með meðalhá laun og 53,6% kvenna með lág laun meta hamingju sína á sama bili. Láglaunakonur eru aftur á móti hlutfallslega flestar í hópi þeirra sem meta hamingju sína litla eða á bilinu einn til þrír (3,6%) en 2% kvenna með meðalhá laun og 0,5% kvenna með há laun meta hamingju sína með þeim hætti.
Þegar hamingja er skoðuð út frá efnahagsstétt sést að 73,6% kvenna í fastlaunastétt meta hamingju sína á bilinu átta til tíu á meðan 57,2% kvenna í millistétt og 58,9% kvenna í verkastétt gera slíkt hið sama. Konur í verkastétt eru hins vegar hlutfallslega flestar í hópi þeirra sem meta 43 hamingju sína á bilinu einn til þrír (3,4%) en 3% kvenna í millistétt og 0,4% kvenna í fastlaunastétt meta hamingju sína svo litla. (Bls. 43.)
—
Ef niðurstöðurnar eru greindar með tilliti til launa kvennanna kemur í ljós að láglaunakonur fundu í mestum mæli fyrir öllum þeim sjö þunglyndiseinkennum sem spurt var um. Hálaunakonur fundu hlutfallslega minnst fyrir fimm af sjö þunglyndiseinkennum.Svipaða sögu er að segja þegar litið er til efnahagsstéttar kvenna. Konur í verkastétt fundu í mestum mæli fyrir öllum sjö þunglyndiseinkennum og í öllum tilfellum voru konur í fastlaunastétt ólíklegastar til þess að finna fyrir þessum tilfinningum. (Bls. 45.)
Meðal annars eru niðurstöður rannsóknarinnar eftirfarandi sem safnaðarstarf gæti tekið hugsanlega á með einum eða öðrum hætti:
- Byrði vegna umönnunar barna og heimilis er meiri meðal kvenna með lág laun og grunnskólamenntun
- Líkamleg heilsa er verst meðal kvenna með grunnskólapróf eða sambærilega menntun.
- Skýrt mynstur er milli launaflokka og hamingju
- Hærra hlutfall kvenna með lág laun eru með lítið félagslegt bakland
Stundum er sagt að kirkjan eigi að vera sér sæmilega vitandi um andlega og efnahagslega stöðu safnaðarfólks og koma til móts við það eftir getu og vilja. Eða með öðrum orðum vita inn í hvers konar aðstæður hún flytur fagnaðarerindi trúarinnar.
Í stórum söfnuðum getur hagur sóknarbarna verið ákaflega misjafn. Mörg heimili standa vel og önnur síður. Sum heimili hafa til dæmis ekki burði til að greiða fermingarfræðslugjaldið og í einhverjum tilvikum er það látið niður falla af hálfu prestsins. Þetta er nefnt sérstaklega hér þar sem fermingarvertíðin er við það að hefjast. Það getur verið erfitt að ná endum saman hjá fólki í lágstéttum og hamingjan verið víðs fjarri. Kirkjufólk bendir þeim sem standa höllum fæti á hjálparstofnanir og þá einkum Hjálparstarf kirkjunnar sem vinnur afar gott starf. Sumir söfnuðir hafa líknarsjóði á sínum snærum og úthluta úr þeim til þeirra sem þurfandi eru en þó einkum fyrir hátíðar.
Kirkjan er fyrir alla. Fólk sem hana sækir má ekki fá það á tilfinninguna að hún sé fyrst og fremst borgaraleg stofnun og síðar nálgist hún þau sem standa í neðri lögum samfélagsins. Þjóðkirkjan er fólk – fólkið í landinu. Hún er sannarlega öllum opin og verður að sýna röskleika í því að ná til fólks úr öllum stéttum.
Fátæka hafið þér jafnan hjá yður, sagði meistarinn frá Nasaret. Þær eru margar fátæku konurnar sem verða á vegi okkar þegar trúarritum kristninnar er flett. Þarf að nefna þær?
Fagnaðarerindið snýr að öllu fólki og kemur sérstaklega að þeim sem búa við erfið kjör og kröpp. Þess vegna var nú Hjálparstarf kirkjunnar stofnað á sínum tíma og prestar lögðu því lengi vel lið með hæfilegum fjárhæðum á hverjum mánuði – einhverjir gera það enn. Velferðarsamfélagið á að standa vörð um hag þegnanna og sér í lagi þeirra er höllum fæti standa. En engu að síður er það gullinn þráður í fagnaðarerindinu að fólk rétti fram fúsa hjálparhönd til þeirra sem búa við erfiðar aðstæðum. Margir taka sem betur fer í þann þráð og koma öðrum til hjálpar eftir mismunandi leiðum án þess að hafa hátt um það.
Tilefni þessara skrifa er nýútkomin skýrsla sem barst í hendur Kirkjublaðsins.is: Ójöfnuður meðal kvenna í íslensku samfélagi. Niðurstöður spurningakönnunar meðal kvenna á Íslandi. Skýrslan kom út í þessum mánuði og útgefandi hennar er Háskólinn á Akureyri og Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins. Höfundar skýrslunnar eru þær Berglind Hólm Ragnarsdóttir, Kristín Heba Gísladóttir, Valgerður S. Bjarnadóttir og Maya Staub. Úrvinnsla tölfræðilegra gagna var í höndum þeirra Önnu Soffíu Víkingsdóttur, Berglindar Hólm Ragnarsdóttur og Maya Staub.
Þetta er skýrsla sem allt kirkjufólk ætti að lesa og ræða í sínum ranni. Tilvalið væri að prestar og djáknar hefðu forystu um þann lestur í söfnuðum. Fyrsta spurningin er: Getum við gert eitthvað?
Þegar skýrslan er lesin vakna ýmsar hugmyndir um hvernig söfnuður getur komið fólki til hjálpar með markvissum hætti og notað til þess meðal annars bæði bein samskipti og boðmiðla nútímans.
Skýrslan tekur á ýmsum þáttum í lífi kvennanna eins og stöðu á vinnumarkaði, fjárhagsstöðu, huglægrar stéttastöðu, líkamlegrar og andlegrar heilsu, félagslegri stöðu og líðan eftir búsetu. Allt eru þetta grundvallarþætti í lífi safnaðarfólks.
Hér skal sérstaklega aðeins tvennt nefnt úr skýrslunni sem vakið getur áhuga kirkjufólks á að kynna sér málið og koma með tillögur sem gætu nýst á heimavelli hvers safnaðar. Það snýst um sjálfa hamingjuna og þunglyndi. Andlegt heilbrigði er nátengt hamingju – og þunglyndi.
Konur með iðnmenntun eða starfstengda menntun á framhaldsskólastigi eru hlutfallslega flestar í hópi þeirra sem meta hamingju sína litla, eða á bilinu einn til þrír (3,1%), en 2,8% kvenna með grunnskólapróf eða sambærilegt, 1,4% kvenna með stúdentspróf og 1,9% kvenna með háskólamenntun meta hamingju sína sömuleiðis á bilinu einn til þrír.
Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar út frá launum kemur í ljós að konur með há laun eru hlutfallslega flestar í hópi þeirra sem meta hamingju sína á bilinu átta til tíu (73,9%) á meðan 67,9% kvenna með meðalhá laun og 53,6% kvenna með lág laun meta hamingju sína á sama bili. Láglaunakonur eru aftur á móti hlutfallslega flestar í hópi þeirra sem meta hamingju sína litla eða á bilinu einn til þrír (3,6%) en 2% kvenna með meðalhá laun og 0,5% kvenna með há laun meta hamingju sína með þeim hætti.
Þegar hamingja er skoðuð út frá efnahagsstétt sést að 73,6% kvenna í fastlaunastétt meta hamingju sína á bilinu átta til tíu á meðan 57,2% kvenna í millistétt og 58,9% kvenna í verkastétt gera slíkt hið sama. Konur í verkastétt eru hins vegar hlutfallslega flestar í hópi þeirra sem meta 43 hamingju sína á bilinu einn til þrír (3,4%) en 3% kvenna í millistétt og 0,4% kvenna í fastlaunastétt meta hamingju sína svo litla. (Bls. 43.)
—
Ef niðurstöðurnar eru greindar með tilliti til launa kvennanna kemur í ljós að láglaunakonur fundu í mestum mæli fyrir öllum þeim sjö þunglyndiseinkennum sem spurt var um. Hálaunakonur fundu hlutfallslega minnst fyrir fimm af sjö þunglyndiseinkennum.Svipaða sögu er að segja þegar litið er til efnahagsstéttar kvenna. Konur í verkastétt fundu í mestum mæli fyrir öllum sjö þunglyndiseinkennum og í öllum tilfellum voru konur í fastlaunastétt ólíklegastar til þess að finna fyrir þessum tilfinningum. (Bls. 45.)
Meðal annars eru niðurstöður rannsóknarinnar eftirfarandi sem safnaðarstarf gæti tekið hugsanlega á með einum eða öðrum hætti:
- Byrði vegna umönnunar barna og heimilis er meiri meðal kvenna með lág laun og grunnskólamenntun
- Líkamleg heilsa er verst meðal kvenna með grunnskólapróf eða sambærilega menntun.
- Skýrt mynstur er milli launaflokka og hamingju
- Hærra hlutfall kvenna með lág laun eru með lítið félagslegt bakland