Hér kemur þriðja og síðasta grein þremenninganna dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, héraðsprests, dr. Jóns Ásgeirs Sigurvinssonar, héraðsprests og sr. Elínborgar Sturludóttur prests við dómkirkjuna í Reykjavík.
Tilefnið er umræða um lýðræði innan þjóðkirkjunnar og skýrsla sem tekin verður til umræðu í október á kirkjuþingi um kosti þess og galla að gefa fleirum kost á að kjósa biskup Íslands og fulltrúa á kirkjuþingi.
Um greinargerð Davíðs Þórs Björgvinssonar og anda þjóðkirkjulaganna
Davíð Þór Björgvinsson bendir réttilega á að greinargerð hans sé „fyrst og fremst lögfræðileg“ og ritar jafnframt:
„Undirritaður er meðvitaður um að reglur um kosningar til kirkjuþings og um biskupskjör og skipulag kirkjunnar og verkaskiptingu innan hennar, eiga sér sögulegar, menningarlegar og trúarlegar rætur og hafa þróast á löngum tíma, sem og að sá greinarmunur sem gerður er vígðum og leikum [þannig], tengist meðal annars sjónarmiðum um kennivald og öðrum trú- og guðfræðilegum forsendum sem ekki eru á valdi undirritaðs.“
Þessi árétting Davíðs Þórs er lykilatriði að okkar mati af þeirri ástæðu að það mál sem hér er til umræðu varðar þjóðkirkjuna, sem er trúarstofnun og trúarsamfélag og er sem slík ein af stofnunum samfélagsins en skyldi ekki leggja að jöfnu við samfélagið eins og gat um í fyrri hlutum þessarar greinar.
Við teljum að sá grundvallarannmarki sé á greinargerð Davíðs Þórs að þar sé gengið út frá því að þjóðkirkjan sé spegilmynd ríkisins og að þar sé trúarsamfélagið lagt að jöfnu við þjóðina. Þess vegna eigi sömu reglur að gilda um hana og ríkið. Þetta er að okkar mati grundvallarmisskilningur og teljum við að þarna sé ruglað saman regimentunum eins og komist var að orði fyrr á tíð.
Það er langt í frá sjálfgefið að ákvæði um jafnræði og lýðræði, sbr. 4. gr. þjóðkirkjulaganna, feli það sama í sér á vettvangi einnar af stofnunum samfélagsins og það gerir á vettvangi samfélagsins í heild, eða hins opinbera eins og það er nefnt, hvort sem er á vettvangi sveitarfélaga eða íslenska ríkisins — enda gilda ekki sömu lögmál um ríkið eða samfélagið í heild sinni og einstaka hluta þess. Slík ályktun fæli í sér kirkjuskilning sem aldrei hefur verið við lýði — jafnvel ekki á tíma einveldisins — og á alls ekki við í dag.
Þjóðkirkjan er aðeins ein af mörgum stofnunum og félagasamtökum samfélagsins og setur sér reglur líkt og önnur sjálfstæð félög gera, svo sem um kjör, enda gera Lög um þjóðkirkjuna ráð fyrir því, sbr. 8. gr. þeirra.
Þegar greinargerð með frumvarpi til laga um þjóðkirkjuna, sem sett var fram á 151. löggjafarþingi 2020–2021 (þingskjal 996 — 587. mál),[1] er skoðuð kemur skýrt fram, að okkar mati, að með 4. gr. laganna hafði löggjafinn ekki í huga að setja þjóðkirkjunni skilyrði um kosningareglur, hvað þá reglur sem samrýmast ættu þeim viðmiðum sem liggja almennum kosningum á vettvangi ríkis og sveitarfélaga til grundvallar. Í skýringum með 4. gr. lagafrumvarpsins segir m.a.:
„Þjóðkirkjunni, líkt og öðrum, ber að sjálfsögðu að fara að jafnréttislögum og persónuverndarlögum í starfsháttum sínum. Hér er sérstaklega undirstrikað mikilvægi þess að starfsfólk þjóðkirkjunnar skuli í öllum sínum störfum [okkar áhersla] leggja veigamikla áherslu á að halda í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis. Þannig skuli starfsfólk þjóðkirkjunnar í störfum sínum meðal annars hafa hliðsjón af meginreglum almennrar stjórnsýslu þó að málsmeðferð á kirkjulegum vettvangi lúti ekki lengur reglum stjórnsýslulaga …“
Rétt er að vekja sérstaka athygli á því orðalagi að „starfsfólk þjóðkirkjunnar skuli í öllum sínum störfum leggja veigamikla áherslu á að halda í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis.“ Í þessu felst sá skilningur, að okkar mati, að ef samfélag byggist á lýðræði og jafnræði hljóti það að endurspeglast á einhvern almennan hátt í öllu vinnulagi og verkferlum í stofnunum samfélagsins.
Í kjölfarið eru síðan tekin dæmi um slíkt vinnulag og verkferla sem þegar eru til staðar innan kirkjunnar og fjallað um jafnréttisstefnu kirkjunnar, persónuverndarstefnu og stefnu og starfsreglur árið 2019 (nr. 330/2019) um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar, ásamt verklagsreglum um úrvinnslu mála. Loks er áréttað að þjóðkirkjunni beri í störfum sínum að halda í heiðri jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“
Hugtakið „lög“ vísar hér til laga sem sett eru af Alþingi Íslendinga en ekki laga, starfsreglna eða stefna frjálsra félagasamtaka. Að öðrum kosti gætu trúfélög ekki sett trúarleg skilyrði, svo sem á grundvelli skírnar eða játninga, og íþróttafélög gætu t.d. ekki sett varnagla við því að karlkyns leikmenn léku með kvennaliðum eða öfugt. 65. gr. stjórnarskrárinnar hlýtur þannig að gera ráð fyrir beitingu almennrar skynsemi þegar kemur að því að meta hvenær og í hvaða aðstæðum forsvaranlegt sé að setja skorður við jafnan rétt m.t.t. þeirra einkenna sem talin eru upp í greininni.
Niðurstaða þessarar athugunar á skýringum með 4. gr. frumvarpsins er því sú að þar sjáist þess engin merki að löggjafinn hafi haft skipan kosningareglna þjóðkirkjunnar í huga þegar kveðið var á um að þjóðkirkjan skyldi „í starfsháttum sínum halda í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis“ heldur, eins og segir í skýringunum, að „starfsfólk þjóðkirkjunnar skuli í öllum sínum störfum [okkar áhersla] leggja veigamikla áherslu á að halda í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis“. Hvað í því felst er síðan útskýrt nánar með vísan í meginreglur almennrar stjórnsýslu og stefnur, vinnulag og úrræði sem þegar eru til staðar í stjórnskipulagi kirkjunnar eins og rakið var hér að framan. Við teljum nokkuð augljóst að 4. greinin hafi verið samin og sett inn í lögin vegna aðskilnaðar ríkis og kirkju sem leiddi til þess að þjóðkirkjunni bar ekki lengur að hlíta ákvæðum stjórnsýslulaga í störfum, sbr. eftirfarandi orð greinargerðarinnar: „Þannig skuli starfsfólk þjóðkirkjunnar í störfum sínum meðal annars hafa hliðsjón af meginreglum almennrar stjórnsýslu þó að málsmeðferð á kirkjulegum vettvangi lúti ekki lengur reglum stjórnsýslulaga …“
Niðurlag
Af framangreindu teljum við ljóst að þegar málefni kirkjunnar og lagasetningar er varða hana eru til umræðu verður ætíð að hafa í huga að kirkjan er trúarstofnun sem er með sitt skilgreinda hlutverk sem er að finna í vitnisburði Ritninganna og útleggingu hans í játningum kirkjunnar. Nægir hér einungis að minna á það að skírn í nafn Guðs, föður, sonar og heilags anda (Mt 28.19) veitir einstaklingnum hlutdeild í kirkjunni og er grundvallarsakramenti hennar.
Sú hugmynd sem kemur fram í lögfræðilegri greinargerð Davíðs Þórs Björgvinssonar og endurspeglast í 35. máli, sem lagt var fram á 66. kirkjuþingi 2024–2025, þ.e. að skírn skuli ekki lengur teljast krafa fyrir kosningarrétti og kjörgengi til kirkjuþings, grefur því undan sjálfsskilningi þjóðkirkjunnar sem „samfélag fólks sem skírt er í nafni föður, sonar og heilags anda til trúar á Jesú Krist, krossfestan og upprisinn, manninum til hjálpræðis“ eins og bent var á í 2. hluta þessara greinarskrifa.
Í aldanna rás hefur vissulega verið greint á milli hinnar ósýnilegu kirkju, sem allir hafa aðild að í trúnni, og hinnar sýnilegu kirkju sem hefur mótast af þeim lögmálum og hefðum sem liggja mannlegu samfélagi til grundvallar og nýtt sér þær — svo lengi sem það þjónaði inntaki fagnaðarerindisins. Það má segja að þegar 4. greinin var sett inn í Lög um þjóðkirkjuna nr. 77/2021 hafi einmitt verið hnykkt á þessum þætti þar sem það er undirstrikað að kirkjan er ein af stofnunum samfélagsins sem skuli „halda í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis.“ Þar með er þó ekki verið að leggja hana að jöfnu við þjóðina í heild. Að áliti okkar kemur þessi aðgreining hvorki nægilega skírt fram í greinargerðinni með Skýrslu um kosti þess og galla að rýmka ákvæði starfsreglna um kosningarrétt við kjör til kirkjuþings og kosningu biskups né í fyrrnefndu 35. máli. Hvorugt gerir þennan mun á ríkinu og stofnunum samfélagsins og myndu þau sjónarmið sem þar eru sett fram fá brautargengi væri það skref aftur á bak fyrir þá lýðræðisþróun sem hefur átt sér stað innan kirkjunnar. Hafa ber í huga að mikilvægur þáttur í þeirri lýðræðisþróun er fulltrúalýðræðið enda er það raunsönn birtingarmynd á útfærslu Lúthers á kenningunni um almennan prestdóm.
Tilvísun:
Hér kemur þriðja og síðasta grein þremenninganna dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, héraðsprests, dr. Jóns Ásgeirs Sigurvinssonar, héraðsprests og sr. Elínborgar Sturludóttur prests við dómkirkjuna í Reykjavík.
Tilefnið er umræða um lýðræði innan þjóðkirkjunnar og skýrsla sem tekin verður til umræðu í október á kirkjuþingi um kosti þess og galla að gefa fleirum kost á að kjósa biskup Íslands og fulltrúa á kirkjuþingi.
Um greinargerð Davíðs Þórs Björgvinssonar og anda þjóðkirkjulaganna
Davíð Þór Björgvinsson bendir réttilega á að greinargerð hans sé „fyrst og fremst lögfræðileg“ og ritar jafnframt:
„Undirritaður er meðvitaður um að reglur um kosningar til kirkjuþings og um biskupskjör og skipulag kirkjunnar og verkaskiptingu innan hennar, eiga sér sögulegar, menningarlegar og trúarlegar rætur og hafa þróast á löngum tíma, sem og að sá greinarmunur sem gerður er vígðum og leikum [þannig], tengist meðal annars sjónarmiðum um kennivald og öðrum trú- og guðfræðilegum forsendum sem ekki eru á valdi undirritaðs.“
Þessi árétting Davíðs Þórs er lykilatriði að okkar mati af þeirri ástæðu að það mál sem hér er til umræðu varðar þjóðkirkjuna, sem er trúarstofnun og trúarsamfélag og er sem slík ein af stofnunum samfélagsins en skyldi ekki leggja að jöfnu við samfélagið eins og gat um í fyrri hlutum þessarar greinar.
Við teljum að sá grundvallarannmarki sé á greinargerð Davíðs Þórs að þar sé gengið út frá því að þjóðkirkjan sé spegilmynd ríkisins og að þar sé trúarsamfélagið lagt að jöfnu við þjóðina. Þess vegna eigi sömu reglur að gilda um hana og ríkið. Þetta er að okkar mati grundvallarmisskilningur og teljum við að þarna sé ruglað saman regimentunum eins og komist var að orði fyrr á tíð.
Það er langt í frá sjálfgefið að ákvæði um jafnræði og lýðræði, sbr. 4. gr. þjóðkirkjulaganna, feli það sama í sér á vettvangi einnar af stofnunum samfélagsins og það gerir á vettvangi samfélagsins í heild, eða hins opinbera eins og það er nefnt, hvort sem er á vettvangi sveitarfélaga eða íslenska ríkisins — enda gilda ekki sömu lögmál um ríkið eða samfélagið í heild sinni og einstaka hluta þess. Slík ályktun fæli í sér kirkjuskilning sem aldrei hefur verið við lýði — jafnvel ekki á tíma einveldisins — og á alls ekki við í dag.
Þjóðkirkjan er aðeins ein af mörgum stofnunum og félagasamtökum samfélagsins og setur sér reglur líkt og önnur sjálfstæð félög gera, svo sem um kjör, enda gera Lög um þjóðkirkjuna ráð fyrir því, sbr. 8. gr. þeirra.
Þegar greinargerð með frumvarpi til laga um þjóðkirkjuna, sem sett var fram á 151. löggjafarþingi 2020–2021 (þingskjal 996 — 587. mál),[1] er skoðuð kemur skýrt fram, að okkar mati, að með 4. gr. laganna hafði löggjafinn ekki í huga að setja þjóðkirkjunni skilyrði um kosningareglur, hvað þá reglur sem samrýmast ættu þeim viðmiðum sem liggja almennum kosningum á vettvangi ríkis og sveitarfélaga til grundvallar. Í skýringum með 4. gr. lagafrumvarpsins segir m.a.:
„Þjóðkirkjunni, líkt og öðrum, ber að sjálfsögðu að fara að jafnréttislögum og persónuverndarlögum í starfsháttum sínum. Hér er sérstaklega undirstrikað mikilvægi þess að starfsfólk þjóðkirkjunnar skuli í öllum sínum störfum [okkar áhersla] leggja veigamikla áherslu á að halda í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis. Þannig skuli starfsfólk þjóðkirkjunnar í störfum sínum meðal annars hafa hliðsjón af meginreglum almennrar stjórnsýslu þó að málsmeðferð á kirkjulegum vettvangi lúti ekki lengur reglum stjórnsýslulaga …“
Rétt er að vekja sérstaka athygli á því orðalagi að „starfsfólk þjóðkirkjunnar skuli í öllum sínum störfum leggja veigamikla áherslu á að halda í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis.“ Í þessu felst sá skilningur, að okkar mati, að ef samfélag byggist á lýðræði og jafnræði hljóti það að endurspeglast á einhvern almennan hátt í öllu vinnulagi og verkferlum í stofnunum samfélagsins.
Í kjölfarið eru síðan tekin dæmi um slíkt vinnulag og verkferla sem þegar eru til staðar innan kirkjunnar og fjallað um jafnréttisstefnu kirkjunnar, persónuverndarstefnu og stefnu og starfsreglur árið 2019 (nr. 330/2019) um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar, ásamt verklagsreglum um úrvinnslu mála. Loks er áréttað að þjóðkirkjunni beri í störfum sínum að halda í heiðri jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“
Hugtakið „lög“ vísar hér til laga sem sett eru af Alþingi Íslendinga en ekki laga, starfsreglna eða stefna frjálsra félagasamtaka. Að öðrum kosti gætu trúfélög ekki sett trúarleg skilyrði, svo sem á grundvelli skírnar eða játninga, og íþróttafélög gætu t.d. ekki sett varnagla við því að karlkyns leikmenn léku með kvennaliðum eða öfugt. 65. gr. stjórnarskrárinnar hlýtur þannig að gera ráð fyrir beitingu almennrar skynsemi þegar kemur að því að meta hvenær og í hvaða aðstæðum forsvaranlegt sé að setja skorður við jafnan rétt m.t.t. þeirra einkenna sem talin eru upp í greininni.
Niðurstaða þessarar athugunar á skýringum með 4. gr. frumvarpsins er því sú að þar sjáist þess engin merki að löggjafinn hafi haft skipan kosningareglna þjóðkirkjunnar í huga þegar kveðið var á um að þjóðkirkjan skyldi „í starfsháttum sínum halda í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis“ heldur, eins og segir í skýringunum, að „starfsfólk þjóðkirkjunnar skuli í öllum sínum störfum [okkar áhersla] leggja veigamikla áherslu á að halda í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis“. Hvað í því felst er síðan útskýrt nánar með vísan í meginreglur almennrar stjórnsýslu og stefnur, vinnulag og úrræði sem þegar eru til staðar í stjórnskipulagi kirkjunnar eins og rakið var hér að framan. Við teljum nokkuð augljóst að 4. greinin hafi verið samin og sett inn í lögin vegna aðskilnaðar ríkis og kirkju sem leiddi til þess að þjóðkirkjunni bar ekki lengur að hlíta ákvæðum stjórnsýslulaga í störfum, sbr. eftirfarandi orð greinargerðarinnar: „Þannig skuli starfsfólk þjóðkirkjunnar í störfum sínum meðal annars hafa hliðsjón af meginreglum almennrar stjórnsýslu þó að málsmeðferð á kirkjulegum vettvangi lúti ekki lengur reglum stjórnsýslulaga …“
Niðurlag
Af framangreindu teljum við ljóst að þegar málefni kirkjunnar og lagasetningar er varða hana eru til umræðu verður ætíð að hafa í huga að kirkjan er trúarstofnun sem er með sitt skilgreinda hlutverk sem er að finna í vitnisburði Ritninganna og útleggingu hans í játningum kirkjunnar. Nægir hér einungis að minna á það að skírn í nafn Guðs, föður, sonar og heilags anda (Mt 28.19) veitir einstaklingnum hlutdeild í kirkjunni og er grundvallarsakramenti hennar.
Sú hugmynd sem kemur fram í lögfræðilegri greinargerð Davíðs Þórs Björgvinssonar og endurspeglast í 35. máli, sem lagt var fram á 66. kirkjuþingi 2024–2025, þ.e. að skírn skuli ekki lengur teljast krafa fyrir kosningarrétti og kjörgengi til kirkjuþings, grefur því undan sjálfsskilningi þjóðkirkjunnar sem „samfélag fólks sem skírt er í nafni föður, sonar og heilags anda til trúar á Jesú Krist, krossfestan og upprisinn, manninum til hjálpræðis“ eins og bent var á í 2. hluta þessara greinarskrifa.
Í aldanna rás hefur vissulega verið greint á milli hinnar ósýnilegu kirkju, sem allir hafa aðild að í trúnni, og hinnar sýnilegu kirkju sem hefur mótast af þeim lögmálum og hefðum sem liggja mannlegu samfélagi til grundvallar og nýtt sér þær — svo lengi sem það þjónaði inntaki fagnaðarerindisins. Það má segja að þegar 4. greinin var sett inn í Lög um þjóðkirkjuna nr. 77/2021 hafi einmitt verið hnykkt á þessum þætti þar sem það er undirstrikað að kirkjan er ein af stofnunum samfélagsins sem skuli „halda í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis.“ Þar með er þó ekki verið að leggja hana að jöfnu við þjóðina í heild. Að áliti okkar kemur þessi aðgreining hvorki nægilega skírt fram í greinargerðinni með Skýrslu um kosti þess og galla að rýmka ákvæði starfsreglna um kosningarrétt við kjör til kirkjuþings og kosningu biskups né í fyrrnefndu 35. máli. Hvorugt gerir þennan mun á ríkinu og stofnunum samfélagsins og myndu þau sjónarmið sem þar eru sett fram fá brautargengi væri það skref aftur á bak fyrir þá lýðræðisþróun sem hefur átt sér stað innan kirkjunnar. Hafa ber í huga að mikilvægur þáttur í þeirri lýðræðisþróun er fulltrúalýðræðið enda er það raunsönn birtingarmynd á útfærslu Lúthers á kenningunni um almennan prestdóm.