Hreinn S. Hákonarson, ritstjóri og eigandi Kirkjublaðsins.is

Hreinn S. Hákonarson, ritstjóri og eigandi Kirkjublaðsins.is

Kirkjublaðinu.is var formlega ýtt úr vör 11. október 2020 og hefur því starfað nú í þrjú ár. Um er að ræða einstaklingsframtak ritstjórans og hugmyndin var sú að auka umræðu um kirkjuleg málefni og annað sem þeim tengdist.

Efni Kirkjublaðsins.is er margbreytilegt. Í hverjum mánuði er kynnt til sögunnar ein kirkja og farið nokkrum orðum um hana. Reynt er að láta myndir tala því ekki hafa allir lesendur komið í allar kirkjur. Fjallað hefur verið um trú og list í miðlinum en sá akur er næsta lítt plægður og er það miður þar sem flestar kirkjur varðveita dýrmæta listmuni og menningu sóknarbarna. Þá er umfjöllun um trú og líf á ýmsum nótum. Einnig tilraunastarfsemi sem felst í því að hugleiða guðspjallstexta hvers sunnudags í hundrað orðum. Auk þess er gefið rými fyrir að fjalla um mál líðandi stundar sem geta verið af ýmsum toga. Gestaglugginn í Kirkjublaðinu.is stendur öllum opinn og vekur alltaf mikla athygli.

Umfram allt byggir stefna blaðsins á lúthersk-evangelískum grunni og vill leggja sitt af mörkum til útbreiðslu fagnaðarerindisins.

Nú horfir svo að Kirkjublaðið.is er nánast eini fjölmiðlavettvangurinn þar sem umræða um málefni kirkjunnar fer fram.

Umræða um kirkjuleg málefni er nauðsynleg. Öll skoðanaskipti eru af hinu góða og ekki síður heilbrigt aðhald gagnvart öllum þeim er starfa á kirkjulegum vettvangi. Kirkjublaðið.is hvetur allt kirkjufólk til að láta í sér heyra og nýta þennan vettvang sem miðillinn er. Það þarf ekki í sjálfu sér að skrifa langar greinar til að koma skoðunum sínum á framfæri – þó svo lengri greinum sé og fagnað. Kirkjufólk hefur svo sannarlega skoðanir á öllu því er snýr að kirkjunni og þær þurfa að heyrast sem víðast.

Kirkjublaðinu.is hefur verið tekið vel og fyrir það er þakkað. Margt kirkjufólk hefur haft það á orði við ritstjórann í þessi þrjú ár að þessi netmiðill sé fagnaðarefni.

Nú kann einhver að spyrja hvort miðill eins og Kirkjublaðið.is sé lesinn og með hvaða hætti honum sé dreift. Því er til að svara að Kirkjublaðinu.is er dreift á Feisbókarsíðu ritstjórans og iðulega á Feisbóksíður Djákna, presta og guðfræðinga, og síðu Prestafélags Íslands. Margir lesendur Kirkjublaðsins.is dreifa greinum úr blaðinu á sínar síður eða því öllu. Þannig hafa lesendur á vissan hátt lykilstöðu til að koma efni blaðsins til skila hafi þeir áhuga á því. Kirkjublaðið.is er svo sannarlega þeim þakklátt sem dreifa blaðinu og greinum þess í netheimum.

Kirkjublaðið.is hvetur allt kirkjufólk til að skrifa í blaðið. Kirkjufólk sem ann kirkjunni og starfar fyrir hana býr að fjölbreytilegri lífsreynslu og er allt menntað með sínum hætti og hefur sitthvað uppbyggilegt og forvitnilegt til málanna að leggja. Þá skal á það minnt að kennilýðurinn hefur löngum verið hin skrifandi stétt og því merki verður að halda uppi.

Kirkjublaðið.is er sem sé opinn vettvangur fyrir allt kirkjufólk og fagnar þremur árum með þakklæti til þeirra sem styðja við bakið á því og fara góðum orðum um það. Sömuleiðis og ekki síst færir Kirkjublaðið.is þakkir öllum þeim sem lagt hafa efni til blaðsins. Allt hefur það verið vandað og athyglisvert.

Kirkjublaðið.is heldur starfsemi sinni ótrautt áfram og horfir björtum augum til framtíðarinnar með dyggum styrk þeirra er senda því efni og lesenda sinna.

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Hreinn S. Hákonarson, ritstjóri og eigandi Kirkjublaðsins.is

Hreinn S. Hákonarson, ritstjóri og eigandi Kirkjublaðsins.is

Kirkjublaðinu.is var formlega ýtt úr vör 11. október 2020 og hefur því starfað nú í þrjú ár. Um er að ræða einstaklingsframtak ritstjórans og hugmyndin var sú að auka umræðu um kirkjuleg málefni og annað sem þeim tengdist.

Efni Kirkjublaðsins.is er margbreytilegt. Í hverjum mánuði er kynnt til sögunnar ein kirkja og farið nokkrum orðum um hana. Reynt er að láta myndir tala því ekki hafa allir lesendur komið í allar kirkjur. Fjallað hefur verið um trú og list í miðlinum en sá akur er næsta lítt plægður og er það miður þar sem flestar kirkjur varðveita dýrmæta listmuni og menningu sóknarbarna. Þá er umfjöllun um trú og líf á ýmsum nótum. Einnig tilraunastarfsemi sem felst í því að hugleiða guðspjallstexta hvers sunnudags í hundrað orðum. Auk þess er gefið rými fyrir að fjalla um mál líðandi stundar sem geta verið af ýmsum toga. Gestaglugginn í Kirkjublaðinu.is stendur öllum opinn og vekur alltaf mikla athygli.

Umfram allt byggir stefna blaðsins á lúthersk-evangelískum grunni og vill leggja sitt af mörkum til útbreiðslu fagnaðarerindisins.

Nú horfir svo að Kirkjublaðið.is er nánast eini fjölmiðlavettvangurinn þar sem umræða um málefni kirkjunnar fer fram.

Umræða um kirkjuleg málefni er nauðsynleg. Öll skoðanaskipti eru af hinu góða og ekki síður heilbrigt aðhald gagnvart öllum þeim er starfa á kirkjulegum vettvangi. Kirkjublaðið.is hvetur allt kirkjufólk til að láta í sér heyra og nýta þennan vettvang sem miðillinn er. Það þarf ekki í sjálfu sér að skrifa langar greinar til að koma skoðunum sínum á framfæri – þó svo lengri greinum sé og fagnað. Kirkjufólk hefur svo sannarlega skoðanir á öllu því er snýr að kirkjunni og þær þurfa að heyrast sem víðast.

Kirkjublaðinu.is hefur verið tekið vel og fyrir það er þakkað. Margt kirkjufólk hefur haft það á orði við ritstjórann í þessi þrjú ár að þessi netmiðill sé fagnaðarefni.

Nú kann einhver að spyrja hvort miðill eins og Kirkjublaðið.is sé lesinn og með hvaða hætti honum sé dreift. Því er til að svara að Kirkjublaðinu.is er dreift á Feisbókarsíðu ritstjórans og iðulega á Feisbóksíður Djákna, presta og guðfræðinga, og síðu Prestafélags Íslands. Margir lesendur Kirkjublaðsins.is dreifa greinum úr blaðinu á sínar síður eða því öllu. Þannig hafa lesendur á vissan hátt lykilstöðu til að koma efni blaðsins til skila hafi þeir áhuga á því. Kirkjublaðið.is er svo sannarlega þeim þakklátt sem dreifa blaðinu og greinum þess í netheimum.

Kirkjublaðið.is hvetur allt kirkjufólk til að skrifa í blaðið. Kirkjufólk sem ann kirkjunni og starfar fyrir hana býr að fjölbreytilegri lífsreynslu og er allt menntað með sínum hætti og hefur sitthvað uppbyggilegt og forvitnilegt til málanna að leggja. Þá skal á það minnt að kennilýðurinn hefur löngum verið hin skrifandi stétt og því merki verður að halda uppi.

Kirkjublaðið.is er sem sé opinn vettvangur fyrir allt kirkjufólk og fagnar þremur árum með þakklæti til þeirra sem styðja við bakið á því og fara góðum orðum um það. Sömuleiðis og ekki síst færir Kirkjublaðið.is þakkir öllum þeim sem lagt hafa efni til blaðsins. Allt hefur það verið vandað og athyglisvert.

Kirkjublaðið.is heldur starfsemi sinni ótrautt áfram og horfir björtum augum til framtíðarinnar með dyggum styrk þeirra er senda því efni og lesenda sinna.

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?