Þessum fjölmiðli er ýtt úr vör til þess að vekja athygli á ýmsu er snertir trú og kristni. Hann er ætlaður öllu áhugasömu fólki um málefni kirkju og trúar á grundvelli evangelísk-lútherskrar kirkju.

Þessi fjölmiðill er nýr enda þótt nafnið sé ekki ókunnuglegt. Nokkur blöð og tímarit hafa borið þetta nafn og öll verið gefin út á pappír. Fyrst skal nefna Kirkjublaðið sem gefið var út 1891-1897 og í haus þess stóð: Mánaðarit handa íslenskri alþýðu. Ritstjóri var sr. Þórhallur Bjarnason. Segja má að það hafi tekið við af Kirkjutíðindum fyrir Ísland sem gefið var út 1878-1880 og var um málefni kirkjunnar og kirkjunnar manna, en svo stóð í haus þess. Nýtt kirkjublað, það kom út 1906-1916 – í undirfyrirsögn þess stóð: Hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristilega menning. Kirkjublað kom svo út frá 1933-1934 og var það málgagn íslensku kirkjunnar, Prestafélag Íslands gaf út og ritstjóri var sr. Knútur Arngrímsson. Það sameinaðist ásamt Prestafélagsritinu (1919-1934) í Kirkjuritið og fyrstu ritstjórar þess voru Sigurður P. Sívertsen og Ásmundur Guðmundsson. Kirkjuritið kemur enn út. Síðan var Kirkjublaðið gefið út í dagsblaðsformi árin 1944-1953 og var ritstjóri þess sr. Sigurgeir Sigurðsson.

Þá hafa margir söfnuðir gefið á umliðnum árum gefið út blöð sem hafa borið þetta nafn.

Kirkjublaðið er semsé gamalt og gott nafn og nú bætir nútíminn við forvera þess punktur is: Kirkjublaðið.is

Lesandinn njóti!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þessum fjölmiðli er ýtt úr vör til þess að vekja athygli á ýmsu er snertir trú og kristni. Hann er ætlaður öllu áhugasömu fólki um málefni kirkju og trúar á grundvelli evangelísk-lútherskrar kirkju.

Þessi fjölmiðill er nýr enda þótt nafnið sé ekki ókunnuglegt. Nokkur blöð og tímarit hafa borið þetta nafn og öll verið gefin út á pappír. Fyrst skal nefna Kirkjublaðið sem gefið var út 1891-1897 og í haus þess stóð: Mánaðarit handa íslenskri alþýðu. Ritstjóri var sr. Þórhallur Bjarnason. Segja má að það hafi tekið við af Kirkjutíðindum fyrir Ísland sem gefið var út 1878-1880 og var um málefni kirkjunnar og kirkjunnar manna, en svo stóð í haus þess. Nýtt kirkjublað, það kom út 1906-1916 – í undirfyrirsögn þess stóð: Hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristilega menning. Kirkjublað kom svo út frá 1933-1934 og var það málgagn íslensku kirkjunnar, Prestafélag Íslands gaf út og ritstjóri var sr. Knútur Arngrímsson. Það sameinaðist ásamt Prestafélagsritinu (1919-1934) í Kirkjuritið og fyrstu ritstjórar þess voru Sigurður P. Sívertsen og Ásmundur Guðmundsson. Kirkjuritið kemur enn út. Síðan var Kirkjublaðið gefið út í dagsblaðsformi árin 1944-1953 og var ritstjóri þess sr. Sigurgeir Sigurðsson.

Þá hafa margir söfnuðir gefið á umliðnum árum gefið út blöð sem hafa borið þetta nafn.

Kirkjublaðið er semsé gamalt og gott nafn og nú bætir nútíminn við forvera þess punktur is: Kirkjublaðið.is

Lesandinn njóti!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir