það vantar skotfæri
sagði rám rödd með dulinni ánægju
enda átti hún hlutabréf
í vopnaverksmiðju
smiðju dauðansvið brugðust fljótt við af gömlum vana
beinaberar hendur töldu silfurpeninga
þrjú hundruð milljónir fuku úr ríkissjóðiég horfi á tvo litla krossa í glugganum heima hjá mér
elsku vinir!
það þarf nefnilega að drepa fólk
í nafni frelsis og ástar á lýðræðinu
við hin herlausa og friðelskandi þjóð
verðum að bera höfuðið hátt
vera eins og hin
og faðma stórmennin
blóðug fötin sendið þið svo bara í hreinsun
fyrir næstu kosningarvið sem lögðum þessar milljónir í ríkissjóðinn
vorum reyndar ekki spurð
sennilega vegna þess að við erum fífl
elskuverð fífl á kjördegiþegar ég horfi á tvo litla krossa í glugganum heima hjá mér
man ég að barnahermenn gerðu þá úr skothylkjumog byssukúlurnar okkar
fleygja frá sér gullnum skothylkjahamnum
á leið sinni í hjörtu hermannanna
sonanna, feðranna, mæðranna, dætranna
menningarinnarbarnabörnin mín brosa á móti páskasólinni
upprisunni og kærleikanumog ég hugsa hvort þeim verði færð
ógrynni af blóðugum skothylkjum
sem eitt sinn hýstu banvænar byssukúlur
en hvíla nú á vígvellinum sem þögul vitniað manndrápum
ég heyrði vindinn hvísla
að frelsarinn hefði stigið niður til heljar
laugardaginn fyrir páska
og þar hefði ekki skort byssukúlur
heldur aðeins kærleika
það vantar skotfæri
sagði rám rödd með dulinni ánægju
enda átti hún hlutabréf
í vopnaverksmiðju
smiðju dauðansvið brugðust fljótt við af gömlum vana
beinaberar hendur töldu silfurpeninga
þrjú hundruð milljónir fuku úr ríkissjóðiég horfi á tvo litla krossa í glugganum heima hjá mér
elsku vinir!
það þarf nefnilega að drepa fólk
í nafni frelsis og ástar á lýðræðinu
við hin herlausa og friðelskandi þjóð
verðum að bera höfuðið hátt
vera eins og hin
og faðma stórmennin
blóðug fötin sendið þið svo bara í hreinsun
fyrir næstu kosningarvið sem lögðum þessar milljónir í ríkissjóðinn
vorum reyndar ekki spurð
sennilega vegna þess að við erum fífl
elskuverð fífl á kjördegiþegar ég horfi á tvo litla krossa í glugganum heima hjá mér
man ég að barnahermenn gerðu þá úr skothylkjumog byssukúlurnar okkar
fleygja frá sér gullnum skothylkjahamnum
á leið sinni í hjörtu hermannanna
sonanna, feðranna, mæðranna, dætranna
menningarinnarbarnabörnin mín brosa á móti páskasólinni
upprisunni og kærleikanumog ég hugsa hvort þeim verði færð
ógrynni af blóðugum skothylkjum
sem eitt sinn hýstu banvænar byssukúlur
en hvíla nú á vígvellinum sem þögul vitniað manndrápum
ég heyrði vindinn hvísla
að frelsarinn hefði stigið niður til heljar
laugardaginn fyrir páska
og þar hefði ekki skort byssukúlur
heldur aðeins kærleika