Íkonar eru vinsælar helgimyndir sem prýða mörg heimili fólks. Langflestir þeirra eru eftirmyndir af þekktum íkonum og öðrum óþekktum. Í þeim löndum þar sem finna má rótgróna hefð fyrir íkonum njóta þeir mikillar virðingar en eru ekki tilbeðnir eins og margir halda. Þeir eru hafðir á kyrrum stöðum á heimilum og eiga helst að snúa í austurátt. Gjarnan er ljós látið loga við þá og þeir eru bænastaðir heimilisfólks.

Þessi íkon er eftir rússneska listamanninn Andrej Rubljov, og heitir Heilög þrenning Gamla testamentisins – málaður um 1430. Á 14. og 15. öld er talið að rússneska íkonamálverkið hafi náð hátindi sínum.

saga er mörgum kunn þegar þrír menn komu til hjóna nokkurra og var þeim tekið af miklum höfðingsskap. Einn gestanna segir þeim að þau muni eignast barn innan árs. Konan varð þungt hugsi yfir þessu og greinir sagan frá því hvað flaug um huga hennar: „Skyldi ég njóta ásta sem orðin er útslitin og bóndi minn gamall?“ Sagan bætti því líka við að „kvenlegir eðlishættir“ væru henni horfnir. Þá fylgja og þau orð að lífgjafaranum væri ekkert ómáttugt. En konunni fannst þetta svo fráleitt að hún hló. Sennilega er það einn frægasti hlátur sögunnar enda þrætti hún síðar frammi fyrir skaparanum að hún hefði hlegið. Svo sem gömul og ný saga að menn standa í stappi við skaparann og ljúga blákalt að honum. En hann sagði einfaldlega við hana: „Víst hlóstu.“

Þau hétu Abraham og Sara.

Gestirnir þrír voru englar. Reyndar er fyrirsögn kaflans í Biblíunni dálítið karlrembuleg: Englar vitja Abrahams. Einhver hefði haldið að þessi vitjun hefði nú reynt meira á Söru og nafn hennar hefði mátt fljóta með í fyrirsögninni.

Og þeim hjónum fæddist sonur. Sara var kannski enn aldeilis hlessa eins og gjarnan er sagt í sveitinni, þegar fæðingin var um garð gengin en þessi orð hennar bera með sér tvíræða gleði og feginleika: „Guð hefur gefið mér hlátursefni. Hver sem heyrir þetta mun hlæja með mér.“

Segið svo að ekki sé að finna kímni íblönduðu mergjuðu háði í Gamla testamentinu.

Kristnir menn fóru snemma að túlka þessa sögu sem svo að þarna væri þrenningin sjálf á ferð. Það hefur og verið siðferðileg hvatning að taka á móti gestum með sama höfðingskap og þau Abraham og Sara gerðu. Gestrisni er dygð og það er aldrei að vita hvenær fólk stendur í þeim sporum að vera gestir og þurfa á greiðasemi og umhyggju gestgjafanna að halda. Og gestirnir geta verið í hópi flóttamanna, Grindvíkinga, utangarðsfólks og þannig mætti lengi telja. Ég og þú – en ekki bara hinir. Margur hefur hýst engla án þess að vita af því.

Íkonaverkið sýnir gesti þeirra Abrahams og Söru sem voru komnir af himnum ofan.

Þessi mynd segir sögu eins og allar myndir gera. Þrír englar sitja við borð. Það er ljóðræn kyrrð yfir þeim og klæði þeirra allra hafa í sér bláan lit sem var dýrastur allra lita á sinni tíð. Allir eru þeir hárprúðir og geislabaugur dreginn með rauðum lit en er annars samlitur himninum. Líkamsbygging öll nett og fínleg. Hver og einn les sitt út úr augnasvip þeirra. Kannski er hann dapur myndi einhver segja – má lesa eftirsjá úr honum? Eða er hann jafnvel aðeins alvörufullur? Aðrir myndu segja að úr augum þeirra mætti lesa stórtíðindi.

En þessi íkon hefur farið víða um veröld enda er fágun og vandvirkni falin í hverjum drætti – og að sjálfsögðu boðskapur hans sem er: Fagnaðarerindið.

Ekki er verra að svo virðist sem eitt sæti sé laust við borðið hjá þessum ágætu englum. Það sæti skyldi þó ekki bíða þess er horfir á myndina og íhugar hana?

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Íkonar eru vinsælar helgimyndir sem prýða mörg heimili fólks. Langflestir þeirra eru eftirmyndir af þekktum íkonum og öðrum óþekktum. Í þeim löndum þar sem finna má rótgróna hefð fyrir íkonum njóta þeir mikillar virðingar en eru ekki tilbeðnir eins og margir halda. Þeir eru hafðir á kyrrum stöðum á heimilum og eiga helst að snúa í austurátt. Gjarnan er ljós látið loga við þá og þeir eru bænastaðir heimilisfólks.

Þessi íkon er eftir rússneska listamanninn Andrej Rubljov, og heitir Heilög þrenning Gamla testamentisins – málaður um 1430. Á 14. og 15. öld er talið að rússneska íkonamálverkið hafi náð hátindi sínum.

saga er mörgum kunn þegar þrír menn komu til hjóna nokkurra og var þeim tekið af miklum höfðingsskap. Einn gestanna segir þeim að þau muni eignast barn innan árs. Konan varð þungt hugsi yfir þessu og greinir sagan frá því hvað flaug um huga hennar: „Skyldi ég njóta ásta sem orðin er útslitin og bóndi minn gamall?“ Sagan bætti því líka við að „kvenlegir eðlishættir“ væru henni horfnir. Þá fylgja og þau orð að lífgjafaranum væri ekkert ómáttugt. En konunni fannst þetta svo fráleitt að hún hló. Sennilega er það einn frægasti hlátur sögunnar enda þrætti hún síðar frammi fyrir skaparanum að hún hefði hlegið. Svo sem gömul og ný saga að menn standa í stappi við skaparann og ljúga blákalt að honum. En hann sagði einfaldlega við hana: „Víst hlóstu.“

Þau hétu Abraham og Sara.

Gestirnir þrír voru englar. Reyndar er fyrirsögn kaflans í Biblíunni dálítið karlrembuleg: Englar vitja Abrahams. Einhver hefði haldið að þessi vitjun hefði nú reynt meira á Söru og nafn hennar hefði mátt fljóta með í fyrirsögninni.

Og þeim hjónum fæddist sonur. Sara var kannski enn aldeilis hlessa eins og gjarnan er sagt í sveitinni, þegar fæðingin var um garð gengin en þessi orð hennar bera með sér tvíræða gleði og feginleika: „Guð hefur gefið mér hlátursefni. Hver sem heyrir þetta mun hlæja með mér.“

Segið svo að ekki sé að finna kímni íblönduðu mergjuðu háði í Gamla testamentinu.

Kristnir menn fóru snemma að túlka þessa sögu sem svo að þarna væri þrenningin sjálf á ferð. Það hefur og verið siðferðileg hvatning að taka á móti gestum með sama höfðingskap og þau Abraham og Sara gerðu. Gestrisni er dygð og það er aldrei að vita hvenær fólk stendur í þeim sporum að vera gestir og þurfa á greiðasemi og umhyggju gestgjafanna að halda. Og gestirnir geta verið í hópi flóttamanna, Grindvíkinga, utangarðsfólks og þannig mætti lengi telja. Ég og þú – en ekki bara hinir. Margur hefur hýst engla án þess að vita af því.

Íkonaverkið sýnir gesti þeirra Abrahams og Söru sem voru komnir af himnum ofan.

Þessi mynd segir sögu eins og allar myndir gera. Þrír englar sitja við borð. Það er ljóðræn kyrrð yfir þeim og klæði þeirra allra hafa í sér bláan lit sem var dýrastur allra lita á sinni tíð. Allir eru þeir hárprúðir og geislabaugur dreginn með rauðum lit en er annars samlitur himninum. Líkamsbygging öll nett og fínleg. Hver og einn les sitt út úr augnasvip þeirra. Kannski er hann dapur myndi einhver segja – má lesa eftirsjá úr honum? Eða er hann jafnvel aðeins alvörufullur? Aðrir myndu segja að úr augum þeirra mætti lesa stórtíðindi.

En þessi íkon hefur farið víða um veröld enda er fágun og vandvirkni falin í hverjum drætti – og að sjálfsögðu boðskapur hans sem er: Fagnaðarerindið.

Ekki er verra að svo virðist sem eitt sæti sé laust við borðið hjá þessum ágætu englum. Það sæti skyldi þó ekki bíða þess er horfir á myndina og íhugar hana?

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?