Margar kirkjur standa fyrir töluverðri menningarstarfsemi sem telja má til fullorðinsfræðslu og er það til mikillar fyrirmyndar. Boðið er upp á fyrirlestra við alþýðuhæfi um forvitnilegt efni og svo má ekki gleyma hlut tónlistarinnar en hún ber hróður margra kirkna víða. Kirkjublaðið.is hefur iðulega hvatt söfnuði til að opna safnaðarheimili sín upp á gátt fyrir fjölbreytta menningarstarfsemi. Menningin er jú meira og minna enn sem komið er nátengd samfélaginu og er það mótað mjög svo af kristnum viðmiðum sem þarf að efla.

Neskirkja í Reykjavík er í hópi þeirra kirkna sem sinna menningunni og fræðslustarfi af metnaði og umhyggju án þess þó að gleyma fagnaðarerindinu.

Torgið í Neskirkju er kjörið til ýmissa viðburða, fyrirlestra, tónlistarflutnings og myndlistarsýninga svo nokkuð sé nefnt. Sýningarrýmið er ekki stórt og er það kostur út af fyrir sig og sýna listamenn gjarnan vandað úrval af verkum sínum sem áhorfendur kunna vel að meta.

Nú stendur yfir athyglisverð myndlistarsýning á Torginu. Þar eru sýnd verk úr nokkuð óvenjulegum efniviði. Höfundur þeirra er vefnaðarlistakonan Guðrún Gunnarsdóttir (f. 1948).

Guðrún er í röð okkar fremstu vefara og hefur unnið verk sín úr margvíslegum efnum eins og blómavír, hrosshári, rafmagnsvírum, gúmmíi, trjágreinum, ull og pappír svo nokkuð sé nefnt. Á sýningunni í Neskirkju má einmitt sjá verk úr hrosshári, vír, plasti og pappír. Verkin eru afar ólík hefðbundnum vefnaði sem er býsna taktfastur því að ofannefndur efniviður býður upp á frjálsari sköpun listamannsins með höndum sínum og lætur kannski ekki alltaf jafnvel að stjórn og það sem kemur úr vefstól. Þess vegna má líta á verkin frá ýmsum sjónarhólum. Einhver sér í þeim algjörlega konkret verk, annar ljóðrænt abstrakt og enn annar sem verk í anda listaverka sem gerð eru úr fundum hlutum á víðavangi. Verkin eiga þó öll það samnefnt með vefnaði að það er línan sem er kjarni málsins. Listakonan stýrir för línunnar í verkum sínum bæði með meðvituðum hætti og ómeðvituðum. Stundum hefur sennilega línan sjálf tekið stjórnina því að ekki er allur efniviður jafn auðsveipinn í höndum listakonunnar eins og til að mynda hrosshárið. Mörg verkanna koma fyrir sjónir sem óreiðukennd og vísa því einkar vel til samtímans sem er á köflum öngþveitislegur svo ekki sér meira sagt.

Augljóst er að náttúran á huga listakonunnar. Nöfn flestra verkanna vísa til blóma og skýja enda þótt hún hylji nafngift sumra verka sinna með atviksorðinu ekki til þess kannski einmitt að vekja áhorfandann til umhugsunar um leyndardóminn sem að baki verkinu býr og nafngiftin ein og sér nær ekki að axla með góðu móti.

Listakonan hefur sagt að hún líti á sjálfa sig sem þráðlistarkonu og skipar sér hún þar með í sveit íslenskra listakvenna sem á öllum öldum hafa unnið með þráðinn í útsaumi og annarri listiðju hvort heldur til nytja eða yndis nema hvort tveggja sé. Íslensk kirkjumenning á öllum þessum konum þakkarskuld að gjalda enda hafa þær lagt fram list sína í reflum, dúkum, altarisklæðum og messuklæðum svo fátt eitt sé nefnt.

Í predikun sem sóknarpresturinn í Neskirkju, dr. Skúli S. Ólafsson, flutti við guðsþjónustu síðasta sunnudag þegar sýning Guðrúnar var opnuð, fórust honum meðal annars svo orð:

Þræðirnir sem Guðrún vinnur með, hún sýnir hvað unnt er að gera með því að beygja þá og flétta já þeir eru mjúkir og laga sig að þeirri mynd sem listamaðurinn hefur í huga. Upp úr því verður listaverkið til.

Þetta á ekki síst við um hugmyndalistina, konseptlistina, en sú liststefna ef svo má kalla er ráðandi hér á Torginu í Neskirkju. Þar birta listamenn myndir og skúlptúra sem krefja okkur um að hugleiða, íhuga hvað býr þar að baki. Velta vöngum yfir ætlunarverki þeirra sem verkin unnu og þá mögulega fá þeir okkur til að spyrja um það sem okkur þótti áður sjálfsagt.

Er það ekki líka eðli listarinnar að opna augu okkar fyrir hlutunum, hvernig þeir geta tekið á sig nýja mynd og hvetur okkur að sama skapi til að sveigja huga okkar í nýja átt, horfa annað en við höfum áður gert, sjá heiminn út frá öðru sjónarhorni.

Heimasíða Guðrúnar Gunnarsdóttur sýnir vel að hér er afar öflug listakona á ferð sem gert hefur garðinn frægan.

Nú er bara um að gera að skella sér í Neskirkju og skoða þessa athyglisverðu sýningu.

Hér eru nokkrar myndir frá sýningu Guðrúnar:

Verk 4-8: Ekki bólstraský – úr plasti/næloni

Verk 9: Blómabreiða – úr vír

Verk 10-11: Ekki Maríutása – úr hrosshári

Verk 13: Ekki sveppir – japanskur pappír, pappírsþráður og vatnslitur

Verk 14: Hringiða – úr vír

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Margar kirkjur standa fyrir töluverðri menningarstarfsemi sem telja má til fullorðinsfræðslu og er það til mikillar fyrirmyndar. Boðið er upp á fyrirlestra við alþýðuhæfi um forvitnilegt efni og svo má ekki gleyma hlut tónlistarinnar en hún ber hróður margra kirkna víða. Kirkjublaðið.is hefur iðulega hvatt söfnuði til að opna safnaðarheimili sín upp á gátt fyrir fjölbreytta menningarstarfsemi. Menningin er jú meira og minna enn sem komið er nátengd samfélaginu og er það mótað mjög svo af kristnum viðmiðum sem þarf að efla.

Neskirkja í Reykjavík er í hópi þeirra kirkna sem sinna menningunni og fræðslustarfi af metnaði og umhyggju án þess þó að gleyma fagnaðarerindinu.

Torgið í Neskirkju er kjörið til ýmissa viðburða, fyrirlestra, tónlistarflutnings og myndlistarsýninga svo nokkuð sé nefnt. Sýningarrýmið er ekki stórt og er það kostur út af fyrir sig og sýna listamenn gjarnan vandað úrval af verkum sínum sem áhorfendur kunna vel að meta.

Nú stendur yfir athyglisverð myndlistarsýning á Torginu. Þar eru sýnd verk úr nokkuð óvenjulegum efniviði. Höfundur þeirra er vefnaðarlistakonan Guðrún Gunnarsdóttir (f. 1948).

Guðrún er í röð okkar fremstu vefara og hefur unnið verk sín úr margvíslegum efnum eins og blómavír, hrosshári, rafmagnsvírum, gúmmíi, trjágreinum, ull og pappír svo nokkuð sé nefnt. Á sýningunni í Neskirkju má einmitt sjá verk úr hrosshári, vír, plasti og pappír. Verkin eru afar ólík hefðbundnum vefnaði sem er býsna taktfastur því að ofannefndur efniviður býður upp á frjálsari sköpun listamannsins með höndum sínum og lætur kannski ekki alltaf jafnvel að stjórn og það sem kemur úr vefstól. Þess vegna má líta á verkin frá ýmsum sjónarhólum. Einhver sér í þeim algjörlega konkret verk, annar ljóðrænt abstrakt og enn annar sem verk í anda listaverka sem gerð eru úr fundum hlutum á víðavangi. Verkin eiga þó öll það samnefnt með vefnaði að það er línan sem er kjarni málsins. Listakonan stýrir för línunnar í verkum sínum bæði með meðvituðum hætti og ómeðvituðum. Stundum hefur sennilega línan sjálf tekið stjórnina því að ekki er allur efniviður jafn auðsveipinn í höndum listakonunnar eins og til að mynda hrosshárið. Mörg verkanna koma fyrir sjónir sem óreiðukennd og vísa því einkar vel til samtímans sem er á köflum öngþveitislegur svo ekki sér meira sagt.

Augljóst er að náttúran á huga listakonunnar. Nöfn flestra verkanna vísa til blóma og skýja enda þótt hún hylji nafngift sumra verka sinna með atviksorðinu ekki til þess kannski einmitt að vekja áhorfandann til umhugsunar um leyndardóminn sem að baki verkinu býr og nafngiftin ein og sér nær ekki að axla með góðu móti.

Listakonan hefur sagt að hún líti á sjálfa sig sem þráðlistarkonu og skipar sér hún þar með í sveit íslenskra listakvenna sem á öllum öldum hafa unnið með þráðinn í útsaumi og annarri listiðju hvort heldur til nytja eða yndis nema hvort tveggja sé. Íslensk kirkjumenning á öllum þessum konum þakkarskuld að gjalda enda hafa þær lagt fram list sína í reflum, dúkum, altarisklæðum og messuklæðum svo fátt eitt sé nefnt.

Í predikun sem sóknarpresturinn í Neskirkju, dr. Skúli S. Ólafsson, flutti við guðsþjónustu síðasta sunnudag þegar sýning Guðrúnar var opnuð, fórust honum meðal annars svo orð:

Þræðirnir sem Guðrún vinnur með, hún sýnir hvað unnt er að gera með því að beygja þá og flétta já þeir eru mjúkir og laga sig að þeirri mynd sem listamaðurinn hefur í huga. Upp úr því verður listaverkið til.

Þetta á ekki síst við um hugmyndalistina, konseptlistina, en sú liststefna ef svo má kalla er ráðandi hér á Torginu í Neskirkju. Þar birta listamenn myndir og skúlptúra sem krefja okkur um að hugleiða, íhuga hvað býr þar að baki. Velta vöngum yfir ætlunarverki þeirra sem verkin unnu og þá mögulega fá þeir okkur til að spyrja um það sem okkur þótti áður sjálfsagt.

Er það ekki líka eðli listarinnar að opna augu okkar fyrir hlutunum, hvernig þeir geta tekið á sig nýja mynd og hvetur okkur að sama skapi til að sveigja huga okkar í nýja átt, horfa annað en við höfum áður gert, sjá heiminn út frá öðru sjónarhorni.

Heimasíða Guðrúnar Gunnarsdóttur sýnir vel að hér er afar öflug listakona á ferð sem gert hefur garðinn frægan.

Nú er bara um að gera að skella sér í Neskirkju og skoða þessa athyglisverðu sýningu.

Hér eru nokkrar myndir frá sýningu Guðrúnar:

Verk 4-8: Ekki bólstraský – úr plasti/næloni

Verk 9: Blómabreiða – úr vír

Verk 10-11: Ekki Maríutása – úr hrosshári

Verk 13: Ekki sveppir – japanskur pappír, pappírsþráður og vatnslitur

Verk 14: Hringiða – úr vír

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir