Það verður mikið um að vera í Seltjarnarneskirkju um helgina en þá verður listahátíð kirkjunnar sett  við guðsþjónustu nú á sunnudaginn 2. október. Hátíðin mun svo standa yfir allan mánuðinn.

Þrjátíu ár eru liðin frá því að fyrsta listahátíð Seltjarnarneskirkju var haldin en það var árið 1992. Hátíðin hefur verið haldin reglulega annað hvert ár en kórónuveirufaraldurinn truflaði þá hefð eins og svo margt annað.

Dagskrá hátíðarinnar er afar vönduð eins og áður en þar ber hæst sýningu á tuttugu málverkum Louisu Matthíasdóttur og áhugavert málþing.

Hver var Louisa Matthíasdóttir?

Louisa Matthíasdóttir var fædd í Reykjavík árið 1917 og lést í New York árið 2000. Hún var dóttir hjónanna Matthíasar Einarssonar, yfirlæknis, og Ellenar Johannessen Einarsson og var hún af norskum ættum.

Snemma kom í ljós að í henni blundaði listakona og naut hún stuðnings og hvatningar foreldra sinna til að leggja út á listabrautina. Hún hélt til Kaupmannahafnar sautján ára gömul og lærði fyrst auglýsingateiknun og síðar sneri hún sér að málaralist. Dvaldist í París 1938-1939 og nam þar list. Árið 1943 hélt hún til Bandaríkjanna til listnáms og ílentist þar, giftist amerískum manni sem einnig var listmálari, Leland Bell að nafni. Eignuðust þau eina dóttur sem er listmálari. Þau komu oft til Íslands.

„Louisa sagði aldrei skilið við fyrirmyndir í verkum sínum en þróaði með sér mjög kraftmikinn og malerískan stíl og beitti penslinum af miklu öryggi í þróttmiklum myndum af fólki og uppstillingum…“ Og: „…árið 1966 fór hún að mála myndir heiman frá Íslandi eftir minni eða án sérstakrar fyrirmyndar. Smám saman urðu þessar myndir fyrirferðarmeiri i listsköpun hennar – ofureinfaldar landslagsmyndir með kindum eða hestum, stundum líka fólki, mjög stílfærðar með stórum, hreinum litaflötum og mikilli birtu…“ (Íslensk listasaga, III. bindi, R. 2011, bls. 258-259.)

Þegar verk Louisu eru skoðuð sést vel að hugur hennar hefur verið bundinn við Ísland. Það er kyrrð yfir myndum hennar. Kannski er þetta einhver stund sem listakonan hefur viljað halda í og dvelja við.

Louisa verður ekki dregin með ákveðnum hætti inn í einhverja ákveðna listastrauma þó kenna megi expressjónískra áhrifa, impressjónískra og ákveðins raunsæis, í verkum hennar. Þá má líka finna enduróm af abstraktstefnunni. En ekkert virðist yfirtaka hennar persónulega og sjálfstæða stíl sem einkennist að stórum flötum, sterkum litum, tærri náttúru og kaldri. Myndflötur er ekki fylltur af fólki, fénaði eða hestum heldur er allt í innbyrðis jafnvægi og ekkert ofhlæði.

Spennandi málþing

Málþing verður haldið í kirkjunni 8. október frá kl. 14.00 til 16.00. Selkórinn mun flytja nokkur lög í upphafi en hann hefur verið starfandi á Seltjarnarnesi um áratugaskeið. Að söngnum loknum verða flutt áhugaverð erindi um stef hátíðarinnar helgi, helgun, heilagaleika og afhelgun.

Þar taka til máls fimm fræðimenn:

  • Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor, Í helgidómnum. Um notkun og merkingarsvið hugtakanna helgi og heilagleiki.

  • Gunnar Jóh. Gunnarsson, prófessor emeritus, Ungt fólk og hið heilaga á tímum afhelgunar og fjölmenningar.

  • Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, Afhelgun alls? Hérlend tómhyggja og framtíð hennar.

  • Rúnar Vilhjálmsson, prófessor, Samfélagsbreytingar og trúarlíf, áskoranir kirkjunnar

  • Sigurður J. Grétarsson, prófessor, Helgun staða og stunda.

Listahátíðarnefnd kirkjunnar er skipuð þeim Gunnlaugi A. Jónssyni, sem er formaður, Guðrúnu Brynjólfsdóttur, Ólafi Egilssyni, Sigurði Júlíusi Grétarssyni og Steinunni Einarsdóttur.

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor emeritus, formaður listanefndar kirkjunnar og kirkjuvörðurinn, Ingimar Sigurðsson, tóku utan af listaverkunum og hengdu þau upp samkvæmt fyrirmælum Rakelar Pétursdóttur, safnafræðings og deildarstjória rannsókna og sérsafna við Listasafn Íslands

Aðgangur að að öllum viðburðum listahátíðarinnar er ókeypis og allir velkomnir.

Kirkjustarf er afar öflugt á Seltjarnarnesi. Þar er í fararbroddi hinn ötuli og hugmyndaríki sóknarprestur, sr. Bjarni Þór Bjarnason, og sóknarnefndin. Seltjarnarnesið er ekki aðeins kunnugt fyrir Gróttuvitann. Seltjarnarneskirkja er sem viti menningar og trúar í samfélaginu og nýtur virðingar og velvildar bæjarbúa.

Þessi glæsilegu málverk eru meðal annarra til sýnis í kirkjunni:

Stúlka með reiðhjól á Akureyri (Systurdóttir Louisu, Ellen). (Olía, 135 x 185 cm – Einkaeign)

Að norðan, maður í landslagi. (Olía, 131 x 182 cm – Einkaeign)

Í brekkunni. Grænt timburhús og gult steinhús.  (Olía, 44 x 52 cm – Einkaeign)

Tveir karlar við borð. (Olía, 85 x 90 cm – Einkaeign)

Sjálfsmynd með svartan hatt, 1965. (Olía, 43 x 51 cm – Einkaeign)

Sjálfsmynd með regnhlíf, 1965. (Olía, 181 x 81 cm – Einkaeign)

Enn fleira á dagskrá

Sunnudaginn 9. október  kl. 16.00 flytja þær Alexandra Chernyshova sópran og Lenka Matéóva á píanó og orgel fjölbreytilega dagskrá íslenskra og erlenda laga eftir Bach-Gounod, Sigvalda Kaldalóns og fleiri dáð tónskáld.

Sunnudaginn 16. október kl. 16.00 verða í kirkjunni tónleikar bassasöngvarans Bjarna Thors Kristinssonar við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur. Þar verða m.a. á dagskrá verk eftir Beethoven, negrasálmar og vinsæl íslensk sönglög.

Fyrir börn og ungt fólk

Annað efni á hátíðinni verður m.a. sérstaklega tengt börnum og unglingum: Friðrik V. Stefánsson, organisti, mun flytja dagskrána  „Bach fyrir börnin“, sem áður hefur verið flutt á listahátíð og víðar við afar góðar undirtektir. Dagskráin verður föstudaginn 7. október kl. 10.30 fyrir 7. bekk Mýrarhúsaskóla.

Fræðsluerindi á sunnudagsmorgnum

Alla sunnudagsmorgna októbermánaðar verða hin hefðbundnu fræðsluerindi í Seltjarnarneskirkju kl. 10.00 tengd meginefni hátíðarinnar og flutt af kunnum fyrirlesurum. M.a. mun Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur, ræða um „Helgun hvunndagsins,“ og Ásdís Egilsdóttir, prófessor emeritus, flytja erindi um Þorlák biskup helga.

Nánar um dagskrána má sjá á heimasíðu Seltjarnarneskirkju.


Seltjarnarneskirkja er fagurt guðshús

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það verður mikið um að vera í Seltjarnarneskirkju um helgina en þá verður listahátíð kirkjunnar sett  við guðsþjónustu nú á sunnudaginn 2. október. Hátíðin mun svo standa yfir allan mánuðinn.

Þrjátíu ár eru liðin frá því að fyrsta listahátíð Seltjarnarneskirkju var haldin en það var árið 1992. Hátíðin hefur verið haldin reglulega annað hvert ár en kórónuveirufaraldurinn truflaði þá hefð eins og svo margt annað.

Dagskrá hátíðarinnar er afar vönduð eins og áður en þar ber hæst sýningu á tuttugu málverkum Louisu Matthíasdóttur og áhugavert málþing.

Hver var Louisa Matthíasdóttir?

Louisa Matthíasdóttir var fædd í Reykjavík árið 1917 og lést í New York árið 2000. Hún var dóttir hjónanna Matthíasar Einarssonar, yfirlæknis, og Ellenar Johannessen Einarsson og var hún af norskum ættum.

Snemma kom í ljós að í henni blundaði listakona og naut hún stuðnings og hvatningar foreldra sinna til að leggja út á listabrautina. Hún hélt til Kaupmannahafnar sautján ára gömul og lærði fyrst auglýsingateiknun og síðar sneri hún sér að málaralist. Dvaldist í París 1938-1939 og nam þar list. Árið 1943 hélt hún til Bandaríkjanna til listnáms og ílentist þar, giftist amerískum manni sem einnig var listmálari, Leland Bell að nafni. Eignuðust þau eina dóttur sem er listmálari. Þau komu oft til Íslands.

„Louisa sagði aldrei skilið við fyrirmyndir í verkum sínum en þróaði með sér mjög kraftmikinn og malerískan stíl og beitti penslinum af miklu öryggi í þróttmiklum myndum af fólki og uppstillingum…“ Og: „…árið 1966 fór hún að mála myndir heiman frá Íslandi eftir minni eða án sérstakrar fyrirmyndar. Smám saman urðu þessar myndir fyrirferðarmeiri i listsköpun hennar – ofureinfaldar landslagsmyndir með kindum eða hestum, stundum líka fólki, mjög stílfærðar með stórum, hreinum litaflötum og mikilli birtu…“ (Íslensk listasaga, III. bindi, R. 2011, bls. 258-259.)

Þegar verk Louisu eru skoðuð sést vel að hugur hennar hefur verið bundinn við Ísland. Það er kyrrð yfir myndum hennar. Kannski er þetta einhver stund sem listakonan hefur viljað halda í og dvelja við.

Louisa verður ekki dregin með ákveðnum hætti inn í einhverja ákveðna listastrauma þó kenna megi expressjónískra áhrifa, impressjónískra og ákveðins raunsæis, í verkum hennar. Þá má líka finna enduróm af abstraktstefnunni. En ekkert virðist yfirtaka hennar persónulega og sjálfstæða stíl sem einkennist að stórum flötum, sterkum litum, tærri náttúru og kaldri. Myndflötur er ekki fylltur af fólki, fénaði eða hestum heldur er allt í innbyrðis jafnvægi og ekkert ofhlæði.

Spennandi málþing

Málþing verður haldið í kirkjunni 8. október frá kl. 14.00 til 16.00. Selkórinn mun flytja nokkur lög í upphafi en hann hefur verið starfandi á Seltjarnarnesi um áratugaskeið. Að söngnum loknum verða flutt áhugaverð erindi um stef hátíðarinnar helgi, helgun, heilagaleika og afhelgun.

Þar taka til máls fimm fræðimenn:

  • Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor, Í helgidómnum. Um notkun og merkingarsvið hugtakanna helgi og heilagleiki.

  • Gunnar Jóh. Gunnarsson, prófessor emeritus, Ungt fólk og hið heilaga á tímum afhelgunar og fjölmenningar.

  • Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, Afhelgun alls? Hérlend tómhyggja og framtíð hennar.

  • Rúnar Vilhjálmsson, prófessor, Samfélagsbreytingar og trúarlíf, áskoranir kirkjunnar

  • Sigurður J. Grétarsson, prófessor, Helgun staða og stunda.

Listahátíðarnefnd kirkjunnar er skipuð þeim Gunnlaugi A. Jónssyni, sem er formaður, Guðrúnu Brynjólfsdóttur, Ólafi Egilssyni, Sigurði Júlíusi Grétarssyni og Steinunni Einarsdóttur.

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor emeritus, formaður listanefndar kirkjunnar og kirkjuvörðurinn, Ingimar Sigurðsson, tóku utan af listaverkunum og hengdu þau upp samkvæmt fyrirmælum Rakelar Pétursdóttur, safnafræðings og deildarstjória rannsókna og sérsafna við Listasafn Íslands

Aðgangur að að öllum viðburðum listahátíðarinnar er ókeypis og allir velkomnir.

Kirkjustarf er afar öflugt á Seltjarnarnesi. Þar er í fararbroddi hinn ötuli og hugmyndaríki sóknarprestur, sr. Bjarni Þór Bjarnason, og sóknarnefndin. Seltjarnarnesið er ekki aðeins kunnugt fyrir Gróttuvitann. Seltjarnarneskirkja er sem viti menningar og trúar í samfélaginu og nýtur virðingar og velvildar bæjarbúa.

Þessi glæsilegu málverk eru meðal annarra til sýnis í kirkjunni:

Stúlka með reiðhjól á Akureyri (Systurdóttir Louisu, Ellen). (Olía, 135 x 185 cm – Einkaeign)

Að norðan, maður í landslagi. (Olía, 131 x 182 cm – Einkaeign)

Í brekkunni. Grænt timburhús og gult steinhús.  (Olía, 44 x 52 cm – Einkaeign)

Tveir karlar við borð. (Olía, 85 x 90 cm – Einkaeign)

Sjálfsmynd með svartan hatt, 1965. (Olía, 43 x 51 cm – Einkaeign)

Sjálfsmynd með regnhlíf, 1965. (Olía, 181 x 81 cm – Einkaeign)

Enn fleira á dagskrá

Sunnudaginn 9. október  kl. 16.00 flytja þær Alexandra Chernyshova sópran og Lenka Matéóva á píanó og orgel fjölbreytilega dagskrá íslenskra og erlenda laga eftir Bach-Gounod, Sigvalda Kaldalóns og fleiri dáð tónskáld.

Sunnudaginn 16. október kl. 16.00 verða í kirkjunni tónleikar bassasöngvarans Bjarna Thors Kristinssonar við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur. Þar verða m.a. á dagskrá verk eftir Beethoven, negrasálmar og vinsæl íslensk sönglög.

Fyrir börn og ungt fólk

Annað efni á hátíðinni verður m.a. sérstaklega tengt börnum og unglingum: Friðrik V. Stefánsson, organisti, mun flytja dagskrána  „Bach fyrir börnin“, sem áður hefur verið flutt á listahátíð og víðar við afar góðar undirtektir. Dagskráin verður föstudaginn 7. október kl. 10.30 fyrir 7. bekk Mýrarhúsaskóla.

Fræðsluerindi á sunnudagsmorgnum

Alla sunnudagsmorgna októbermánaðar verða hin hefðbundnu fræðsluerindi í Seltjarnarneskirkju kl. 10.00 tengd meginefni hátíðarinnar og flutt af kunnum fyrirlesurum. M.a. mun Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur, ræða um „Helgun hvunndagsins,“ og Ásdís Egilsdóttir, prófessor emeritus, flytja erindi um Þorlák biskup helga.

Nánar um dagskrána má sjá á heimasíðu Seltjarnarneskirkju.


Seltjarnarneskirkja er fagurt guðshús

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir