Nú í vikunni var listamanni gert að taka listaverk niður á sýningu í Liverpool-úthverfaborgarhlutanum í Sydney í Ástralíu. Verkinu hafði verið mótmælt harðlega á samfélagsmiðlum og listamaðurinn sagður hæðast að kristinni trú. Tveimur dögum fyrir sýningarlok var verkið tekið ofan.

Um hvað snerist málið?

Listaverkið heitir Jesús talar til dætra Jerúsalemborgar og höfundur þess er ástralskur listamaður, Phil James að nafni. Listamaðurinn notar andlit úr teiknimyndaverksmiðju Warners-bræðra. Jesús Kristur er sýndur með andliti teiknimyndapersónu.

Teiknimyndapersónur eru snar þáttur í vestrænni menningu. Phil James hefur notast mikið við þekkt andlit teiknimyndapersóna í verkum sínum.

Oft er sagt að listamenn hafi meira tjáningarfrelsi en aðrir, það fylgi starfi þeirra og innblæstri listarinnar hverju sinni. En í raun og veru hafa þeir sama tjáningarfrelsi og aðrir enda væri annað brot á jafnrétti.

Í kjölfar þess að verkið var tekið ofan hófst mikil umræða um tjáningarfrelsi listamanna og trúarlegt umburðarlyndi og töldu margir brottnám verksins vera forkastanlegt. Þau sem gagnrýndu verkið voru einkum íhaldssamir kaþólikkar. Sögðu þeir að enginn ætti að vega að trú fólks frekar en kynþætti. Listamaðurinn sagðist hafa fengið hótanir og umræða um hann á samfélagsmiðlum hefði verið óvægin. Sjálfur var hann ekki í nokkrum vafa um að tjáningarfrelsi hans sem listamanns hefði verið skert. En listamanninum var ekki aðeins hótað heldur og starfsfólki safnsins og mun það hafa ráðið úrslitum um að verkið var fjarlægt. Þó að listamaðurinn segðist skilja að mikilvægt væri að gæta öryggis starfsfólksins þá væri brottnám verksins slæmt fyrir tjáningarfrelsið og ekki gott fordæmi.

Mörg listaverk tala beint til samtímans og er ætlað að hafa áhrif. Sum listaverk hafa auk hins listræna boðskapar það hlutverk að hrista upp í fólki. Setja hluti í nýtt samhengi og gagnrýna. Vekja fólk til umhugsunar og benda á nýjar leiðir með sköpun sinni. Nýja hugsun og ný viðhorf.

Það er svo sem alkunna að margir popplistamenn og hugmyndalistamenn (e. conceptual artists) hafa sótt í þekkt vörumerki og ljósmyndir af fólki til að setja inn í verk sín. Markaðssamfélagið talaði mjög ákveðið inn í hugmyndaheim popplistamannanna og þeir bæði gagnrýndu það með beittu háði og lofsungu með sínum hætti. Phil James fer svipaðar leiðir og sækir einnig í arf helgimynda í trúarlegum myndum sínum. Hann setur svo að segja helgimyndir á svið með nýjum hætti sem sannarlega vekur athygli og líka hneykslan sumra. Með miskunnugum andlitum teiknimyndapersóna sem og þegar Phil setur þær beint inn vekur hann upp gáskafullar tilfinningar hjá áhorfendum og setur helgimyndina í nýtt samhengi.

Listamenn geta stundum snert viðkvæmar taugar almennings þegar þeir fara inn á hið trúarlega svið með gagnrýnum hætti eða láta andann listræna og óhefta ráða för.

Lesendur Kirkjublaðsins.is geta rifjað upp svipuð dæmi úr íslenskri samtíð en hér skal aðeins þrennt nefnt til upprifjunar:

Bókin Félagi Jesús eftir Sven Wernström í þýðingu Þórarins Eldjárns kom út 1978 vakti mikla umræðu og sitt sýndist hverjum.

Spaugstofan þótti stundum fara mjög djarflega þegar að kristinni trú kom – til dæmis í páskaspaugstofunni 1997.

Nú sjálf þjóðkirkjan efndi til þó nokkurs uppþots með auglýsingu á barnastarfi kirkjunnar með mynd af Jesú með brjóst. Fjöldi fólks yfirgaf þjóðkirkjuna vegna þessa uppátækis fræðsludeildar hennar.

Byggt á The Daily Telegraph (blaðútgáfunni) og  The Guardian.

Nánar um listamanninn.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Nú í vikunni var listamanni gert að taka listaverk niður á sýningu í Liverpool-úthverfaborgarhlutanum í Sydney í Ástralíu. Verkinu hafði verið mótmælt harðlega á samfélagsmiðlum og listamaðurinn sagður hæðast að kristinni trú. Tveimur dögum fyrir sýningarlok var verkið tekið ofan.

Um hvað snerist málið?

Listaverkið heitir Jesús talar til dætra Jerúsalemborgar og höfundur þess er ástralskur listamaður, Phil James að nafni. Listamaðurinn notar andlit úr teiknimyndaverksmiðju Warners-bræðra. Jesús Kristur er sýndur með andliti teiknimyndapersónu.

Teiknimyndapersónur eru snar þáttur í vestrænni menningu. Phil James hefur notast mikið við þekkt andlit teiknimyndapersóna í verkum sínum.

Oft er sagt að listamenn hafi meira tjáningarfrelsi en aðrir, það fylgi starfi þeirra og innblæstri listarinnar hverju sinni. En í raun og veru hafa þeir sama tjáningarfrelsi og aðrir enda væri annað brot á jafnrétti.

Í kjölfar þess að verkið var tekið ofan hófst mikil umræða um tjáningarfrelsi listamanna og trúarlegt umburðarlyndi og töldu margir brottnám verksins vera forkastanlegt. Þau sem gagnrýndu verkið voru einkum íhaldssamir kaþólikkar. Sögðu þeir að enginn ætti að vega að trú fólks frekar en kynþætti. Listamaðurinn sagðist hafa fengið hótanir og umræða um hann á samfélagsmiðlum hefði verið óvægin. Sjálfur var hann ekki í nokkrum vafa um að tjáningarfrelsi hans sem listamanns hefði verið skert. En listamanninum var ekki aðeins hótað heldur og starfsfólki safnsins og mun það hafa ráðið úrslitum um að verkið var fjarlægt. Þó að listamaðurinn segðist skilja að mikilvægt væri að gæta öryggis starfsfólksins þá væri brottnám verksins slæmt fyrir tjáningarfrelsið og ekki gott fordæmi.

Mörg listaverk tala beint til samtímans og er ætlað að hafa áhrif. Sum listaverk hafa auk hins listræna boðskapar það hlutverk að hrista upp í fólki. Setja hluti í nýtt samhengi og gagnrýna. Vekja fólk til umhugsunar og benda á nýjar leiðir með sköpun sinni. Nýja hugsun og ný viðhorf.

Það er svo sem alkunna að margir popplistamenn og hugmyndalistamenn (e. conceptual artists) hafa sótt í þekkt vörumerki og ljósmyndir af fólki til að setja inn í verk sín. Markaðssamfélagið talaði mjög ákveðið inn í hugmyndaheim popplistamannanna og þeir bæði gagnrýndu það með beittu háði og lofsungu með sínum hætti. Phil James fer svipaðar leiðir og sækir einnig í arf helgimynda í trúarlegum myndum sínum. Hann setur svo að segja helgimyndir á svið með nýjum hætti sem sannarlega vekur athygli og líka hneykslan sumra. Með miskunnugum andlitum teiknimyndapersóna sem og þegar Phil setur þær beint inn vekur hann upp gáskafullar tilfinningar hjá áhorfendum og setur helgimyndina í nýtt samhengi.

Listamenn geta stundum snert viðkvæmar taugar almennings þegar þeir fara inn á hið trúarlega svið með gagnrýnum hætti eða láta andann listræna og óhefta ráða för.

Lesendur Kirkjublaðsins.is geta rifjað upp svipuð dæmi úr íslenskri samtíð en hér skal aðeins þrennt nefnt til upprifjunar:

Bókin Félagi Jesús eftir Sven Wernström í þýðingu Þórarins Eldjárns kom út 1978 vakti mikla umræðu og sitt sýndist hverjum.

Spaugstofan þótti stundum fara mjög djarflega þegar að kristinni trú kom – til dæmis í páskaspaugstofunni 1997.

Nú sjálf þjóðkirkjan efndi til þó nokkurs uppþots með auglýsingu á barnastarfi kirkjunnar með mynd af Jesú með brjóst. Fjöldi fólks yfirgaf þjóðkirkjuna vegna þessa uppátækis fræðsludeildar hennar.

Byggt á The Daily Telegraph (blaðútgáfunni) og  The Guardian.

Nánar um listamanninn.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir