Kórónuveiran setti sterkan svip á starf þjóðkirkjunnar á liðnu ári. Merki þess sáust glöggt innan kirknanna sjálfra. Þær voru tómar og eyðilegar miðað við það sem áður var. Óvenju hljóðar flesta daga nema þegar verið var að taka upp helgistundir – eða þá útfarir fóru fram.
Sumar kirknanna vorur opnar á vissum tímum en aðrar ekki.
Samt hvíldi helgi yfir öllu.
Enginn sat í kirkjubekkjunum á sunnudögunum.
Kirkjubekkirnir eru merkilegir. Eru staður þeirra sem sækja kirkju. Ef enginn sæti á þeim, hvað þá? Þeir eru frátekinn staður í helgu húsi fyrir fólk. Fastur punktur kirkjunnar.
Enda hvað er kirkjan ef enginn situr á kirkjubekkjunum?
Kirkjubekkir segja sögu. Mjúk sæti og stundum djúp sem eðli sínu samkvæmt bjóða upp á ljúfan blund sem er ekki alltaf vel metinn á þessum stað; breið setfjöl eða skömm með harðri bakfjöl, bíósæti eða nettur stóll með korngulri bastsetu.
Myndir af kirkjubekkjunum segja sérstaka sögu þegar ekki má sitja í þeim. Já, ekki þessum bekk heldur næsta.
Fjarlægðartakmörkunin eða nálægðartakmörkunin er virt. Kirkjubekkirnir eru merktir með einföldum hætti.
Þessi ljósmyndasýning Kirkjublaðsins.is segir sögu kirkjubekkjanna í kórónuveirukófinu. Og meira kemur þar við sögu eins og myndirnar sýna – í öllum góðum sögum eru nefnilega alltaf dularfull innskot og sérviskulegir útúrdúrar.
Og af bekkjunum þekkist kirkjan.
Með því að smella á fyrstu mynd eða hvaða mynd sem er stækkar hún og hægt er að renna niður eftir og sjá þær allar. Undir hverri mynd er texti reyndar með smáu letri – en það sést. Njótið sýningarinnar!
Ljósmyndir: Kirkjublaðið.is
Kórónuveiran setti sterkan svip á starf þjóðkirkjunnar á liðnu ári. Merki þess sáust glöggt innan kirknanna sjálfra. Þær voru tómar og eyðilegar miðað við það sem áður var. Óvenju hljóðar flesta daga nema þegar verið var að taka upp helgistundir – eða þá útfarir fóru fram.
Sumar kirknanna vorur opnar á vissum tímum en aðrar ekki.
Samt hvíldi helgi yfir öllu.
Enginn sat í kirkjubekkjunum á sunnudögunum.
Kirkjubekkirnir eru merkilegir. Eru staður þeirra sem sækja kirkju. Ef enginn sæti á þeim, hvað þá? Þeir eru frátekinn staður í helgu húsi fyrir fólk. Fastur punktur kirkjunnar.
Enda hvað er kirkjan ef enginn situr á kirkjubekkjunum?
Kirkjubekkir segja sögu. Mjúk sæti og stundum djúp sem eðli sínu samkvæmt bjóða upp á ljúfan blund sem er ekki alltaf vel metinn á þessum stað; breið setfjöl eða skömm með harðri bakfjöl, bíósæti eða nettur stóll með korngulri bastsetu.
Myndir af kirkjubekkjunum segja sérstaka sögu þegar ekki má sitja í þeim. Já, ekki þessum bekk heldur næsta.
Fjarlægðartakmörkunin eða nálægðartakmörkunin er virt. Kirkjubekkirnir eru merktir með einföldum hætti.
Þessi ljósmyndasýning Kirkjublaðsins.is segir sögu kirkjubekkjanna í kórónuveirukófinu. Og meira kemur þar við sögu eins og myndirnar sýna – í öllum góðum sögum eru nefnilega alltaf dularfull innskot og sérviskulegir útúrdúrar.
Og af bekkjunum þekkist kirkjan.
Með því að smella á fyrstu mynd eða hvaða mynd sem er stækkar hún og hægt er að renna niður eftir og sjá þær allar. Undir hverri mynd er texti reyndar með smáu letri – en það sést. Njótið sýningarinnar!
Ljósmyndir: Kirkjublaðið.is