Þjóðkirkjan á sitt sæti í stjórnarskránni, 62. greininni þar sem segir:

Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.

Þarna eru sögð deili á kirkjunni og Marteinn Lúther kallaður til vitnis. Auk þess er hún evangelisk, reyndar með i-i. Ekki í-i.

Í dag eru 537 ár frá fæðingu Lúthers sem skýtur upp höfði í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Hann fæddist í Eisleben 10. nóvember 1483 og dó þar 18. febrúar 1546.

Æi, hann. Lúther. Hvernig var þetta aftur með hann? Af hverju hangir hann yfir okkur?

Lúther er seigur

Það er ekki nema sjálfsagt að minnast hans í fáum orðum á þessum degi. Eina mannsins sem tengist íslensku stjórnarskránni með nafni sínu. Nú, og þess sem leggur fram ýmsar skýringar á trúnni sem við gjöldum jáyrði við vegna þess að það rímar við hugsun okkar. Eða hvað?

Og Lúther stóð sig vel í kosningunni hérna fyrir átta árum þegar meirihluti þeirra sem dróst á kjörstað lýsti því yfir að hann vildi halda ákvæðinu um þjóðkirkjuna inni. Þessu evangeliska og lúterska. Það er ekki neitt lítið. Hvorki Njáll né Gunnar komust á blað og báðir ekki menn einhamir. Það kom flatt upp á marga sem hafa haft horn í síðu kirkjunnar að Lúther skyldi ná kjöri (hann var auðvitað sigurvegari kosninganna eins og sagt er á máli stjórnmálanna) og vakti kurr í brjóstum sumra þeirra enda þótt ekki hafi verið sagt styggðaryrði um andlegt ástand almúgans sem vildi halda í Lúther kallinn – að minnsta kosti ekki opinberlega. En niðurstaðan vakti djúpa gleði og þakklæti hjá hollvinum Lúthers enda sigurinn óvæntur í ljósi skipulags áróðurs gegn kirkju og guðskristni.

Nú er það sennilega svo að margt sem tengist þessum ágæta prófessor og munki, Marteini Lúther, fimmtándu og sextándu aldar manni, er býsna fjarlægt. Rit hans eru ekki efst á vinsældarlistanum enda þótt mörg þeirra séu kröftug. Auk þess getur það verið vandasamt að horfa í gegnum túlkunargleraugu sem ryk sögunnar vill setjast á og að því viðbættu að sjón breytist með aldri.

Þess vegna verður hann á vissan hátt misjafnlega ókunnugur gestur sem fylgir okkur meðan við viljum hafa hann um borð í stjórnarskránni og sem siglingafræðing kirkjunnar. Og þau sem hafa nennu og áhuga geta lesið eitt og annað eftir hann á íslensku sem og bækur um hann.

Sumsé: við erum evangelisk-lúthersk svo lengi sem við teljum okkur geta tekið undir orð hans og fundið að þau ríma við það sem við hugsum og viljum þegar talað er um samfélag, kirkju, Guð og menn. Þótt hans sé getið í stjórnarskránni þá er ekki þar með sagt að félli hann þar út að þá myndi hin lúthersk-evangelíska kirkja lognast út af. Ekki er það nú svo.

Það er verkefni þjóðkirkjunnar að fræða um hinn lútherska arf, kenningu og sögu. Og hvernig hann birtist í nútímanum. Starfa í anda hans. Geri hún það ekki týnist erindi hennar og jafnvel hún sjálf. Það er ekki gott að týnast. En allt getur týnst, ekki gleyma því. Og það sem týnist getur líka fundist. Það er sólskinsstund þegar eitthvað finnst.

Hvað þetta og hitt þýðir

En hvað merkir þetta að kirkjan sé evangelisk og lútersk? Má einhvers staðar sjá þessi spor hjá þjóðkirkjunni?

Evangelisk-lútersk, er lýsingarorð. Lýsir því að þjóðkirkjan byggir á fagnaðarerindinu eins og það er skilið og skýrt af Lúther.

Það er hætt við að einhver nútímamaðurinn stynji djúpt og spyrji hvort ekki sé til app til að ná þessu svona í skjótu formi.

Ekki íslensk. Því miður. Svo er ekki. Kannski kemur það.

Nokkur lúthersk grundvallaratriði 

Biblían er grunnur sem vert er að standa á. Lykillinn að túlkun hennar er Kristur og enginn annar. Hann er kjarni Biblíunnar, orð Guðs holdi klætt. Hún geymir fagnaðarerindið, Krist. Biblían er ákveðin mælisnúra sem hver læs maður getur leitað til ef til dæmis prédikarar færu að boða eitthvað annað en Krist.

Þökk sé Lúther fyrir að koma Biblíunni á mál fólks sem og guðsþjónustunni. Það var meira en góð byrjun. Og mikil heppni var að Jóhann Gútenberg skyldi hafa dottið það snjallræði í hug að nota lausa stafi í prentverki sínu. Það var bylting í prentiðnaði.

Og trúin, sú trú sem maðurinn réttlætist af frammi fyrir Guði, er talinn ókey. Þetta segir Lúther í einni af borðræðum sínum:

„Þegar ég las fyrst í Sálmunum og söng: ‚Frelsa mig fyrir réttlæti þitt,‘ varð ég í hvert skipti óttasleginn yfir orðunum ‚réttlæti Guðs‘, ‚dómur Guðs,‘ og ‚verk Guðs,‘ og snerist gegn þeim. Ég vissi ekki annað en að ‚réttlæti Guðs,‘ þýddi hinn harði dómur hans. Skyldi hann nú frelsa mig með sínum stranga dómi? Þá væri ég glataður að eilífu.  En ‚miskunnsemi Guðs,‘ ‚hjálp Guðs,‘ voru orð Guðs sem ég unni. Guði sé lof fyrir það þegar ég skildi og vissi að ‚réttlæti Guðs‘, vísaði til þess réttlætis sem réttlætir okkur með því réttlæti sem okkur auðnaðist í Kristi; þá skildi ég líka málfræðina og Sálmarnir unnu hug minn og hjarta í fyrsta sinn.“ (Þýð. HSH).

Hornsteininn sækir Lúther til Páls postula í Rómverjabréfið 1.17:

Réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar eins og ritað er: Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.

Réttlæti Guðs og frelsishugur birtist í fagnaðarerindinu: Jesús gekk um á jörðu, gaf líf sitt, dó, fórnaði lífi sínu og reis upp frá dauðum. Ytri umgjörð fórnarinnar, og eðli fórnarinnar, verður að skilja innan átrúnaðarkerfis samtíma hans, það er flókin saga. En fórnin fleytir frelsinu áfram: Frelsar manninn. Jesús Kristur er fagnaðarerindið og það er ásinn sem allt snýst um. Trúin frelsar, ekki góðverk fólksins – enda þótt góð séu! – né sakramenti kirkjunnar. Hver sem heyrir af fagnaðarerindinu getur gengið til liðs við þessa vösku sveit sem finnur í hjarta sínu að hún er frelsuð, merkt hinum upprisna. Þegar sveitin sú horfist í augu við sjálfa sig og kannast við breyskleika sinn opnast aðrar dyr og lætur trúna umvefja sig, það er frelsið. Trúin er traust til Guðs í smáu sem stóru.

Hvert og eitt okkar er réttlætt frammi fyrir Guði fyrir trúna og ekkert annað. Enginn getur fyrir eigin tilverknað komist í stúkusæti hjá Guði. Réttlætingin, þú ert ókey, hættu þessi streði, sjáðu frelsið sem þér er gefið. Þú þarft ekki að ganga í augun á Guði eins og vonbiðill, gakktu frekar út á vettvang dagsins og réttu náunga þínum hjálparhönd. Það er guðsþjónusta.

Svo vefjast sakramentin ekki fyrir, þau eru aðeins tvö: skírn og kvöldmáltíð (stundum reyndar skriftir).

Að lokum, hinn almenni prestsdómur. Skírnin er lykill að því að hver kristinn maður getur verið öðrum prestur.

Orð til að brjóta hugann um

En til fróðleiks skal birt hér 4. grein Ágsborgarjátningarinnar – um réttlætinguna:

Ennfremur kenna þeir: Menn geta ekki réttlæst fyrir Guði af eigin kröftum, verðleikum eða verkum, heldur réttlætast þeir án verðskuldunar vegna Krists fyrir trúna, er þeir trúa því, að þeir séu teknir til náðar og syndirnar séu þeim fyrirgefnar vegna Krists, sem með dauða sínum hefur fullnægt fyrir syndir vorar. Þessa trú reiknar Guð til réttlætis fyrir sér, Róm. 3 og 4. (Róm. 3.21nn;4.5). (Kirkjan játar, Ágsborgarjátningin, bls. 95).

Og hvað segja siðbótarmennirnir um kirkjuna:

Það er 7. grein Ágsborgarjátningarinnar sem er hollt að rifja upp – að minnsta kosti fyrir lútherska:

Ennfremur kenna þeir: Ein, heilög kirkja mun ávallt vera til, en kirkjan er söfnuður heilagra, þar sem fagnaðarerindið er kennt hreint og sakramentunum er veitt rétt þjónusta. Til að sönn eining ríki í kirkjunni er nóg, að menn séu sammála um kenningu fagnaðarerindisins og um þjónustu sakramentanna. En ekki er nauðsynlegt, að alls staðar séu sömu mannasetningar eða helgisiðir eða kirkjusiðir, sem menn haf sett, eins og Páll postuli segir: Ein trú, ein skírn, einn guð og faðir allra o.s.frv. (Ef.4.5.6). (Kirkjan játar, Ágsborgarjátningin, bls. 104).

Aðgengileg rit fyrir almenning

Fræðin minni, eftir Lúther, þau eru aðgengileg, í þýðingu dr. Einars Sigurbjörnssonar, 1993. Mælt er með lestri þeirra enda þótt sumt sé þar framandi.

Sitthvað hefur komið út af ritum Lúthers sem ekki verða talin hér. Minnast má á grundvallarrit dr. Gunnars Kristjánssonar, sem kom út árið 2017 og heitir: Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu. Enginn verður svikinn af lestri þeirrar bókar.

Þá er rétt að geta þægilegrar lítillar bókar og upplýsandi sem sr. Karl Sigurbjörnsson skrifaði og kom út 2017. Hún heitir Lúther, ævi, áhrif, arfleifð. Og einnig má geta hasarsblaðs um Lúther sem gefið var út 2017 (ef einhver þorir að láta sjá sig með það!), í þýðingu ritstjóra Kirkjublaðsins.is og hét það: Marteinn Lúther – munkur breytir heiminum.

Ein af játningum þjóðkirkjunnar, er Ágsborgarjátningin frá 1530, kom út í þýðingu dr. Einars Sigurbjörnssonar árið 1980 – með skýringum. Hún er því 490 ára. Hún er hvort tveggja í senn sagnfræðilegt plagg og trúfræðilegt. Margt er þar eflaust sögulega og guðfræðilega fúið  – annað stenst tímans tönn. Játningarinnar verður eflaust minnst eftir tíu ár með pompi og prakt. Það bíður síns tíma.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þjóðkirkjan á sitt sæti í stjórnarskránni, 62. greininni þar sem segir:

Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.

Þarna eru sögð deili á kirkjunni og Marteinn Lúther kallaður til vitnis. Auk þess er hún evangelisk, reyndar með i-i. Ekki í-i.

Í dag eru 537 ár frá fæðingu Lúthers sem skýtur upp höfði í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Hann fæddist í Eisleben 10. nóvember 1483 og dó þar 18. febrúar 1546.

Æi, hann. Lúther. Hvernig var þetta aftur með hann? Af hverju hangir hann yfir okkur?

Lúther er seigur

Það er ekki nema sjálfsagt að minnast hans í fáum orðum á þessum degi. Eina mannsins sem tengist íslensku stjórnarskránni með nafni sínu. Nú, og þess sem leggur fram ýmsar skýringar á trúnni sem við gjöldum jáyrði við vegna þess að það rímar við hugsun okkar. Eða hvað?

Og Lúther stóð sig vel í kosningunni hérna fyrir átta árum þegar meirihluti þeirra sem dróst á kjörstað lýsti því yfir að hann vildi halda ákvæðinu um þjóðkirkjuna inni. Þessu evangeliska og lúterska. Það er ekki neitt lítið. Hvorki Njáll né Gunnar komust á blað og báðir ekki menn einhamir. Það kom flatt upp á marga sem hafa haft horn í síðu kirkjunnar að Lúther skyldi ná kjöri (hann var auðvitað sigurvegari kosninganna eins og sagt er á máli stjórnmálanna) og vakti kurr í brjóstum sumra þeirra enda þótt ekki hafi verið sagt styggðaryrði um andlegt ástand almúgans sem vildi halda í Lúther kallinn – að minnsta kosti ekki opinberlega. En niðurstaðan vakti djúpa gleði og þakklæti hjá hollvinum Lúthers enda sigurinn óvæntur í ljósi skipulags áróðurs gegn kirkju og guðskristni.

Nú er það sennilega svo að margt sem tengist þessum ágæta prófessor og munki, Marteini Lúther, fimmtándu og sextándu aldar manni, er býsna fjarlægt. Rit hans eru ekki efst á vinsældarlistanum enda þótt mörg þeirra séu kröftug. Auk þess getur það verið vandasamt að horfa í gegnum túlkunargleraugu sem ryk sögunnar vill setjast á og að því viðbættu að sjón breytist með aldri.

Þess vegna verður hann á vissan hátt misjafnlega ókunnugur gestur sem fylgir okkur meðan við viljum hafa hann um borð í stjórnarskránni og sem siglingafræðing kirkjunnar. Og þau sem hafa nennu og áhuga geta lesið eitt og annað eftir hann á íslensku sem og bækur um hann.

Sumsé: við erum evangelisk-lúthersk svo lengi sem við teljum okkur geta tekið undir orð hans og fundið að þau ríma við það sem við hugsum og viljum þegar talað er um samfélag, kirkju, Guð og menn. Þótt hans sé getið í stjórnarskránni þá er ekki þar með sagt að félli hann þar út að þá myndi hin lúthersk-evangelíska kirkja lognast út af. Ekki er það nú svo.

Það er verkefni þjóðkirkjunnar að fræða um hinn lútherska arf, kenningu og sögu. Og hvernig hann birtist í nútímanum. Starfa í anda hans. Geri hún það ekki týnist erindi hennar og jafnvel hún sjálf. Það er ekki gott að týnast. En allt getur týnst, ekki gleyma því. Og það sem týnist getur líka fundist. Það er sólskinsstund þegar eitthvað finnst.

Hvað þetta og hitt þýðir

En hvað merkir þetta að kirkjan sé evangelisk og lútersk? Má einhvers staðar sjá þessi spor hjá þjóðkirkjunni?

Evangelisk-lútersk, er lýsingarorð. Lýsir því að þjóðkirkjan byggir á fagnaðarerindinu eins og það er skilið og skýrt af Lúther.

Það er hætt við að einhver nútímamaðurinn stynji djúpt og spyrji hvort ekki sé til app til að ná þessu svona í skjótu formi.

Ekki íslensk. Því miður. Svo er ekki. Kannski kemur það.

Nokkur lúthersk grundvallaratriði 

Biblían er grunnur sem vert er að standa á. Lykillinn að túlkun hennar er Kristur og enginn annar. Hann er kjarni Biblíunnar, orð Guðs holdi klætt. Hún geymir fagnaðarerindið, Krist. Biblían er ákveðin mælisnúra sem hver læs maður getur leitað til ef til dæmis prédikarar færu að boða eitthvað annað en Krist.

Þökk sé Lúther fyrir að koma Biblíunni á mál fólks sem og guðsþjónustunni. Það var meira en góð byrjun. Og mikil heppni var að Jóhann Gútenberg skyldi hafa dottið það snjallræði í hug að nota lausa stafi í prentverki sínu. Það var bylting í prentiðnaði.

Og trúin, sú trú sem maðurinn réttlætist af frammi fyrir Guði, er talinn ókey. Þetta segir Lúther í einni af borðræðum sínum:

„Þegar ég las fyrst í Sálmunum og söng: ‚Frelsa mig fyrir réttlæti þitt,‘ varð ég í hvert skipti óttasleginn yfir orðunum ‚réttlæti Guðs‘, ‚dómur Guðs,‘ og ‚verk Guðs,‘ og snerist gegn þeim. Ég vissi ekki annað en að ‚réttlæti Guðs,‘ þýddi hinn harði dómur hans. Skyldi hann nú frelsa mig með sínum stranga dómi? Þá væri ég glataður að eilífu.  En ‚miskunnsemi Guðs,‘ ‚hjálp Guðs,‘ voru orð Guðs sem ég unni. Guði sé lof fyrir það þegar ég skildi og vissi að ‚réttlæti Guðs‘, vísaði til þess réttlætis sem réttlætir okkur með því réttlæti sem okkur auðnaðist í Kristi; þá skildi ég líka málfræðina og Sálmarnir unnu hug minn og hjarta í fyrsta sinn.“ (Þýð. HSH).

Hornsteininn sækir Lúther til Páls postula í Rómverjabréfið 1.17:

Réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar eins og ritað er: Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.

Réttlæti Guðs og frelsishugur birtist í fagnaðarerindinu: Jesús gekk um á jörðu, gaf líf sitt, dó, fórnaði lífi sínu og reis upp frá dauðum. Ytri umgjörð fórnarinnar, og eðli fórnarinnar, verður að skilja innan átrúnaðarkerfis samtíma hans, það er flókin saga. En fórnin fleytir frelsinu áfram: Frelsar manninn. Jesús Kristur er fagnaðarerindið og það er ásinn sem allt snýst um. Trúin frelsar, ekki góðverk fólksins – enda þótt góð séu! – né sakramenti kirkjunnar. Hver sem heyrir af fagnaðarerindinu getur gengið til liðs við þessa vösku sveit sem finnur í hjarta sínu að hún er frelsuð, merkt hinum upprisna. Þegar sveitin sú horfist í augu við sjálfa sig og kannast við breyskleika sinn opnast aðrar dyr og lætur trúna umvefja sig, það er frelsið. Trúin er traust til Guðs í smáu sem stóru.

Hvert og eitt okkar er réttlætt frammi fyrir Guði fyrir trúna og ekkert annað. Enginn getur fyrir eigin tilverknað komist í stúkusæti hjá Guði. Réttlætingin, þú ert ókey, hættu þessi streði, sjáðu frelsið sem þér er gefið. Þú þarft ekki að ganga í augun á Guði eins og vonbiðill, gakktu frekar út á vettvang dagsins og réttu náunga þínum hjálparhönd. Það er guðsþjónusta.

Svo vefjast sakramentin ekki fyrir, þau eru aðeins tvö: skírn og kvöldmáltíð (stundum reyndar skriftir).

Að lokum, hinn almenni prestsdómur. Skírnin er lykill að því að hver kristinn maður getur verið öðrum prestur.

Orð til að brjóta hugann um

En til fróðleiks skal birt hér 4. grein Ágsborgarjátningarinnar – um réttlætinguna:

Ennfremur kenna þeir: Menn geta ekki réttlæst fyrir Guði af eigin kröftum, verðleikum eða verkum, heldur réttlætast þeir án verðskuldunar vegna Krists fyrir trúna, er þeir trúa því, að þeir séu teknir til náðar og syndirnar séu þeim fyrirgefnar vegna Krists, sem með dauða sínum hefur fullnægt fyrir syndir vorar. Þessa trú reiknar Guð til réttlætis fyrir sér, Róm. 3 og 4. (Róm. 3.21nn;4.5). (Kirkjan játar, Ágsborgarjátningin, bls. 95).

Og hvað segja siðbótarmennirnir um kirkjuna:

Það er 7. grein Ágsborgarjátningarinnar sem er hollt að rifja upp – að minnsta kosti fyrir lútherska:

Ennfremur kenna þeir: Ein, heilög kirkja mun ávallt vera til, en kirkjan er söfnuður heilagra, þar sem fagnaðarerindið er kennt hreint og sakramentunum er veitt rétt þjónusta. Til að sönn eining ríki í kirkjunni er nóg, að menn séu sammála um kenningu fagnaðarerindisins og um þjónustu sakramentanna. En ekki er nauðsynlegt, að alls staðar séu sömu mannasetningar eða helgisiðir eða kirkjusiðir, sem menn haf sett, eins og Páll postuli segir: Ein trú, ein skírn, einn guð og faðir allra o.s.frv. (Ef.4.5.6). (Kirkjan játar, Ágsborgarjátningin, bls. 104).

Aðgengileg rit fyrir almenning

Fræðin minni, eftir Lúther, þau eru aðgengileg, í þýðingu dr. Einars Sigurbjörnssonar, 1993. Mælt er með lestri þeirra enda þótt sumt sé þar framandi.

Sitthvað hefur komið út af ritum Lúthers sem ekki verða talin hér. Minnast má á grundvallarrit dr. Gunnars Kristjánssonar, sem kom út árið 2017 og heitir: Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu. Enginn verður svikinn af lestri þeirrar bókar.

Þá er rétt að geta þægilegrar lítillar bókar og upplýsandi sem sr. Karl Sigurbjörnsson skrifaði og kom út 2017. Hún heitir Lúther, ævi, áhrif, arfleifð. Og einnig má geta hasarsblaðs um Lúther sem gefið var út 2017 (ef einhver þorir að láta sjá sig með það!), í þýðingu ritstjóra Kirkjublaðsins.is og hét það: Marteinn Lúther – munkur breytir heiminum.

Ein af játningum þjóðkirkjunnar, er Ágsborgarjátningin frá 1530, kom út í þýðingu dr. Einars Sigurbjörnssonar árið 1980 – með skýringum. Hún er því 490 ára. Hún er hvort tveggja í senn sagnfræðilegt plagg og trúfræðilegt. Margt er þar eflaust sögulega og guðfræðilega fúið  – annað stenst tímans tönn. Játningarinnar verður eflaust minnst eftir tíu ár með pompi og prakt. Það bíður síns tíma.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir