Furðulegt hvað úr mörgu rætist þó að á móti blási. Sérstaklega ef staðið er vörð um góðan málstað.

Kannski er sagan af manni nokkrum sem hét Elía ekki mikið lesin. Hann lét yfirvöld heyra það fyrir margt löngu og lagði sig fram af brennandi ákafa vegna málefnisins. Eftir það sátu þau sem valdið höfðu um líf hans. Á hallæristímum sem valdið hafði kallað yfir sig sjálft vegna eigin hömluleysis komu hrafnar til þessa ágæta málsvara réttlætisins og færðu honum brauð og kjöt kvölds og morgna. Og vatnið í tærum læk var ekki fjarri. Þá heimsóttu hann englar og færðu honum glóðbakað brauð og vatnskrukku. Elía var einn af þessum einstaklingum í sögunni sem skilur eftir sig arfleifð heiðarleika og góðhugar – er það ekki til fyrirmyndar? Var andans maður eða guðsmaður eins og kona ein sagði um hann eftir að hann reisti son hennar upp til lífsins.

Valdið birtist líka fjölmiðlum nútímans en þeir hafa löngum verið kallaðir fjórða valdið í samfélaginu. Fjölmiðlar eru nauðsynlegir og til þeirra eru gerðar ríkar kröfur um ábyrgð, heiðarleika og siðferði.

Valdið getur birst í orðum og athöfnum á sama hátt og á dögum þessa manns sem minnst var á hér að framan. Allir þekkja ýmsar sögur af valdi sem hefur hreiðrað um sig í uppljómuðum sófum í skjóli annars valds í stofnunum ríkisins. Fulltrúar þess valds telja sig jafnvel vera ósnertanlega vegna þess að þeir eru svo skemmtilegir og þá aðallega að eigin áliti. Svo ekki sé talað um það snjallræði að þegnarnir eru skikkaðir með valdboði til að kaupa áskrift að þeim hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þeir geta ekki mótmælt fjölmiðlinum með því að hætta að greiða áskriftina. Við þá er bara sagt háðulega að þeir geti einfaldlega slökkt á honum líki þeim ekki við efnið.

Samfélagið leggur sig fram um að kveða niður ofbeldi og tilfinningakúgun. Það er nauðsynlegt og gott. Manneskjan getur nefnilega verið dálítið snúin og beitt valdi á vettvangi dagsins og þjónað þannig ískyggilegri lund sinni. Ýmist grípa menn til meiðandi orða eða beita líkamlegu afli. Sá sem verður fórnarlamb valds annars, ofbeldis, getur í sumum tilvikum tekið á móti og öðrum ekki. Oft liggur hann illa særður í valnum eða reiðin kraumar í honum eftir að ill orð og særandi hafa fallið í hans garð.

Fjölmiðlar beita stundum valdi og tilfinningakúgun. Nýlegt dæmi er um það sem öllum er kunnugt um. Slík framkoma er herfileg og sérstaklega þegar sá sem verður fyrir henni þarf að borga fyrir hana.

Aftur að sómamanninum Elía.

Hann fór til himins í stormviðri við starfslok.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Furðulegt hvað úr mörgu rætist þó að á móti blási. Sérstaklega ef staðið er vörð um góðan málstað.

Kannski er sagan af manni nokkrum sem hét Elía ekki mikið lesin. Hann lét yfirvöld heyra það fyrir margt löngu og lagði sig fram af brennandi ákafa vegna málefnisins. Eftir það sátu þau sem valdið höfðu um líf hans. Á hallæristímum sem valdið hafði kallað yfir sig sjálft vegna eigin hömluleysis komu hrafnar til þessa ágæta málsvara réttlætisins og færðu honum brauð og kjöt kvölds og morgna. Og vatnið í tærum læk var ekki fjarri. Þá heimsóttu hann englar og færðu honum glóðbakað brauð og vatnskrukku. Elía var einn af þessum einstaklingum í sögunni sem skilur eftir sig arfleifð heiðarleika og góðhugar – er það ekki til fyrirmyndar? Var andans maður eða guðsmaður eins og kona ein sagði um hann eftir að hann reisti son hennar upp til lífsins.

Valdið birtist líka fjölmiðlum nútímans en þeir hafa löngum verið kallaðir fjórða valdið í samfélaginu. Fjölmiðlar eru nauðsynlegir og til þeirra eru gerðar ríkar kröfur um ábyrgð, heiðarleika og siðferði.

Valdið getur birst í orðum og athöfnum á sama hátt og á dögum þessa manns sem minnst var á hér að framan. Allir þekkja ýmsar sögur af valdi sem hefur hreiðrað um sig í uppljómuðum sófum í skjóli annars valds í stofnunum ríkisins. Fulltrúar þess valds telja sig jafnvel vera ósnertanlega vegna þess að þeir eru svo skemmtilegir og þá aðallega að eigin áliti. Svo ekki sé talað um það snjallræði að þegnarnir eru skikkaðir með valdboði til að kaupa áskrift að þeim hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þeir geta ekki mótmælt fjölmiðlinum með því að hætta að greiða áskriftina. Við þá er bara sagt háðulega að þeir geti einfaldlega slökkt á honum líki þeim ekki við efnið.

Samfélagið leggur sig fram um að kveða niður ofbeldi og tilfinningakúgun. Það er nauðsynlegt og gott. Manneskjan getur nefnilega verið dálítið snúin og beitt valdi á vettvangi dagsins og þjónað þannig ískyggilegri lund sinni. Ýmist grípa menn til meiðandi orða eða beita líkamlegu afli. Sá sem verður fórnarlamb valds annars, ofbeldis, getur í sumum tilvikum tekið á móti og öðrum ekki. Oft liggur hann illa særður í valnum eða reiðin kraumar í honum eftir að ill orð og særandi hafa fallið í hans garð.

Fjölmiðlar beita stundum valdi og tilfinningakúgun. Nýlegt dæmi er um það sem öllum er kunnugt um. Slík framkoma er herfileg og sérstaklega þegar sá sem verður fyrir henni þarf að borga fyrir hana.

Aftur að sómamanninum Elía.

Hann fór til himins í stormviðri við starfslok.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir