Stundum gera listamenn verk sem lyfta upp óþekktum stöðum. Staðirnir greipast í minni fólks vegna myndanna og nafnanna sem þeim er gefið. Þó ekki síst vegna nafns  listamannsins sem kemur þar við sögu nái hann frægð og frama.

Svo er um listaverkið Murnau og kirkjan II (Murnau mit Kirche II), eftir Vassily Kandinsky (1866-1944). Hann gerði bæinn Murnau í Bavaríu í Þýskalandi ódauðlegan með málverkum þar sem hann dró upp myndir að sínum hætti af fólki og húsum. Eitt húsanna var lútherska kirkjan í bænum. Hann málaði hana nokkrum sinnum og húsin í kringum hana.

Af hverju er Kirkjublaðið.is að minnast á þetta?

Nasistar létu greipar sópa um listasöfn og heimili fólks í síðari heimsstyrjöldinni. Listaverkarán þeirra var gríðarlegt og sum þessara verka glötuðust en önnur komust í hendur safna eða seint og um síðir til eigenda verkanna sem höfðu lifað af helförina eða ættingja þeirra.

Svo er um þetta expressjóníska verk Kandinskys frá 1910. Það var í eigu hjóna sem voru gyðingar, þeirra Jóhönnu og Siegbert Stern-Lippmann og voru tekin af lífi í útrýmingarbúðum nasista. Þau áttu dýrmætt listaverksafn sem taldi meira en 100 verk.

Í næsta mánuði verður verkið Murnau og kirkjan II., boðið upp hjá Sothebys í London. Verkið er metið á 37 milljónir sterlingspunda sem eru  um sex milljarðar króna. Hluta af söluverðinu verður varið til að stofna sjóð sem kosta mun leit að fleiri verkum sem voru í eigu fjölskyldunnar.

En hvar fannst þetta tiltekna málverk af kirkjunni í bænum Murnau?

Árið 2013 komust listfræðingar að því að málverk í Van Abbe-safninu í Eindhoven í Hollandi væri úr safni Sternhjónanna. Verkið hafði verið í safninu frá 1951 og var keypt af manni sem kunnur var af því að selja þýfi frá síðari heimsstyrjöldinni.

Þá upphófst lagaskak um skil á málverkinu sem tók nokkur ár og lauk í fyrra. Safnið vildi ekki láta verkið af hendi nema tryggt væri að um væri að ræða þetta tiltekna verk Kandinskys. Fullnægjandi sannanir voru svo bornar fram og safnið féllst á þær.

Hér er mynd af Jóhönnu með börnum sínum og borðstofan til hægri þar sem málverkið hangir (Mynd: The Daily Telegraph)

Fleiri dæmi eru til um verk Kandinskys sem nasistar stálu og komust aftur í hendur eigenda eða erfingja þeirra.

En hver var Vassily Kandinsky?

Kandinsky var rússneskur listamaður og talinn vera upphafsmaður expressjónisma og abstraktlistarinnar (strangflatarlistarinnar). Fæddist í Moskvu og lærði lögfræði, hagfræði og tónlist en sneri sér að myndlist. Kandinsky fór til Þýskalands og nam þar myndlist. Bjó þar um tíma, flutti svo til Rússlands en fór aftur til Þýskalands eftir rússnesku byltinguna 1917. Kankinsky taldi vera náið og dulúðugt samband milli tónlistar og myndlistar. Málaði gjarnan verk sín um leið og hann hlustaði á tónlist. Bjó í Frakklandi síðustu ár sín og lést þar 1944.

Byggt á Artforum og The Daily Telegraph

Viðbót – uppfærlsa 4. mars 2023:

Morgunblaðið sagði frá því 4. mars 2023 að verkið hefði verið slegið á 37,3 milljónir sterlingspunda sem er jafnvirði 6,5 milljarða króna. Mun verk eftir Kandinsky aldrei hafa selst fyrir svo hátt verð.

 

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Stundum gera listamenn verk sem lyfta upp óþekktum stöðum. Staðirnir greipast í minni fólks vegna myndanna og nafnanna sem þeim er gefið. Þó ekki síst vegna nafns  listamannsins sem kemur þar við sögu nái hann frægð og frama.

Svo er um listaverkið Murnau og kirkjan II (Murnau mit Kirche II), eftir Vassily Kandinsky (1866-1944). Hann gerði bæinn Murnau í Bavaríu í Þýskalandi ódauðlegan með málverkum þar sem hann dró upp myndir að sínum hætti af fólki og húsum. Eitt húsanna var lútherska kirkjan í bænum. Hann málaði hana nokkrum sinnum og húsin í kringum hana.

Af hverju er Kirkjublaðið.is að minnast á þetta?

Nasistar létu greipar sópa um listasöfn og heimili fólks í síðari heimsstyrjöldinni. Listaverkarán þeirra var gríðarlegt og sum þessara verka glötuðust en önnur komust í hendur safna eða seint og um síðir til eigenda verkanna sem höfðu lifað af helförina eða ættingja þeirra.

Svo er um þetta expressjóníska verk Kandinskys frá 1910. Það var í eigu hjóna sem voru gyðingar, þeirra Jóhönnu og Siegbert Stern-Lippmann og voru tekin af lífi í útrýmingarbúðum nasista. Þau áttu dýrmætt listaverksafn sem taldi meira en 100 verk.

Í næsta mánuði verður verkið Murnau og kirkjan II., boðið upp hjá Sothebys í London. Verkið er metið á 37 milljónir sterlingspunda sem eru  um sex milljarðar króna. Hluta af söluverðinu verður varið til að stofna sjóð sem kosta mun leit að fleiri verkum sem voru í eigu fjölskyldunnar.

En hvar fannst þetta tiltekna málverk af kirkjunni í bænum Murnau?

Árið 2013 komust listfræðingar að því að málverk í Van Abbe-safninu í Eindhoven í Hollandi væri úr safni Sternhjónanna. Verkið hafði verið í safninu frá 1951 og var keypt af manni sem kunnur var af því að selja þýfi frá síðari heimsstyrjöldinni.

Þá upphófst lagaskak um skil á málverkinu sem tók nokkur ár og lauk í fyrra. Safnið vildi ekki láta verkið af hendi nema tryggt væri að um væri að ræða þetta tiltekna verk Kandinskys. Fullnægjandi sannanir voru svo bornar fram og safnið féllst á þær.

Hér er mynd af Jóhönnu með börnum sínum og borðstofan til hægri þar sem málverkið hangir (Mynd: The Daily Telegraph)

Fleiri dæmi eru til um verk Kandinskys sem nasistar stálu og komust aftur í hendur eigenda eða erfingja þeirra.

En hver var Vassily Kandinsky?

Kandinsky var rússneskur listamaður og talinn vera upphafsmaður expressjónisma og abstraktlistarinnar (strangflatarlistarinnar). Fæddist í Moskvu og lærði lögfræði, hagfræði og tónlist en sneri sér að myndlist. Kandinsky fór til Þýskalands og nam þar myndlist. Bjó þar um tíma, flutti svo til Rússlands en fór aftur til Þýskalands eftir rússnesku byltinguna 1917. Kankinsky taldi vera náið og dulúðugt samband milli tónlistar og myndlistar. Málaði gjarnan verk sín um leið og hann hlustaði á tónlist. Bjó í Frakklandi síðustu ár sín og lést þar 1944.

Byggt á Artforum og The Daily Telegraph

Viðbót – uppfærlsa 4. mars 2023:

Morgunblaðið sagði frá því 4. mars 2023 að verkið hefði verið slegið á 37,3 milljónir sterlingspunda sem er jafnvirði 6,5 milljarða króna. Mun verk eftir Kandinsky aldrei hafa selst fyrir svo hátt verð.

 

 

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir