Það er óneitanlega sérstakt þegar litið er upp á turn Kristskirkju, dómkirkjunnar í Landakoti, að sjá þar ekki krossmark heldur fjarskiptamastur fyrir síma. Víst er að hefðu fyrirætlanir um byggingu kirkjunnar gengið eftir hefði engu slíku mastri verið tyllt þar ofan á í nútímanum. Til stóð að hafa turnspíru á kirkjunni en hætt var við það vegna þess að kostnaður var of mikill. Því var látið þar við sitja og turninn skilinn eftir hálfkollóttur.
Ekki veit Kirkjublaðið.is hvort þetta fjarskiptamastur á turni kirkjunnar hafi verið þar í einhverja áratugi. Má vera. Að minnsta kosti rak tíðindamaður blaðsins augun í þetta í gær á göngu upp Ægisgötuna og þótti fremur ókirkjulegt enda þótt slík möstur gegni mikilvægu hlutverki í nútímanum. Hins vegar gæti kirkjan haft fjárhagslegan hag af því að leyfa mastrið á turninum. Dæmi eru um fjölbýlishús sem eru með möstur og fá greitt fyrir þau frá eiganda þeirra og rennur greiðslan í hússjóðinn.
Ekki er víst að símamastrið sjáist frá öllum sjónarhornum þegar horft er til kirkjunnar. Líklegt er að finna megi sjónarhorn til kirkjunnar á Landakotshæð þar sem ekki sést í mastrið.
Nú væri kannski lag fyrir kirkjufólkið í Landakoti að draga fram gamlar teikningar Guðjóns Samúelssonar (1887-1950) af kirkjunni glæsilegu og safna fyrir turninum. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan yrði kirkjan býsna glæsileg með turnspírunni og krossi þar efst eins og vera ber.
Kristskirkja var vígð 23. júlí 1929 – var þá stærsta kirkja landsins. Kannski væri árið 2029 upplagt til að koma turnspírunni upp?

Landakotskirkja (Kristskirkja) í Reykjavík – teiknuð með krossi efst á turnspíru sem aldrei kom – Samvinnan – mars 1929
Það er óneitanlega sérstakt þegar litið er upp á turn Kristskirkju, dómkirkjunnar í Landakoti, að sjá þar ekki krossmark heldur fjarskiptamastur fyrir síma. Víst er að hefðu fyrirætlanir um byggingu kirkjunnar gengið eftir hefði engu slíku mastri verið tyllt þar ofan á í nútímanum. Til stóð að hafa turnspíru á kirkjunni en hætt var við það vegna þess að kostnaður var of mikill. Því var látið þar við sitja og turninn skilinn eftir hálfkollóttur.
Ekki veit Kirkjublaðið.is hvort þetta fjarskiptamastur á turni kirkjunnar hafi verið þar í einhverja áratugi. Má vera. Að minnsta kosti rak tíðindamaður blaðsins augun í þetta í gær á göngu upp Ægisgötuna og þótti fremur ókirkjulegt enda þótt slík möstur gegni mikilvægu hlutverki í nútímanum. Hins vegar gæti kirkjan haft fjárhagslegan hag af því að leyfa mastrið á turninum. Dæmi eru um fjölbýlishús sem eru með möstur og fá greitt fyrir þau frá eiganda þeirra og rennur greiðslan í hússjóðinn.
Ekki er víst að símamastrið sjáist frá öllum sjónarhornum þegar horft er til kirkjunnar. Líklegt er að finna megi sjónarhorn til kirkjunnar á Landakotshæð þar sem ekki sést í mastrið.
Nú væri kannski lag fyrir kirkjufólkið í Landakoti að draga fram gamlar teikningar Guðjóns Samúelssonar (1887-1950) af kirkjunni glæsilegu og safna fyrir turninum. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan yrði kirkjan býsna glæsileg með turnspírunni og krossi þar efst eins og vera ber.
Kristskirkja var vígð 23. júlí 1929 – var þá stærsta kirkja landsins. Kannski væri árið 2029 upplagt til að koma turnspírunni upp?

Landakotskirkja (Kristskirkja) í Reykjavík – teiknuð með krossi efst á turnspíru sem aldrei kom – Samvinnan – mars 1929