Það er athyglisvert nafn á leikriti, Með Guð í vasanum. Vissulega djarft nafn með merkingu orðtaksins að hafa einhvern í vasanum í huga. Sá sem býr svo vel að hafa einhvern í vasanum er líklega í glettilega góðri stöðu.

Kirkublaðið.is brá sér í Borgarleikhúsið og sá 15du sýningu leikritsins síðastliðinn fimmtudag en höfundur þess og leikstjóri er María Reyndal. Það var þéttsetið leikhúsið en leikurinn fer fram á Nýja sviðinu.

Sviðsmynd sem blasir við áhorfendum er ákaflega björt og mjúk en gefur þó til kynna leynda hörku. Úr lofti hanga stuðlabergsmyndaðar hvítar grisjur sem bærast með lofti ólíkt því sem náttúrulegt stuðlaberg gerir nema í jarðskjálftum – segja má að jarðskjálftar verði í lífi leikpersónanna. Annars er sviðsmyndin stílhrein, einföld og öll húsgögn ljósleit. Píanóið sem kemur við sögu var fallega kremgult eins og sagt var í eina tíð.

Leikritið fjallar um líf ekkjunnar Ástu sem er að taka miklum breytingum. Þær breytingar eru óviðráðanlegar og hafa áhrif á aðrar persónur verksins. Ásta er á leiðinni inn í aðra veröld. Hún er að tapa minni sínu. Það er snjöll framsetning á persónu Ástu með því að tefla henni fram sem konu á besta aldri enda þótt aldin sé eins og fram kemur í upphafi þegar hún horfir á sig í spegli. Það er víst enginn eldri en henni eða honum finnst. Eða hvað?

Ásta er tveggja barna móðir og eins og gjarnan verður þá axlar annað barnanna meiri ábyrgð sem er dóttirin en bróðirinn er í útlöndum. Eiginmaður hennar heitinn gegnir mikilvægu hlutverki í leiknum og er meira og minna á sviðinu en er þó utansviðs þar sem hann er í huga og veröld ekkjunnar Ástu.

Nú kann einhver að spyrja hvernig Guð tengist þessu verki. Í einu fyrsta atriði leikritsins dregur Ásta biblíuorð sem eru kunn: Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. (Sálmur 37.5). Hún er trúuð kona og leggur allt sitt traust á Guð án nokkurra vífilengja. Það er nokkuð almenn trú og heiðarleg þar sem engin heimatilbúin guðfræði er að þvælast fyrir. Trú manneskjunnar á góðan Guð og hennar bróðir í trúnni er sálmaskáldið sæla, séra Hallgrímur Pétursson (1614-1674). Ferðasálmur hans:

Ég byrja reisu mín,
Jesú, í nafni þín,
höndin þín helg mig leiði,
úr hættu allri greiði.
Jesús mér fylgi’ í friði
með fögru englaliði.

verður sunginn við útför hennar. Ásta minnist á útför sína og skipuleggur erfið, veitingar og fleira. Og að sjálfsögðu tónlistina. Enda er hún vön að stýra hlutunum.

Leikritið sýnir af nærfærni og skilningi átakanlegt ferli til minnistaps – heilabilunar. Margar kvikmyndir hafa verið gerðar um svipað tema og um það ritaðar bækur. Þetta er heilsufarsmál sem orðið hefur mjög svo áberandi í nútímanum en hefur alltaf verið til. Eins og margir aðrir sjúkdómar sem leggjast á fjölskyldumeðlimi skekur sjúkdómurinn ekki aðeins líf viðkomandi heldur og annarra.

Persónuleika Ástu er vel komið til skila. Glaðlynd kona en stjórnsöm, sem fer sínu ætíð fram, enda hefur hún starfað sem kórstjórnandi í lífi sínu. Við minnisbresti sínum bregst hún nokkuð léttilega í fyrstu og gerir jafnvel grín að honum. Snýr sig út úr vandanum með brosi og gerir lítið úr. En vandinn ágerist og smám saman bognar hún. Örvæntingu hennar og hjálparleysi er komið vel til skila.

Sviðsmyndin er notuð með snjöllum hætti til að þrengja að Ástu í sjúkdómsferli hennar. Hvítu stuðlabergsmynduðu grisjurnar sem eru íbjúg lína sem býr til hellisform síga eftir því sem líður á verkið og hellirinn verður þrengri. Enda þrengist hagur aðalpersónunnar á ýmsa lund. Sjúkdómurinn ágerist og á kafla verða átökin við dótturina harðari og í kekki hleypur milli hennar og nágrannakonunnar. Hún flytur svo úr íbúð sinni og á hjúkrunarheimili. Þetta ferli er mörgum aðstandendum kunnugt. Nýja heimilið er framandi. Í raun á hún ekki þar heima og það segir hún upphátt.

Stundum er sagt að hægt sé að sjá spaugilegar hliðar á öllu í lífinu. Hvað sem kann að vera hæft í þeirri fullyrðingu þá eru margar spaugilegar hliðar dregnar fram í lífi Ástu og á göngu hennar inn í aðra veröld. Þar vega gaman og alvara salt. Og í raun aldrei farið yfir strikið og þess vegna skilur leikritið eftir mörg umhugsunarefni um þann vanda sem óbugaður áhorfandi kann að standa sjálfur frammi fyrir einhvern tíma á lífsleiðinni. Horfast í augu við sjálfan sig eða vera aðstandandi sem stendur frammi fyrir því að  þau sem honum eru kær hafa haldið í ferðalag sem ekki verður snúið aftur úr.

En hvað með Guð í vasanum? Það er nú það. Kannski var það eilítið endasleppt? Eða var boðskapurinn ef til vill sá: að hún var í vasa Guðs? Það er ekki slæmt.

Höfundur og leikstjóri: Maríu Reyndal. Aðstoð við handrit og dramatúrg: Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir. Lýsing: Pálmi Jónsson. Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason. Leikgervi: Elín S. Gísladóttir. Leikarar: Hjörtur Jóhann Jónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudaginn 22. september 2023.

 

Mótettukór Hallgrímskirkju syngur sálminn: Ég byrja reisu mín

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það er athyglisvert nafn á leikriti, Með Guð í vasanum. Vissulega djarft nafn með merkingu orðtaksins að hafa einhvern í vasanum í huga. Sá sem býr svo vel að hafa einhvern í vasanum er líklega í glettilega góðri stöðu.

Kirkublaðið.is brá sér í Borgarleikhúsið og sá 15du sýningu leikritsins síðastliðinn fimmtudag en höfundur þess og leikstjóri er María Reyndal. Það var þéttsetið leikhúsið en leikurinn fer fram á Nýja sviðinu.

Sviðsmynd sem blasir við áhorfendum er ákaflega björt og mjúk en gefur þó til kynna leynda hörku. Úr lofti hanga stuðlabergsmyndaðar hvítar grisjur sem bærast með lofti ólíkt því sem náttúrulegt stuðlaberg gerir nema í jarðskjálftum – segja má að jarðskjálftar verði í lífi leikpersónanna. Annars er sviðsmyndin stílhrein, einföld og öll húsgögn ljósleit. Píanóið sem kemur við sögu var fallega kremgult eins og sagt var í eina tíð.

Leikritið fjallar um líf ekkjunnar Ástu sem er að taka miklum breytingum. Þær breytingar eru óviðráðanlegar og hafa áhrif á aðrar persónur verksins. Ásta er á leiðinni inn í aðra veröld. Hún er að tapa minni sínu. Það er snjöll framsetning á persónu Ástu með því að tefla henni fram sem konu á besta aldri enda þótt aldin sé eins og fram kemur í upphafi þegar hún horfir á sig í spegli. Það er víst enginn eldri en henni eða honum finnst. Eða hvað?

Ásta er tveggja barna móðir og eins og gjarnan verður þá axlar annað barnanna meiri ábyrgð sem er dóttirin en bróðirinn er í útlöndum. Eiginmaður hennar heitinn gegnir mikilvægu hlutverki í leiknum og er meira og minna á sviðinu en er þó utansviðs þar sem hann er í huga og veröld ekkjunnar Ástu.

Nú kann einhver að spyrja hvernig Guð tengist þessu verki. Í einu fyrsta atriði leikritsins dregur Ásta biblíuorð sem eru kunn: Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. (Sálmur 37.5). Hún er trúuð kona og leggur allt sitt traust á Guð án nokkurra vífilengja. Það er nokkuð almenn trú og heiðarleg þar sem engin heimatilbúin guðfræði er að þvælast fyrir. Trú manneskjunnar á góðan Guð og hennar bróðir í trúnni er sálmaskáldið sæla, séra Hallgrímur Pétursson (1614-1674). Ferðasálmur hans:

Ég byrja reisu mín,
Jesú, í nafni þín,
höndin þín helg mig leiði,
úr hættu allri greiði.
Jesús mér fylgi’ í friði
með fögru englaliði.

verður sunginn við útför hennar. Ásta minnist á útför sína og skipuleggur erfið, veitingar og fleira. Og að sjálfsögðu tónlistina. Enda er hún vön að stýra hlutunum.

Leikritið sýnir af nærfærni og skilningi átakanlegt ferli til minnistaps – heilabilunar. Margar kvikmyndir hafa verið gerðar um svipað tema og um það ritaðar bækur. Þetta er heilsufarsmál sem orðið hefur mjög svo áberandi í nútímanum en hefur alltaf verið til. Eins og margir aðrir sjúkdómar sem leggjast á fjölskyldumeðlimi skekur sjúkdómurinn ekki aðeins líf viðkomandi heldur og annarra.

Persónuleika Ástu er vel komið til skila. Glaðlynd kona en stjórnsöm, sem fer sínu ætíð fram, enda hefur hún starfað sem kórstjórnandi í lífi sínu. Við minnisbresti sínum bregst hún nokkuð léttilega í fyrstu og gerir jafnvel grín að honum. Snýr sig út úr vandanum með brosi og gerir lítið úr. En vandinn ágerist og smám saman bognar hún. Örvæntingu hennar og hjálparleysi er komið vel til skila.

Sviðsmyndin er notuð með snjöllum hætti til að þrengja að Ástu í sjúkdómsferli hennar. Hvítu stuðlabergsmynduðu grisjurnar sem eru íbjúg lína sem býr til hellisform síga eftir því sem líður á verkið og hellirinn verður þrengri. Enda þrengist hagur aðalpersónunnar á ýmsa lund. Sjúkdómurinn ágerist og á kafla verða átökin við dótturina harðari og í kekki hleypur milli hennar og nágrannakonunnar. Hún flytur svo úr íbúð sinni og á hjúkrunarheimili. Þetta ferli er mörgum aðstandendum kunnugt. Nýja heimilið er framandi. Í raun á hún ekki þar heima og það segir hún upphátt.

Stundum er sagt að hægt sé að sjá spaugilegar hliðar á öllu í lífinu. Hvað sem kann að vera hæft í þeirri fullyrðingu þá eru margar spaugilegar hliðar dregnar fram í lífi Ástu og á göngu hennar inn í aðra veröld. Þar vega gaman og alvara salt. Og í raun aldrei farið yfir strikið og þess vegna skilur leikritið eftir mörg umhugsunarefni um þann vanda sem óbugaður áhorfandi kann að standa sjálfur frammi fyrir einhvern tíma á lífsleiðinni. Horfast í augu við sjálfan sig eða vera aðstandandi sem stendur frammi fyrir því að  þau sem honum eru kær hafa haldið í ferðalag sem ekki verður snúið aftur úr.

En hvað með Guð í vasanum? Það er nú það. Kannski var það eilítið endasleppt? Eða var boðskapurinn ef til vill sá: að hún var í vasa Guðs? Það er ekki slæmt.

Höfundur og leikstjóri: Maríu Reyndal. Aðstoð við handrit og dramatúrg: Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir. Lýsing: Pálmi Jónsson. Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason. Leikgervi: Elín S. Gísladóttir. Leikarar: Hjörtur Jóhann Jónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudaginn 22. september 2023.

 

Mótettukór Hallgrímskirkju syngur sálminn: Ég byrja reisu mín

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir