Kannski ekki beint þjált orð, kirkjusóknarþörf. En ekki óþjálla en skemmtanaþörf í sjálfu sér sem ég las á góðum miðli í dag og sagt að væri uppsöfnuð. Skemmtanaþörfin hefur náttúrlega ekki legið í láginni undir klakabrynju kórónuveirunnar. Fólk hefur fundið sér sínar leiðir til að skemmta sér. En það getur verið að fólk sé orðið leitt á að skemmta sér með heimafólkinu sem er líka örugglega misskemmtilegt – við þekkjum það öll. En það er nú önnur saga.

En kirkjusóknarþörfin? Henni hefur að hluta til verið sinnt með streymi héðan og þaðan frá ýmsum kirkjustundum. Fólk hefur horft heima hjá sér og getað valið sinn tíma til að horfa og íhuga það sem fram er borið. Nú er hins vegar kallað á fólk á staðinn – klukknaköllin hljóma í froststillunum. Þá er að sjá hvort einhverjir hlýði kallinu. Las það líka að danskir kennimann væru á nálum um að meira að segja tryggir kirkjusóknarar myndu ekki allir skila sér eftir kórónuveirufaraldurinn heldur halda sig bara heima og vonast til að streymt verði. „Det var så dejligt!“

Auðvitað verður að grípa til einhverra formlegrar opnunar með pompi og prakt. Slík opnun getur laðað fjölda fólks að. Það er nokkurs konar uppvakning, segi ekki vakningarsamkoma eða uppvakningarsamkoma heldur gleðihátíð kirkjunnar að fólk geti komið aftur saman – og jafnvel að það verði boðið upp á eitthvað nýtt. Nei, sko! Nú eru það kirkjurnar sem verða að nota tækifærið sem gefst. Það eru skil – vatnaskil. Frá því að allt var meira og minna lokað í nær tvö ár – og nú er opnað. Eða á bara að setja gömlu plötuna aftur á fóninn? Það gengur ekki – notum tækifærið og berum höfuðið hátt – það er fullt tilefni til þess með erindið góða og vænan mannafla um borð í skútunni. Það eru nýir tímar og þeim ber að fagna enda komumst við ekkert undan þeim. Fljótum ekki sofandi að feigðarósi. Aukum kirkjusókn. Fjöldi starfsmanna kirkjunnar er nægur til að lyfta því Grettistaki ef þeir sýna samstöðu með fólkinu, fólkinu sem þeir þjóna en drottna ekki yfir. Koma svo!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kannski ekki beint þjált orð, kirkjusóknarþörf. En ekki óþjálla en skemmtanaþörf í sjálfu sér sem ég las á góðum miðli í dag og sagt að væri uppsöfnuð. Skemmtanaþörfin hefur náttúrlega ekki legið í láginni undir klakabrynju kórónuveirunnar. Fólk hefur fundið sér sínar leiðir til að skemmta sér. En það getur verið að fólk sé orðið leitt á að skemmta sér með heimafólkinu sem er líka örugglega misskemmtilegt – við þekkjum það öll. En það er nú önnur saga.

En kirkjusóknarþörfin? Henni hefur að hluta til verið sinnt með streymi héðan og þaðan frá ýmsum kirkjustundum. Fólk hefur horft heima hjá sér og getað valið sinn tíma til að horfa og íhuga það sem fram er borið. Nú er hins vegar kallað á fólk á staðinn – klukknaköllin hljóma í froststillunum. Þá er að sjá hvort einhverjir hlýði kallinu. Las það líka að danskir kennimann væru á nálum um að meira að segja tryggir kirkjusóknarar myndu ekki allir skila sér eftir kórónuveirufaraldurinn heldur halda sig bara heima og vonast til að streymt verði. „Det var så dejligt!“

Auðvitað verður að grípa til einhverra formlegrar opnunar með pompi og prakt. Slík opnun getur laðað fjölda fólks að. Það er nokkurs konar uppvakning, segi ekki vakningarsamkoma eða uppvakningarsamkoma heldur gleðihátíð kirkjunnar að fólk geti komið aftur saman – og jafnvel að það verði boðið upp á eitthvað nýtt. Nei, sko! Nú eru það kirkjurnar sem verða að nota tækifærið sem gefst. Það eru skil – vatnaskil. Frá því að allt var meira og minna lokað í nær tvö ár – og nú er opnað. Eða á bara að setja gömlu plötuna aftur á fóninn? Það gengur ekki – notum tækifærið og berum höfuðið hátt – það er fullt tilefni til þess með erindið góða og vænan mannafla um borð í skútunni. Það eru nýir tímar og þeim ber að fagna enda komumst við ekkert undan þeim. Fljótum ekki sofandi að feigðarósi. Aukum kirkjusókn. Fjöldi starfsmanna kirkjunnar er nægur til að lyfta því Grettistaki ef þeir sýna samstöðu með fólkinu, fólkinu sem þeir þjóna en drottna ekki yfir. Koma svo!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir