Morgundagurinn og líðandi stund er sá tími sem stendur okkur næst. Við lifum og hrærumst í núinu sem endurnýjast með ógnarhraða ljóssins. Alltaf er nýtt sekúndubrot að banka upp á í lífi okkar og er vart komið fyrr en það þýtur á braut. Eitthvað hlýtur það að skilja eftir? Stund dagsins líður hratt og morgundagurinn blasir við. Núið sem var er orðið að deginum í gær. Og gærdagarnir safnast saman í þykkan bunka sem við köllum mánuði og ár. Allir þessir dagar geyma sögu. Það er saga okkar, hvers og eins.

Við horfum til morgundagsins ýmist með gleði og tilhlökkun eða kvíða og ótta. Enginn veit hvað nýr dagur hefur að geyma þó að hægt sé að geta sér til um eitt og annað sem hann færir okkur. Oftast reynum við að undirbúa okkur undir komandi dag og sérstaklega ef einhver mikilvæg verkefni bíða úrlausnar. Við viljum nefnilega helst ekki að eitthvað komi flatt upp á okkur. Viljum vera við öllu búin.

En gærdagurinn er líka mikilvægur undirbúningstími og allir dagarnir á undan honum. Það er ekki síður mikilvægt að hafa undirbúið þá svo að dagurinn á morgun geti fært okkur gæfu og gengi í smáu sem stóru. Illa undirbúnir gærdagar geta verið eins og bálköstur sem gleypir morgundaginn.

Þeir eru margir gærdagarnir í kirkjunni. Og morgundagarnir líka. Þeir fylgjast að eins og bræður og systur. Við erum í fylgd þeirra og sleppum ekki undan þeim en við getum spurt okkur sjálf hvernig við nýtum þá.

Þessi mikli tími sem gærdagarnir geyma var kannski illa nýttur þegar hann hét líðandi stund eða morgundagur. Skilaði engu nema óleysanlegri flækju í sálarlífinu og í samskiptum við aðra. Eða hann var nýttur vel til hins ýtrasta þar sem reynt var að byggja upp sál og líkama í fjörugu núinu svo hægt væri að taka fagnandi á móti morgundeginum og fylgdarliði hans.

Stundum er sagt að manneskjan þrái að hafa tök á tímanum. Hún er merkt þessum tíma og kemst ekki undan honum. Og hversu frjáls sem hún kann að vera þá er líf hennar alltaf rammað inn af því sem kallast tími. Þetta undarlega fyrirbæri, tími, teymir manneskjuna áfram og breytir henni. Breytir hugsun hennar, útliti og skoðunum. Og þroskar hana vonandi.

Líðandi stund er eins og hjartsláttur manneskjunnar, sýnir að hún er lifandi. Morgundagurinn segir lítt kunna sögu af því sem gerist, en gærdagurinn kann að segja þá sögu af því sem gerðist í lífi okkar.  Við sveiflumst þarna á milli þess sem er og þess sem var og þess sem verður. Kannski er engin furða að við séum dálítið kvíðin yfir þessari eilífu glímu okkar við tímann. En áhyggjur eiga ekki að stýra lífi okkar. Það er bjartsýni og trúartraust sem á að vera akkerið í lífi okkar. Og raunsæið. Allt það sem telst vera jákvætt og uppbyggilegt. Í dag, núna og á morgun.

Á morgun, hinn 7. mars, hefst fyrri áfangi í vali á nýjum biskupi Íslands. Það er rafræn tilnefning og stendur hún yfir í viku og verður niðurstaðan ljós 12. mars.  Þjónandi prestar og djáknar velja þá einstaklinga sem þeir telja vera heppilega til að veita þjóðkirkjunni forystu. Tilnefna má allt að þrjá einstaklinga og verða þeir að fullnægja skilyrðum til þess að gegna prestsembætti í íslensku þjóðkirkjunni. Það er mikil ábyrgð lögð á herðar þessa fólks og því er mikill vandi á höndum.

Við sem stöndum fyrir utan þetta val vonum og biðjum að niðurstaða verði þjóðkirkju Íslands til farsældar.

Seinni áfanginn, rafræn biskupskosning, hefst 11. apríl og þá koma mun fleiri að kosningu en í tilefningarferlinu. Biskupskosningu lýkur 16. apríl.

Allir menn búa yfir styrkleika og veikleika. Það má ekki gleymast þegar fólk er valið til forystu á kirkjulegum vettvangi. Enginn hefur aðeins annað tveggja. Styrkleiki og veikleiki vefjast um sálarlíf okkar og hafa misþétt tök á okkur. Til þess að afla sér sjálfsþekkingar grafast menn fyrir um styrkleika sinn og veikleika.

Styrkleika nota menn til að ná tökum á lífi sínu og standast margvíslegt álag sem því fylgir. Lífið er ekki dans á rósum, eins og allir vita – og spyrja má svosem hverjum hafi dottið það yfirleitt í hug að dansa lífið út á rósum?

Styrkleikinn má hins vegar ekki girða sig með þvermóðsku og drottnunargirni, kirkjusnobbi og trúartvöfeldni. Margt sem býr í okkur getur snúist í höndum okkar og orðið sjálfum okkur og öðrum til tjóns. Styrleika okkar verðum við að þekkja út í ystu æsar eins og veikleikann.

Styrkleiki sem hvílir í kærleika getur verið aðalsmerki okkar og borið með sér sterka von um betra líf. Hann eykst af afli ef honum er beitt til góðs og ef hornsteinn hans er trúartraust, einlægni og samkennd.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Morgundagurinn og líðandi stund er sá tími sem stendur okkur næst. Við lifum og hrærumst í núinu sem endurnýjast með ógnarhraða ljóssins. Alltaf er nýtt sekúndubrot að banka upp á í lífi okkar og er vart komið fyrr en það þýtur á braut. Eitthvað hlýtur það að skilja eftir? Stund dagsins líður hratt og morgundagurinn blasir við. Núið sem var er orðið að deginum í gær. Og gærdagarnir safnast saman í þykkan bunka sem við köllum mánuði og ár. Allir þessir dagar geyma sögu. Það er saga okkar, hvers og eins.

Við horfum til morgundagsins ýmist með gleði og tilhlökkun eða kvíða og ótta. Enginn veit hvað nýr dagur hefur að geyma þó að hægt sé að geta sér til um eitt og annað sem hann færir okkur. Oftast reynum við að undirbúa okkur undir komandi dag og sérstaklega ef einhver mikilvæg verkefni bíða úrlausnar. Við viljum nefnilega helst ekki að eitthvað komi flatt upp á okkur. Viljum vera við öllu búin.

En gærdagurinn er líka mikilvægur undirbúningstími og allir dagarnir á undan honum. Það er ekki síður mikilvægt að hafa undirbúið þá svo að dagurinn á morgun geti fært okkur gæfu og gengi í smáu sem stóru. Illa undirbúnir gærdagar geta verið eins og bálköstur sem gleypir morgundaginn.

Þeir eru margir gærdagarnir í kirkjunni. Og morgundagarnir líka. Þeir fylgjast að eins og bræður og systur. Við erum í fylgd þeirra og sleppum ekki undan þeim en við getum spurt okkur sjálf hvernig við nýtum þá.

Þessi mikli tími sem gærdagarnir geyma var kannski illa nýttur þegar hann hét líðandi stund eða morgundagur. Skilaði engu nema óleysanlegri flækju í sálarlífinu og í samskiptum við aðra. Eða hann var nýttur vel til hins ýtrasta þar sem reynt var að byggja upp sál og líkama í fjörugu núinu svo hægt væri að taka fagnandi á móti morgundeginum og fylgdarliði hans.

Stundum er sagt að manneskjan þrái að hafa tök á tímanum. Hún er merkt þessum tíma og kemst ekki undan honum. Og hversu frjáls sem hún kann að vera þá er líf hennar alltaf rammað inn af því sem kallast tími. Þetta undarlega fyrirbæri, tími, teymir manneskjuna áfram og breytir henni. Breytir hugsun hennar, útliti og skoðunum. Og þroskar hana vonandi.

Líðandi stund er eins og hjartsláttur manneskjunnar, sýnir að hún er lifandi. Morgundagurinn segir lítt kunna sögu af því sem gerist, en gærdagurinn kann að segja þá sögu af því sem gerðist í lífi okkar.  Við sveiflumst þarna á milli þess sem er og þess sem var og þess sem verður. Kannski er engin furða að við séum dálítið kvíðin yfir þessari eilífu glímu okkar við tímann. En áhyggjur eiga ekki að stýra lífi okkar. Það er bjartsýni og trúartraust sem á að vera akkerið í lífi okkar. Og raunsæið. Allt það sem telst vera jákvætt og uppbyggilegt. Í dag, núna og á morgun.

Á morgun, hinn 7. mars, hefst fyrri áfangi í vali á nýjum biskupi Íslands. Það er rafræn tilnefning og stendur hún yfir í viku og verður niðurstaðan ljós 12. mars.  Þjónandi prestar og djáknar velja þá einstaklinga sem þeir telja vera heppilega til að veita þjóðkirkjunni forystu. Tilnefna má allt að þrjá einstaklinga og verða þeir að fullnægja skilyrðum til þess að gegna prestsembætti í íslensku þjóðkirkjunni. Það er mikil ábyrgð lögð á herðar þessa fólks og því er mikill vandi á höndum.

Við sem stöndum fyrir utan þetta val vonum og biðjum að niðurstaða verði þjóðkirkju Íslands til farsældar.

Seinni áfanginn, rafræn biskupskosning, hefst 11. apríl og þá koma mun fleiri að kosningu en í tilefningarferlinu. Biskupskosningu lýkur 16. apríl.

Allir menn búa yfir styrkleika og veikleika. Það má ekki gleymast þegar fólk er valið til forystu á kirkjulegum vettvangi. Enginn hefur aðeins annað tveggja. Styrkleiki og veikleiki vefjast um sálarlíf okkar og hafa misþétt tök á okkur. Til þess að afla sér sjálfsþekkingar grafast menn fyrir um styrkleika sinn og veikleika.

Styrkleika nota menn til að ná tökum á lífi sínu og standast margvíslegt álag sem því fylgir. Lífið er ekki dans á rósum, eins og allir vita – og spyrja má svosem hverjum hafi dottið það yfirleitt í hug að dansa lífið út á rósum?

Styrkleikinn má hins vegar ekki girða sig með þvermóðsku og drottnunargirni, kirkjusnobbi og trúartvöfeldni. Margt sem býr í okkur getur snúist í höndum okkar og orðið sjálfum okkur og öðrum til tjóns. Styrleika okkar verðum við að þekkja út í ystu æsar eins og veikleikann.

Styrkleiki sem hvílir í kærleika getur verið aðalsmerki okkar og borið með sér sterka von um betra líf. Hann eykst af afli ef honum er beitt til góðs og ef hornsteinn hans er trúartraust, einlægni og samkennd.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir