Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem kveðið er á um að auka kristinfræðikennslu í grunnskólum. Öllum er heimilt að senda inn umsagnir og Kirkjublaðið.is sendi sína umsókn í gær.

Kirkjublaðið.is hvetur alla sem telja sér málið skylt til að senda inn umsögn og leggja því þar með lið. Á engan hátt er verið að vega að almennri trúarbragðafræðslu í grunnskólum en sú fræðsla mun áfram verða innt af hendi. Aðeins er verið að styrkja stöðu kristinfræðikennslu í grunnskólunum vegna hins kristna bakgrunns þjóðarinnar; sögu og samfélags.

Umsagnir um frumvarpið skal senda á netfangið: nefndasvid@althingi.is

Hér fer  umsögnin sem Kirkjublaðið.is sendi nefndasviði Alþingis í gær:

 

Reykjavík 8. nóvember 2023

 

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis  Þingskjal 142, mál nr. 141

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla).

Þingskjal 47, mál nr. 47.

 

Kirkjublaðið.is hvetur háttvirt Alþingi til að samþykkja frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla) með vísan til rökstuðnings í eftirfarandi umsögn sem og með vísan til fyrri umsagnar um sama mál nr. 141. á þingskjali 142 á 151. löggjafarþingi.

Eftirfarandi rök eru færð fyrir þessu sjónarmiði:

 1. Frumvarpið felur í sér að áhersla sé lögð á kristinfræðikennslu í grunnskólum og komi hún framar í forgangsröð en almenn trúarbragðafræðsla. Það er ekki undravert og má benda á stjórnarskrárákvæði um þjóðkirkjuna því til stuðnings: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.” 33/1944: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands | Lög | Alþingi (althingi.is) Hluti af þeim stuðningi er að mati Kirkjublaðsins.is augljóslega sú að sjá til þess að fræðsla um kristna trú sé höfð í öndvegi í skólakerfinu.
 2. Um 70% þjóðarinnar tilheyra kristnum trúfélögum. Trúfélög – Hagstofa Íslands
 3. Drjúgur meirihluti innflytjenda og flóttafólks kemur frá kristnum þjóðum, rómversk-kaþólskum. Þegar af þeirri ástæðu er brýnt að frætt sé sérstaklega um kristna trú í skólum landsins. Í mörgum tilvikum er rómversk-kaþólsk trú mjög svo sterklega samofin vitund einstaklingsins um sjálfan sig og samfélag sitt.
 4. Trúar- og menningararfur Íslendinga byggir fyrst og fremst á kristnum grunni. Undir það er tekið í lögum um grunnskóla þar sem lögð er áhersla á að skólastarfið skuli mótast meðal annars af „kristinni arfleifð íslenskrar menningar.” 91/2008: Lög um grunnskóla | Lög | Alþingi (althingi.is) Rökrétt afleiðing þessa er að kristinfræðikennslu ætti að vera gert hærra undir höfði en nauðsynlegri grunnfræðslu um önnur trúarbrögð.
 5. Efla þarf menningarlæsi og hluti af því er að ungmenni séu vel heima í hinum kristna menningararfi Íslands og Vesturlanda. Aukið vægi kristinfræðikennslu væri liður í því.
 6. Sérstaklega skal bent á almennt menningarlæsi, myndlæsi, á hinn íslenska myndlistararf og er þá ekki undan skilinn bókmenntaarfur þjóðarinnar. List og kirkja hafa haldist í hendur svo öldum skiptir. Kirkja og ýmsar samfélagslegar stofnanir hafa gætt menningararfs þjóðarinnar vítt og breitt um landið og þjóðin má ekki verða ólæs á hann og þá sögu og sjálfsskilning þjóðar sem í honum felst.
 7. Leidd hafa verið rök að því að almennri þekkingu á kristnum menningararfi þjóðarinnar hafi hrakað og er því full ástæða til að efla fræðslu í grunnskólum um kristna trú án þess að nokkurri rýrð sé varpað á önnur trúarbrögð. Löggjafinn verður að sjá til þess að menningararfi þjóðarinnar sé fullur sómi sýndur.
 8. Nýlega var lögð fram könnun um þjóðtrú og trú Íslendinga. Þar kom meðal annars fram að breyting hefur orðið á viðhorfi landans til kristinnar trúar. Rannsakandi nefndi meðal annars sem ástæðu að í skólunum væri „minni áhersla á kristna trú en var fyrr á árum.“ Færri en áður trúa á persónulegan guð sem hægt er að biðja til – RÚV.is (ruv.is)
 9. Loks skal á það bent að grunnskólar hafa lögum samkvæmt 91/2008: Lög um grunnskóla | Lög | Alþingi (althingi.is) það hlutverk „að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.“ Í kristnum fræðum er jafnrétti og mannvirðing í miklum metum sem og lýðræði ásamt umburðarlyndi fyrir öðrum skoðunum. Þar er efst á blaði náungakærleikur.

Virðingarfyllst,

Hreinn S. Hákonarson,

ritstjóri Kirkjublaðsins.is,

pastor emeritus,

kirkjublaðið@kirkjublaðið.is

hreinnhak@gmail.com

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem kveðið er á um að auka kristinfræðikennslu í grunnskólum. Öllum er heimilt að senda inn umsagnir og Kirkjublaðið.is sendi sína umsókn í gær.

Kirkjublaðið.is hvetur alla sem telja sér málið skylt til að senda inn umsögn og leggja því þar með lið. Á engan hátt er verið að vega að almennri trúarbragðafræðslu í grunnskólum en sú fræðsla mun áfram verða innt af hendi. Aðeins er verið að styrkja stöðu kristinfræðikennslu í grunnskólunum vegna hins kristna bakgrunns þjóðarinnar; sögu og samfélags.

Umsagnir um frumvarpið skal senda á netfangið: nefndasvid@althingi.is

Hér fer  umsögnin sem Kirkjublaðið.is sendi nefndasviði Alþingis í gær:

 

Reykjavík 8. nóvember 2023

 

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis  Þingskjal 142, mál nr. 141

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla).

Þingskjal 47, mál nr. 47.

 

Kirkjublaðið.is hvetur háttvirt Alþingi til að samþykkja frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla) með vísan til rökstuðnings í eftirfarandi umsögn sem og með vísan til fyrri umsagnar um sama mál nr. 141. á þingskjali 142 á 151. löggjafarþingi.

Eftirfarandi rök eru færð fyrir þessu sjónarmiði:

 1. Frumvarpið felur í sér að áhersla sé lögð á kristinfræðikennslu í grunnskólum og komi hún framar í forgangsröð en almenn trúarbragðafræðsla. Það er ekki undravert og má benda á stjórnarskrárákvæði um þjóðkirkjuna því til stuðnings: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.” 33/1944: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands | Lög | Alþingi (althingi.is) Hluti af þeim stuðningi er að mati Kirkjublaðsins.is augljóslega sú að sjá til þess að fræðsla um kristna trú sé höfð í öndvegi í skólakerfinu.
 2. Um 70% þjóðarinnar tilheyra kristnum trúfélögum. Trúfélög – Hagstofa Íslands
 3. Drjúgur meirihluti innflytjenda og flóttafólks kemur frá kristnum þjóðum, rómversk-kaþólskum. Þegar af þeirri ástæðu er brýnt að frætt sé sérstaklega um kristna trú í skólum landsins. Í mörgum tilvikum er rómversk-kaþólsk trú mjög svo sterklega samofin vitund einstaklingsins um sjálfan sig og samfélag sitt.
 4. Trúar- og menningararfur Íslendinga byggir fyrst og fremst á kristnum grunni. Undir það er tekið í lögum um grunnskóla þar sem lögð er áhersla á að skólastarfið skuli mótast meðal annars af „kristinni arfleifð íslenskrar menningar.” 91/2008: Lög um grunnskóla | Lög | Alþingi (althingi.is) Rökrétt afleiðing þessa er að kristinfræðikennslu ætti að vera gert hærra undir höfði en nauðsynlegri grunnfræðslu um önnur trúarbrögð.
 5. Efla þarf menningarlæsi og hluti af því er að ungmenni séu vel heima í hinum kristna menningararfi Íslands og Vesturlanda. Aukið vægi kristinfræðikennslu væri liður í því.
 6. Sérstaklega skal bent á almennt menningarlæsi, myndlæsi, á hinn íslenska myndlistararf og er þá ekki undan skilinn bókmenntaarfur þjóðarinnar. List og kirkja hafa haldist í hendur svo öldum skiptir. Kirkja og ýmsar samfélagslegar stofnanir hafa gætt menningararfs þjóðarinnar vítt og breitt um landið og þjóðin má ekki verða ólæs á hann og þá sögu og sjálfsskilning þjóðar sem í honum felst.
 7. Leidd hafa verið rök að því að almennri þekkingu á kristnum menningararfi þjóðarinnar hafi hrakað og er því full ástæða til að efla fræðslu í grunnskólum um kristna trú án þess að nokkurri rýrð sé varpað á önnur trúarbrögð. Löggjafinn verður að sjá til þess að menningararfi þjóðarinnar sé fullur sómi sýndur.
 8. Nýlega var lögð fram könnun um þjóðtrú og trú Íslendinga. Þar kom meðal annars fram að breyting hefur orðið á viðhorfi landans til kristinnar trúar. Rannsakandi nefndi meðal annars sem ástæðu að í skólunum væri „minni áhersla á kristna trú en var fyrr á árum.“ Færri en áður trúa á persónulegan guð sem hægt er að biðja til – RÚV.is (ruv.is)
 9. Loks skal á það bent að grunnskólar hafa lögum samkvæmt 91/2008: Lög um grunnskóla | Lög | Alþingi (althingi.is) það hlutverk „að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.“ Í kristnum fræðum er jafnrétti og mannvirðing í miklum metum sem og lýðræði ásamt umburðarlyndi fyrir öðrum skoðunum. Þar er efst á blaði náungakærleikur.

Virðingarfyllst,

Hreinn S. Hákonarson,

ritstjóri Kirkjublaðsins.is,

pastor emeritus,

kirkjublaðið@kirkjublaðið.is

hreinnhak@gmail.com

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir