Seinni umferð kosningar til biskups Íslands lauk á hádegi í dag.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli í Reykjavík, bar sigur úr býtum en hún atti kappi við sr. Guðmund Karl Brynjarsson, sóknarprest í Lindakirkju í Kópavogi.

Sr. Guðrún fékk 1060 atkvæði eða 52,19% og sr. Guðmundur Karl 954 atkvæði, 46,97%. Á kjörskrá voru 2.286. Kjörsókn var 88,85%.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er fædd í Reykjavík 1969. Hún ólst að mestu leyti upp í Kópavogi en bjó í tvö ár í Hnífsdal. Eiginmaður hennar er Einar Sveinbjörnsson prófessor í eðlisfræði og eiga þau tvær dætur. Að loknu guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands tók Guðrún prestsvígslu í Svíþjóð árið 2004. Hún þjónaði sem prestur í Gautaborg í rúmlega fjögur ár. Árið 2008 var hún valin prestur til Grafarvogssóknar og átta árum síðar varð hún sóknarprestur í sömu sókn. Árið 2016 lauk sr. Guðrún framhaldsnámi í prédikunarfræðum frá Lúterska háskólanum í Chicago (LSTC). Hún kenndi í nokkur ár prédikunarfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands. Sr. Guðrún sat á kirkjuþingi í átta ár, átti jafnlengi sæti í stjórn Prestafélags Íslands og í héraðsnefnd, og sinnti auk þess fjölmörgum nefndar- og trúnaðarstörfum fyrir þjóðkirkjuna. Hún samdi fermingarfræðsluefni og skrifaði bókina „Í augnhæð,“ sem Skálholtsútgáfan gaf út árið 2020. Sr. Guðrún hefur lengi haldið úti heimasíðum og birt efni þar tengt kirkju, kristni og samfélagsmálum.

Sr. Guðrún verður vígð til biskups í Hallgrímskirkju hinn 1. september.

Kirkjublaðið.is óskar henni til hamingju og biður henni blessunar Guðs.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Seinni umferð kosningar til biskups Íslands lauk á hádegi í dag.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli í Reykjavík, bar sigur úr býtum en hún atti kappi við sr. Guðmund Karl Brynjarsson, sóknarprest í Lindakirkju í Kópavogi.

Sr. Guðrún fékk 1060 atkvæði eða 52,19% og sr. Guðmundur Karl 954 atkvæði, 46,97%. Á kjörskrá voru 2.286. Kjörsókn var 88,85%.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er fædd í Reykjavík 1969. Hún ólst að mestu leyti upp í Kópavogi en bjó í tvö ár í Hnífsdal. Eiginmaður hennar er Einar Sveinbjörnsson prófessor í eðlisfræði og eiga þau tvær dætur. Að loknu guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands tók Guðrún prestsvígslu í Svíþjóð árið 2004. Hún þjónaði sem prestur í Gautaborg í rúmlega fjögur ár. Árið 2008 var hún valin prestur til Grafarvogssóknar og átta árum síðar varð hún sóknarprestur í sömu sókn. Árið 2016 lauk sr. Guðrún framhaldsnámi í prédikunarfræðum frá Lúterska háskólanum í Chicago (LSTC). Hún kenndi í nokkur ár prédikunarfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands. Sr. Guðrún sat á kirkjuþingi í átta ár, átti jafnlengi sæti í stjórn Prestafélags Íslands og í héraðsnefnd, og sinnti auk þess fjölmörgum nefndar- og trúnaðarstörfum fyrir þjóðkirkjuna. Hún samdi fermingarfræðsluefni og skrifaði bókina „Í augnhæð,“ sem Skálholtsútgáfan gaf út árið 2020. Sr. Guðrún hefur lengi haldið úti heimasíðum og birt efni þar tengt kirkju, kristni og samfélagsmálum.

Sr. Guðrún verður vígð til biskups í Hallgrímskirkju hinn 1. september.

Kirkjublaðið.is óskar henni til hamingju og biður henni blessunar Guðs.

Viltu deila þessari grein með fleirum?