Leikjatölvutæknin í þjónustu kirkjunnar

Margir foreldrar og forráðamenn hafa haft áhyggjur af tölvuleikjum barna sinna. Umgjörð margra leikjanna er hernaður, bardagar með margs konar vopnum og átökum milli ýmissa glæpagengja. Sumir leikjanna snúast um uppbyggingu á borgum og löndum, aðrir eru fjölbreytilegir hlutverkaleikir. Enn aðrir tölvuleikir eru ævintýraleikir og þrautaleikir. Allir þessir leikir eru gríðarlega vinsælir hjá ákveðnum aldurshópum og þá sérstaklega spennuleikir í hernaði og átakaleikir. Sum börn geta orðið háð leikjunum og þá er vandi á höndum.

Nú er kominn til sögunnar nýr tölvuleikur, Ég er Jesús (I am Jesus), og verður honum ýtt úr vör í komandi desember. Frá þessu greinir enska blaðið The Daily Telegraph (4. september). Sá leikur ætti að hafa jákvæð og uppbyggileg áhrif á þau sem leika hann.

Tölvuleikurinn felst í því að vera í hlutverki Jesú sem er ofurhetja, kraftaverkamaður, súpermann, sonur Guðs, og margt fleira. Farið er í gegnum helstu viðburði í lífi hans, allt frá skírn til krossfestingar og upprisu.

Margt kirkjufólk hefur tekið þessum leik fagnandi og telur hann vera jákvætt skref í aukinni kristindómsfræðslu – aðrir taka honum þó með blendnum huga og af varfærni.

Þau sem mæla Jesútölvuleiknum bót binda miklar vonir við að hann höfði til fjölda ungs fólks og verði kærkomin og jákvæð viðbót í fræðslu kirkjunnar með trúarlegum og siðferðlegum undirtóni.

Á sama tíma og fréttir berast af þessum tölvuleik er athygli vakin á niðurstöðu skoðanakönnunar sem enska kirkjan gerði fyrir skömmu en þar kom meðal annars fram að yngra fólk er líklegra til að biðjast meira fyrir en það eldra. Því sé að þakka vinsældum hvers konar íhugunar, núvitundar, kyrrðarbæna og andlegra strauma í nútímasamfélagi sem birtast með ýmsu móti og tengjast beint og óbeint við trú. Könnun ensku kirkjunnar fór fram 1. -3. júlí sl. Þátttakendur voru 2073, slembiúrtak, átján ára og eldri, karlar og konur. Þau sem vilja fræðast nánar um þessa könnun geta skoðað fréttir af henni hér sem og könnunina sjálfa neðst í ensku fréttinni.

Í tölvuleikinn kynnast spilararnir umhverfi Jesú og viðburðum í lífi hans og verða sem áður sagði beinir þátttakendur í þeim. Þau sem spila Jesú fá líka tækifæri til að sigra Satan, gera kraftaverk, breyta vatni í vín, kveða niður sjúkdóma, reka út illa anda og plágur, lækna sjúka og ganga á vatni svo eitthvað sé nefnt.

Þau sem hafa skoðað leikinn segja hann trúan guðspjöllunum og sé menningarauki enda þótt margir gefi ekki mikið fyrir tölvuleiki. Leikurinn bjóði upp á ýmsar nýjungar í kirkjulegu starfi, sé nútímalegur og spennandi. Vissulega sé Jesús Kristur í leiknum action man en engu að síður komi skýrt fram hver hann sé í raun og veru, frelsarinn.

Kirkjublaðið.is tekur eftir því að haustfræðslustarf safnaðanna er víða að fara af stað. Fermingarbörn hafa streymt í Vatnaskóg og barnastarfið er auglýst sem og æskulýðsstarf. Þetta er mikilvægur vettvangur sem flestir söfnuðir reyna eftir bestu getu að halda utan um. Þessi hópur er framtíð kirkjunnar.

Margir hafa bent á að kunnáttu í kristnum fræðum hafi farið stórlega aftur eftir að skólakerfið gaf þá fræðslu frá sér að mestu leyti. Fræðslustarfið er því komið heldur betur í auknum mæli á herðar safnaðanna sjálfra og verða þeir að horfast í augu við það hafi þeir ekki þegar áttað sig á því.

Óþarfi er að tíunda hér að farnar hafa verið ýmsar leiðir til að fræða börn og unglinga um kristna trú. Hvort tveggja hafa verið notaðar hefðbundnar leiðir og óhefðbundnar. Svo verður auðvitað áfram.

Þær eru ekki ófáar kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið um Jesú frá Nasaret, þáttaraðir og fræðsluþættir. Jesus Christ Superstar er flestum kannski mjög ofarlega í huga þegar kemur að menningarlegri aðlögun og boðun kristinnar trúar í anda dæguriðnaðarins. Ofurhetjan Kristur sló svo sannarlega í gegn á sínum tíma og kynnti trúartextana um meistarann frá Nasaret um allan heim hvort heldur utan kristninnar eða innan. Eflaust hafði rokkóperan mun meiri áhrif en fólk gerir sér grein fyrir og einhverjir vöknuðu til trúar

Þessi nýi Jesútölvuleikur er viðbót og nú er bara að sjá hvenær hann berst hingað norður í höf og hverjar viðtökurnar verða. Ekki þarf að taka fram að best væri að hann yrði þýddur á íslensku.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Leikjatölvutæknin í þjónustu kirkjunnar

Margir foreldrar og forráðamenn hafa haft áhyggjur af tölvuleikjum barna sinna. Umgjörð margra leikjanna er hernaður, bardagar með margs konar vopnum og átökum milli ýmissa glæpagengja. Sumir leikjanna snúast um uppbyggingu á borgum og löndum, aðrir eru fjölbreytilegir hlutverkaleikir. Enn aðrir tölvuleikir eru ævintýraleikir og þrautaleikir. Allir þessir leikir eru gríðarlega vinsælir hjá ákveðnum aldurshópum og þá sérstaklega spennuleikir í hernaði og átakaleikir. Sum börn geta orðið háð leikjunum og þá er vandi á höndum.

Nú er kominn til sögunnar nýr tölvuleikur, Ég er Jesús (I am Jesus), og verður honum ýtt úr vör í komandi desember. Frá þessu greinir enska blaðið The Daily Telegraph (4. september). Sá leikur ætti að hafa jákvæð og uppbyggileg áhrif á þau sem leika hann.

Tölvuleikurinn felst í því að vera í hlutverki Jesú sem er ofurhetja, kraftaverkamaður, súpermann, sonur Guðs, og margt fleira. Farið er í gegnum helstu viðburði í lífi hans, allt frá skírn til krossfestingar og upprisu.

Margt kirkjufólk hefur tekið þessum leik fagnandi og telur hann vera jákvætt skref í aukinni kristindómsfræðslu – aðrir taka honum þó með blendnum huga og af varfærni.

Þau sem mæla Jesútölvuleiknum bót binda miklar vonir við að hann höfði til fjölda ungs fólks og verði kærkomin og jákvæð viðbót í fræðslu kirkjunnar með trúarlegum og siðferðlegum undirtóni.

Á sama tíma og fréttir berast af þessum tölvuleik er athygli vakin á niðurstöðu skoðanakönnunar sem enska kirkjan gerði fyrir skömmu en þar kom meðal annars fram að yngra fólk er líklegra til að biðjast meira fyrir en það eldra. Því sé að þakka vinsældum hvers konar íhugunar, núvitundar, kyrrðarbæna og andlegra strauma í nútímasamfélagi sem birtast með ýmsu móti og tengjast beint og óbeint við trú. Könnun ensku kirkjunnar fór fram 1. -3. júlí sl. Þátttakendur voru 2073, slembiúrtak, átján ára og eldri, karlar og konur. Þau sem vilja fræðast nánar um þessa könnun geta skoðað fréttir af henni hér sem og könnunina sjálfa neðst í ensku fréttinni.

Í tölvuleikinn kynnast spilararnir umhverfi Jesú og viðburðum í lífi hans og verða sem áður sagði beinir þátttakendur í þeim. Þau sem spila Jesú fá líka tækifæri til að sigra Satan, gera kraftaverk, breyta vatni í vín, kveða niður sjúkdóma, reka út illa anda og plágur, lækna sjúka og ganga á vatni svo eitthvað sé nefnt.

Þau sem hafa skoðað leikinn segja hann trúan guðspjöllunum og sé menningarauki enda þótt margir gefi ekki mikið fyrir tölvuleiki. Leikurinn bjóði upp á ýmsar nýjungar í kirkjulegu starfi, sé nútímalegur og spennandi. Vissulega sé Jesús Kristur í leiknum action man en engu að síður komi skýrt fram hver hann sé í raun og veru, frelsarinn.

Kirkjublaðið.is tekur eftir því að haustfræðslustarf safnaðanna er víða að fara af stað. Fermingarbörn hafa streymt í Vatnaskóg og barnastarfið er auglýst sem og æskulýðsstarf. Þetta er mikilvægur vettvangur sem flestir söfnuðir reyna eftir bestu getu að halda utan um. Þessi hópur er framtíð kirkjunnar.

Margir hafa bent á að kunnáttu í kristnum fræðum hafi farið stórlega aftur eftir að skólakerfið gaf þá fræðslu frá sér að mestu leyti. Fræðslustarfið er því komið heldur betur í auknum mæli á herðar safnaðanna sjálfra og verða þeir að horfast í augu við það hafi þeir ekki þegar áttað sig á því.

Óþarfi er að tíunda hér að farnar hafa verið ýmsar leiðir til að fræða börn og unglinga um kristna trú. Hvort tveggja hafa verið notaðar hefðbundnar leiðir og óhefðbundnar. Svo verður auðvitað áfram.

Þær eru ekki ófáar kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið um Jesú frá Nasaret, þáttaraðir og fræðsluþættir. Jesus Christ Superstar er flestum kannski mjög ofarlega í huga þegar kemur að menningarlegri aðlögun og boðun kristinnar trúar í anda dæguriðnaðarins. Ofurhetjan Kristur sló svo sannarlega í gegn á sínum tíma og kynnti trúartextana um meistarann frá Nasaret um allan heim hvort heldur utan kristninnar eða innan. Eflaust hafði rokkóperan mun meiri áhrif en fólk gerir sér grein fyrir og einhverjir vöknuðu til trúar

Þessi nýi Jesútölvuleikur er viðbót og nú er bara að sjá hvenær hann berst hingað norður í höf og hverjar viðtökurnar verða. Ekki þarf að taka fram að best væri að hann yrði þýddur á íslensku.

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir