Það var ekki bara Sálmabók kirkjunnar sem kom út á síðasta ári heldur líka Sálmabók hommanna. Þarflaust er að taka fram að mikill munur er á þessum bókum. Sálmabók kirkjunnar er mjög svo hefðbundin bók og í henni kemur ekkert á óvart. Ljóðabókin er hins vegar óhefðbundin og djarfmælt. Í henni kemur eitt og annað á óvart en fyrst og fremst er þar um að ræða dýrðaróð til hinseiginleikans.

Sálmabók hommanna er eftir Ragnar H. Blöndal og er fjórða ljóðabók hans. Þær fyrri heita Tveir dropar (2019), Hermdu mér (2020), Corpus delicti (2021) og Óskalög hommanna (2022). Bókaútgáfan Hringaná gaf þær allar út.

Þjóðkirkjan var í fyrstu býsna hikandi í afstöðu sinni til samkynhneigðra á sínum tíma og mislas samtíma sinn herfilega. Það birtist einkum í viðhorfi hennar til blessunar samkynhneigðra para og hjónabands þeirra. Sumir þjónar kirkjunnar voru mjög andsnúnir samkynhneigðum og höfðu uppi stór orð um kynhneigð þeirra. Gripu til Ritningarinnar til að kúga þá. Afstaða langflestra þeirra átti eftir að breytast. Þjóðkirkjan iðraðist orða sinna og gjörða af heilum huga. Hvort enn er gróið heilt á milli samkynhneigðra og kirkjunnar skal ósagt látið. Það vekur því athygli þegar ljóðabók kemur út með augljósri skírskotun til hefðbundinnar sálmabókar kirkjunnar. Ekki síður eru hinar fjölmörgu trúarlegu og biblíulegu tilvísanir óvenjulegar í þessu samhengi og kalla þær á ýmsar vangaveltur og túlkunarmöguleika.

Hefðbundnar skírskotanir til trúararfs kristninnar skipa háan sess í ljóðum höfundar. Þessar skírskotanir eru þó meira í ætt við leikmynd í kringum ljóðin. Leikmynd er ætlað að sýna ákveðinn veruleika og er stundum mikilvægari en sá texti sem er mæltur á sviðinu. Þegar texti og leikmynd fallast í faðma er takmarkinu náð. Það er lesenda að dæma hvort það faðmlag er sannfærandi eða holt að innan eins og margar leikmyndir eru. Vitnað er til einstakra kirkjulegra athafna, guðspjallamanna, Jónasar í hvalnum o. s. frv. Höfundi er augljóslega í mun að nota þetta tungutak og lesanda er ekki alveg ljóst hvort það sé gert á köflum með beiskju eða jafnvel í háðungarskyni.

Byggingin gleypti okkur báða í einum bita.
Þar inni voru litlir  gluggar, eins og stórar stjörnur,
í hvolfdu þakinu. Við vorum Jónas í hvalnum…

(Úr: Hammam í Limassol (Lemesos) á Kýpur, bls. 15).

Í raun og veru er kynlífið sveipað miklum dýrðarljóma, já jafnvel úr æðri heimum, og fylgifiskur þess virðist iðulega vera einhvers konar trúarleg upplifun, eða öllu heldur líkamleg sæla.

Við fæddumst til að njóta þess að lifa.
Sannir hedónistar leita, finna Guð
í líkama hvors annars og stundum,
þegar messað var, vildu aðrir, sömu
trúar, fylla skörð sem ekki voru
augljós fyrr.
Nýjar kenndir holdguðust
og námu lönd.

(Úr: Staðreynd um Þorpið, bls. 10).

Spyrja má hvort kynlíf sé sett fram sem einhvers konar helgiathöfn eða jafnvel trú. Það er svo sem ekkert nýtt. Kannski grípur höfundur einmitt til þessa trúar- og kirkjulega tungutaks til að undirstrika hversu dýrðlegt kynlíf hinseigin fólks sé – angi af hefðbundnu lofgjörðarmáli þjónar hér vel að mati höfundar. Tengsl efnis og tungutaks eru líka oft nýstárleg og hnippa hressilega í lesandann. Það eitt og sér sýnir að þetta tungutak er býsna lífseigt, já ekki alveg dautt úr æðum þótt trúin sé á undanhaldi, ef ljóðskáld telja akk í því að styðjast við það í nútímanum.

Öllum í  Hommakirkjunni
er kennt að elska náungann.

(Úr: Þakkargjörð II, bls. 32).

Ekkert skal sagt um trú höfundar en hann virðist þokkalega vel að sér í biblíufræðum þó skilningur komi kannski ekki heim og saman við játningar kirkjunnar að svo miklu leyti sem trúuðu fólki dettur í hug að nota þær sem trúarhitamæli. Hins vegar gæti einhverjum kristnum sárnað þau ljóð þar sem höfundur fetar vandfarna leið galskapar og háðungar gagnvart kristinni trú og lætur stundum vaða á súðum; lostinn tekur völdin. Þetta á kannski sérstaklega við Hommakirkjuna en þar er því meðal annars teflt fram að kynferðislegar athafnir séu í raun af trúarlegum toga. Auk þess eru sum kirkjuleg hugtök notuð til að að lýsa kynferðisathöfnum.

Þegar ég var búinn að svæfa
manninn minn fékk ég tóm
til að sinna Guði

sem brosti út að eyrum og sagði:
„En þú varst að því áðan líka.“
Slíkt er skopskyn Skaparans.

og allir lifum við fyrir það
að skemmta þessum skratta.

(Úr: Af vörum guðspjallamannsins I, b. 35).

Einhver gæti sagt að ljóð þessi væru mjög svo ögrandi eins og gjarnan er sagt. Því skal ekki neitað að þau gætu fengið fólk til að hrökkva í kút svo ekki sé meira sagt. Stundum er reyndar nauðsynlegt að hrökkva í kút. En auðvitað skal aðgát höfð í nærveru sálar. Hins vegar verður allt kirkjufólk að vera sér vel meðvitað um að kirkju- og menningararfurinn stendur öllum til boða. Í raun og veru á enginn einn þennan arf. Við lifum í heimi þar sem búið er á ýmsan hátt að afhelga hið trúarlega tungutak utan hins trúarlega sviðs. Þetta tungutak er sem sé á hröðu undanhaldi en er varðveitt innan kirkjunnar.

Hinsegin bókmenntir eru vaxandi grein hér á landi og verður spennandi að fylgjast með henni.

Höfundurinn Ragnar H. Blöndal (fþ 1961) er mjög svo hispurslaus í ljóðmáli sínu. Hann er fjörlegur og tekur stundum hressilega í lurginn á lesandanum – sumir myndu segja hann vera ósvífinn. En kjarni málsins er sá að hann er að tjá tilfinningar sínar og líðan, tjá lífsþorsta sinn og lífsnautn. Hann fer hratt yfir sviðið og lesanda leiðist aldrei lesturinn þó svo hann kunni að lyfta brúnum yfir einu og öðru sé hann ósköp heiðarleg gagnkynhneigð manneskja á óvissutímum.

Og að lokum er hér ljóðið Þín eigin Opinberunarbók sem er síðasta ljóðið í bókinni, bls. 60:

Þetta hef ég fyrir satt: að þjást og finna til
er einungis bærilegt fáir þú að elska náungann,
tilbiðja þinn Guð, nær öllum stundum.

Bænirnar, svo margvíslegar,
eru sannarlega síns virði.
Biddu og þér mun hlotnast.
En gættu hvers þú óskar þér.

Tilgangur lífs, sem bæði er gott og slæmt,
er einfaldlega að þora að líta í spegil
og virkilega sjá.

Tilveran er bergmál
sem aldrei að eilífu fjarar út.

Svo er það prestanna að túlka.

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það var ekki bara Sálmabók kirkjunnar sem kom út á síðasta ári heldur líka Sálmabók hommanna. Þarflaust er að taka fram að mikill munur er á þessum bókum. Sálmabók kirkjunnar er mjög svo hefðbundin bók og í henni kemur ekkert á óvart. Ljóðabókin er hins vegar óhefðbundin og djarfmælt. Í henni kemur eitt og annað á óvart en fyrst og fremst er þar um að ræða dýrðaróð til hinseiginleikans.

Sálmabók hommanna er eftir Ragnar H. Blöndal og er fjórða ljóðabók hans. Þær fyrri heita Tveir dropar (2019), Hermdu mér (2020), Corpus delicti (2021) og Óskalög hommanna (2022). Bókaútgáfan Hringaná gaf þær allar út.

Þjóðkirkjan var í fyrstu býsna hikandi í afstöðu sinni til samkynhneigðra á sínum tíma og mislas samtíma sinn herfilega. Það birtist einkum í viðhorfi hennar til blessunar samkynhneigðra para og hjónabands þeirra. Sumir þjónar kirkjunnar voru mjög andsnúnir samkynhneigðum og höfðu uppi stór orð um kynhneigð þeirra. Gripu til Ritningarinnar til að kúga þá. Afstaða langflestra þeirra átti eftir að breytast. Þjóðkirkjan iðraðist orða sinna og gjörða af heilum huga. Hvort enn er gróið heilt á milli samkynhneigðra og kirkjunnar skal ósagt látið. Það vekur því athygli þegar ljóðabók kemur út með augljósri skírskotun til hefðbundinnar sálmabókar kirkjunnar. Ekki síður eru hinar fjölmörgu trúarlegu og biblíulegu tilvísanir óvenjulegar í þessu samhengi og kalla þær á ýmsar vangaveltur og túlkunarmöguleika.

Hefðbundnar skírskotanir til trúararfs kristninnar skipa háan sess í ljóðum höfundar. Þessar skírskotanir eru þó meira í ætt við leikmynd í kringum ljóðin. Leikmynd er ætlað að sýna ákveðinn veruleika og er stundum mikilvægari en sá texti sem er mæltur á sviðinu. Þegar texti og leikmynd fallast í faðma er takmarkinu náð. Það er lesenda að dæma hvort það faðmlag er sannfærandi eða holt að innan eins og margar leikmyndir eru. Vitnað er til einstakra kirkjulegra athafna, guðspjallamanna, Jónasar í hvalnum o. s. frv. Höfundi er augljóslega í mun að nota þetta tungutak og lesanda er ekki alveg ljóst hvort það sé gert á köflum með beiskju eða jafnvel í háðungarskyni.

Byggingin gleypti okkur báða í einum bita.
Þar inni voru litlir  gluggar, eins og stórar stjörnur,
í hvolfdu þakinu. Við vorum Jónas í hvalnum…

(Úr: Hammam í Limassol (Lemesos) á Kýpur, bls. 15).

Í raun og veru er kynlífið sveipað miklum dýrðarljóma, já jafnvel úr æðri heimum, og fylgifiskur þess virðist iðulega vera einhvers konar trúarleg upplifun, eða öllu heldur líkamleg sæla.

Við fæddumst til að njóta þess að lifa.
Sannir hedónistar leita, finna Guð
í líkama hvors annars og stundum,
þegar messað var, vildu aðrir, sömu
trúar, fylla skörð sem ekki voru
augljós fyrr.
Nýjar kenndir holdguðust
og námu lönd.

(Úr: Staðreynd um Þorpið, bls. 10).

Spyrja má hvort kynlíf sé sett fram sem einhvers konar helgiathöfn eða jafnvel trú. Það er svo sem ekkert nýtt. Kannski grípur höfundur einmitt til þessa trúar- og kirkjulega tungutaks til að undirstrika hversu dýrðlegt kynlíf hinseigin fólks sé – angi af hefðbundnu lofgjörðarmáli þjónar hér vel að mati höfundar. Tengsl efnis og tungutaks eru líka oft nýstárleg og hnippa hressilega í lesandann. Það eitt og sér sýnir að þetta tungutak er býsna lífseigt, já ekki alveg dautt úr æðum þótt trúin sé á undanhaldi, ef ljóðskáld telja akk í því að styðjast við það í nútímanum.

Öllum í  Hommakirkjunni
er kennt að elska náungann.

(Úr: Þakkargjörð II, bls. 32).

Ekkert skal sagt um trú höfundar en hann virðist þokkalega vel að sér í biblíufræðum þó skilningur komi kannski ekki heim og saman við játningar kirkjunnar að svo miklu leyti sem trúuðu fólki dettur í hug að nota þær sem trúarhitamæli. Hins vegar gæti einhverjum kristnum sárnað þau ljóð þar sem höfundur fetar vandfarna leið galskapar og háðungar gagnvart kristinni trú og lætur stundum vaða á súðum; lostinn tekur völdin. Þetta á kannski sérstaklega við Hommakirkjuna en þar er því meðal annars teflt fram að kynferðislegar athafnir séu í raun af trúarlegum toga. Auk þess eru sum kirkjuleg hugtök notuð til að að lýsa kynferðisathöfnum.

Þegar ég var búinn að svæfa
manninn minn fékk ég tóm
til að sinna Guði

sem brosti út að eyrum og sagði:
„En þú varst að því áðan líka.“
Slíkt er skopskyn Skaparans.

og allir lifum við fyrir það
að skemmta þessum skratta.

(Úr: Af vörum guðspjallamannsins I, b. 35).

Einhver gæti sagt að ljóð þessi væru mjög svo ögrandi eins og gjarnan er sagt. Því skal ekki neitað að þau gætu fengið fólk til að hrökkva í kút svo ekki sé meira sagt. Stundum er reyndar nauðsynlegt að hrökkva í kút. En auðvitað skal aðgát höfð í nærveru sálar. Hins vegar verður allt kirkjufólk að vera sér vel meðvitað um að kirkju- og menningararfurinn stendur öllum til boða. Í raun og veru á enginn einn þennan arf. Við lifum í heimi þar sem búið er á ýmsan hátt að afhelga hið trúarlega tungutak utan hins trúarlega sviðs. Þetta tungutak er sem sé á hröðu undanhaldi en er varðveitt innan kirkjunnar.

Hinsegin bókmenntir eru vaxandi grein hér á landi og verður spennandi að fylgjast með henni.

Höfundurinn Ragnar H. Blöndal (fþ 1961) er mjög svo hispurslaus í ljóðmáli sínu. Hann er fjörlegur og tekur stundum hressilega í lurginn á lesandanum – sumir myndu segja hann vera ósvífinn. En kjarni málsins er sá að hann er að tjá tilfinningar sínar og líðan, tjá lífsþorsta sinn og lífsnautn. Hann fer hratt yfir sviðið og lesanda leiðist aldrei lesturinn þó svo hann kunni að lyfta brúnum yfir einu og öðru sé hann ósköp heiðarleg gagnkynhneigð manneskja á óvissutímum.

Og að lokum er hér ljóðið Þín eigin Opinberunarbók sem er síðasta ljóðið í bókinni, bls. 60:

Þetta hef ég fyrir satt: að þjást og finna til
er einungis bærilegt fáir þú að elska náungann,
tilbiðja þinn Guð, nær öllum stundum.

Bænirnar, svo margvíslegar,
eru sannarlega síns virði.
Biddu og þér mun hlotnast.
En gættu hvers þú óskar þér.

Tilgangur lífs, sem bæði er gott og slæmt,
er einfaldlega að þora að líta í spegil
og virkilega sjá.

Tilveran er bergmál
sem aldrei að eilífu fjarar út.

Svo er það prestanna að túlka.

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir