Margar kirkjur eru opnar þegar ferðamenn koma að þeim. Dæmi um það eru Skálholtsdómkirkja, Hóladómkirkja og Hallgrímskirkja í Reykjavík. Fleiri mætti nefna. Það eru þakklátir ferðamenn sem ganga um guðshúsin og virða boðandi listaverk þeirra fyrir sér. Setjast á kirkjubekk, fara með hljóða bæn og íhuga.
Flestar kirkjur eru þó lokaðar.
Sjálf kirkjuhúsin draga ósjálfrátt marga að sér þegar farið er um sveitir og bæi vegna þess að þær eru mikil prýði í umhverfi sínu.
Margur ferðamaðurinn vill fara inn í kirkjur og skoða þær. Það er nefnilega hluti af ferðalagi mjög margra að sjá hvernig guðshúsin líta út að innan sem utan.
Kirkjur landsins geyma margar dýrmæt trúar- og menningarverðmæti og því er nauðsynlegt að einhver vaki yfir þeim ef kirkjuhúsin eru opin þegar ekki er verið að messa.
Verslunarmannahelgin er mesta ferðahelgi ársins. Hún býður kirkjum upp á gullið tækifæri að opna dyr sínar upp á gátt fyrir ferðafólki og láta kirkjurnar sjálfar prédika sem og alla helga gripi þeirra. Ekki síst altaristöflurnar sem prýða kirkjurnar.
Kirkjublaðið.is skorar á presta og sóknarnefndir að huga að því hvort ekki sé hægt að opna kirkjurnar um þessa helgi og virkja sóknarbörn til að standa vaktina í þeim.
Sumar kirkjur hafa svokölluð lyklabox og er þar símanúmer við og hægt að hringja og fá uppgefna lykiltöluna. Það er til mikillar fyrirmyndar.
Opin kirkja hvort heldur stór eða smá með öllum sínum trúar- og menningarverðmætum er á við góða guðsþjónustu.
Margar kirkjur eru opnar þegar ferðamenn koma að þeim. Dæmi um það eru Skálholtsdómkirkja, Hóladómkirkja og Hallgrímskirkja í Reykjavík. Fleiri mætti nefna. Það eru þakklátir ferðamenn sem ganga um guðshúsin og virða boðandi listaverk þeirra fyrir sér. Setjast á kirkjubekk, fara með hljóða bæn og íhuga.
Flestar kirkjur eru þó lokaðar.
Sjálf kirkjuhúsin draga ósjálfrátt marga að sér þegar farið er um sveitir og bæi vegna þess að þær eru mikil prýði í umhverfi sínu.
Margur ferðamaðurinn vill fara inn í kirkjur og skoða þær. Það er nefnilega hluti af ferðalagi mjög margra að sjá hvernig guðshúsin líta út að innan sem utan.
Kirkjur landsins geyma margar dýrmæt trúar- og menningarverðmæti og því er nauðsynlegt að einhver vaki yfir þeim ef kirkjuhúsin eru opin þegar ekki er verið að messa.
Verslunarmannahelgin er mesta ferðahelgi ársins. Hún býður kirkjum upp á gullið tækifæri að opna dyr sínar upp á gátt fyrir ferðafólki og láta kirkjurnar sjálfar prédika sem og alla helga gripi þeirra. Ekki síst altaristöflurnar sem prýða kirkjurnar.
Kirkjublaðið.is skorar á presta og sóknarnefndir að huga að því hvort ekki sé hægt að opna kirkjurnar um þessa helgi og virkja sóknarbörn til að standa vaktina í þeim.
Sumar kirkjur hafa svokölluð lyklabox og er þar símanúmer við og hægt að hringja og fá uppgefna lykiltöluna. Það er til mikillar fyrirmyndar.
Opin kirkja hvort heldur stór eða smá með öllum sínum trúar- og menningarverðmætum er á við góða guðsþjónustu.