Nú er athugasemd skotið að fyrirsögn í því ágæta blaði, Morgunblaðinu, sem Kirkjublaðið.is virðir mæta vel. Því er þyngra að þurfa að gera athugasemd við fréttaflutning þess.

Í dag birtist erlend frétt með mynd af stórum og drungalegum krossi með fyrirsögninni: Öfgahópur skelfir lítið samfélag.

Með myndinni eru vakin mjög svo neikvæð hugrenningartengsl sem eru öfgar og kristin trú enda þótt undir henni standi að hún tengist fréttinni ekki beint. Ekki þarf að hafa mörg orð um að hvers kyns öfgar geta fylgt trúarskoðunum af hvaða toga sem þær nú eru.

Lítil samfélög geta stundum ekki fengið rönd við reist gagnvart öfgahópum. Myndin gefur til kynna að þarna sé kristinn öfgahópur á ferð.

Svo er nú aldeilis ekki og það kemur fram í fréttinni.

Hverjir þá?

Ásatrúarhópur sem tilheyrir félagsskap sem kallar sig: Astatru Folk Assembly. Ólíkur okkar vinsamlegu og prúðu ásatrúarmönnum eins og við þekkjum þá. Þessi tiltekni hópur hefur verið skilgreindur sem öfgahópur af mannréttindasamtökum.

Íbúar í þorpinu eru um þrjúhundruð og nú ætla sem sé hvítir þjóðernissinnar að kaupa kirkju þorpsbúa. Söfnuðurinn sem á kirkjuna er lútherskur.

Hver hefði þá verið hin rétta mynd með fréttinni?

Í fyrsta lagi alls ekki kross. Eitt aðaltákn ásatrúarmanna er Þórshamarinn – hann hefði þá fremur en kross átt að fylgja fréttinni þó svo það væri líka rangt þar sem ásatrúarmenn eru almennt ekki neinir öfgamenn. Auðvelt er að leita upplýsinga um merki þessara samtaka og hefði verið í lófa lagið að birta það.

Þetta er að mati Kirkjublaðsins.is ekki góð myndaritstjórn.

Heimild Morgunblaðsins að fréttinni birti þó mynd af umræddri kirkju. Það var þó við meira hæfi þar sem það var einmitt hin tiltekna kirkja, söluvaran.

Morgunblaðið vitnar til The New York Times um málið

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Nú er athugasemd skotið að fyrirsögn í því ágæta blaði, Morgunblaðinu, sem Kirkjublaðið.is virðir mæta vel. Því er þyngra að þurfa að gera athugasemd við fréttaflutning þess.

Í dag birtist erlend frétt með mynd af stórum og drungalegum krossi með fyrirsögninni: Öfgahópur skelfir lítið samfélag.

Með myndinni eru vakin mjög svo neikvæð hugrenningartengsl sem eru öfgar og kristin trú enda þótt undir henni standi að hún tengist fréttinni ekki beint. Ekki þarf að hafa mörg orð um að hvers kyns öfgar geta fylgt trúarskoðunum af hvaða toga sem þær nú eru.

Lítil samfélög geta stundum ekki fengið rönd við reist gagnvart öfgahópum. Myndin gefur til kynna að þarna sé kristinn öfgahópur á ferð.

Svo er nú aldeilis ekki og það kemur fram í fréttinni.

Hverjir þá?

Ásatrúarhópur sem tilheyrir félagsskap sem kallar sig: Astatru Folk Assembly. Ólíkur okkar vinsamlegu og prúðu ásatrúarmönnum eins og við þekkjum þá. Þessi tiltekni hópur hefur verið skilgreindur sem öfgahópur af mannréttindasamtökum.

Íbúar í þorpinu eru um þrjúhundruð og nú ætla sem sé hvítir þjóðernissinnar að kaupa kirkju þorpsbúa. Söfnuðurinn sem á kirkjuna er lútherskur.

Hver hefði þá verið hin rétta mynd með fréttinni?

Í fyrsta lagi alls ekki kross. Eitt aðaltákn ásatrúarmanna er Þórshamarinn – hann hefði þá fremur en kross átt að fylgja fréttinni þó svo það væri líka rangt þar sem ásatrúarmenn eru almennt ekki neinir öfgamenn. Auðvelt er að leita upplýsinga um merki þessara samtaka og hefði verið í lófa lagið að birta það.

Þetta er að mati Kirkjublaðsins.is ekki góð myndaritstjórn.

Heimild Morgunblaðsins að fréttinni birti þó mynd af umræddri kirkju. Það var þó við meira hæfi þar sem það var einmitt hin tiltekna kirkja, söluvaran.

Morgunblaðið vitnar til The New York Times um málið

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir