Sem sé í dag, 31. október, og því fullt tækifæri til að minnast hans.

Það eru liðin 508 ár frá því að munkurinn Marteinn Lúther (1483-1546) ýtti siðbótinni úr vör.

Sagan segir að Marteinn Lúther hafi fest mótmælagreinar sínar á hallarkirkjudyrnar í Wittenberg þennan dag árið 1517. Greinarnar áttu að vekja athygli á ýmsu sem hann var ósáttur við í starfi kaþólsku kirkjunnar. Hann var háskólakennari og var að efna til samtals um það sem betur mætti fara að hans áliti. Það hvarflaði ekki að honum að stofna kirkju eða kirkjudeild þó svo að mál þróuðust í þá átt. Allra síst datt honum í hug að hún yrði kennd við sig og talað um hana sem lútherska. Nei, takk, hefði hann sagt og hnýtt einhverju mögnuðu við.

Nú var Lúther vel gefinn munkur og kannski meira en það, honum fannst kaþólska kirkjan vera komin á villigötur. Gagnrýni hans átti að umbreyta rómversk-kaþólsku kirkjunni og hreinsa hana af ýmsum ósiðum og spillingu sem hann taldi hana hafa fest sig í. Fjárplógsstarfsemi kirkjunnar ofbauð honum svo eitt dæmi sé nefnt. Menn gátu keypt aflátsbréf og stytt dvöl sína í hreinsunareldinum. Góð viðskiptahugmynd sem rakaði inn peningum – en siðlaust athæfi.

Um daginn var ungur maður spurður hvort hann væri lútherskur. Það kom hik á hann og augnaráðið varð ögn flöktandi. Síðan umlaði hann eitthvað sem skilja mátti að ekki væri hann kaþólskur. Eitthvað hafði síast inn í hann að þakka mætti gamla Lúther fyrir að þjóðin lærði að lesa, var það ekki hann sem vildi að guðsorðið ætti að vera á móðurmálinu og allir ættu að geta lesið?

En lútherskur?

Var ekki annars minnst á einhverja lúthersku í stjórnarskránni?

Sum sé. Lútherskur. Hvað er það nú eiginlega? Stutta svarið er að tilheyra kirkju sem tekur undir ýmsar hugmyndir Marteins Lúthers um kristna trú og túlkun hans samsinnt í stærstu dráttum. Lúther er enginn páfi og ekki hægt í sjálfu sér að grípa til hans orða sem einhverra opinberana og setja þar punkt á eftir. Auðvitað hafa menn til gamans og af fræðilegri kappsemi skrúfað saman heilmikla guðfræði í nafni hans sem vekur áhuga sumra og annarra ekki. Allt er í friði og spekt á okkar dögum þar sem áhersla er lögð á samtalið, eins og sagt er. Það er gott út af fyrir sig og kannski er fólk í stærstu trúfélögunum ekkert að láta kenningar og trúfræðilegar vangaveltur trufla sig, engur bara fram í sinni hversdagslegu trú og vill kannski ekki nein afskipti. Sér um sig sjálft að mestu leyti. Fólk gúgglar hitt og þetta sem það er ekki visst um – eða spyr gervigreindina.

Segja má að Lúther hafi ýtt úr vör einstaklingshyggju sem mótuð var af frelsi samviskunnar. Einstaklingurinn hafði og leyfi til að tjá sig og hann varð ábyrgari hvort tveggja gagnvart trú og samfélagi.

Merki Lúthers – Lúthersrósin

Krossinn minnir á trúna á hinn krossfesta sem frelsar mennina. Hann er svartur því hann segir frá þjáningu og sorg – trúin ein á hinn krossfesta Jesú Krist frelsar. Rautt hjartað stendur fyrir kærleikann og hvít rós táknar að trúin veiti gleði og frið. Hvítt er litur andans og englanna. Og hvít rósin stendur á bláum himni sem segir okkur að gleði andans og trúarinnar sé upphaf himneskrar sælu sem bíður okkar. Gylltur hringur segir að þessi himnasæla sé eilíf og dýrmætari en allt á jörðu.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Sem sé í dag, 31. október, og því fullt tækifæri til að minnast hans.

Það eru liðin 508 ár frá því að munkurinn Marteinn Lúther (1483-1546) ýtti siðbótinni úr vör.

Sagan segir að Marteinn Lúther hafi fest mótmælagreinar sínar á hallarkirkjudyrnar í Wittenberg þennan dag árið 1517. Greinarnar áttu að vekja athygli á ýmsu sem hann var ósáttur við í starfi kaþólsku kirkjunnar. Hann var háskólakennari og var að efna til samtals um það sem betur mætti fara að hans áliti. Það hvarflaði ekki að honum að stofna kirkju eða kirkjudeild þó svo að mál þróuðust í þá átt. Allra síst datt honum í hug að hún yrði kennd við sig og talað um hana sem lútherska. Nei, takk, hefði hann sagt og hnýtt einhverju mögnuðu við.

Nú var Lúther vel gefinn munkur og kannski meira en það, honum fannst kaþólska kirkjan vera komin á villigötur. Gagnrýni hans átti að umbreyta rómversk-kaþólsku kirkjunni og hreinsa hana af ýmsum ósiðum og spillingu sem hann taldi hana hafa fest sig í. Fjárplógsstarfsemi kirkjunnar ofbauð honum svo eitt dæmi sé nefnt. Menn gátu keypt aflátsbréf og stytt dvöl sína í hreinsunareldinum. Góð viðskiptahugmynd sem rakaði inn peningum – en siðlaust athæfi.

Um daginn var ungur maður spurður hvort hann væri lútherskur. Það kom hik á hann og augnaráðið varð ögn flöktandi. Síðan umlaði hann eitthvað sem skilja mátti að ekki væri hann kaþólskur. Eitthvað hafði síast inn í hann að þakka mætti gamla Lúther fyrir að þjóðin lærði að lesa, var það ekki hann sem vildi að guðsorðið ætti að vera á móðurmálinu og allir ættu að geta lesið?

En lútherskur?

Var ekki annars minnst á einhverja lúthersku í stjórnarskránni?

Sum sé. Lútherskur. Hvað er það nú eiginlega? Stutta svarið er að tilheyra kirkju sem tekur undir ýmsar hugmyndir Marteins Lúthers um kristna trú og túlkun hans samsinnt í stærstu dráttum. Lúther er enginn páfi og ekki hægt í sjálfu sér að grípa til hans orða sem einhverra opinberana og setja þar punkt á eftir. Auðvitað hafa menn til gamans og af fræðilegri kappsemi skrúfað saman heilmikla guðfræði í nafni hans sem vekur áhuga sumra og annarra ekki. Allt er í friði og spekt á okkar dögum þar sem áhersla er lögð á samtalið, eins og sagt er. Það er gott út af fyrir sig og kannski er fólk í stærstu trúfélögunum ekkert að láta kenningar og trúfræðilegar vangaveltur trufla sig, engur bara fram í sinni hversdagslegu trú og vill kannski ekki nein afskipti. Sér um sig sjálft að mestu leyti. Fólk gúgglar hitt og þetta sem það er ekki visst um – eða spyr gervigreindina.

Segja má að Lúther hafi ýtt úr vör einstaklingshyggju sem mótuð var af frelsi samviskunnar. Einstaklingurinn hafði og leyfi til að tjá sig og hann varð ábyrgari hvort tveggja gagnvart trú og samfélagi.

Merki Lúthers – Lúthersrósin

Krossinn minnir á trúna á hinn krossfesta sem frelsar mennina. Hann er svartur því hann segir frá þjáningu og sorg – trúin ein á hinn krossfesta Jesú Krist frelsar. Rautt hjartað stendur fyrir kærleikann og hvít rós táknar að trúin veiti gleði og frið. Hvítt er litur andans og englanna. Og hvít rósin stendur á bláum himni sem segir okkur að gleði andans og trúarinnar sé upphaf himneskrar sælu sem bíður okkar. Gylltur hringur segir að þessi himnasæla sé eilíf og dýrmætari en allt á jörðu.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir