Biblíutilvísanir má víða finna. Ein þeirra kemur kannski mest á óvart en hana er að finna á umbúðum hins þekkta síróps frá fyrirtækinu Lyle í Englandi.

Það var þaulreyndur maður í viðskiptum sem hóf framleiðslu á þessu sýrópi árið 1881. Hann hét Abram Lyle (1820-1892), skoskur, og kenndi vöruna við sjálfan sig. Sírópið sló í gegn hjá almenningi og það var selt í viðartunnum og litlum grænum dósum sem enn má kaupa í verslunum.

Á dósunum er bogadregin áletrun: Lyle´s Golden Syrup. Síðan kemur nafn fyrirtækisins: Abram Lyle & Sons. Undir því er mynd af ljóni inni í sporöskjulöguðum reit og þar undir stendur á ensku: Out of the strong came forth sweetness. Litlir svartir deplar kringum ljónið eiga að vera býflugur.

Þetta er elsta óbreytta vörumerki á Bretlandseyjum og komst í heimsmetabók Guinness. Hefur verið á sírópsdósunum frá 1883.

Abram Lyle var mjög trúaður maður og kom því ekki neinum á óvart að hann skildi finna tilvitnun úr Biblíunni sem hæfði sírópinu hans.

Tilvitnunin sem Lyle valdi var úr Dómarabókinni þar sem segir frá Samsoni nokkrum sem var feykisterkur og fyrir því voru ákveðnar ástæður sem lesa má um í lok 16. kafla bókarinnar. Samson gerði sér til dæmis litið fyrir og reif í sundur ljón sem varð á vegi hans. Geri aðrir betur. Nokkru síðar fór hann og gætti að ljóninu og sá að í hræ þess höfðu býflugur gert sér bú. Hann bragðaði á hunanginu en ekki segir frá því hvað honum fannst um það. Þetta varð hins vegar Samoni tilefni til að leggja fram gátu fyrir andstæðinga sína, Filistea, og hún var þessi:

Æti gekk út af etanda
og sætleiki gekk út af hinum sterka.

Samson gat náttúrlega ekki vitað að gáta hans átti eftir verða í rúma öld á morgunverðarborðum þeirra sem kaupa sírópið hans Abrams Lyle og smyrja því á brauð og enskar pönnukökur. Ljónshræið sem varð Samsoni hinum sterka tilefni til að semja gátu sem annar átti eftir að njóta. Fyrrnefndur Abram Lyle sem las Biblíuna reglulega fann sem sé í þessari frásögn tilvitnun sína sem honum fannst hæfa sírópinu prýðilega. Hann vissi auðvitað að munur er á sírópi og hunangi þó skylt sé skeggið hökunni. Sírópið er dísætt og seigfljótandi og minnir um margt á hunang. Og sykurinn er orkumikill þó laus sé hann við önnur næringarefni og þar kom tenging við Samson hinn sterka.

En lausn gátunnar?

Filistearnir gátu ekki ráðið gátuna með heiðarlegum hætti og urðu því að beita brögðum til þess að komast að svarinu. Um það má lesa hér að neðan.

Hvers vegna er verið að tala um þetta hér?

Það á að breyta vörumerkinu og þá taka vanaföst hjörtu kipp. Skiljanlega – eða hvað?

Nýtt merki á að leysa gamla vörumerkið af hólmi. Ekki þykir lengur hæfa að hafa mynd af dauðu ljóni (já, Englendingar sem og aðrir dyggir kaupendur sírópsins hafa haft mynd af dauðu ljóni á morgunverðarborði sínu í rúma öld) og svermandi býflugur sem sækja næringu í rotnandi ljónið ásamt orðunum: Out of the strong came forth sweetness. (Sætleiki gekk út af hinum sterka.)

Það hefur hins vegar komið fram í fréttum hjá þegnum hans hátignar Karls III., að margir þeirra hafa ekkert áttað sig á þessari mynd eða áletruninni. Hver veltir svo sem vörumerkjum fyrir sér við morgunverðarborðið? Hins vegar hefur verið bent á að svipur hins dauða ljóns sé mildur og jafnvel megi lesa ánægju út úr honum.

Þessari breytingu á vörumerki hins fræga síróps er mótmælt harðlega af ýmsum. Margt kristið fólk segir að vegið sé að trúnni með því að fjarlægja rótgróið vörumerki með þessum hætti. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa svarað þessari gagnrýni og segja að viðhorf til kristinnar trúar í fjölmenningarsamfélagi hafi ekki ráðið úrslitum um breytingu á vörumerkinu. Á að trúa því?

En nýja vörumerkið?

Jú, ljónið fær að vera áfram á plastflöskunum. En aðeins höfuð þess og flúr í kring. Svipur þess er hlutlaus. Og boginn með nafni vörunnar heldur sér. Biblíutilvitnunin er horfin. Ein býfluga stendur eftir. Hvað með sírópsdósirnar? Þar er allt farið. Aðeins flúr, ekkert ljón og engar býflugur. Skyldi engan undra að Englendingar missi matarlystina við morgunverðarborðið.

Lyle´s Golden Syrup hefur fengist á Íslandi svo áratugum skiptir og notið mikilla vinsælda. Kannski ætti fólk að kaupa eina dós með gamla vörumerkinu til minja. Svo má nú alltaf skoða önnur vörumerk á daglegum neysluvarning landans og athuga hvort hugsanlega megi finna í þeim einhverjar trúarlegar tilvísanir.

Sjónvarpsumræður um málið. 

Hér sést nýja vörumerkið - aðeins ljónshöfuð með flúri í kring - boginn fær að halda sér - skjáskot

Hér sést nýja vörumerkið – aðeins ljónshöfuð með flúri í kring – boginn fær að halda sér og ein býfluga á flöskuhálsi – skjáskot

Sögu Samsonar alla má lesa í Dómarabókinni 13.-16.

Dómarabókin 14. 6-20

(Hér segir frá því þegar ungt ljón kom öskrandi á móti Samsoni og hver viðbrögð hans urðu – innsk.):
Andi Drottins kom yfir hann og hann sleit það sundur eins og menn slíta sundur kiðling og hafði hann þó ekkert í hendinni. Hann sagði hvorki föður sínum né móður frá því sem hann hafði gert. Síðan fór Samson og talaði við konuna og hún féll honum vel í geð. Eftir nokkurn tíma kom hann aftur að sækja hana. Vék hann þá af leið til þess að sjá dauða ljónið og voru þá býflugur og hunang í ljónshræinu. Hann tók það í lófa sér, hélt síðan áfram og át, fór til föður síns og móður og gaf þeim og þau átu. En ekki sagði hann þeim frá því að hann hefði tekið hunangið úr ljónshræinu.

Samson leggur gátu fyrir Filistea

Því næst fór faðir hans til konunnar og hélt Samson þar veislu því að sá var háttur ungra manna.  Þegar þeir sáu hann fengu þeir honum þrjátíu brúðarsveina sem skyldu vera með honum.
Samson sagði við þá: „Nú legg ég fyrir ykkur gátu. Ef þið getið ráðið hana á þessum sjö veisludögum og fundið merkingu hennar, þá skal ég gefa ykkur þrjátíu kyrtla og þrjátíu hátíðarklæðnaði.  En getið þið ekki ráðið hana skuluð þið gefa mér þrjátíu kyrtla og þrjátíu hátíðarklæðnaði.“ Þeir svöruðu honum: „Leggðu fyrir okkur gátuna svo að við fáum að heyra hana.“  Þá sagði hann:
Æti gekk út af etanda
og sætleiki gekk út af hinum sterka.
Og liðu svo þrír dagar án þess að þeim tækist að ráða gátuna.
Á fjórða degi sögðu þeir við konu Samsonar: „Ginntu bónda þinn til að segja okkur ráðningu gátunnar, annars munum við brenna þig og hús föður þíns í eldi. Buðuð þið okkur til þess að féfletta okkur? Er því þannig varið?“
Þá grét kona Samsonar og sagði við hann: „Hatur hefur þú á mér en enga ást. Þú hefur lagt gátu fyrir samlanda mína en ekki sagt mér ráðningu hennar.“ Hann svaraði: „Ég hef ekki einu sinni sagt föður mínum og móður ráðningu hennar og ætti ég þá að segja þér hana?“  Og hún grét og barmaði sér við hann alla sjö dagana sem veislan stóð og á sjöunda degi sagði hann henni ráðninguna af því að hún gekk svo fast á hann. En hún sagði samlöndum sínum ráðningu gátunnar. 18 Borgarmenn sögðu þá við hann á sjöunda degi áður en sól settist:
Hvað er sætara en hunang?
Og hvað er sterkara en ljón?
Samson sagði við þá:
Ef þið hefðuð ekki plægt með kvígu minni
hefðuð þið ekki ráðið gátu mína.
Þá kom andi Drottins yfir hann svo að hann fór ofan til Askalon og drap þar þrjátíu menn, tók klæðnaði þeirra og gaf þeim sem hátíðarklæði er ráðið höfðu gátuna. Hann varð ákaflega reiður og fór upp til húss föður síns. En kona Samsonar giftist brúðarsveini hans sem hann hafði valið sér að svaramanni.

Hér má svo lesa allan kaflann.

Nóg er til sem stendur af víðfræga sírópinu hans Abrams Lyle  í hinum sígildu umbúðum í helstu verslunum hér á landi – mynd: Kirkjublaðið.is

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Biblíutilvísanir má víða finna. Ein þeirra kemur kannski mest á óvart en hana er að finna á umbúðum hins þekkta síróps frá fyrirtækinu Lyle í Englandi.

Það var þaulreyndur maður í viðskiptum sem hóf framleiðslu á þessu sýrópi árið 1881. Hann hét Abram Lyle (1820-1892), skoskur, og kenndi vöruna við sjálfan sig. Sírópið sló í gegn hjá almenningi og það var selt í viðartunnum og litlum grænum dósum sem enn má kaupa í verslunum.

Á dósunum er bogadregin áletrun: Lyle´s Golden Syrup. Síðan kemur nafn fyrirtækisins: Abram Lyle & Sons. Undir því er mynd af ljóni inni í sporöskjulöguðum reit og þar undir stendur á ensku: Out of the strong came forth sweetness. Litlir svartir deplar kringum ljónið eiga að vera býflugur.

Þetta er elsta óbreytta vörumerki á Bretlandseyjum og komst í heimsmetabók Guinness. Hefur verið á sírópsdósunum frá 1883.

Abram Lyle var mjög trúaður maður og kom því ekki neinum á óvart að hann skildi finna tilvitnun úr Biblíunni sem hæfði sírópinu hans.

Tilvitnunin sem Lyle valdi var úr Dómarabókinni þar sem segir frá Samsoni nokkrum sem var feykisterkur og fyrir því voru ákveðnar ástæður sem lesa má um í lok 16. kafla bókarinnar. Samson gerði sér til dæmis litið fyrir og reif í sundur ljón sem varð á vegi hans. Geri aðrir betur. Nokkru síðar fór hann og gætti að ljóninu og sá að í hræ þess höfðu býflugur gert sér bú. Hann bragðaði á hunanginu en ekki segir frá því hvað honum fannst um það. Þetta varð hins vegar Samoni tilefni til að leggja fram gátu fyrir andstæðinga sína, Filistea, og hún var þessi:

Æti gekk út af etanda
og sætleiki gekk út af hinum sterka.

Samson gat náttúrlega ekki vitað að gáta hans átti eftir verða í rúma öld á morgunverðarborðum þeirra sem kaupa sírópið hans Abrams Lyle og smyrja því á brauð og enskar pönnukökur. Ljónshræið sem varð Samsoni hinum sterka tilefni til að semja gátu sem annar átti eftir að njóta. Fyrrnefndur Abram Lyle sem las Biblíuna reglulega fann sem sé í þessari frásögn tilvitnun sína sem honum fannst hæfa sírópinu prýðilega. Hann vissi auðvitað að munur er á sírópi og hunangi þó skylt sé skeggið hökunni. Sírópið er dísætt og seigfljótandi og minnir um margt á hunang. Og sykurinn er orkumikill þó laus sé hann við önnur næringarefni og þar kom tenging við Samson hinn sterka.

En lausn gátunnar?

Filistearnir gátu ekki ráðið gátuna með heiðarlegum hætti og urðu því að beita brögðum til þess að komast að svarinu. Um það má lesa hér að neðan.

Hvers vegna er verið að tala um þetta hér?

Það á að breyta vörumerkinu og þá taka vanaföst hjörtu kipp. Skiljanlega – eða hvað?

Nýtt merki á að leysa gamla vörumerkið af hólmi. Ekki þykir lengur hæfa að hafa mynd af dauðu ljóni (já, Englendingar sem og aðrir dyggir kaupendur sírópsins hafa haft mynd af dauðu ljóni á morgunverðarborði sínu í rúma öld) og svermandi býflugur sem sækja næringu í rotnandi ljónið ásamt orðunum: Out of the strong came forth sweetness. (Sætleiki gekk út af hinum sterka.)

Það hefur hins vegar komið fram í fréttum hjá þegnum hans hátignar Karls III., að margir þeirra hafa ekkert áttað sig á þessari mynd eða áletruninni. Hver veltir svo sem vörumerkjum fyrir sér við morgunverðarborðið? Hins vegar hefur verið bent á að svipur hins dauða ljóns sé mildur og jafnvel megi lesa ánægju út úr honum.

Þessari breytingu á vörumerki hins fræga síróps er mótmælt harðlega af ýmsum. Margt kristið fólk segir að vegið sé að trúnni með því að fjarlægja rótgróið vörumerki með þessum hætti. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa svarað þessari gagnrýni og segja að viðhorf til kristinnar trúar í fjölmenningarsamfélagi hafi ekki ráðið úrslitum um breytingu á vörumerkinu. Á að trúa því?

En nýja vörumerkið?

Jú, ljónið fær að vera áfram á plastflöskunum. En aðeins höfuð þess og flúr í kring. Svipur þess er hlutlaus. Og boginn með nafni vörunnar heldur sér. Biblíutilvitnunin er horfin. Ein býfluga stendur eftir. Hvað með sírópsdósirnar? Þar er allt farið. Aðeins flúr, ekkert ljón og engar býflugur. Skyldi engan undra að Englendingar missi matarlystina við morgunverðarborðið.

Lyle´s Golden Syrup hefur fengist á Íslandi svo áratugum skiptir og notið mikilla vinsælda. Kannski ætti fólk að kaupa eina dós með gamla vörumerkinu til minja. Svo má nú alltaf skoða önnur vörumerk á daglegum neysluvarning landans og athuga hvort hugsanlega megi finna í þeim einhverjar trúarlegar tilvísanir.

Sjónvarpsumræður um málið. 

Hér sést nýja vörumerkið - aðeins ljónshöfuð með flúri í kring - boginn fær að halda sér - skjáskot

Hér sést nýja vörumerkið – aðeins ljónshöfuð með flúri í kring – boginn fær að halda sér og ein býfluga á flöskuhálsi – skjáskot

Sögu Samsonar alla má lesa í Dómarabókinni 13.-16.

Dómarabókin 14. 6-20

(Hér segir frá því þegar ungt ljón kom öskrandi á móti Samsoni og hver viðbrögð hans urðu – innsk.):
Andi Drottins kom yfir hann og hann sleit það sundur eins og menn slíta sundur kiðling og hafði hann þó ekkert í hendinni. Hann sagði hvorki föður sínum né móður frá því sem hann hafði gert. Síðan fór Samson og talaði við konuna og hún féll honum vel í geð. Eftir nokkurn tíma kom hann aftur að sækja hana. Vék hann þá af leið til þess að sjá dauða ljónið og voru þá býflugur og hunang í ljónshræinu. Hann tók það í lófa sér, hélt síðan áfram og át, fór til föður síns og móður og gaf þeim og þau átu. En ekki sagði hann þeim frá því að hann hefði tekið hunangið úr ljónshræinu.

Samson leggur gátu fyrir Filistea

Því næst fór faðir hans til konunnar og hélt Samson þar veislu því að sá var háttur ungra manna.  Þegar þeir sáu hann fengu þeir honum þrjátíu brúðarsveina sem skyldu vera með honum.
Samson sagði við þá: „Nú legg ég fyrir ykkur gátu. Ef þið getið ráðið hana á þessum sjö veisludögum og fundið merkingu hennar, þá skal ég gefa ykkur þrjátíu kyrtla og þrjátíu hátíðarklæðnaði.  En getið þið ekki ráðið hana skuluð þið gefa mér þrjátíu kyrtla og þrjátíu hátíðarklæðnaði.“ Þeir svöruðu honum: „Leggðu fyrir okkur gátuna svo að við fáum að heyra hana.“  Þá sagði hann:
Æti gekk út af etanda
og sætleiki gekk út af hinum sterka.
Og liðu svo þrír dagar án þess að þeim tækist að ráða gátuna.
Á fjórða degi sögðu þeir við konu Samsonar: „Ginntu bónda þinn til að segja okkur ráðningu gátunnar, annars munum við brenna þig og hús föður þíns í eldi. Buðuð þið okkur til þess að féfletta okkur? Er því þannig varið?“
Þá grét kona Samsonar og sagði við hann: „Hatur hefur þú á mér en enga ást. Þú hefur lagt gátu fyrir samlanda mína en ekki sagt mér ráðningu hennar.“ Hann svaraði: „Ég hef ekki einu sinni sagt föður mínum og móður ráðningu hennar og ætti ég þá að segja þér hana?“  Og hún grét og barmaði sér við hann alla sjö dagana sem veislan stóð og á sjöunda degi sagði hann henni ráðninguna af því að hún gekk svo fast á hann. En hún sagði samlöndum sínum ráðningu gátunnar. 18 Borgarmenn sögðu þá við hann á sjöunda degi áður en sól settist:
Hvað er sætara en hunang?
Og hvað er sterkara en ljón?
Samson sagði við þá:
Ef þið hefðuð ekki plægt með kvígu minni
hefðuð þið ekki ráðið gátu mína.
Þá kom andi Drottins yfir hann svo að hann fór ofan til Askalon og drap þar þrjátíu menn, tók klæðnaði þeirra og gaf þeim sem hátíðarklæði er ráðið höfðu gátuna. Hann varð ákaflega reiður og fór upp til húss föður síns. En kona Samsonar giftist brúðarsveini hans sem hann hafði valið sér að svaramanni.

Hér má svo lesa allan kaflann.

Nóg er til sem stendur af víðfræga sírópinu hans Abrams Lyle  í hinum sígildu umbúðum í helstu verslunum hér á landi – mynd: Kirkjublaðið.is

Viltu deila þessari grein með fleirum?