Þrjú voru tilnefnd til starfs vígslubiskups í Skálholtsumdæmi, þau sr. Arna Grétarsdóttir, sr. Dagur Fannar Magnússon og sr. Kristján Björnsson.
Kirkjublaðið.is leitaði til þeirra og bað þau um að lýsa sýn sinni á vígslubiskupstarfið og hverjar áherslur þeirra yrðu næðu þau kjöri.
Kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fer fram frá kl. 12.00 hinn 7. júní 2023 til kl. 12.00 hinn 12. júní 2023.
Kirkjublaðið.is birtir kynninguna í stafrófsröð.
Það er sr. Dagur Fannar Magnússon sem kynnir sjónarmið sín:
Ný sýn á hlutverk vígslubiskups
Framtíð þjóðkirkjunnar er mér hugleikin alla daga, hvort sem það er í starfi mínu sem sóknarprestur, í sístæðum heilabrotum mínum sem guðfræðingur eða einfaldlega sem þegn í landi þar sem þjóðkirkjan gegnir mikilvægu hlutverki í andlegu og félagslegu tilliti. Þjóðkirkjan er hryggjarstykki í mínu lífi og um leið verund þjóðar.
Ég vil fyrst og fremst að kirkjan verði laus við ofbeldi, ég vil að kirkjan okkar verði fjölbreytt, ég vil að kirkjan okkar verði full af kærleika, umburðarlyndi og samkennd. Ég vil að við séum eitt í Kristi, ég vil að hvert og eitt okkar eigi von, ég vil að við sáum í næringarríkan og góðan jarðveg. Ég vil að allir fái tækifæri til þess að vaxa í trú, von og kærleika.
Sameining sóknarprests embættisins og embætti vígslubiskups þykir mér mikilvægt í ljósi þeirra breytinga sem á sér stað í þjóðkirkjunni. Með því er hægt að spara mikið af pening enda er þjóðkirkjan í miklum sparnaðar aðgerðum og tel ég nauðsynlegt að draga úr kostnaði embættanna til að svara þessu kalli. Vígslubiskup yrði þá fyrst og fremst öryggisventill fyrir biskup Íslands eins og upphaflega þegar staðan var sett. Ég tel einnig að með því komi embættið aftur niður í grasrótina.
Ég tel að með einum eða öðrum hætti mætti halda betur utan um sóknarnefndirnar okkar. Ég sé fyrir mér að einu sinni á ári verði boðið upp á sóknarnefndardag í Skálholti. Á þeim degi myndi ég vilja bjóða upp á fræðsluerindi, vinnustofur og umræðuhópa sem gætu gefið sóknarnefndarstarfinu fleiri víddir.
Það er mér hjartans mál að prestum, djáknum og öllu öðru starfsfólki líði vel í vinnunni. Ég myndi vinna að því og hvetja þau til þess að taka frá tíma í sinni vinnuviku til endurmenntunar og að sinna persónulegri trúariðkun og sjálfsrækt. Eðlilegt væri ef prestar gætu tekið frá viku á ári á tveggja ára fresti til þess að fara á kyrrðardaga eða andlega uppbyggingu, fái aðstoð við að koma því við og fái afleysingu til þess.
Náttúruvernd er eitt af helstu verkefnum sem vígslubiskup ætti að hafa á sinni könnu, þar af leiðandi vera græni biskupinn. Ég trúi því að fólk tengi frekar við hugmynd um grænan biskup en vígslubiskup. Grænn biskup yrði helst með á dagskrá náttúruverndar og sköpunarguðfræði, þar sem lögð yrði áhersla á að tengja manneskjuna andlega við náttúruna og læra að elska hana eins og náungann. Ég sé fyrir mér að notast við pílagrímastefið því í því er fólgin mikil nálægð við sköpunarverkið.
Hvað verður um Skálholt?
Ef Skálholt ætlar á annað borð að gera sig breitt á ferðamannamarkaði þá tel ég það vera kirkjunni helst til gagns ef skýr sýn liggur þar að baki hverskonar ferðamenn við viljum fá í Skálholt. Mín tillaga er því að Skálholt verði að alþjóðlegri kyrrðar- og pílagrímamiðstöð. Þar verði byggt upp kyrrðarstarf á ársgrundvelli þar sem bæði staðurinn býður upp á öflugt kyrrðarstarfs prógramm ásamt því að hópar í sömu hugleiðingum geti komið og keyrt sitt eigið prógramm. Einnig er það mín sýn að Skálholt öðlist aftur stöðu sem kirkjuleg miðstöð á Íslandi.
Dagur Fannar Magnússon, sóknarprestur í Skálholtsprestakalli
Þrjú voru tilnefnd til starfs vígslubiskups í Skálholtsumdæmi, þau sr. Arna Grétarsdóttir, sr. Dagur Fannar Magnússon og sr. Kristján Björnsson.
Kirkjublaðið.is leitaði til þeirra og bað þau um að lýsa sýn sinni á vígslubiskupstarfið og hverjar áherslur þeirra yrðu næðu þau kjöri.
Kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fer fram frá kl. 12.00 hinn 7. júní 2023 til kl. 12.00 hinn 12. júní 2023.
Kirkjublaðið.is birtir kynninguna í stafrófsröð.
Það er sr. Dagur Fannar Magnússon sem kynnir sjónarmið sín:
Ný sýn á hlutverk vígslubiskups
Framtíð þjóðkirkjunnar er mér hugleikin alla daga, hvort sem það er í starfi mínu sem sóknarprestur, í sístæðum heilabrotum mínum sem guðfræðingur eða einfaldlega sem þegn í landi þar sem þjóðkirkjan gegnir mikilvægu hlutverki í andlegu og félagslegu tilliti. Þjóðkirkjan er hryggjarstykki í mínu lífi og um leið verund þjóðar.
Ég vil fyrst og fremst að kirkjan verði laus við ofbeldi, ég vil að kirkjan okkar verði fjölbreytt, ég vil að kirkjan okkar verði full af kærleika, umburðarlyndi og samkennd. Ég vil að við séum eitt í Kristi, ég vil að hvert og eitt okkar eigi von, ég vil að við sáum í næringarríkan og góðan jarðveg. Ég vil að allir fái tækifæri til þess að vaxa í trú, von og kærleika.
Sameining sóknarprests embættisins og embætti vígslubiskups þykir mér mikilvægt í ljósi þeirra breytinga sem á sér stað í þjóðkirkjunni. Með því er hægt að spara mikið af pening enda er þjóðkirkjan í miklum sparnaðar aðgerðum og tel ég nauðsynlegt að draga úr kostnaði embættanna til að svara þessu kalli. Vígslubiskup yrði þá fyrst og fremst öryggisventill fyrir biskup Íslands eins og upphaflega þegar staðan var sett. Ég tel einnig að með því komi embættið aftur niður í grasrótina.
Ég tel að með einum eða öðrum hætti mætti halda betur utan um sóknarnefndirnar okkar. Ég sé fyrir mér að einu sinni á ári verði boðið upp á sóknarnefndardag í Skálholti. Á þeim degi myndi ég vilja bjóða upp á fræðsluerindi, vinnustofur og umræðuhópa sem gætu gefið sóknarnefndarstarfinu fleiri víddir.
Það er mér hjartans mál að prestum, djáknum og öllu öðru starfsfólki líði vel í vinnunni. Ég myndi vinna að því og hvetja þau til þess að taka frá tíma í sinni vinnuviku til endurmenntunar og að sinna persónulegri trúariðkun og sjálfsrækt. Eðlilegt væri ef prestar gætu tekið frá viku á ári á tveggja ára fresti til þess að fara á kyrrðardaga eða andlega uppbyggingu, fái aðstoð við að koma því við og fái afleysingu til þess.
Náttúruvernd er eitt af helstu verkefnum sem vígslubiskup ætti að hafa á sinni könnu, þar af leiðandi vera græni biskupinn. Ég trúi því að fólk tengi frekar við hugmynd um grænan biskup en vígslubiskup. Grænn biskup yrði helst með á dagskrá náttúruverndar og sköpunarguðfræði, þar sem lögð yrði áhersla á að tengja manneskjuna andlega við náttúruna og læra að elska hana eins og náungann. Ég sé fyrir mér að notast við pílagrímastefið því í því er fólgin mikil nálægð við sköpunarverkið.
Hvað verður um Skálholt?
Ef Skálholt ætlar á annað borð að gera sig breitt á ferðamannamarkaði þá tel ég það vera kirkjunni helst til gagns ef skýr sýn liggur þar að baki hverskonar ferðamenn við viljum fá í Skálholt. Mín tillaga er því að Skálholt verði að alþjóðlegri kyrrðar- og pílagrímamiðstöð. Þar verði byggt upp kyrrðarstarf á ársgrundvelli þar sem bæði staðurinn býður upp á öflugt kyrrðarstarfs prógramm ásamt því að hópar í sömu hugleiðingum geti komið og keyrt sitt eigið prógramm. Einnig er það mín sýn að Skálholt öðlist aftur stöðu sem kirkjuleg miðstöð á Íslandi.
Dagur Fannar Magnússon, sóknarprestur í Skálholtsprestakalli