Skálholtsdómkirkja – mynd: Kirkjublaðið.is

Þrjú voru tilnefnd til starfs vígslubiskups í Skálholtsumdæmi, þau sr. Arna Grétarsdóttir, sr. Dagur Fannar Magnússon og sr. Kristján Björnsson.

Kirkjublaðið.is leitaði til þeirra og bað þau um að lýsa sýn sinni á vígslubiskupstarfið og hverjar áherslur þeirra yrðu næðu þau kjöri.

Kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fer fram frá kl. 12.00 hinn 7. júní 2023 til kl. 12.00 hinn 12. júní 2023.

Kirkjublaðið.is birtir kynninguna í stafrófsröð og þetta er sú þriðja og síðasta.

Það er sr. Kristján Björnsson sem kynnir sjónarmið sín:

Aukið hlutverk eftir breyttum þörfum

Ég vil sjá vígslubiskupsembættið verða enn sjálfstæðara embætti en verið hefur. Vil ég sjá þá sitja í nokkurs konar biskups- eða stiftisráði undir forsæti biskups Íslands. Landið er eitt stifti og tilsjónin ein. Þannig væri hægt að styrkja tilsjónarhlutverkið og einingu kirkjunnar með mun öflugri starfseiningu en biskupafundur er núna.

Ég hef lagt mig fram um að efla það hlutverk vígslubiskups og vera í forsvari fyrir Skálholt. Þar er aðsetur mitt og lögheimili. Stjórn staðarins er  sjálfstæðari stjórn en nokkru sinni. Reksturinn hefur snúist algjörlega við og skilar nú umtalsverðum tekjum og afar góðri þjónustu. Kirkjuleg starfsemi nýtur afsláttar og er í forgrunni. Þau sem stýra dagskrá í Skálholti þurfa að skipuleggja sig mun lengra fram í tíma en áður. Gistinýting hefur aukist úr 15% í 90% yfir sumarið. Staðurinn er sjaldan mannlaus og fjöldinn eykst sem kemur og nýtur helgi staðarins, sögu og leiðsagnar. Vígslubiskup tekur sjálfur á móti fjölda hópa á hverju ári. Nærveru biskups er fagnað og ánægja er með tíðasöng á morgnanna og reglulegt helgihald. Skálholtsbiskup ber sérstaka ábyrgð á því með sóknarpresti og organista. Líkt og forverar mínir hef ég annast messur í Skálholtsprestakalli á við prest í tæplega hálfu starfi. Ég hef vígt prest, djákna, kirkju og safnaðarheimili. Ef auka ætti við fastar starfsskyldur vígslubiskupa tel ég það geti verið í samræmi við tilsjónina að vígslubiskup í Skálholti verði jafnframt prófastur Suðurprófastsdæmis. Skyldan við grunnþjónustu er mikil í prestakalli með 12 kirkjum og einum sóknarpresti. Ekki má vanrækja það hlutverk að heimsækja söfnuði og vísitera. Þannig hef ég kynnst blómlegu safnaðarstarfi mun víðar en ef ég væri bundinn í einu prestakalli. Yfirsýn og reynslu miðlar biskup á milli safnaða með því að koma víða við og miðla reynslu.

Breyting hefur orðið á landnýtingu Skálholts. Jörðin er farin úr hefðbundinni ábúð en tún og akrar eru í útleigu. Skógar eru ræktaðir til kolefnisjöfnunar. Árnar eru nýttar til veiði. Hleðsla er fyrir rafmagnsbíla. Skálholtstunga er náttúruminjasvæði og hefur votlendi verið endurheimt. Haldnar hafa verið ráðstefnur um loftslagsvá í Skálholti og sú stærsta með yfir 500 manns allra trúarbragða í öllum heimsálfum. Lagðir hafa verið stígar um jörðina og hægt að fara mislangar leiðir ofan í Tunguna. Fólk gengur sjálft eða í skipulagðri sögugöngu. Í sumar verða fyrstu pílagrímagöngurnar heima. Rannsóknir hafa verið miklar síðustu áratugi og útgáfa bóka er óvenju vegleg um fornleifar og sögu.

Í heimsfaraldrinum var lítið um samkomur nema á netinu. Þá notuðum við tíma hér heima til að byggja upp og taka dómkirkjuna og skóla og fleiri hús í gegn með nauðsynlegri endurnýjun. Við fögnum 60 ára vígsluafmæli kirkjunnar með óvenju veglegri Skálholtshátíð en skálholtsbiskup stýrir henni. Samvinna við Sumartónleikana er góð. Vígslubiskup vinnur núna að endurmenntunarnámskeiði íslenskra og færeyskra presta og djákna í samvinnu við fræðsludeildina. Í framhaldi af því þarf að endurvekja námskeið fyrir meðhjálpara, hringjara og kirkjuverði, formenn sókna, æskulýðsleiðtoga, organista og fleiri hópa. Sum þessara námskeiða þarf einnig að halda víðar. Kyrrðardagar hafa verið í Skálholti og eiga sér áratuga hefð og sögu. Kyrrðardaga þarf að efla með djúpri iðkun kristinnar trúar. Það þarf að ná innra starfinu á flug eftir daufleg Covíd ár svo þjónusta kirkjunnar verði aðfinnslulaus og fullkomin enda er Kristur fullkominn.

Hlutverk biskupa þarf að skilgreina betur. Sóknarbörn, sóknarnefndir, starfsfólk safnaða og stofnana og vígðir þjónar eiga að njóta tilsjónar biskupa í öllum þáttum kirkjulegrar þjónustu. Það er sýn mín að vígslubiskup eigi að vera trúverðugur andlegur leiðtogi og vel að sér í boðun kristinnar trúar í orði og verki, komi fram og tali skýrt fyrir kirkju og kristni og þjóni sem biskup í þágu allra íbúa landsins.

                                                    Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholtsumdæmi

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Skálholtsdómkirkja – mynd: Kirkjublaðið.is

Þrjú voru tilnefnd til starfs vígslubiskups í Skálholtsumdæmi, þau sr. Arna Grétarsdóttir, sr. Dagur Fannar Magnússon og sr. Kristján Björnsson.

Kirkjublaðið.is leitaði til þeirra og bað þau um að lýsa sýn sinni á vígslubiskupstarfið og hverjar áherslur þeirra yrðu næðu þau kjöri.

Kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fer fram frá kl. 12.00 hinn 7. júní 2023 til kl. 12.00 hinn 12. júní 2023.

Kirkjublaðið.is birtir kynninguna í stafrófsröð og þetta er sú þriðja og síðasta.

Það er sr. Kristján Björnsson sem kynnir sjónarmið sín:

Aukið hlutverk eftir breyttum þörfum

Ég vil sjá vígslubiskupsembættið verða enn sjálfstæðara embætti en verið hefur. Vil ég sjá þá sitja í nokkurs konar biskups- eða stiftisráði undir forsæti biskups Íslands. Landið er eitt stifti og tilsjónin ein. Þannig væri hægt að styrkja tilsjónarhlutverkið og einingu kirkjunnar með mun öflugri starfseiningu en biskupafundur er núna.

Ég hef lagt mig fram um að efla það hlutverk vígslubiskups og vera í forsvari fyrir Skálholt. Þar er aðsetur mitt og lögheimili. Stjórn staðarins er  sjálfstæðari stjórn en nokkru sinni. Reksturinn hefur snúist algjörlega við og skilar nú umtalsverðum tekjum og afar góðri þjónustu. Kirkjuleg starfsemi nýtur afsláttar og er í forgrunni. Þau sem stýra dagskrá í Skálholti þurfa að skipuleggja sig mun lengra fram í tíma en áður. Gistinýting hefur aukist úr 15% í 90% yfir sumarið. Staðurinn er sjaldan mannlaus og fjöldinn eykst sem kemur og nýtur helgi staðarins, sögu og leiðsagnar. Vígslubiskup tekur sjálfur á móti fjölda hópa á hverju ári. Nærveru biskups er fagnað og ánægja er með tíðasöng á morgnanna og reglulegt helgihald. Skálholtsbiskup ber sérstaka ábyrgð á því með sóknarpresti og organista. Líkt og forverar mínir hef ég annast messur í Skálholtsprestakalli á við prest í tæplega hálfu starfi. Ég hef vígt prest, djákna, kirkju og safnaðarheimili. Ef auka ætti við fastar starfsskyldur vígslubiskupa tel ég það geti verið í samræmi við tilsjónina að vígslubiskup í Skálholti verði jafnframt prófastur Suðurprófastsdæmis. Skyldan við grunnþjónustu er mikil í prestakalli með 12 kirkjum og einum sóknarpresti. Ekki má vanrækja það hlutverk að heimsækja söfnuði og vísitera. Þannig hef ég kynnst blómlegu safnaðarstarfi mun víðar en ef ég væri bundinn í einu prestakalli. Yfirsýn og reynslu miðlar biskup á milli safnaða með því að koma víða við og miðla reynslu.

Breyting hefur orðið á landnýtingu Skálholts. Jörðin er farin úr hefðbundinni ábúð en tún og akrar eru í útleigu. Skógar eru ræktaðir til kolefnisjöfnunar. Árnar eru nýttar til veiði. Hleðsla er fyrir rafmagnsbíla. Skálholtstunga er náttúruminjasvæði og hefur votlendi verið endurheimt. Haldnar hafa verið ráðstefnur um loftslagsvá í Skálholti og sú stærsta með yfir 500 manns allra trúarbragða í öllum heimsálfum. Lagðir hafa verið stígar um jörðina og hægt að fara mislangar leiðir ofan í Tunguna. Fólk gengur sjálft eða í skipulagðri sögugöngu. Í sumar verða fyrstu pílagrímagöngurnar heima. Rannsóknir hafa verið miklar síðustu áratugi og útgáfa bóka er óvenju vegleg um fornleifar og sögu.

Í heimsfaraldrinum var lítið um samkomur nema á netinu. Þá notuðum við tíma hér heima til að byggja upp og taka dómkirkjuna og skóla og fleiri hús í gegn með nauðsynlegri endurnýjun. Við fögnum 60 ára vígsluafmæli kirkjunnar með óvenju veglegri Skálholtshátíð en skálholtsbiskup stýrir henni. Samvinna við Sumartónleikana er góð. Vígslubiskup vinnur núna að endurmenntunarnámskeiði íslenskra og færeyskra presta og djákna í samvinnu við fræðsludeildina. Í framhaldi af því þarf að endurvekja námskeið fyrir meðhjálpara, hringjara og kirkjuverði, formenn sókna, æskulýðsleiðtoga, organista og fleiri hópa. Sum þessara námskeiða þarf einnig að halda víðar. Kyrrðardagar hafa verið í Skálholti og eiga sér áratuga hefð og sögu. Kyrrðardaga þarf að efla með djúpri iðkun kristinnar trúar. Það þarf að ná innra starfinu á flug eftir daufleg Covíd ár svo þjónusta kirkjunnar verði aðfinnslulaus og fullkomin enda er Kristur fullkominn.

Hlutverk biskupa þarf að skilgreina betur. Sóknarbörn, sóknarnefndir, starfsfólk safnaða og stofnana og vígðir þjónar eiga að njóta tilsjónar biskupa í öllum þáttum kirkjulegrar þjónustu. Það er sýn mín að vígslubiskup eigi að vera trúverðugur andlegur leiðtogi og vel að sér í boðun kristinnar trúar í orði og verki, komi fram og tali skýrt fyrir kirkju og kristni og þjóni sem biskup í þágu allra íbúa landsins.

                                                    Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholtsumdæmi

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir