Skálholtsdómkirkja – mynd: Kirkjublaðið.is

 

Þrjú voru tilnefnd til starfs vígslubiskups í Skálholtsumdæmi, þau sr. Arna Grétarsdóttir, sr. Dagur Fannar Magnússon og sr. Kristján Björnsson.

Kirkjublaðið.is leitaði til þeirra og bað þau um að lýsa sýn sinni á vígslubiskupstarfið og hverjar áherslur þeirra yrðu næðu þau kjöri.

Kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fer fram frá kl. 12.00 hinn 7. júní 2023 til kl. 12.00 hinn 12. júní 2023.

Kirkjublaðið.is birtir kynninguna í stafrófsröð þrjá daga í röð.

 

Það er sr. Arna Grétarsdóttir, sem kynnir fyrst sjónarmið sín

 

Lifandi kirkja á 21. öld

Hvers vegna höfum við vígslubiskupa í þjóðkirkjunni? Margir spyrja sig að því núna þegar kjör vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fer fram. Mitt svar er að vígslubiskupar eru hluti af biskupsþjónustu íslensku þjóðkirkjunnar og starfa sem slíkir í teymi undir forystu biskups Íslands til að styðja við innra og ytra starf þjóðkirkjunnar.

Vígslubiskuparnir tveir, á Hólum og í Skálholti, sinna hirðisþjónustu við söfnuði kirkjunnar. Þannig eru þeir eyra sem hlustar, þeir gefa ráð og ryðja úr vegi því sem hindrar presta, djákna, starfsfólk safnaðanna og sóknarnefndir í því að sinna sínu mikilvæga hlutverki sem þau eru kölluð til.

Vígslubiskupar starfa í nánu samstarfi við prófasta, sóknarpresta og sóknarnefndir, og ganga inn í mál í umboði Biskups Íslands eða að beiðni prófasts. Vígslubiskup stendur vörð um innra starf kirkjunnar; helgihald, kærleiksþjónustu, boðun og fræðslu, með sérstakri áherslu á staðina sem þeir sitja. Þeir taka þátt í helgihaldi í sínum umdæmum eftir því sem það á við, bæði því sem er hefðbundið og því sem nýstárlegt er.

Hlutverk allra þjóna kirkjunnar verða að vera skýr. Það á líka við um vígslubiskupa og þess vegna finnst mér mikilvægt að fram fari með opnum huga starfagreining og endurskilgreining verkefna allra sem koma að stjórnun þjóðkirkjunnar. Við þurfum að svara kalli tímans um hagræðingu og skilvirkni. Verði ég kjörin til Skálholts mun ég leggja mitt af mörkum svo af því verði.

Ég íhugaði vel hvort ég ætti að stíga fram núna og taka tilnefningu til vígslubiskupskjörs í Skálholti. Ég dró úr öskju minni, Orð Guðs til þín, þessi orð úr öðru Tímóteusarbréfi 1:7-8: „Ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar. Fyrirverð þig því ekki fyrir vitnisburðinn um Drottin vorn.“ Hugrekkið barst mér í orði, í bæn og samtölum við góða kollega, vini og sveitunga.

Hljóti ég brautargengi til að gegna vígslubiskupsstarfi í Skálholtsumdæmi mun ég leggja mitt af mörkum inn í þríeyki biskupsþjónustunnar með áherslu á að:

tala fyrir kröftugu barna- og æskulýðsstarfi sem leitar nýrra leiða til að ná til ungs fólks

næra heilbrigð samskipti innan kirkjunnar og hlúa að starfsfólki og sjálfboðaliðum

eiga náið samráð við fólkið í kirkjunni um framtíð og uppbyggingu á Skálholtsstað sem nýtist allri þjóðinni

hvetja kirkjunnar fólk til að vera samfélag sem hafi djörfung til að stíga fram og bera vitni um fagnaðarerindi Jesú Krists

stuðla að nýsköpun og nýjungum í helgihaldi, fræðslu og kærleiksþjónustu með skapandi lausnum sem ná til nýrra hópa.

Skálholt er í mörgu tilliti vagga kristni á Íslandi. Þar á hjartsláttur trúarinnar að heyrast í bænarorðum, tónum, fræðslu, menningu, sögu og samskiptum. Skálholt er stór staður sem rúmar vel margradda kór sem myndar eitt fallegt verk. Inn í það verk tel ég rödd mína og nærveru falla vel. Í Skálholti þarf að skapa góða starfseiningu sem vinnur í gleði og samtakamætti að góðum verkefnum. Það verður aðeins gert í trausti þess að öll erum við borin uppi á bænarörmum hvers annars.

Ég hlakka til samstarfs við ykkur öll.

Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

 

 

Skálholtsdómkirkja – mynd: Kirkjublaðið.is

 

Þrjú voru tilnefnd til starfs vígslubiskups í Skálholtsumdæmi, þau sr. Arna Grétarsdóttir, sr. Dagur Fannar Magnússon og sr. Kristján Björnsson.

Kirkjublaðið.is leitaði til þeirra og bað þau um að lýsa sýn sinni á vígslubiskupstarfið og hverjar áherslur þeirra yrðu næðu þau kjöri.

Kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fer fram frá kl. 12.00 hinn 7. júní 2023 til kl. 12.00 hinn 12. júní 2023.

Kirkjublaðið.is birtir kynninguna í stafrófsröð þrjá daga í röð.

 

Það er sr. Arna Grétarsdóttir, sem kynnir fyrst sjónarmið sín

 

Lifandi kirkja á 21. öld

Hvers vegna höfum við vígslubiskupa í þjóðkirkjunni? Margir spyrja sig að því núna þegar kjör vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fer fram. Mitt svar er að vígslubiskupar eru hluti af biskupsþjónustu íslensku þjóðkirkjunnar og starfa sem slíkir í teymi undir forystu biskups Íslands til að styðja við innra og ytra starf þjóðkirkjunnar.

Vígslubiskuparnir tveir, á Hólum og í Skálholti, sinna hirðisþjónustu við söfnuði kirkjunnar. Þannig eru þeir eyra sem hlustar, þeir gefa ráð og ryðja úr vegi því sem hindrar presta, djákna, starfsfólk safnaðanna og sóknarnefndir í því að sinna sínu mikilvæga hlutverki sem þau eru kölluð til.

Vígslubiskupar starfa í nánu samstarfi við prófasta, sóknarpresta og sóknarnefndir, og ganga inn í mál í umboði Biskups Íslands eða að beiðni prófasts. Vígslubiskup stendur vörð um innra starf kirkjunnar; helgihald, kærleiksþjónustu, boðun og fræðslu, með sérstakri áherslu á staðina sem þeir sitja. Þeir taka þátt í helgihaldi í sínum umdæmum eftir því sem það á við, bæði því sem er hefðbundið og því sem nýstárlegt er.

Hlutverk allra þjóna kirkjunnar verða að vera skýr. Það á líka við um vígslubiskupa og þess vegna finnst mér mikilvægt að fram fari með opnum huga starfagreining og endurskilgreining verkefna allra sem koma að stjórnun þjóðkirkjunnar. Við þurfum að svara kalli tímans um hagræðingu og skilvirkni. Verði ég kjörin til Skálholts mun ég leggja mitt af mörkum svo af því verði.

Ég íhugaði vel hvort ég ætti að stíga fram núna og taka tilnefningu til vígslubiskupskjörs í Skálholti. Ég dró úr öskju minni, Orð Guðs til þín, þessi orð úr öðru Tímóteusarbréfi 1:7-8: „Ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar. Fyrirverð þig því ekki fyrir vitnisburðinn um Drottin vorn.“ Hugrekkið barst mér í orði, í bæn og samtölum við góða kollega, vini og sveitunga.

Hljóti ég brautargengi til að gegna vígslubiskupsstarfi í Skálholtsumdæmi mun ég leggja mitt af mörkum inn í þríeyki biskupsþjónustunnar með áherslu á að:

tala fyrir kröftugu barna- og æskulýðsstarfi sem leitar nýrra leiða til að ná til ungs fólks

næra heilbrigð samskipti innan kirkjunnar og hlúa að starfsfólki og sjálfboðaliðum

eiga náið samráð við fólkið í kirkjunni um framtíð og uppbyggingu á Skálholtsstað sem nýtist allri þjóðinni

hvetja kirkjunnar fólk til að vera samfélag sem hafi djörfung til að stíga fram og bera vitni um fagnaðarerindi Jesú Krists

stuðla að nýsköpun og nýjungum í helgihaldi, fræðslu og kærleiksþjónustu með skapandi lausnum sem ná til nýrra hópa.

Skálholt er í mörgu tilliti vagga kristni á Íslandi. Þar á hjartsláttur trúarinnar að heyrast í bænarorðum, tónum, fræðslu, menningu, sögu og samskiptum. Skálholt er stór staður sem rúmar vel margradda kór sem myndar eitt fallegt verk. Inn í það verk tel ég rödd mína og nærveru falla vel. Í Skálholti þarf að skapa góða starfseiningu sem vinnur í gleði og samtakamætti að góðum verkefnum. Það verður aðeins gert í trausti þess að öll erum við borin uppi á bænarörmum hvers annars.

Ég hlakka til samstarfs við ykkur öll.

Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir