Í fyrra kom út nokkuð væn skýrsla á vegum forsætisráðuneytisins og fjallaði hún um fátækt á Íslandi og áætlaðan samfélagslegan kostnað af henni. Margt fróðlegt er að finna í þessari skýrslu eins og jafnan er þegar sérfræðingar setjast niður og rýna í málin. Skýrslan er á máli sérfræðinga og því ekki beint aðgengileg fyrir almenning. Í kafla sem ber yfirskriftina Mögulegar aðgerðir er að finna texta sem er býsna þokukenndur á köflum. Málfarið er sótt í viðskipti eins og:

„Að draga úr fátækt er langtímafjárfesting sem hefur mikinn væntan ávinning.“ (Bls. 10).

Skýrsluhöfundar segja rannsóknir benda til þess að börn sem alist upp við fátækt beri þess merki í þó nokkrum mæli. Þá nefna höfundar að það geti borið árangur gegn áhrifum fátæktar á börn að „koma í veg fyrir aukna samþjöppun tekjuhópa,“ (bls. 11) í ákveðin hverfi eða landshluta. Tveir hópar hópar búa við það sem kallast dýpri fátækt: innflytjendur og eftirlaunaþegar sem eru undir lágtekjumörkum.  Mikilvægt er að mati nefndarinnar að halda áfram að rýna í gögn og greina þau nánar. Ríkisstjórnin veitti svo átta milljónum króna til að halda áfram með verkefnið.

Alltaf gott að rannsaka samfélagsleg mein og finna leiðir til úrbóta. En ekki er laust við að í texta um fátækt á Íslandi fallist lesanda hendur þegar hann kemur í síðasta hlutann sem er samantekt og umræða (bls. 58, skjáskot):

Gluggar Nýlistasafnsins eru þaktir með bónuspokum í reglubundnu mynstri og gefa sérstaka birtu í salinn

En það er mikill munur á því hvernig umræða um samfélagsmál er sett fram í opinberri skýrslu sem dreift er á Alþingi – og síðan kannski ekki söguna meir – eða þá hvernig listamaður tekur á sama efni. Þetta eru tvö sjónarhorn. Listamaðurinn setur fram verk með lifandi og áhugaverðum hætti, mannlegum, meðan skýrsla ber með sér hina visnu hönd kerfisins.

Kirkjublaðið.is brá sér í fyrradag á listsýningu í Marshallhúsinu hjá Nýlistasafninu. Þar stendur yfir sýning Sæmundar Þórs Helgasonar, listamanns, á verki sem heitir: Af hverju er Ísland svona fátækt? 

Sæmundur Þór tók viðtöl við fólk í Kringlunni og spurði það út í viðhorf þess til fátæktar og orsaka hennar. Viðtölin eru eins og stutt fréttaskot og eru sýnd á nokkrum flatskjám í salnum. Um salarkynnin ómuðu raddir fólksins í jólaösinni þegar það gaf sér tíma til að svara spurningunni um fátækt í miðjum innkaupum. Skoðanir þess á fátækt eru margvíslegar. Viðtölin við þau eru með texta á ensku og pólsku.

Hér sést yfir salinn í Nýlistasafninu, fjærst má sjá hið kunna textílverk Hildar Hákonardóttur, Ráðherrastólarnir, frá 1974

En það eru ekki bara skjáir í verki Sæmundar Þórs og grafík hinnar kunnu Bónusverslunarkeðju sem blasa við áhorfendum þegar inn er komið. Önnur áhrifamikil verk setja svip sinn á sýninguna en þau kallast á við verk Sæmundar Þórs. Þessi verk eru eftir ýmsa kunna listamenn og voru valin af listamanninum og sýningarstjóranum, Oddu Júlíu Snorradóttur. Bónuskeðjan er ekki valin fyrir neina tilviljun sem táknmynd sýningarinnar vegna þess að sannarlega hefur sú verslun boðið almenningi vöru á lágu verði og reynst því kjarabót. Þversögnin er kannski sú að lágvöruverslanir framleiða líka auðmenn. En það er önnur saga. Eða hvað?

Sjón er sögu ríkari. Listin talar með áhrifaríkari hætti en skýrslan úr ráðuneytinu. Kannski ekki undravert í sjálfu sér þar sem um er að ræða tvö form, skýrslu og list. Kirkjublaðið.is efast ekki um að hinir ágætu skýrsluhöfundar hefðu gott af því að sækja sýningu Sæmundar Þórs í Nýlistsafninu en henni lýkur 3. mars.

Harmonikkuleikari óskar eftir fjárhagsaðstoð – betl eða sjálfsbjargarviðleitni? 

En þá er komið að hugrenningartengslum sem eru bundin við mynd af ungum manni sem var fyrir utan Bónusverslun og lék þar á harmonikku. Myndin var tekin í haust og það var fremur svalt í veðri. Opin taska var við hlið hans og fólk gat lagt pening í hana sem þakklætisvott fyrir harmonikkuleik og stuðning við unga manninn. Ekki var að sjá að margir hefðu aumkað sig yfir hann og rétt að honum aur eins og segir í gömlum bókum. Enda nánast allir með greiðslukort. Ungi maðurinn kann að vera í hópi þeirra sem búa við dýpri fátækt eins og kölluð er í skýrslum hins opinbera og þarna hefur hún skotist upp á grynningarnar. Þegar fólk er spurt út í háttalag þessa unga manns kveða flestir upp úr með það að hann sé að betla og bæta því gjarnan við að honum væri nær að fá sér heiðarlega vinnu. Fáir virtust meta ljúfa tóna frá harmonikkunni til margra fiska en hann var engan veginn slakur hljóðfæraleikari.

Réttmæt spurning eða óréttmæt?

Og þá að Lúther, þeim ágæta strigakjafti sem við Lútheranar teljum vera okkar mann enda þótt við séum ekki par ánægð með allt sem rann frá pennafjöður hans. Fátækt var líka viðvarandi vandamál á tíma Lúthers og birtist í ýmsum myndum eins og á okkar tímum. Lúther taldi augljóst mál að fátæktin væri runnin frá sjálfum djöflinum og lævísar birtingarmyndir hennar væru ekki annað en nokkurs konar fulltrúar hans. Hún væri í einu og öllu andstæða við kærleiksríkan Guð og meistarann frá Nasaret. Hann taldi að það ætti að koma þeim fátæku til hjálpar og þau sem hefðu það hlutverk væru sveitarfélögin og til þess þyrfti hugrekki sem væri því miður af skornum skammti. Klaustrin sem komust í hendur furstanna voru auðug og Lúther vildi að hluti af eigum þeirra rynni til aðstoðar fátækum. Engin guðsþjónusta kristins manns kæmist í hálfkvisti við þá er hann þjónaði þeim snauðu og umkomulausu.

En hvað með betlarana? Fræg er sú sögn að í vasa Lúthers þá hann var látinn hafi fundist bréfmiði með orðunum: „Við erum allir betlarar. Það er satt.“ Hugsunin var sú að allir menn væru eins og blindir beiningamenn við götuna og þegar meistarinn frá Nasaret yrði á vegi þeirra lykjust augu þeirra upp og þeir legðu frá sér betlistafinn.

Betl var á miðöldum litið jákvæðum augum vegna þess að það hafði því hlutverki að gegna að gefa borgurum tækifæri til að sýna sig í jákvæðu ljósi gagnvart Guði. Saga betls verður ekki rakin hér í þessum stutta pistli. En manneskjan er nú þannig gerð að hún vill alltaf fá eitthvað fyrir sinn fræga snúð. Þegar sveitarfélög og sóknir fóru að liðsinna betlurum með ýmsu móti skaut þeirri hugsun upp að betlararnir gætu nú auðvitað lagt eitthvað fram á móti til dæmis í ýmsum viðvikum. Sópa gólf, dytta að einu og öðru.

Lúther taldi sem sé að enginn manneskja þyrfti að ganga um og betla. Sveitarfélögin ættu að koma hinum snauðu til hjálpar að viðbættri guðsþjónustu hvers kristins manns á vettvangi dagsins: kærleiksþjónustunni.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Í fyrra kom út nokkuð væn skýrsla á vegum forsætisráðuneytisins og fjallaði hún um fátækt á Íslandi og áætlaðan samfélagslegan kostnað af henni. Margt fróðlegt er að finna í þessari skýrslu eins og jafnan er þegar sérfræðingar setjast niður og rýna í málin. Skýrslan er á máli sérfræðinga og því ekki beint aðgengileg fyrir almenning. Í kafla sem ber yfirskriftina Mögulegar aðgerðir er að finna texta sem er býsna þokukenndur á köflum. Málfarið er sótt í viðskipti eins og:

„Að draga úr fátækt er langtímafjárfesting sem hefur mikinn væntan ávinning.“ (Bls. 10).

Skýrsluhöfundar segja rannsóknir benda til þess að börn sem alist upp við fátækt beri þess merki í þó nokkrum mæli. Þá nefna höfundar að það geti borið árangur gegn áhrifum fátæktar á börn að „koma í veg fyrir aukna samþjöppun tekjuhópa,“ (bls. 11) í ákveðin hverfi eða landshluta. Tveir hópar hópar búa við það sem kallast dýpri fátækt: innflytjendur og eftirlaunaþegar sem eru undir lágtekjumörkum.  Mikilvægt er að mati nefndarinnar að halda áfram að rýna í gögn og greina þau nánar. Ríkisstjórnin veitti svo átta milljónum króna til að halda áfram með verkefnið.

Alltaf gott að rannsaka samfélagsleg mein og finna leiðir til úrbóta. En ekki er laust við að í texta um fátækt á Íslandi fallist lesanda hendur þegar hann kemur í síðasta hlutann sem er samantekt og umræða (bls. 58, skjáskot):

Gluggar Nýlistasafnsins eru þaktir með bónuspokum í reglubundnu mynstri og gefa sérstaka birtu í salinn

En það er mikill munur á því hvernig umræða um samfélagsmál er sett fram í opinberri skýrslu sem dreift er á Alþingi – og síðan kannski ekki söguna meir – eða þá hvernig listamaður tekur á sama efni. Þetta eru tvö sjónarhorn. Listamaðurinn setur fram verk með lifandi og áhugaverðum hætti, mannlegum, meðan skýrsla ber með sér hina visnu hönd kerfisins.

Kirkjublaðið.is brá sér í fyrradag á listsýningu í Marshallhúsinu hjá Nýlistasafninu. Þar stendur yfir sýning Sæmundar Þórs Helgasonar, listamanns, á verki sem heitir: Af hverju er Ísland svona fátækt? 

Sæmundur Þór tók viðtöl við fólk í Kringlunni og spurði það út í viðhorf þess til fátæktar og orsaka hennar. Viðtölin eru eins og stutt fréttaskot og eru sýnd á nokkrum flatskjám í salnum. Um salarkynnin ómuðu raddir fólksins í jólaösinni þegar það gaf sér tíma til að svara spurningunni um fátækt í miðjum innkaupum. Skoðanir þess á fátækt eru margvíslegar. Viðtölin við þau eru með texta á ensku og pólsku.

Hér sést yfir salinn í Nýlistasafninu, fjærst má sjá hið kunna textílverk Hildar Hákonardóttur, Ráðherrastólarnir, frá 1974

En það eru ekki bara skjáir í verki Sæmundar Þórs og grafík hinnar kunnu Bónusverslunarkeðju sem blasa við áhorfendum þegar inn er komið. Önnur áhrifamikil verk setja svip sinn á sýninguna en þau kallast á við verk Sæmundar Þórs. Þessi verk eru eftir ýmsa kunna listamenn og voru valin af listamanninum og sýningarstjóranum, Oddu Júlíu Snorradóttur. Bónuskeðjan er ekki valin fyrir neina tilviljun sem táknmynd sýningarinnar vegna þess að sannarlega hefur sú verslun boðið almenningi vöru á lágu verði og reynst því kjarabót. Þversögnin er kannski sú að lágvöruverslanir framleiða líka auðmenn. En það er önnur saga. Eða hvað?

Sjón er sögu ríkari. Listin talar með áhrifaríkari hætti en skýrslan úr ráðuneytinu. Kannski ekki undravert í sjálfu sér þar sem um er að ræða tvö form, skýrslu og list. Kirkjublaðið.is efast ekki um að hinir ágætu skýrsluhöfundar hefðu gott af því að sækja sýningu Sæmundar Þórs í Nýlistsafninu en henni lýkur 3. mars.

Harmonikkuleikari óskar eftir fjárhagsaðstoð – betl eða sjálfsbjargarviðleitni? 

En þá er komið að hugrenningartengslum sem eru bundin við mynd af ungum manni sem var fyrir utan Bónusverslun og lék þar á harmonikku. Myndin var tekin í haust og það var fremur svalt í veðri. Opin taska var við hlið hans og fólk gat lagt pening í hana sem þakklætisvott fyrir harmonikkuleik og stuðning við unga manninn. Ekki var að sjá að margir hefðu aumkað sig yfir hann og rétt að honum aur eins og segir í gömlum bókum. Enda nánast allir með greiðslukort. Ungi maðurinn kann að vera í hópi þeirra sem búa við dýpri fátækt eins og kölluð er í skýrslum hins opinbera og þarna hefur hún skotist upp á grynningarnar. Þegar fólk er spurt út í háttalag þessa unga manns kveða flestir upp úr með það að hann sé að betla og bæta því gjarnan við að honum væri nær að fá sér heiðarlega vinnu. Fáir virtust meta ljúfa tóna frá harmonikkunni til margra fiska en hann var engan veginn slakur hljóðfæraleikari.

Réttmæt spurning eða óréttmæt?

Og þá að Lúther, þeim ágæta strigakjafti sem við Lútheranar teljum vera okkar mann enda þótt við séum ekki par ánægð með allt sem rann frá pennafjöður hans. Fátækt var líka viðvarandi vandamál á tíma Lúthers og birtist í ýmsum myndum eins og á okkar tímum. Lúther taldi augljóst mál að fátæktin væri runnin frá sjálfum djöflinum og lævísar birtingarmyndir hennar væru ekki annað en nokkurs konar fulltrúar hans. Hún væri í einu og öllu andstæða við kærleiksríkan Guð og meistarann frá Nasaret. Hann taldi að það ætti að koma þeim fátæku til hjálpar og þau sem hefðu það hlutverk væru sveitarfélögin og til þess þyrfti hugrekki sem væri því miður af skornum skammti. Klaustrin sem komust í hendur furstanna voru auðug og Lúther vildi að hluti af eigum þeirra rynni til aðstoðar fátækum. Engin guðsþjónusta kristins manns kæmist í hálfkvisti við þá er hann þjónaði þeim snauðu og umkomulausu.

En hvað með betlarana? Fræg er sú sögn að í vasa Lúthers þá hann var látinn hafi fundist bréfmiði með orðunum: „Við erum allir betlarar. Það er satt.“ Hugsunin var sú að allir menn væru eins og blindir beiningamenn við götuna og þegar meistarinn frá Nasaret yrði á vegi þeirra lykjust augu þeirra upp og þeir legðu frá sér betlistafinn.

Betl var á miðöldum litið jákvæðum augum vegna þess að það hafði því hlutverki að gegna að gefa borgurum tækifæri til að sýna sig í jákvæðu ljósi gagnvart Guði. Saga betls verður ekki rakin hér í þessum stutta pistli. En manneskjan er nú þannig gerð að hún vill alltaf fá eitthvað fyrir sinn fræga snúð. Þegar sveitarfélög og sóknir fóru að liðsinna betlurum með ýmsu móti skaut þeirri hugsun upp að betlararnir gætu nú auðvitað lagt eitthvað fram á móti til dæmis í ýmsum viðvikum. Sópa gólf, dytta að einu og öðru.

Lúther taldi sem sé að enginn manneskja þyrfti að ganga um og betla. Sveitarfélögin ættu að koma hinum snauðu til hjálpar að viðbættri guðsþjónustu hvers kristins manns á vettvangi dagsins: kærleiksþjónustunni.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir