Í fyrra birtist hér í Kirkjublaðinu.is greinin Þau hvíla í kórveggnum. Þar var meðal annars rakin saga hins sérstaka hvílustaðar í Bessastaðakirkju en þar í kórveggnum eru duftker forsetahjónanna Ásgeirs Ásgeirssonar (1894-1972) og Dóru Þórhallsdóttur (1893-1964). Í greininni var og fjallað um hvílustað fyrsta forsetans, Sveins Björnssonar (1881-1952), sem lést í embætti 25. janúar 1952. Nokkur umræða fór fram um það hvar hann ætti að hvíla. Engar ákveðnar hefðir voru þá mótaðar í sambandi við það hvernig staðið skyldi að útför þjóðhöfðingja landsins. Forsætisráðherra skipaði fimm manna nefnd til að finna forsetanum legstað. Kona eins nefndarmannsins kom svo með lausnina á því hvar hann skyldi hvíla.

Opinber útför Sveins fór fram 2. febrúar. Um bálför var að ræða og var duftkerið ekki sett niður fyrr en hálfu ári eftir andlát hans.

Kirkjublaðið.is frétti að myndir hefðu verið teknar við þá athöfn þegar duftker Sveins Björnssonar var sett niður norðanmegin við Bessastaðakirkju 14. júlí 1952. Þessar myndir tók hinn kunni og snjalli ljósmyndari Vigfús Sigurgeirssson (1900-1984). Kirkjublaðið.is hefur fengið leyfi rétthafa til að birta þessar myndir og þakkar kærlega fyrir það. Myndirnar hafa ekki birst áður opinberlega. Þetta eru sögulegar myndir frá athöfn þegar fyrsti forseti lýðveldisins var lagður til hinstu hvílu.

 

Athöfnin við norðurvegg Bessastaðakirkju, lengst til vinstri er Birgir Thorlacius, forsetaritari, síðan prestarnir sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup og sr. Garðar Þorsteinsson – mynd: Vigfús Sigurgeirsson

Sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup og sr. Garðar Þorsteinssson við gröf forsetans – mynd: Vigfús Sigurgeirsson

Fjölskylda forsetans var viðstödd og embættismenn – sjá nöfn viðstaddra á forsíðumynd – mynd: Vigfús Sigurgeirsson

Kórinn sem söng við athöfnina – lengst til vinstri er stjórnandi hans, Páll Kr. Pálsson – þau sem þekkja nöfn söngfólksins geta sent upplýsingar til: kirkjubladid@kirkjubladid.is – mynd: Vigfús Sigurgeirsson

Duftkerið – mynd: Vigfús Sigurgeirsson

Vandaður umbúnaður um grafarstæðið – mynd: Vigfús Sigurgeirsson

Legsteinninn – mynd: Vigfús Sigurgeirsson

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Í fyrra birtist hér í Kirkjublaðinu.is greinin Þau hvíla í kórveggnum. Þar var meðal annars rakin saga hins sérstaka hvílustaðar í Bessastaðakirkju en þar í kórveggnum eru duftker forsetahjónanna Ásgeirs Ásgeirssonar (1894-1972) og Dóru Þórhallsdóttur (1893-1964). Í greininni var og fjallað um hvílustað fyrsta forsetans, Sveins Björnssonar (1881-1952), sem lést í embætti 25. janúar 1952. Nokkur umræða fór fram um það hvar hann ætti að hvíla. Engar ákveðnar hefðir voru þá mótaðar í sambandi við það hvernig staðið skyldi að útför þjóðhöfðingja landsins. Forsætisráðherra skipaði fimm manna nefnd til að finna forsetanum legstað. Kona eins nefndarmannsins kom svo með lausnina á því hvar hann skyldi hvíla.

Opinber útför Sveins fór fram 2. febrúar. Um bálför var að ræða og var duftkerið ekki sett niður fyrr en hálfu ári eftir andlát hans.

Kirkjublaðið.is frétti að myndir hefðu verið teknar við þá athöfn þegar duftker Sveins Björnssonar var sett niður norðanmegin við Bessastaðakirkju 14. júlí 1952. Þessar myndir tók hinn kunni og snjalli ljósmyndari Vigfús Sigurgeirssson (1900-1984). Kirkjublaðið.is hefur fengið leyfi rétthafa til að birta þessar myndir og þakkar kærlega fyrir það. Myndirnar hafa ekki birst áður opinberlega. Þetta eru sögulegar myndir frá athöfn þegar fyrsti forseti lýðveldisins var lagður til hinstu hvílu.

 

Athöfnin við norðurvegg Bessastaðakirkju, lengst til vinstri er Birgir Thorlacius, forsetaritari, síðan prestarnir sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup og sr. Garðar Þorsteinsson – mynd: Vigfús Sigurgeirsson

Sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup og sr. Garðar Þorsteinssson við gröf forsetans – mynd: Vigfús Sigurgeirsson

Fjölskylda forsetans var viðstödd og embættismenn – sjá nöfn viðstaddra á forsíðumynd – mynd: Vigfús Sigurgeirsson

Kórinn sem söng við athöfnina – lengst til vinstri er stjórnandi hans, Páll Kr. Pálsson – þau sem þekkja nöfn söngfólksins geta sent upplýsingar til: kirkjubladid@kirkjubladid.is – mynd: Vigfús Sigurgeirsson

Duftkerið – mynd: Vigfús Sigurgeirsson

Vandaður umbúnaður um grafarstæðið – mynd: Vigfús Sigurgeirsson

Legsteinninn – mynd: Vigfús Sigurgeirsson

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?