Nú stendur til að skerða sóknargjöld enn eina ferðina eins og lesa má út úr fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2026. Skerðingin nemur 7,2%.
Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart. Nær allir stjórnmálaflokkar hafa flekkaðar hendur í þessu efni þó svo að fulltrúar einstakra flokka býsnist yfir þessum skerðingum þegar þeir eiga ekki aðild að ríkisstjórn.
Þessi skerðing er sem sé ekki ný af nálinni. Allt frá árinu 2008 hefur ríkisvaldið skert sóknargjöldin með því að skjóta inn bráðabirgðaákvæðum í lög um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987 sem kveða á um lægri sóknargjöld en upphaflegt ákvæði laganna gerði ráð fyrir. Þjóðkirkjan hefur að sjálfsögðu mótmælt þessum sífelldu skerðingum harðlega. Kirkjufólk hefur oft farið í lobbýisma og reynt að snúa sínum mönnum á betri veg. Þetta hefur stundum skilað árangri með þeim hætti að dregið hefur verið ögn úr skerðingunni en hún ekki tekin til baka.
Á fundi í stjórn Þjóðkirkjunnar 16. september síðastliðinn var skerðing sóknargjalda rædd. Fram kemur í fundargerð að formaður stjórnarinnar hafi átt fund „með fulltrúa úr nefnd um endurskoðun sóknargjalda og fóru fram umræður um fjárhæð og fyrirkomulag sóknargjalda.“ Meira er ekki sagt.
Af þessu tilefni er sjálfsagt að rifja upp að Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrum dómsmálaráðherra, skipaði í fyrra eða nánar til tekið 17. september starfshóp til að endurskoða fyrirkomulag sóknargjalda. Gert var ráð fyrir því að starfshópurinn skilaði niðurstöðum sínum 1. desember í fyrra en svo varð ekki. Engu að síður er þess að vænta að hann skili niðurstöðum sínum og verður athyglisvert að sjá hverjar þær verða og hvort ríkisvaldið taki mark á þeim.
Starfshópnum var falið að:
Gera greiningu á því hvernig framkvæmd laga nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl. hafi verið háttað ásamt því að greina hvernig æskilegt sé að framkvæmdinni sé háttað.
Gera tillögur að breytingum á lögum nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl. komist starfshópurinn að þeirri niðurstöðu að þörf sé á að breyta lögunum.
Gera tillögu að fjárhæð sóknargjalda með hliðsjón af þörfum trúfélaga og lífsskoðunarfélaga, m.a. skuldbindingu vegna húsnæðis, en eins rekstri ríkissjóðs.
Nú þarf þessi starfshópur að bretta upp ermar og ljúka störfum.
Hvað er sóknargjald?
Sóknargjald er það sem hver meðlimur í þjóðkirkjunni 16 ára og eldri greiðir vegna þess að hann tilheyrir því trúfélagi. Þau sem tilheyra öðrum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum greiða einnig til sinna félaga. Sóknargjaldið er innheimt af ríkinu í gegnum tekjuskatt og hefur ríkinu verið treyst til þess að koma félagsgjaldinu óskertu til trúfélaganna. Á þeirri skilvísi er harla oft misbrestur eins og nú í ár sem sjá má í fjárlögum ríkisins. Nú stendur til eina ferðina enn að skerða sóknargjöldin með lögum um 7,2% og það hirðir ríkið. Þetta er ekki þjófnaður í sjálfu sér þar sem skerðingin er gerð lögleg með lagabreytingu á lögum nr. 91/1987. Í þessu sambandi rifjast upp það sem organistinn í Atómstöðinni sagði við Uglu sem var að læra á orgel hjá honum til að geta spilað á það heima í sveitakirkjunni sinni:
Ef maður vill stela í þjófafélagi, þá verður að stela samkvæmt lögum; og helst að hafa tekið þátt í því að setja lögin sjálfur (Halldór Laxness, Atómstöðin, Helgafell 1961, 26. kafli, bls. 210).
Í hvað fara sóknargjöld?
Sóknargjöld standa undir rekstri safnaðarins og renna meðal annars til viðhalds á kirkju sóknarinnar og annars húsnæðis á vegum hennar. Rafmagn og hiti eru greidd með sóknargjöldum. Innra starf sóknanna er einnig greitt af sóknargjöldum eins og barna- og æskulýðsstarf og starf með eldri borgurum. Laun organista og annarra ráðinna starfsmanna sóknar eru einnig sótt í sjóð sóknargjaldanna. Margt fleira mætti tína til í starfi safnaðanna sem sóknargjöld standa straum af. Skerðing sóknargjalda kemur jafnt niður á stórum sóknum sem litlum.
Það er ljóst að þegar klipið er árlega af sóknargjöldum þá er verið að þrengja að starfi safnaðanna. Þessu þarf að linna.
Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2026.
Frétt dómsmálaráðuneytisins 23. október 2024 um starfshópinn.
Nú stendur til að skerða sóknargjöld enn eina ferðina eins og lesa má út úr fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2026. Skerðingin nemur 7,2%.
Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart. Nær allir stjórnmálaflokkar hafa flekkaðar hendur í þessu efni þó svo að fulltrúar einstakra flokka býsnist yfir þessum skerðingum þegar þeir eiga ekki aðild að ríkisstjórn.
Þessi skerðing er sem sé ekki ný af nálinni. Allt frá árinu 2008 hefur ríkisvaldið skert sóknargjöldin með því að skjóta inn bráðabirgðaákvæðum í lög um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987 sem kveða á um lægri sóknargjöld en upphaflegt ákvæði laganna gerði ráð fyrir. Þjóðkirkjan hefur að sjálfsögðu mótmælt þessum sífelldu skerðingum harðlega. Kirkjufólk hefur oft farið í lobbýisma og reynt að snúa sínum mönnum á betri veg. Þetta hefur stundum skilað árangri með þeim hætti að dregið hefur verið ögn úr skerðingunni en hún ekki tekin til baka.
Á fundi í stjórn Þjóðkirkjunnar 16. september síðastliðinn var skerðing sóknargjalda rædd. Fram kemur í fundargerð að formaður stjórnarinnar hafi átt fund „með fulltrúa úr nefnd um endurskoðun sóknargjalda og fóru fram umræður um fjárhæð og fyrirkomulag sóknargjalda.“ Meira er ekki sagt.
Af þessu tilefni er sjálfsagt að rifja upp að Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrum dómsmálaráðherra, skipaði í fyrra eða nánar til tekið 17. september starfshóp til að endurskoða fyrirkomulag sóknargjalda. Gert var ráð fyrir því að starfshópurinn skilaði niðurstöðum sínum 1. desember í fyrra en svo varð ekki. Engu að síður er þess að vænta að hann skili niðurstöðum sínum og verður athyglisvert að sjá hverjar þær verða og hvort ríkisvaldið taki mark á þeim.
Starfshópnum var falið að:
Gera greiningu á því hvernig framkvæmd laga nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl. hafi verið háttað ásamt því að greina hvernig æskilegt sé að framkvæmdinni sé háttað.
Gera tillögur að breytingum á lögum nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl. komist starfshópurinn að þeirri niðurstöðu að þörf sé á að breyta lögunum.
Gera tillögu að fjárhæð sóknargjalda með hliðsjón af þörfum trúfélaga og lífsskoðunarfélaga, m.a. skuldbindingu vegna húsnæðis, en eins rekstri ríkissjóðs.
Nú þarf þessi starfshópur að bretta upp ermar og ljúka störfum.
Hvað er sóknargjald?
Sóknargjald er það sem hver meðlimur í þjóðkirkjunni 16 ára og eldri greiðir vegna þess að hann tilheyrir því trúfélagi. Þau sem tilheyra öðrum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum greiða einnig til sinna félaga. Sóknargjaldið er innheimt af ríkinu í gegnum tekjuskatt og hefur ríkinu verið treyst til þess að koma félagsgjaldinu óskertu til trúfélaganna. Á þeirri skilvísi er harla oft misbrestur eins og nú í ár sem sjá má í fjárlögum ríkisins. Nú stendur til eina ferðina enn að skerða sóknargjöldin með lögum um 7,2% og það hirðir ríkið. Þetta er ekki þjófnaður í sjálfu sér þar sem skerðingin er gerð lögleg með lagabreytingu á lögum nr. 91/1987. Í þessu sambandi rifjast upp það sem organistinn í Atómstöðinni sagði við Uglu sem var að læra á orgel hjá honum til að geta spilað á það heima í sveitakirkjunni sinni:
Ef maður vill stela í þjófafélagi, þá verður að stela samkvæmt lögum; og helst að hafa tekið þátt í því að setja lögin sjálfur (Halldór Laxness, Atómstöðin, Helgafell 1961, 26. kafli, bls. 210).
Í hvað fara sóknargjöld?
Sóknargjöld standa undir rekstri safnaðarins og renna meðal annars til viðhalds á kirkju sóknarinnar og annars húsnæðis á vegum hennar. Rafmagn og hiti eru greidd með sóknargjöldum. Innra starf sóknanna er einnig greitt af sóknargjöldum eins og barna- og æskulýðsstarf og starf með eldri borgurum. Laun organista og annarra ráðinna starfsmanna sóknar eru einnig sótt í sjóð sóknargjaldanna. Margt fleira mætti tína til í starfi safnaðanna sem sóknargjöld standa straum af. Skerðing sóknargjalda kemur jafnt niður á stórum sóknum sem litlum.
Það er ljóst að þegar klipið er árlega af sóknargjöldum þá er verið að þrengja að starfi safnaðanna. Þessu þarf að linna.
Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2026.
Frétt dómsmálaráðuneytisins 23. október 2024 um starfshópinn.