Samkvæmt þingsköpum kirkjuþings er kirkjuþingsfulltrúum gefinn kostur á að leggja fram fyrirspurnir til biskups Íslands, vígslubiskupanna í Skálholti og á Hólum og stjórnar Þjóðkirkjunnar. Þessi heimild er reyndar ekki oft notuð en nú brá svo við á síðasta kirkjuþingi að tveir kirkjuþingsfulltrúar lögðu fram allviðamiklar og athyglisverðar fyrirspurnir til biskups Íslands. Hér má lesa hvað þeim lá á hjarta og sömuleiðis svör biskups.
67. kirkjuþing 2025 – 2026:
Fyrirspurnir frá kirkjuþingsfulltrúum til biskups Íslands
Fyrirspurnir frá Elínborgu Sturludóttur
1. Vegna auglýsinga um laus störf hjá Þjóðkirkjunni:
Hver er ástæða þess að laus störf hjá þjóðkirkjunni eru ekki lengur auglýst á forsíðu á heimasíðu Þjóðkirkjunnar, heldur einungis undir flipanum „laus störf“?
2. Vegna auglýsingu um starf söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar:
a. Hverjar eru faglegar og fjárhagslegar ástæður þess að starf söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar er ekki auglýst sem fullt starf?
b. Var faglegt álit fyrir hendi sem mælti með því að starfið væri ekki lengur fullt starf?
c. Er það fullnægjandi framtíðarsýn fyrir þjóðkirkjuna að eina starfið í stjórnsýslu hennar sem er í þágu tónlistar helgihaldsins sé aðeins 60% starf?
Svar biskups Íslands, Guðrúnar Karls Helgudóttur við fyrirspurnum Elínborgar Sturludóttur:
- Vinna við nýja heimasíðu Þjóðkirkjunnar er í gangi og er áætlað að hún verði tekin til notkunar á næstu misserum. Líkt og eðlilegt er mun verklag og framsetning efnis á nýju heimasíðunni taka nokkrum breytingum og skapaðist millibilsástand þar sem nýju verklagi var beitt við framsetningu efnis á gömlu heimasíðunni. Vegna ábendinga sem borist hafa var tekin ákvörðun um að birta áfram fréttir um laus störf eins og venjan hefur verið og við þökkum fyrir ábendinguna.
- a) Spurt er hvaða faglegar og fjárhagslegar ástæður búi að baki því að starf söngmálastjóra sé ekki auglýst sem fullt starf. Fyrir því eru faglegar ástæður en engar fjárhagslegar ástæður búa þar að baki enda mun sú breyting sem lagt er upp með fela í sér aukin útgjöld. Þegar ráðist er í skipulagsbreytingar er mikilvægt að hlusta á raddir þess fólks sem þekkir þau störf best sem breytingarnar snerta og það var gert í máli þessu. Söngmálastjóri og skólastjóri Tónskólans, sem nú er að láta af störfum, lagðist í mikla vinnu við endurskipulagningu Tónskólans. Hennar tillaga var sú að staða söngmálastjóra og skólastjóra Tónskólans yrði 60% starf en til viðbótar við það yrði komið á fót tveimur stöðum deildarstjóra í skólanum í 25% starfshlutfalli hvor. Sú staða sem áður var 100% starf eins einstaklings breytist því í samtals 110% stöðu þriggja einstaklinga. Biskup féllst á þær tillögur og því var staðan auglýst sem 60% starf. Komi í ljós að það fyrirkomulag þyki óheppilegt er því ekkert til fyrirstöðu að snúið verði til fyrra horfs eða jafnvel annað fyrirkomulag tekið upp.
 b) Faglegt álit og úttekt frá fyrrum söngmálastjóra lá fyrir hendi þegar ákvörðun var tekin, sbr. svar hér að ofan.
 c) Staða söngmálastjóra hefur verið 50% starfshlutfall og staða skólastjóra Tónskólans 50% starfshlutfall eða samtals 100% starfshlutfall. Verið er að breyta því í 110% starfshlutfall og er markmiðið með breytingunni ekki annað og meira en að efla tónlistarstarf helgihaldsins. Breytingin er því hluti af þeirri framtíðarsýn biskups að efla tónlistarstarf í kirkjum landsins.
Fyrirspurnir frá Stefáni Má Gunnlaugssyni
Söngmálastjóri
Nýlega var auglýst eftir nýjum söngmálastjóra sem tekur við frá og með 1. janúar nk. Þegar
auglýsingar fyrir starf söngmálastjóra eru bornar saman núna og þegar síðast var auglýst árið
2023 virðist lítill munur á ábyrgð og helstu verkefnum söngmálastjóra enda hefur starfsreglum
1074/2017 um söngmálastjóra ekki verið breytt. Einnig er stutt síðan embætti söngmálastjóra
og tónskóla þjóðkirkjunnar voru sameinuð í eitt að beiðni kirkjutónlistarráðs sem er fagráð og stjórn Tónskóla þjóðkirkjunnar.
Því er spurt:
- Hver er ástæðan fyrir því að starfshlutfall söngmálastjóra var lækkað úr 100% niður í
 60%. Er það gert í ljósi reynslunnar af viðkomandi embættisstörfum síðustu árin?
- Var haft samráð við hlutaðeigandi hagaðila um þessa breytingu, þ.e. kirkjutónlistarráð, félag organista og prestafélag Íslands?
- Hvernig verður áfram tryggt í svo lágu starfshlutfalli að fylgt sé eftir stefnu í kirkjutónlist, veita Tónskólanum forstöðu og veita söfnuðum ráðgjöf, fræðslu, aðstoð og stuðning?
- Hvaða áhrif mun þessi niðurskurður á starfi söngmálastjóra hafa á þjónustu við landsbyggðina þar sem kórar og annað tónlistarstarf á víða undir högg að sækja.
- Hvernig verður staðið að vali á nýjum söngmálastjóra og við hverja verður haft samráð um ráðninguna?
Auglýsingar og kynningarmál
Samkvæmt skýrslu biskups hefur verið gert átak kynningarmálum á vegum þjóðkirkjunnar, m.a. verið ráðinn samskiptastjóri, endurskoðun heimasíðu og aukinn sýnileiki á samfélagsmiðlum.
- Hver er áætlaður heildarkostnaður vegna endurskoðunar heimasíðunnar að meðtaldri aðkeyptri þjónustu, vinnu starfsfólks þjóðkirkjunnar og annars kostnaðar?
- Hver er kostnaður vegna kynningar-, samskipta- og samfélagsmiðlamála á síðastliðnu ári, þ.e. frá september til september.
- Hvernig er gert ráð fyrir að þetta verkefni þróist áfram og kostnaður vegna þessa?
- Starf og þjónusta þjóðkirkjunnar fer m.a. fram í söfnuðum hennar. Er gert ráð fyrir aðstyrkja söfnuðu í samskipta- og kynningarstarfi þeirra og þá með hvaða hætti?
Átak í fræðslu
Á 66. kirkjuþingi 2024-2025 var samþykkt þingsályktun að fela biskupi Íslands efla fræðslu um kristinn kærleika og samkennd með ungmennum og gerð fræðsluefnis fyrir efstu bekki grunnskóla sem og ungt fólk á framhaldsskólaaldri.
- Hver er staða verkefnisins, hvað hefur unnist og hvenær er áætlað að það komi til framkvæmda?
Æskulýðsmál
Á undanförnum misserum hafa verið ráðnir svæðisstjórar æskulýðsmála á vegum þjóðkirkjunnar sem er samkvæmt nýrri skipan æskulýðsmála sem var samþykkt á kirkjuþingi 2021-2022.
- Hafa verið ráðnir svæðisstjórar í öllum þeim umdæmum sem átti að ráða svæðisstjóra? Ef svo er ekki hvenær er gert ráð fyrir að ráðningum ljúki?
- Hver hafa verið helstu hlutverk og verkefni nýrra svæðisstjóra?
- Hver er staða svæðisstjóra gagnvart æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar og öðrum æskulýðssamböndum?
- Samkvæmt fundargerð aðalfundar æskulýðssambands þjóðkirkjunnar fyrir starfsárið 2024 kemur fram að framkvæmdastjóra félagsins hafi verið sagt upp vegna óvissu um fjárhagsstöðu félagsins og stöðu sambandsins. Hver er staða sambandsins og er ætlað að veita styrki til sambandsins sem stendur fyrir fjölmörgum mikilvægum viðburðum einkum fyrir unglingastarf?
Aðgengismál
Á 66. kirkjuþingi 2024-2025 var samþykkt þingsályktunartillaga að unnin verði áætlun um að kirkjur og annað húsnæði þar sem starf þjóðkirkjunnar, stofnana hennar og einstakra safnaða fer fram hafi aðgengi fyrir alla. Áætlunin liggi fyrir vorið 2025 og hún komi til framkvæmda 2025-2028.
- Hver er staða við gerð áætlunarinnar og er hún komin til framkvæmda?
- Ef svo er ekki hvenær er áætlað að hún liggi fyrir og komi til framkvæmda?
Kirkjudagar
Kirkjudagar þjóðkirkjunnar hafa verið haldnir þrisvar sinnum 2001, 2005 og nú síðast árið 2024. Reynslan hefur sýnt að hér er gott tækifæri fyrir kirkjuna að sækja fram í kynningarmálum og birta starf kirkjunnar á einum stað. Einnig fyrir þátttakendur, sjálfboðaliða og starfsfólk að fræðast og eflast í störfum sínum á vettvangi kirkjunnar. Það er ekki gott að hafa Kirkjudaga með svo löngu millibili og þar með byrja upp á nýtt að kynna viðburðinn inn á við og út á við. Við lok síðustu Kirkjudaga var unnin skýrsla um hvernig til tókst og hvað hefði mátt gera betur.
- Er gert ráð fyrir að Kirkjudagar verði haldnir aftur á næstunni og hefur verið gerð áætlun þar um?
Svar biskups Íslands, Guðrúnar Karls Helgudóttur við fyrirspurnum Stefáns Más Gunnlaugssonar:
Söngmálastjóri
- Líkt og fram hefur komið í svari við fyrri fyrirspurn var breytingin gerð í kjölfar tillögu fráfarandi söngmálastjóra. Áréttað er að breytingin felur í sér að eitt starf í 100% starfshlutfalli er breytt í þrjú störf í 110% starfshlutfalli.
- Haft var samráð við kirkjutónlistarráð áður en breytingin var ákveðin en í kirkjutónlistarráði eru fulltrúar Félags organista og Prestafélags Íslands.
- Með þeirri breytingu sem verið er að ráðast í er verið að afnema hluta af starfsskyldum söngmálastjóra er varða daglega starfsemi Tónskólans og þau störf færð á hendur deildarstjóra. Með því mun söngmálastjóri hafa betra færi á að fylgja eftir stefnu í kirkjutónlist, veita Tónskólanum forstöðu og söfnuðum ráðgjöf.
- Sú breyting sem um ræðir felur ekki í sér niðurskurð heldur er verið að auka starfshlutfall um 10%, eins og fram hefur komið. Breytingin mun ekki hafa áhrif á þjónustu við landsbyggðina.
- Búið er að skipa valnefnd sem falið er að velja nýjan söngmálastjóra. Í henni sitja formaður organistafélagsins, formaður kirkjutónlistarráðs og fulltrúi biskups.
Auglýsingar- og kynningarmál
- Beinn einskiptiskostnaður vegna gerð nýrrar heimasíðu er á tímabilinu 24.379.384 kr., sem felur í sér aðkeypta vinnu og þjónustu. Er þar ekki talin kostnaður vegna vinnu við að færa efni sem hýst hefur verið annars staðar sem áætlaður er um 2-3 milljónir. Gróflega má áætla að kostnaður vegna vinnu starfsfólks þjóðkirkjunnar sé um 1/3 af vinnu samskiptastjóra á tímabilinu og tveggja til þriggja mánaða vinna sérfræðings á samskiptasviði.
- Heildarkostnaður vegna kynningar og samskiptamála er á þessu tímabili 19.094.214 kr. Af því er 15.213.613 kr. einskiptiskostnaður vegna hönnunar á kynningarefni og vörumerkjahandbók Þjóðkirkjunnar, vinnu við sameiginlegan Canva reikning biskupsstofu og söfnuða, auk „veldu þín gildi“ vefsins sem verður uppistaða í markaðsátaki Þjóðkirkjunnar í vetur. Af þeirri fjárhæð eru 2.950.000 kr. vegna samninga um kaup á þjónustu sem sagt hefur verið upp á tímabilinu. Þau verkefni hafa flust yfir á starfsfólk samskiptasviðs.
- Utan launa eru 89,9% af útgjöldum samskiptasviðs á þessu tímabili einskiptiskostnaður. Kostnaður utan launa á samskiptasviði mun því á komandi misserum markast að nánast öllu leyti af kostnaði við birtingu auglýsinga og áframhaldandi þróun á vefnum sem er sveigjanlegt verkefni. Þeir aðilar sem eru að hanna nýja vefsíðu kirkjunnar hafa gert samskiptasviði tilboð í að þróa vefsíðu í sama útliti og sama vefumsjónarkerfi og nýr vefur Þjóðkirkjunnar. Þessi vefsíða væri „lagervara“ á Biskupsstofu sem söfnuðir, prestaköll og prófastsdæmi gætu nýtt sér gegn smávægilegu gjaldi.Vefsíðan væri því í sama útliti eins nýr vefur Þjóðkirkjunnar og væri afhent tilbúin til notkunar á léni kaupanda. Samskiptasvið hefur kannað áhuga á að nýta sér þessa þjónustu og vinnur nú út frá þeirri forsendu að 10 aðilar, hið minnsta, munu nýta sér þessa þjónustu. Þannig munu þessir 10 aðilar njóta góðs af hönnunarvinnu, vefhönnun og forritun sem þegar hefur verið greitt fyrir og skipta á milli sín kostnaði við að smíða þessa „lagervöru“ út frá fyrirliggjandi hönnun og forritun. Þessar síður gætu jafnframt nýtt myndabanka, texta o.fl. sem orðið hafa til við vinnslu nýrrar síðu Þjóðkirkjunnar.Samhliða opnun nýrrar vefsíðu verður Canva aðgangur Þjóðkirkjunnar gerður aðgengilegur öllum þeim söfnuðum sem vilja. Þar munu notendur fá aðgang að hönnunarviðmóti sem nýtir liti, leturgerð, tákn og merki Þjóðkirkjunnar. Allt viðmót Canva miðast að því að gera hönnun auglýsinga fyrir samfélagsmiðla sem og prent- og vefmiðla á hvers manns færi.Samskiptastjóri hefur þegar efnt til fjölmiðlanámskeiðs og er ætlunin eftir að ný heimasíða fer í loftið að halda því verkefni áfram. Er nú í skoðun að fá jafnvel utanaðkomandi aðila í þá vinnu. Samskiptastjóri hefur lýst því að hann telji það lykilforsendu fyrir því að kirkjan haldi áfram góðum takti að talsmenn kirkjunnar í fjölmiðlum fái alla þá aðstoð og þjálfun sem völ er á.Þá má nefna námskeið í notkun samfélagsmiðla sem samskiptasvið hefur áhuga á að gera aðgengilegt öllum sem vilja með einum eða öðrum hætti, og að ráðast í uppbyggingu kerfis til „innanhússamskipta“ í kirkjunni.
Átak í fræðslu
- Gerður hefur verið verktakasamningur varðandi gerð fræðsluefnis fyrir elstu bekki grunn- og framhaldsskóla. Verkefnið er því komið formlega af stað og gert er ráð fyrir skilum fyrir 1. maí 2026. Að því viðbættu verða haldin námskeið fyrir áhugasama presta og djákna sem hafa áhuga á að kenna efnið í skólum.
Æskulýðsmál
- Ráðnir hafa verið svæðisstjórar í öll prófastsdæmin að undanskildu Suðurprófastsdæmi. Það stöðugildi er þó á fjárhagsáætlun næsta árs og er því ráðgert að ráðið verði í starfið á næsta ári.
- Svæðisstjóri hefur í umboði biskups og prófasta tilsjón með æskulýðsstarfi og heildaryfirsýn með verkefnisstjórum æskulýðsmála og æskulýðsleiðtogum sem starfa fyrir kirkjurnar á svæðinu. Svæðisstjóri starfar með starfsfólki sem sér um æskulýðsstarf í sóknum, myndar tengsl á milli þess og veitir því faglegan stuðning og ráðgjöf um æskulýðsmál og mönnun starfsins.
- Stefnt er að því að svæðisstjórar starfi náið með Æskulýðssamböndum á þeim svæðum sem þau eru til staðar. Þar sem þau eru ekki til staðar þarf að vinna að því að stofna æskulýðssambönd eða annað grasrótarstarf.Eftir stefnumótunarvinnu Kirkjuþings var ákveðið að kirkjan setti meira fjármagn í æskulýðsmál og var þar sjónum sérstaklega beint að svæðisstjórunum, sem eru fullorðið fólk sem er á launum hjá kirkjunni í stað þess að treysta á frjáls félagasamtök. Með því er kirkjan að taka meiri ábyrgð á æskulýðsmálum en hún hefur áður gert og setja meira fjármagn í þau. Svæðisstjórnarnir taka við einhverjum verkefnum ÆSKÞ, eins og að halda Landsmót Æskulýðsfélaga en núna í vetur eru þessir aðilar að skipuleggja Landsmót í sameiningu. Hlutverk ÆSKÞ til frambúðar er að nokkru leiti óráðið en verður það ákveðið í samráði við þau samtök. Í ljósi þess er ekki talin þörf á að veita styrk til ÆSKÞ fyrir launakostnaði framkvæmdastjóra en veitum styrki til einstaka verkefna.
Aðgengismál
- Áætlunin liggur fyrir og er komin til framkvæmda. Felur hún það í sér að Þjóðkirkjan tryggi aðgengi að því húsnæði sem nýtt er undir starfsemi Þjóðkirkjunnar og lauk þeim lið verkefnisins með því að aðgengi var tryggt að biskupsgarði að Tjarnargötu. Næsti liðurinn í áætluninni var að kortleggja aðgengismál í öðru húsnæði, einkum í kirkjum landsins. Þeirri vinnu er nú nánast lokið og á nýrri heimasíðu Þjóðkirkjunnar munu birtast upplýsingar um aðgengismál í kirkjum landsins. 126 kirkjur eru óaðgengilegar fólki í hjólastólum. Nokkuð margar þeirra eru bændakirkjur eða kirkjur í eigu annarra en Þjóðkirkjusafnaða. Nánast allar þessar kirkjur eru friðaðar. Þá eru nokkrar kirkjur á stöðum sem sjálfir eru óaðgengilegir. Eru það til dæmis bænhúsið í Papey, bænhús í Furufirði og tvær kirkjur á Hornströndum. Óvitað er með aðgengismál í 32 kirkjum, en svars er að vænta frá viðkomandi sóknum. Kirkjur á þessum lista sem eru í þéttbýlisstöðum eru fjórar, en þó allar í afar fámennum sóknum. Raunar eru þetta svo til allt afar fámennar sóknir sem um ræðir. Ef lítið er til tekna þeirra sókna hvar aðgengi er ekki til staðar eru tekjur þeirra af sóknargjöldum um ein milljón á ári. Meðaltekjur sókna almennt af sóknargjöldum voru í fyrra yfir 10 milljónir – svo það er ljóst að þetta eru fámennustu sóknirnar sem hafa yfir að ráða kirkjur án hjólastólaaðgengis. Það er því ljóst af þessari tölfræðirýni að svo til allar þær sóknir sem hafa fjárhagslega burði til þess að fara í þær framkvæmdir sem þarf til þess að tryggja hjólastólaaðgengi, hafa gert það. Það eru uppörvandi fréttir.
Kirkjudagar
- Ekki hefur verið tekin afstaða til þess.
Samkvæmt þingsköpum kirkjuþings er kirkjuþingsfulltrúum gefinn kostur á að leggja fram fyrirspurnir til biskups Íslands, vígslubiskupanna í Skálholti og á Hólum og stjórnar Þjóðkirkjunnar. Þessi heimild er reyndar ekki oft notuð en nú brá svo við á síðasta kirkjuþingi að tveir kirkjuþingsfulltrúar lögðu fram allviðamiklar og athyglisverðar fyrirspurnir til biskups Íslands. Hér má lesa hvað þeim lá á hjarta og sömuleiðis svör biskups.
67. kirkjuþing 2025 – 2026:
Fyrirspurnir frá kirkjuþingsfulltrúum til biskups Íslands
Fyrirspurnir frá Elínborgu Sturludóttur
1. Vegna auglýsinga um laus störf hjá Þjóðkirkjunni:
Hver er ástæða þess að laus störf hjá þjóðkirkjunni eru ekki lengur auglýst á forsíðu á heimasíðu Þjóðkirkjunnar, heldur einungis undir flipanum „laus störf“?
2. Vegna auglýsingu um starf söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar:
a. Hverjar eru faglegar og fjárhagslegar ástæður þess að starf söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar er ekki auglýst sem fullt starf?
b. Var faglegt álit fyrir hendi sem mælti með því að starfið væri ekki lengur fullt starf?
c. Er það fullnægjandi framtíðarsýn fyrir þjóðkirkjuna að eina starfið í stjórnsýslu hennar sem er í þágu tónlistar helgihaldsins sé aðeins 60% starf?
Svar biskups Íslands, Guðrúnar Karls Helgudóttur við fyrirspurnum Elínborgar Sturludóttur:
- Vinna við nýja heimasíðu Þjóðkirkjunnar er í gangi og er áætlað að hún verði tekin til notkunar á næstu misserum. Líkt og eðlilegt er mun verklag og framsetning efnis á nýju heimasíðunni taka nokkrum breytingum og skapaðist millibilsástand þar sem nýju verklagi var beitt við framsetningu efnis á gömlu heimasíðunni. Vegna ábendinga sem borist hafa var tekin ákvörðun um að birta áfram fréttir um laus störf eins og venjan hefur verið og við þökkum fyrir ábendinguna.
- a) Spurt er hvaða faglegar og fjárhagslegar ástæður búi að baki því að starf söngmálastjóra sé ekki auglýst sem fullt starf. Fyrir því eru faglegar ástæður en engar fjárhagslegar ástæður búa þar að baki enda mun sú breyting sem lagt er upp með fela í sér aukin útgjöld. Þegar ráðist er í skipulagsbreytingar er mikilvægt að hlusta á raddir þess fólks sem þekkir þau störf best sem breytingarnar snerta og það var gert í máli þessu. Söngmálastjóri og skólastjóri Tónskólans, sem nú er að láta af störfum, lagðist í mikla vinnu við endurskipulagningu Tónskólans. Hennar tillaga var sú að staða söngmálastjóra og skólastjóra Tónskólans yrði 60% starf en til viðbótar við það yrði komið á fót tveimur stöðum deildarstjóra í skólanum í 25% starfshlutfalli hvor. Sú staða sem áður var 100% starf eins einstaklings breytist því í samtals 110% stöðu þriggja einstaklinga. Biskup féllst á þær tillögur og því var staðan auglýst sem 60% starf. Komi í ljós að það fyrirkomulag þyki óheppilegt er því ekkert til fyrirstöðu að snúið verði til fyrra horfs eða jafnvel annað fyrirkomulag tekið upp.
 b) Faglegt álit og úttekt frá fyrrum söngmálastjóra lá fyrir hendi þegar ákvörðun var tekin, sbr. svar hér að ofan.
 c) Staða söngmálastjóra hefur verið 50% starfshlutfall og staða skólastjóra Tónskólans 50% starfshlutfall eða samtals 100% starfshlutfall. Verið er að breyta því í 110% starfshlutfall og er markmiðið með breytingunni ekki annað og meira en að efla tónlistarstarf helgihaldsins. Breytingin er því hluti af þeirri framtíðarsýn biskups að efla tónlistarstarf í kirkjum landsins.
Fyrirspurnir frá Stefáni Má Gunnlaugssyni
Söngmálastjóri
Nýlega var auglýst eftir nýjum söngmálastjóra sem tekur við frá og með 1. janúar nk. Þegar
auglýsingar fyrir starf söngmálastjóra eru bornar saman núna og þegar síðast var auglýst árið
2023 virðist lítill munur á ábyrgð og helstu verkefnum söngmálastjóra enda hefur starfsreglum
1074/2017 um söngmálastjóra ekki verið breytt. Einnig er stutt síðan embætti söngmálastjóra
og tónskóla þjóðkirkjunnar voru sameinuð í eitt að beiðni kirkjutónlistarráðs sem er fagráð og stjórn Tónskóla þjóðkirkjunnar.
Því er spurt:
- Hver er ástæðan fyrir því að starfshlutfall söngmálastjóra var lækkað úr 100% niður í
 60%. Er það gert í ljósi reynslunnar af viðkomandi embættisstörfum síðustu árin?
- Var haft samráð við hlutaðeigandi hagaðila um þessa breytingu, þ.e. kirkjutónlistarráð, félag organista og prestafélag Íslands?
- Hvernig verður áfram tryggt í svo lágu starfshlutfalli að fylgt sé eftir stefnu í kirkjutónlist, veita Tónskólanum forstöðu og veita söfnuðum ráðgjöf, fræðslu, aðstoð og stuðning?
- Hvaða áhrif mun þessi niðurskurður á starfi söngmálastjóra hafa á þjónustu við landsbyggðina þar sem kórar og annað tónlistarstarf á víða undir högg að sækja.
- Hvernig verður staðið að vali á nýjum söngmálastjóra og við hverja verður haft samráð um ráðninguna?
Auglýsingar og kynningarmál
Samkvæmt skýrslu biskups hefur verið gert átak kynningarmálum á vegum þjóðkirkjunnar, m.a. verið ráðinn samskiptastjóri, endurskoðun heimasíðu og aukinn sýnileiki á samfélagsmiðlum.
- Hver er áætlaður heildarkostnaður vegna endurskoðunar heimasíðunnar að meðtaldri aðkeyptri þjónustu, vinnu starfsfólks þjóðkirkjunnar og annars kostnaðar?
- Hver er kostnaður vegna kynningar-, samskipta- og samfélagsmiðlamála á síðastliðnu ári, þ.e. frá september til september.
- Hvernig er gert ráð fyrir að þetta verkefni þróist áfram og kostnaður vegna þessa?
- Starf og þjónusta þjóðkirkjunnar fer m.a. fram í söfnuðum hennar. Er gert ráð fyrir aðstyrkja söfnuðu í samskipta- og kynningarstarfi þeirra og þá með hvaða hætti?
Átak í fræðslu
Á 66. kirkjuþingi 2024-2025 var samþykkt þingsályktun að fela biskupi Íslands efla fræðslu um kristinn kærleika og samkennd með ungmennum og gerð fræðsluefnis fyrir efstu bekki grunnskóla sem og ungt fólk á framhaldsskólaaldri.
- Hver er staða verkefnisins, hvað hefur unnist og hvenær er áætlað að það komi til framkvæmda?
Æskulýðsmál
Á undanförnum misserum hafa verið ráðnir svæðisstjórar æskulýðsmála á vegum þjóðkirkjunnar sem er samkvæmt nýrri skipan æskulýðsmála sem var samþykkt á kirkjuþingi 2021-2022.
- Hafa verið ráðnir svæðisstjórar í öllum þeim umdæmum sem átti að ráða svæðisstjóra? Ef svo er ekki hvenær er gert ráð fyrir að ráðningum ljúki?
- Hver hafa verið helstu hlutverk og verkefni nýrra svæðisstjóra?
- Hver er staða svæðisstjóra gagnvart æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar og öðrum æskulýðssamböndum?
- Samkvæmt fundargerð aðalfundar æskulýðssambands þjóðkirkjunnar fyrir starfsárið 2024 kemur fram að framkvæmdastjóra félagsins hafi verið sagt upp vegna óvissu um fjárhagsstöðu félagsins og stöðu sambandsins. Hver er staða sambandsins og er ætlað að veita styrki til sambandsins sem stendur fyrir fjölmörgum mikilvægum viðburðum einkum fyrir unglingastarf?
Aðgengismál
Á 66. kirkjuþingi 2024-2025 var samþykkt þingsályktunartillaga að unnin verði áætlun um að kirkjur og annað húsnæði þar sem starf þjóðkirkjunnar, stofnana hennar og einstakra safnaða fer fram hafi aðgengi fyrir alla. Áætlunin liggi fyrir vorið 2025 og hún komi til framkvæmda 2025-2028.
- Hver er staða við gerð áætlunarinnar og er hún komin til framkvæmda?
- Ef svo er ekki hvenær er áætlað að hún liggi fyrir og komi til framkvæmda?
Kirkjudagar
Kirkjudagar þjóðkirkjunnar hafa verið haldnir þrisvar sinnum 2001, 2005 og nú síðast árið 2024. Reynslan hefur sýnt að hér er gott tækifæri fyrir kirkjuna að sækja fram í kynningarmálum og birta starf kirkjunnar á einum stað. Einnig fyrir þátttakendur, sjálfboðaliða og starfsfólk að fræðast og eflast í störfum sínum á vettvangi kirkjunnar. Það er ekki gott að hafa Kirkjudaga með svo löngu millibili og þar með byrja upp á nýtt að kynna viðburðinn inn á við og út á við. Við lok síðustu Kirkjudaga var unnin skýrsla um hvernig til tókst og hvað hefði mátt gera betur.
- Er gert ráð fyrir að Kirkjudagar verði haldnir aftur á næstunni og hefur verið gerð áætlun þar um?
Svar biskups Íslands, Guðrúnar Karls Helgudóttur við fyrirspurnum Stefáns Más Gunnlaugssonar:
Söngmálastjóri
- Líkt og fram hefur komið í svari við fyrri fyrirspurn var breytingin gerð í kjölfar tillögu fráfarandi söngmálastjóra. Áréttað er að breytingin felur í sér að eitt starf í 100% starfshlutfalli er breytt í þrjú störf í 110% starfshlutfalli.
- Haft var samráð við kirkjutónlistarráð áður en breytingin var ákveðin en í kirkjutónlistarráði eru fulltrúar Félags organista og Prestafélags Íslands.
- Með þeirri breytingu sem verið er að ráðast í er verið að afnema hluta af starfsskyldum söngmálastjóra er varða daglega starfsemi Tónskólans og þau störf færð á hendur deildarstjóra. Með því mun söngmálastjóri hafa betra færi á að fylgja eftir stefnu í kirkjutónlist, veita Tónskólanum forstöðu og söfnuðum ráðgjöf.
- Sú breyting sem um ræðir felur ekki í sér niðurskurð heldur er verið að auka starfshlutfall um 10%, eins og fram hefur komið. Breytingin mun ekki hafa áhrif á þjónustu við landsbyggðina.
- Búið er að skipa valnefnd sem falið er að velja nýjan söngmálastjóra. Í henni sitja formaður organistafélagsins, formaður kirkjutónlistarráðs og fulltrúi biskups.
Auglýsingar- og kynningarmál
- Beinn einskiptiskostnaður vegna gerð nýrrar heimasíðu er á tímabilinu 24.379.384 kr., sem felur í sér aðkeypta vinnu og þjónustu. Er þar ekki talin kostnaður vegna vinnu við að færa efni sem hýst hefur verið annars staðar sem áætlaður er um 2-3 milljónir. Gróflega má áætla að kostnaður vegna vinnu starfsfólks þjóðkirkjunnar sé um 1/3 af vinnu samskiptastjóra á tímabilinu og tveggja til þriggja mánaða vinna sérfræðings á samskiptasviði.
- Heildarkostnaður vegna kynningar og samskiptamála er á þessu tímabili 19.094.214 kr. Af því er 15.213.613 kr. einskiptiskostnaður vegna hönnunar á kynningarefni og vörumerkjahandbók Þjóðkirkjunnar, vinnu við sameiginlegan Canva reikning biskupsstofu og söfnuða, auk „veldu þín gildi“ vefsins sem verður uppistaða í markaðsátaki Þjóðkirkjunnar í vetur. Af þeirri fjárhæð eru 2.950.000 kr. vegna samninga um kaup á þjónustu sem sagt hefur verið upp á tímabilinu. Þau verkefni hafa flust yfir á starfsfólk samskiptasviðs.
- Utan launa eru 89,9% af útgjöldum samskiptasviðs á þessu tímabili einskiptiskostnaður. Kostnaður utan launa á samskiptasviði mun því á komandi misserum markast að nánast öllu leyti af kostnaði við birtingu auglýsinga og áframhaldandi þróun á vefnum sem er sveigjanlegt verkefni. Þeir aðilar sem eru að hanna nýja vefsíðu kirkjunnar hafa gert samskiptasviði tilboð í að þróa vefsíðu í sama útliti og sama vefumsjónarkerfi og nýr vefur Þjóðkirkjunnar. Þessi vefsíða væri „lagervara“ á Biskupsstofu sem söfnuðir, prestaköll og prófastsdæmi gætu nýtt sér gegn smávægilegu gjaldi.Vefsíðan væri því í sama útliti eins nýr vefur Þjóðkirkjunnar og væri afhent tilbúin til notkunar á léni kaupanda. Samskiptasvið hefur kannað áhuga á að nýta sér þessa þjónustu og vinnur nú út frá þeirri forsendu að 10 aðilar, hið minnsta, munu nýta sér þessa þjónustu. Þannig munu þessir 10 aðilar njóta góðs af hönnunarvinnu, vefhönnun og forritun sem þegar hefur verið greitt fyrir og skipta á milli sín kostnaði við að smíða þessa „lagervöru“ út frá fyrirliggjandi hönnun og forritun. Þessar síður gætu jafnframt nýtt myndabanka, texta o.fl. sem orðið hafa til við vinnslu nýrrar síðu Þjóðkirkjunnar.Samhliða opnun nýrrar vefsíðu verður Canva aðgangur Þjóðkirkjunnar gerður aðgengilegur öllum þeim söfnuðum sem vilja. Þar munu notendur fá aðgang að hönnunarviðmóti sem nýtir liti, leturgerð, tákn og merki Þjóðkirkjunnar. Allt viðmót Canva miðast að því að gera hönnun auglýsinga fyrir samfélagsmiðla sem og prent- og vefmiðla á hvers manns færi.Samskiptastjóri hefur þegar efnt til fjölmiðlanámskeiðs og er ætlunin eftir að ný heimasíða fer í loftið að halda því verkefni áfram. Er nú í skoðun að fá jafnvel utanaðkomandi aðila í þá vinnu. Samskiptastjóri hefur lýst því að hann telji það lykilforsendu fyrir því að kirkjan haldi áfram góðum takti að talsmenn kirkjunnar í fjölmiðlum fái alla þá aðstoð og þjálfun sem völ er á.Þá má nefna námskeið í notkun samfélagsmiðla sem samskiptasvið hefur áhuga á að gera aðgengilegt öllum sem vilja með einum eða öðrum hætti, og að ráðast í uppbyggingu kerfis til „innanhússamskipta“ í kirkjunni.
Átak í fræðslu
- Gerður hefur verið verktakasamningur varðandi gerð fræðsluefnis fyrir elstu bekki grunn- og framhaldsskóla. Verkefnið er því komið formlega af stað og gert er ráð fyrir skilum fyrir 1. maí 2026. Að því viðbættu verða haldin námskeið fyrir áhugasama presta og djákna sem hafa áhuga á að kenna efnið í skólum.
Æskulýðsmál
- Ráðnir hafa verið svæðisstjórar í öll prófastsdæmin að undanskildu Suðurprófastsdæmi. Það stöðugildi er þó á fjárhagsáætlun næsta árs og er því ráðgert að ráðið verði í starfið á næsta ári.
- Svæðisstjóri hefur í umboði biskups og prófasta tilsjón með æskulýðsstarfi og heildaryfirsýn með verkefnisstjórum æskulýðsmála og æskulýðsleiðtogum sem starfa fyrir kirkjurnar á svæðinu. Svæðisstjóri starfar með starfsfólki sem sér um æskulýðsstarf í sóknum, myndar tengsl á milli þess og veitir því faglegan stuðning og ráðgjöf um æskulýðsmál og mönnun starfsins.
- Stefnt er að því að svæðisstjórar starfi náið með Æskulýðssamböndum á þeim svæðum sem þau eru til staðar. Þar sem þau eru ekki til staðar þarf að vinna að því að stofna æskulýðssambönd eða annað grasrótarstarf.Eftir stefnumótunarvinnu Kirkjuþings var ákveðið að kirkjan setti meira fjármagn í æskulýðsmál og var þar sjónum sérstaklega beint að svæðisstjórunum, sem eru fullorðið fólk sem er á launum hjá kirkjunni í stað þess að treysta á frjáls félagasamtök. Með því er kirkjan að taka meiri ábyrgð á æskulýðsmálum en hún hefur áður gert og setja meira fjármagn í þau. Svæðisstjórnarnir taka við einhverjum verkefnum ÆSKÞ, eins og að halda Landsmót Æskulýðsfélaga en núna í vetur eru þessir aðilar að skipuleggja Landsmót í sameiningu. Hlutverk ÆSKÞ til frambúðar er að nokkru leiti óráðið en verður það ákveðið í samráði við þau samtök. Í ljósi þess er ekki talin þörf á að veita styrk til ÆSKÞ fyrir launakostnaði framkvæmdastjóra en veitum styrki til einstaka verkefna.
Aðgengismál
- Áætlunin liggur fyrir og er komin til framkvæmda. Felur hún það í sér að Þjóðkirkjan tryggi aðgengi að því húsnæði sem nýtt er undir starfsemi Þjóðkirkjunnar og lauk þeim lið verkefnisins með því að aðgengi var tryggt að biskupsgarði að Tjarnargötu. Næsti liðurinn í áætluninni var að kortleggja aðgengismál í öðru húsnæði, einkum í kirkjum landsins. Þeirri vinnu er nú nánast lokið og á nýrri heimasíðu Þjóðkirkjunnar munu birtast upplýsingar um aðgengismál í kirkjum landsins. 126 kirkjur eru óaðgengilegar fólki í hjólastólum. Nokkuð margar þeirra eru bændakirkjur eða kirkjur í eigu annarra en Þjóðkirkjusafnaða. Nánast allar þessar kirkjur eru friðaðar. Þá eru nokkrar kirkjur á stöðum sem sjálfir eru óaðgengilegir. Eru það til dæmis bænhúsið í Papey, bænhús í Furufirði og tvær kirkjur á Hornströndum. Óvitað er með aðgengismál í 32 kirkjum, en svars er að vænta frá viðkomandi sóknum. Kirkjur á þessum lista sem eru í þéttbýlisstöðum eru fjórar, en þó allar í afar fámennum sóknum. Raunar eru þetta svo til allt afar fámennar sóknir sem um ræðir. Ef lítið er til tekna þeirra sókna hvar aðgengi er ekki til staðar eru tekjur þeirra af sóknargjöldum um ein milljón á ári. Meðaltekjur sókna almennt af sóknargjöldum voru í fyrra yfir 10 milljónir – svo það er ljóst að þetta eru fámennustu sóknirnar sem hafa yfir að ráða kirkjur án hjólastólaaðgengis. Það er því ljóst af þessari tölfræðirýni að svo til allar þær sóknir sem hafa fjárhagslega burði til þess að fara í þær framkvæmdir sem þarf til þess að tryggja hjólastólaaðgengi, hafa gert það. Það eru uppörvandi fréttir.
Kirkjudagar
- Ekki hefur verið tekin afstaða til þess.





