Lýðræði er í sjálfu sér ekki flókið fyrirbæri. Öllum er sennilega ljóst fyrir hvað það stendur. Eitt atkvæði, einn maður. Þátttaka til að hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag.

Þjóðkirkjan er skikkuð til þess í landslögum að hafa í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis. Þar er enginn afsláttur gefinn og ekki er til nein sérsniðin útgáfa af lýðræði fyrir hana.

Lýðræði í kirkjunni birtist meðal annars á vettvangi sóknanna þar sem hver óvígður þjóðkirkjumeðlimur sextán ára og eldri getur boðið sig fram til starfa í sóknarnefnd. Grasrót kirkjunnar liggur úti í sóknunum og er víða lifandi og bústin en sums staðar nokkuð visin og dauf. Hvað sem því líður þá er sóknin opinn lýðræðisvettvangur.

Nú er rætt um rýmkun kosningaréttar til kirkjuþings og biskupskosninga. Þarflaust er að tala um að þröngur hópur kýs nú bæði til kirkjuþings og í biskupskosningum og er það í hæsta máta ólýðræðislegt. Nú ætlar þjóðkirkjan að taka á sig rögg og vonandi segir hún skilið við ólýðræðislegt kosningafyrirkomulag og opnar fyrir lýðræðið án allra skilyrða. Það þýðir ekki að bregðast við lýðræðiskröfunni með því að hlaða upp í anda bókstafstrúarmanna götuvígi úr ritningarstöðum sem eru annars góðir til síns brúks eða tefla fram feysknum trúarkenningum um hverjir skuli koma að því að velja forystufólk í æðstu störf kirkjunnar. Slíkar lýðræðisþrengingar eru dæmdar til að mistakast enda eru þær helber tímaskekkja.

Þjóðkirkjan telur sig standa vörð um réttlæti og samfélag mannúðar í krafti kristinnar trúar. Þess vegna ber henni auðvitað að hafa í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis án allra skilyrða. Þátttaka í lýðræðislegum kosningum er mannréttindi.

Kirkjuþing kemur nú saman í október og ræðir meðal annars Skýrslu um kosti þess og galla að rýmka ákvæði starfsreglna um kosningarrétt við kjör til kirkjuþings og kosningu biskups. Nú reynir á þessa æðstu stofnun kirkjunnar og vonandi stendur lýðræðið ekki í henni þegar kemur að því að setja nýjar reglur um kosningar til kirkjuþings og fyrirkomulag á vali biskups.

Ljóst er að stíga þarf stórt skref og opna kjör til kirkjuþings öllum þjóðkirkjumeðlimum sem eru orðnir sextán ára og eldri. Ekki er hægt að mati þess sem hér slær lyklaborð að eltast við það hvort allir séu skírðir eða ekki. Enda getur óskírður einstaklingur verið jafn kristinn og skírður þegar öllu er á botninn hvolft. Engu að síður hvetur kirkjan auðvitað óskírða félaga sína eðli máls samkvæmt til að skírast. Greiðsla sóknargjalds til þjóðkirkjunnar á að nægja sem viljayfirlýsing um formlega aðild að kirkjunni og henni fylgir meðal annars réttur til að taka þátt í störfum kirkjunnar og njóta tvímælalaust fulls lýðræðis í mikilvægum kosningum innan hennar eins og landslög segja til um.

Almennar kosningar til kirkjuþings geta vakið upp lifandi og hressilega umræðu um starf kirkjunnar og er ekki vanþörf á því. Margir hafa skoðanir á kirkjunni, starfi hennar og skipulagi. Í kosningum er boðað til umræðu og skoðanaskipta um mikilvægt hlutverk og starf kirkjunnar í samfélaginu. Mikilvægt er að allt kirkjufólk sé tilbúið til þeirrar umræðu.

Kirkjuþingskosningar fóru fram í sænsku kirkjunni fyrir um mánuði. Sendir voru út um 5 milljónir kjörseðla til allra meðlima kirkjunnar ásamt bréfi þar sem fyrirkomulag kosninganna var útskýrt nánar. Auk þess var send út stafræn áminning til allra félagsmanna á aldrinum 16–30 ára um hvenær yrði kosið og hvatning um að nýta kosningaréttinn. Kirkjukosningarnar hjá þeim sænsku fóru fram dagana 8.–21. september.

Sama fyrirkomulag mætti vel hugsa sér í biskupskosningu hér á landi. Hver skráður félagi í þjóðkirkjunni fengi rafrænan kjörseðil sendan þar sem viðkomandi væri beðinn um að merkja við nafn þess sem hann vildi sjá sem biskup Íslands. Einfaldur meirihluti réði hver hreppti starfið. Þetta er sett fram í þeirri vissu að reglur um biskupskjör sæju til þess að þaulskipulögð umræða á landsvísu færi fram um hlutverk biskupsins í kirkjunni. Auglýst yrði eftir biskupsframbjóðendum með sama hætti og forsetaefnum í forsetakosningum og kosið yrði milli þeirra sem gæfu kost á sér.

Í sjálfu sér er biskupsstarfið sem hvert annað mikilvægt forystustarf í stóru félagi þar sem þjóðkirkjan er annars vegar en við hlið hans er kirkjuþing sem fer með æðsta vald í málefnum kirkjunnar.

Almennar kosningar tíðkast alla jafna ekki þegar einstaklingur er valinn til forystu í mikilvægum stofnunum ríkisins, fyrirtækjum og félögum. Þess vegna má líka vel hugsa sér að biskupsstarfið yrði auglýst laust til umsóknar sem hvert annað starf og hæfisnefnd látin skera úr um umsækjendur. Kirkjuþing, prestastefna og sóknarnefndir myndu setja saman reglur um hæfisnefnd sem veldi biskup.

Nú er kominn tími fyrir þjóðkirkjuna að stíga djarflega inn á völl lýðræðisins í samfélaginu með því að opna dyr sínar upp á gátt og veita félagsmönnum sínum fullan kosningarétt í innanbúðarmálum kirkjunnar. Sýna öllum landsins lýð að lýðræðið stendur ekki í henni!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Lýðræði er í sjálfu sér ekki flókið fyrirbæri. Öllum er sennilega ljóst fyrir hvað það stendur. Eitt atkvæði, einn maður. Þátttaka til að hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag.

Þjóðkirkjan er skikkuð til þess í landslögum að hafa í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis. Þar er enginn afsláttur gefinn og ekki er til nein sérsniðin útgáfa af lýðræði fyrir hana.

Lýðræði í kirkjunni birtist meðal annars á vettvangi sóknanna þar sem hver óvígður þjóðkirkjumeðlimur sextán ára og eldri getur boðið sig fram til starfa í sóknarnefnd. Grasrót kirkjunnar liggur úti í sóknunum og er víða lifandi og bústin en sums staðar nokkuð visin og dauf. Hvað sem því líður þá er sóknin opinn lýðræðisvettvangur.

Nú er rætt um rýmkun kosningaréttar til kirkjuþings og biskupskosninga. Þarflaust er að tala um að þröngur hópur kýs nú bæði til kirkjuþings og í biskupskosningum og er það í hæsta máta ólýðræðislegt. Nú ætlar þjóðkirkjan að taka á sig rögg og vonandi segir hún skilið við ólýðræðislegt kosningafyrirkomulag og opnar fyrir lýðræðið án allra skilyrða. Það þýðir ekki að bregðast við lýðræðiskröfunni með því að hlaða upp í anda bókstafstrúarmanna götuvígi úr ritningarstöðum sem eru annars góðir til síns brúks eða tefla fram feysknum trúarkenningum um hverjir skuli koma að því að velja forystufólk í æðstu störf kirkjunnar. Slíkar lýðræðisþrengingar eru dæmdar til að mistakast enda eru þær helber tímaskekkja.

Þjóðkirkjan telur sig standa vörð um réttlæti og samfélag mannúðar í krafti kristinnar trúar. Þess vegna ber henni auðvitað að hafa í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis án allra skilyrða. Þátttaka í lýðræðislegum kosningum er mannréttindi.

Kirkjuþing kemur nú saman í október og ræðir meðal annars Skýrslu um kosti þess og galla að rýmka ákvæði starfsreglna um kosningarrétt við kjör til kirkjuþings og kosningu biskups. Nú reynir á þessa æðstu stofnun kirkjunnar og vonandi stendur lýðræðið ekki í henni þegar kemur að því að setja nýjar reglur um kosningar til kirkjuþings og fyrirkomulag á vali biskups.

Ljóst er að stíga þarf stórt skref og opna kjör til kirkjuþings öllum þjóðkirkjumeðlimum sem eru orðnir sextán ára og eldri. Ekki er hægt að mati þess sem hér slær lyklaborð að eltast við það hvort allir séu skírðir eða ekki. Enda getur óskírður einstaklingur verið jafn kristinn og skírður þegar öllu er á botninn hvolft. Engu að síður hvetur kirkjan auðvitað óskírða félaga sína eðli máls samkvæmt til að skírast. Greiðsla sóknargjalds til þjóðkirkjunnar á að nægja sem viljayfirlýsing um formlega aðild að kirkjunni og henni fylgir meðal annars réttur til að taka þátt í störfum kirkjunnar og njóta tvímælalaust fulls lýðræðis í mikilvægum kosningum innan hennar eins og landslög segja til um.

Almennar kosningar til kirkjuþings geta vakið upp lifandi og hressilega umræðu um starf kirkjunnar og er ekki vanþörf á því. Margir hafa skoðanir á kirkjunni, starfi hennar og skipulagi. Í kosningum er boðað til umræðu og skoðanaskipta um mikilvægt hlutverk og starf kirkjunnar í samfélaginu. Mikilvægt er að allt kirkjufólk sé tilbúið til þeirrar umræðu.

Kirkjuþingskosningar fóru fram í sænsku kirkjunni fyrir um mánuði. Sendir voru út um 5 milljónir kjörseðla til allra meðlima kirkjunnar ásamt bréfi þar sem fyrirkomulag kosninganna var útskýrt nánar. Auk þess var send út stafræn áminning til allra félagsmanna á aldrinum 16–30 ára um hvenær yrði kosið og hvatning um að nýta kosningaréttinn. Kirkjukosningarnar hjá þeim sænsku fóru fram dagana 8.–21. september.

Sama fyrirkomulag mætti vel hugsa sér í biskupskosningu hér á landi. Hver skráður félagi í þjóðkirkjunni fengi rafrænan kjörseðil sendan þar sem viðkomandi væri beðinn um að merkja við nafn þess sem hann vildi sjá sem biskup Íslands. Einfaldur meirihluti réði hver hreppti starfið. Þetta er sett fram í þeirri vissu að reglur um biskupskjör sæju til þess að þaulskipulögð umræða á landsvísu færi fram um hlutverk biskupsins í kirkjunni. Auglýst yrði eftir biskupsframbjóðendum með sama hætti og forsetaefnum í forsetakosningum og kosið yrði milli þeirra sem gæfu kost á sér.

Í sjálfu sér er biskupsstarfið sem hvert annað mikilvægt forystustarf í stóru félagi þar sem þjóðkirkjan er annars vegar en við hlið hans er kirkjuþing sem fer með æðsta vald í málefnum kirkjunnar.

Almennar kosningar tíðkast alla jafna ekki þegar einstaklingur er valinn til forystu í mikilvægum stofnunum ríkisins, fyrirtækjum og félögum. Þess vegna má líka vel hugsa sér að biskupsstarfið yrði auglýst laust til umsóknar sem hvert annað starf og hæfisnefnd látin skera úr um umsækjendur. Kirkjuþing, prestastefna og sóknarnefndir myndu setja saman reglur um hæfisnefnd sem veldi biskup.

Nú er kominn tími fyrir þjóðkirkjuna að stíga djarflega inn á völl lýðræðisins í samfélaginu með því að opna dyr sínar upp á gátt og veita félagsmönnum sínum fullan kosningarétt í innanbúðarmálum kirkjunnar. Sýna öllum landsins lýð að lýðræðið stendur ekki í henni!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir