Það er ætíð sannarlega mikið fréttaefni þegar velja skal nýjan páfa. Augu allra mæna sennilega á frægasta reykháf veraldar sem settur er upp á þak Sistínsku kapellunnar í Róm. Þegar ljós reykur liðast þar upp hefur náðst samstaða um páfakjör en komi svartur mökkur upp hefur enginn kardinálanna náð tilskyldum fjölda atkvæða.

Páfakjör hefst í dag, 7. maí 2025.

Þeir einir sem rétt hafa til að kjósa páfa eru kardinálar sem yngri eru en áttræðir. Þeir koma hvaðanæva að úr heiminum og eru lokaðir inni í Sistínsku kapellunni þar til þeir hafa komist að niðurstöðu um hver skuli setjast í sæti Rómarbiskups, en svo er páfi einnig nefndur. Kosningin er skrifleg, datt einhverjum í hug að hún væri rafræn? – og að lokinni hverri umferð er atkvæðaseðlum brennt í ofni sem komið hefur verið fyrir í Sistínsku kapellunni. Til að fá svarta reykjarmökkinn er blautt tað brennt með atkvæðaseðlunum.

Páfinn er andlegur leiðtogi um 1,5 milljarða rómversk-kaþólskra og margir er tilheyra öðrum kristnum trúfélögum líta einnig til hans sem verðugs fulltrúa ýmissa kristinna gilda þó svo fráleitt sé tekið undir allt sem þeir bralla í Vatíkaninu.

Rómversk-kaþólska kirkjan hefur á umliðnum öldum sem og nú rekið öflugar hjálparstofnanir af ýmsum toga, skóla og sjúkrahús svo dæmi séu nefnd. Sú starfsemi hefur víðast hvar gengið vel enda þótt sums staðar hafi margt misjafnt og glæpsamlegt komið í ljós síðar meir.

Nú sitja sem sé í Sistínsku kapellunni á annað hundrað karlmenn, kardinálarnir, og velta fyrir sér hvern þeir eigi að kjósa sem næsta páfa. Engin kynjahlutföll trufla þessa ágætu menn.

Þegar rómversk-kaþólsk kirkja baðar sig í sviðsljósinu sem páfakjör færir henni er gullið tækifæri til að skoða grundvallarmuninn á henni og þeirri lúthersku. Við lútherskir viljum líka minna á okkur þegar mikið stendur í móðurkirkjunni en margir lútherskir kalla rómversk-kaþólsku kirkjuna svo. Marteinn Lúther ætlaði enda aldrei að slíta sig frá rómversk-kaþólsku kirkjunni með mótmælum sínum á 16. öld heldur aðeins að taka í lurginn á henni og koma henni niður á jörðina – en margt fer öðruvísi en ætlað er.

1. Páfinn

Hann er æðstur í valda- og virðingarröð rómversk-kaþólskrar kirkju. Kaþólska kirkjan lítur svo á að hann sé arftaki Péturs postula – fiskimannsins – sem Kristur hafi skipað sem eftirmann sinn. Pétur hafi verið fyrsti biskupinn í Róm. Því til stuðnings leita þeir í Matteusarguðspjall.16.18-19 en þar segir Jesús við Pétur postula:

„Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis og hvað sem þú bindur á jörðu mun bundið á himnum og hvað sem þú leysir á jörðu mun leyst á himnum.“

Hér er að finna hugmyndina um lyklavald þeirra rómversk-kaþólsku. Páfinn er sum sé hinn óskoraði leiðtogi kristinna manna og vald hans má að þeirra hyggju rekja til meistarans frá Nasaret í gegnum Pétur postula. Páfinn er því hvorki meira né minna en fulltrúi Jesú Krists hér á jörðu.

Það er vissulega mikil valdastaða, svo ekki sé meira sagt – og reyndar ekki samþykkt af öllum.

Páfinn er meðal annars óskeikull í málefnum trúarinnar og túlkun Ritningarinnar er á hans valdi.

Lútherskir hafa engan páfa og í augum þeirra eru allir menn skeikulir.

Lúther lét þau orð falla að krafa rómversk-kaþólsku kirkjunnar um að páfinn einn hefði túlkunarvald á Biblíunni væri „ósvífinn uppspuni“[1] og hann hefði sjálfur tekið sér þetta vald. Það er Ritningin sjálf sem býr yfir túlkunarvaldinu: „sola scriptura.“ Þessi skilningur lagði grunninn að því að hver maður hefði rétt til að lesa og túlka Biblíuna sem kallaði svo eðli máls samkvæmt á lestrarkunnáttu. Því var slík kunnátta nauðsynleg og hún kallaði á menntun. Þess vegna hefur menntun almennings ætíð skipað sérstakan sess í kirkjum mótmælenda.

2. Um góðu verkin – hjálpræði manna

Rómversk kaþólsk kirkja lítur svo á að syndugur maðurinn geti orðið hólpinn með trú, góðverkum og að rækja sakramentin. Með góðverkum sínum ávinni hann sé meiri náð í þessu lífi og meiri umbun í himnaríki.

Þessu er algjörlega öfugt varið hjá lútherskum: trúin ein frelsar manninn, hann er syndugur og getur aldrei unnið hylli Guðs með því að veifa góðverkum eða státa sig af veraldlegum metorðum. Maðurinn réttlætist frammi fyrir Guði aðeins með trúnni, sola fide (trúin ein). Góðverkin sem maðurinn vinnur eru ekki hans heldur eru þau afleiðing trúar mannsins – og trúna gefur Guð og hefur því maðurinn ekkert til að hrósa sér af.

Lúther segir svo í kveri sínu Um frelsi kristins manns:

Af trúnni kemur því kærleikur og löngun til Guðs og af kærleikanum sprettur frjálst, viljugt og sælt líf til að þjóna náunganum endurgjaldslaust. Eins og náungi okkar líður neyð og þarfnast þess, sem við höfum umfram, eins höfum við liðið neyð frammi fyrir Guði og þurft á náð hans að halda. Eins og Guð hefur hjálpað okkur ókeypis fyrir Krist, þá ber okkur að gera það eitt, að hjálpa náunga okkar. Þannig sjáum við hve kristilegt líf er háleitt og göfugt, sem því miður liggur ekki aðeins í láginni, heldur þekkist ekki framar og er ekki prédikað.[2]

3. Kirkjan er þéttriðið net

Í rómversk-kaþólsku kirkjunni starfa kardínálar, prestar, djáknar, munkar og nunnur, kirkjufólk úr flestum hornum samfélagsins. Kirkjan er þéttriðið net. Svo er einnig með svipuðum hætti hjá lútherskum: Biskupar, prestar og djáknar starfa í lútherskum kirkjum, sem og almennt kirkjufólk.

4. Almennur prestsdómur

Lúthersk kirkja hefur í sínum fræðum hinn almenna prestdóm eins og Lúther setti hann fram í stuttu máli með þeim orðum að við verðum öll „við skírnina að prestum.“[3] Páfi, biskupar, prestar og djáknar, boða fagnaðarerindið og sinna sakramentunum en þeir eru ósköp venjulegt fólk.[4] Allir kristnir menn geta boðað trú.

Skósmiður, smiður, bóndi: Hver og einn hefur sitt verk að vinna og embættis að gæta og allir eru jafn mikils virði og vígðir prestar og biskupar. Hver og einn skal með  vinnu sinni vera öðrum til gagns og þjónustu, því margs konar verk falla til í einum söfnuði. [5]

Þessi skilningur lagði grunninn að því að hver maður hafði rétt til að lesa og túlka Biblíuna sem kallaði svo eðli máls samkvæmt á lestrarkunnáttu og því var lestrarkunnátta nauðsynleg. Þess vegna hefur menntun almennings ætíð skipað sérstakan sess í kirkjum mótmælenda.

5. Dýrlingar

Rómversk-kaþólsk kirkja heiðrar dýrlinga og þar fremst í flokki er María guðsmóðir. Þeir ákalla dýrlingana og biðja þá um fyrirbænir til Guðs.

Lúthersk kirkja lítur svo á að engan milliliði þurfi milli Guðs og manna, Krists og manna. Þar sé beint samband í gegnum Jesú Krist og til hans skuli bænum beint.

6. Konur ekki vígðar til prests

Svo sem kunnugt er þá vígir rómversk-kaþólska kirkjan ekki konur til prestsstarfa en það gera flestar lútherskar kirkjudeildir. Þannig horfir kaþólska kirkjan fram hjá öllum jafnréttiskröfum samtímans hvað vígslu kvenna snertir.

7. Sakramentin sjö hjá rómversk-kaþólskum en tvö hjá lútherskum

Sakramenti (leyndardómur) er ytra tákn sem Kristur stofnaði til sjálfur og hægt er að vísa til ritningarstaðar því til stuðnings.

Sakramentin eru sjö í rómversk-kaþólsku kirkjunni: skírn, biskupun (eða ferming), altarissakramentið, skriftir, síðasta smurningin, prestsvígsla og hjónabandssakramentið.

Lúthersk kirkja hefur tvö sakramenti: skírn og altarissakramenti, og telur að eingöngu sé að finna í Ritningunni tilvísanir til þeirra tveggja en ekki fleiri.

Skilningur rómversk-kaþólskra og lútherskra á altarissakramentinu er ólíkur. Þeir fyrrnefndu líta svo á að brauð og vín í altarisgöngunni umbreytist í hinn raunverulega líkama og blóð Krists, en lútherskir telja að í altarisgöngunni sé Kristur nálægur með sérstökum hætti – annars er ýmiss konar skilningur lútherskra á sveimi um þetta sakramenti.

Þá má geta þess að Lúther taldi fráleitt að prestsvígsla væri sakramenti og auk þess gæti slík hugmynd komið því inn hjá fólki að prestar væru ríkari af náð en annað kristið fólk. Og „biskupsvígsla er ekkert annað en það að söfnuðurinn tekur einn út úr hópi jafningja og felur honum að fara með vald fyrir hina.“[6]

8. Prestar mega ekki kvænast 

Þá skal nefnt að rómversk-kaþólska kirkjan bannar prestum sínum að kvænast. Um þetta sagði Lúther með sínum hispurslausa hætti:

„Prestur getur aldrei verið konulaus, ekki bara vegna veikleika síns og náttúru, heldur út af heimilishaldinu. Hann verður að ráða sér bústýru – páfinn leyfir það – en hann má ekki giftast henni. Hvílík firra að láta karl og konu búa saman en banna þeim líkamlegar samvistir. Þetta er eins og að bera eld að hálmi en leggja bann við því að kvikni í.“[7]

Þessi krafa um einlífi presta hefur sætt gagnrýni.

Þetta er í stuttu máli munur á þessum tveimur kirkjudeildum, þeirri kaþólsku og lúthersku. Fleira mætti tína til en þetta nægir. Milli þeirra er þó ágætt samband og kannski er það fyrst og fremst að þakka samkirkjulegu starfi á liðnum áratugum. Þess vegna fagna lútherskir með trúsystkinum sínum þegar nýr páfi er valinn og biðja þess að vel hafi til tekist.

Kirkjublaðið.is sem er minnstur kristilegra miðla norðan Alpafjalla vonar að páfakjörið gangi vel fyrir sig.

Velunnari Kirkjublaðsins.is í klerkastétt benti á viðburð hjá Taizé-samfélaginu sem er samkirkjuleg bænastund fyrir páfakjöri sem bæði getur farið fram á netinu og í raunheimum. Þjóðráð að kalla til fólk úr ýmsum kirkjudeildum til bænahalds af þessu tilefni því aðeins eitt sameinar kristna menn og það er trúin á Jesú Krist sem hvergi fæst í loftþéttum neytendaumbúðum kirkjudeildanna heldur aðeins í lifandi samtali og kærleika til náungans.

Hér má fylgjast með samkirkjulegri bænastund fyrir páfakjörinu:

 

Tilvísanir

[1] Marteinn Lúther, Til hins kristna aðals þýskrar þjóðar, ísl. þýð. Vilborg Auður Ísleifsdóttir (Hið íslenzka bókmennafélag: Reykjavík 2012), bls. 61.

[2] „Um frelsi kristin manns“, ísl. þýðing sr. Magnús Runólfsson og dr. Skúli S. Ólafsson. Endurskoðuð þýðing með samanburði við þýska frumtextann: Dr. Gunnar Kristjánsson, í Marteinn Lúther – Úrval rita 1 – 1517-1523 (Skálholtsútgáfan: Reykjavík 2027) bls. 194.

[3] Marteinn Lúther, Til hins kristna aðals þýskrar þjóðar, ísl. þýð. Vilborg Auður Ísleifsdóttir (Hið íslenzka bókmennafélag: Reykjavík 2012), bls. 51.

[4] Sama, bls. 55.

[5] Sama, bls. 55.

[6] Sama, bls. 51.

[7] Sama, bls.126.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Það er ætíð sannarlega mikið fréttaefni þegar velja skal nýjan páfa. Augu allra mæna sennilega á frægasta reykháf veraldar sem settur er upp á þak Sistínsku kapellunnar í Róm. Þegar ljós reykur liðast þar upp hefur náðst samstaða um páfakjör en komi svartur mökkur upp hefur enginn kardinálanna náð tilskyldum fjölda atkvæða.

Páfakjör hefst í dag, 7. maí 2025.

Þeir einir sem rétt hafa til að kjósa páfa eru kardinálar sem yngri eru en áttræðir. Þeir koma hvaðanæva að úr heiminum og eru lokaðir inni í Sistínsku kapellunni þar til þeir hafa komist að niðurstöðu um hver skuli setjast í sæti Rómarbiskups, en svo er páfi einnig nefndur. Kosningin er skrifleg, datt einhverjum í hug að hún væri rafræn? – og að lokinni hverri umferð er atkvæðaseðlum brennt í ofni sem komið hefur verið fyrir í Sistínsku kapellunni. Til að fá svarta reykjarmökkinn er blautt tað brennt með atkvæðaseðlunum.

Páfinn er andlegur leiðtogi um 1,5 milljarða rómversk-kaþólskra og margir er tilheyra öðrum kristnum trúfélögum líta einnig til hans sem verðugs fulltrúa ýmissa kristinna gilda þó svo fráleitt sé tekið undir allt sem þeir bralla í Vatíkaninu.

Rómversk-kaþólska kirkjan hefur á umliðnum öldum sem og nú rekið öflugar hjálparstofnanir af ýmsum toga, skóla og sjúkrahús svo dæmi séu nefnd. Sú starfsemi hefur víðast hvar gengið vel enda þótt sums staðar hafi margt misjafnt og glæpsamlegt komið í ljós síðar meir.

Nú sitja sem sé í Sistínsku kapellunni á annað hundrað karlmenn, kardinálarnir, og velta fyrir sér hvern þeir eigi að kjósa sem næsta páfa. Engin kynjahlutföll trufla þessa ágætu menn.

Þegar rómversk-kaþólsk kirkja baðar sig í sviðsljósinu sem páfakjör færir henni er gullið tækifæri til að skoða grundvallarmuninn á henni og þeirri lúthersku. Við lútherskir viljum líka minna á okkur þegar mikið stendur í móðurkirkjunni en margir lútherskir kalla rómversk-kaþólsku kirkjuna svo. Marteinn Lúther ætlaði enda aldrei að slíta sig frá rómversk-kaþólsku kirkjunni með mótmælum sínum á 16. öld heldur aðeins að taka í lurginn á henni og koma henni niður á jörðina – en margt fer öðruvísi en ætlað er.

1. Páfinn

Hann er æðstur í valda- og virðingarröð rómversk-kaþólskrar kirkju. Kaþólska kirkjan lítur svo á að hann sé arftaki Péturs postula – fiskimannsins – sem Kristur hafi skipað sem eftirmann sinn. Pétur hafi verið fyrsti biskupinn í Róm. Því til stuðnings leita þeir í Matteusarguðspjall.16.18-19 en þar segir Jesús við Pétur postula:

„Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis og hvað sem þú bindur á jörðu mun bundið á himnum og hvað sem þú leysir á jörðu mun leyst á himnum.“

Hér er að finna hugmyndina um lyklavald þeirra rómversk-kaþólsku. Páfinn er sum sé hinn óskoraði leiðtogi kristinna manna og vald hans má að þeirra hyggju rekja til meistarans frá Nasaret í gegnum Pétur postula. Páfinn er því hvorki meira né minna en fulltrúi Jesú Krists hér á jörðu.

Það er vissulega mikil valdastaða, svo ekki sé meira sagt – og reyndar ekki samþykkt af öllum.

Páfinn er meðal annars óskeikull í málefnum trúarinnar og túlkun Ritningarinnar er á hans valdi.

Lútherskir hafa engan páfa og í augum þeirra eru allir menn skeikulir.

Lúther lét þau orð falla að krafa rómversk-kaþólsku kirkjunnar um að páfinn einn hefði túlkunarvald á Biblíunni væri „ósvífinn uppspuni“[1] og hann hefði sjálfur tekið sér þetta vald. Það er Ritningin sjálf sem býr yfir túlkunarvaldinu: „sola scriptura.“ Þessi skilningur lagði grunninn að því að hver maður hefði rétt til að lesa og túlka Biblíuna sem kallaði svo eðli máls samkvæmt á lestrarkunnáttu. Því var slík kunnátta nauðsynleg og hún kallaði á menntun. Þess vegna hefur menntun almennings ætíð skipað sérstakan sess í kirkjum mótmælenda.

2. Um góðu verkin – hjálpræði manna

Rómversk kaþólsk kirkja lítur svo á að syndugur maðurinn geti orðið hólpinn með trú, góðverkum og að rækja sakramentin. Með góðverkum sínum ávinni hann sé meiri náð í þessu lífi og meiri umbun í himnaríki.

Þessu er algjörlega öfugt varið hjá lútherskum: trúin ein frelsar manninn, hann er syndugur og getur aldrei unnið hylli Guðs með því að veifa góðverkum eða státa sig af veraldlegum metorðum. Maðurinn réttlætist frammi fyrir Guði aðeins með trúnni, sola fide (trúin ein). Góðverkin sem maðurinn vinnur eru ekki hans heldur eru þau afleiðing trúar mannsins – og trúna gefur Guð og hefur því maðurinn ekkert til að hrósa sér af.

Lúther segir svo í kveri sínu Um frelsi kristins manns:

Af trúnni kemur því kærleikur og löngun til Guðs og af kærleikanum sprettur frjálst, viljugt og sælt líf til að þjóna náunganum endurgjaldslaust. Eins og náungi okkar líður neyð og þarfnast þess, sem við höfum umfram, eins höfum við liðið neyð frammi fyrir Guði og þurft á náð hans að halda. Eins og Guð hefur hjálpað okkur ókeypis fyrir Krist, þá ber okkur að gera það eitt, að hjálpa náunga okkar. Þannig sjáum við hve kristilegt líf er háleitt og göfugt, sem því miður liggur ekki aðeins í láginni, heldur þekkist ekki framar og er ekki prédikað.[2]

3. Kirkjan er þéttriðið net

Í rómversk-kaþólsku kirkjunni starfa kardínálar, prestar, djáknar, munkar og nunnur, kirkjufólk úr flestum hornum samfélagsins. Kirkjan er þéttriðið net. Svo er einnig með svipuðum hætti hjá lútherskum: Biskupar, prestar og djáknar starfa í lútherskum kirkjum, sem og almennt kirkjufólk.

4. Almennur prestsdómur

Lúthersk kirkja hefur í sínum fræðum hinn almenna prestdóm eins og Lúther setti hann fram í stuttu máli með þeim orðum að við verðum öll „við skírnina að prestum.“[3] Páfi, biskupar, prestar og djáknar, boða fagnaðarerindið og sinna sakramentunum en þeir eru ósköp venjulegt fólk.[4] Allir kristnir menn geta boðað trú.

Skósmiður, smiður, bóndi: Hver og einn hefur sitt verk að vinna og embættis að gæta og allir eru jafn mikils virði og vígðir prestar og biskupar. Hver og einn skal með  vinnu sinni vera öðrum til gagns og þjónustu, því margs konar verk falla til í einum söfnuði. [5]

Þessi skilningur lagði grunninn að því að hver maður hafði rétt til að lesa og túlka Biblíuna sem kallaði svo eðli máls samkvæmt á lestrarkunnáttu og því var lestrarkunnátta nauðsynleg. Þess vegna hefur menntun almennings ætíð skipað sérstakan sess í kirkjum mótmælenda.

5. Dýrlingar

Rómversk-kaþólsk kirkja heiðrar dýrlinga og þar fremst í flokki er María guðsmóðir. Þeir ákalla dýrlingana og biðja þá um fyrirbænir til Guðs.

Lúthersk kirkja lítur svo á að engan milliliði þurfi milli Guðs og manna, Krists og manna. Þar sé beint samband í gegnum Jesú Krist og til hans skuli bænum beint.

6. Konur ekki vígðar til prests

Svo sem kunnugt er þá vígir rómversk-kaþólska kirkjan ekki konur til prestsstarfa en það gera flestar lútherskar kirkjudeildir. Þannig horfir kaþólska kirkjan fram hjá öllum jafnréttiskröfum samtímans hvað vígslu kvenna snertir.

7. Sakramentin sjö hjá rómversk-kaþólskum en tvö hjá lútherskum

Sakramenti (leyndardómur) er ytra tákn sem Kristur stofnaði til sjálfur og hægt er að vísa til ritningarstaðar því til stuðnings.

Sakramentin eru sjö í rómversk-kaþólsku kirkjunni: skírn, biskupun (eða ferming), altarissakramentið, skriftir, síðasta smurningin, prestsvígsla og hjónabandssakramentið.

Lúthersk kirkja hefur tvö sakramenti: skírn og altarissakramenti, og telur að eingöngu sé að finna í Ritningunni tilvísanir til þeirra tveggja en ekki fleiri.

Skilningur rómversk-kaþólskra og lútherskra á altarissakramentinu er ólíkur. Þeir fyrrnefndu líta svo á að brauð og vín í altarisgöngunni umbreytist í hinn raunverulega líkama og blóð Krists, en lútherskir telja að í altarisgöngunni sé Kristur nálægur með sérstökum hætti – annars er ýmiss konar skilningur lútherskra á sveimi um þetta sakramenti.

Þá má geta þess að Lúther taldi fráleitt að prestsvígsla væri sakramenti og auk þess gæti slík hugmynd komið því inn hjá fólki að prestar væru ríkari af náð en annað kristið fólk. Og „biskupsvígsla er ekkert annað en það að söfnuðurinn tekur einn út úr hópi jafningja og felur honum að fara með vald fyrir hina.“[6]

8. Prestar mega ekki kvænast 

Þá skal nefnt að rómversk-kaþólska kirkjan bannar prestum sínum að kvænast. Um þetta sagði Lúther með sínum hispurslausa hætti:

„Prestur getur aldrei verið konulaus, ekki bara vegna veikleika síns og náttúru, heldur út af heimilishaldinu. Hann verður að ráða sér bústýru – páfinn leyfir það – en hann má ekki giftast henni. Hvílík firra að láta karl og konu búa saman en banna þeim líkamlegar samvistir. Þetta er eins og að bera eld að hálmi en leggja bann við því að kvikni í.“[7]

Þessi krafa um einlífi presta hefur sætt gagnrýni.

Þetta er í stuttu máli munur á þessum tveimur kirkjudeildum, þeirri kaþólsku og lúthersku. Fleira mætti tína til en þetta nægir. Milli þeirra er þó ágætt samband og kannski er það fyrst og fremst að þakka samkirkjulegu starfi á liðnum áratugum. Þess vegna fagna lútherskir með trúsystkinum sínum þegar nýr páfi er valinn og biðja þess að vel hafi til tekist.

Kirkjublaðið.is sem er minnstur kristilegra miðla norðan Alpafjalla vonar að páfakjörið gangi vel fyrir sig.

Velunnari Kirkjublaðsins.is í klerkastétt benti á viðburð hjá Taizé-samfélaginu sem er samkirkjuleg bænastund fyrir páfakjöri sem bæði getur farið fram á netinu og í raunheimum. Þjóðráð að kalla til fólk úr ýmsum kirkjudeildum til bænahalds af þessu tilefni því aðeins eitt sameinar kristna menn og það er trúin á Jesú Krist sem hvergi fæst í loftþéttum neytendaumbúðum kirkjudeildanna heldur aðeins í lifandi samtali og kærleika til náungans.

Hér má fylgjast með samkirkjulegri bænastund fyrir páfakjörinu:

 

Tilvísanir

[1] Marteinn Lúther, Til hins kristna aðals þýskrar þjóðar, ísl. þýð. Vilborg Auður Ísleifsdóttir (Hið íslenzka bókmennafélag: Reykjavík 2012), bls. 61.

[2] „Um frelsi kristin manns“, ísl. þýðing sr. Magnús Runólfsson og dr. Skúli S. Ólafsson. Endurskoðuð þýðing með samanburði við þýska frumtextann: Dr. Gunnar Kristjánsson, í Marteinn Lúther – Úrval rita 1 – 1517-1523 (Skálholtsútgáfan: Reykjavík 2027) bls. 194.

[3] Marteinn Lúther, Til hins kristna aðals þýskrar þjóðar, ísl. þýð. Vilborg Auður Ísleifsdóttir (Hið íslenzka bókmennafélag: Reykjavík 2012), bls. 51.

[4] Sama, bls. 55.

[5] Sama, bls. 55.

[6] Sama, bls. 51.

[7] Sama, bls.126.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir