Ein af mörgum leiðum okkar til annarra manna og sú sem við notum mest eru orðin sem við segjum – manneskjan er talandi vera. Við nálgumst annað fólk með orðum og hugsanir okkar og tilfinningar klæðum við í búning orðanna. Góð líðan birtist í hlýjum orðum og uppörvandi en slæm líðan og ólund kemur fram í köldum orðum og hvössum. Orðin sem við notum á hverjum degi eru ekki bara einhver orð heldur segja þau heilmargt um okkur sjálf. Þau eru eins og auglýsing sem gefur til kynna hver býr á bak við orðin.

Orðin gleðja, hugga, hvetja, hressa. Sýna ást og kærleik. Draga oft fram eftirsókn í auð og völd. Geta líka meitt. Orðin eru áhrifatæki – búa yfir töframætti. Þau eru jafnhversdagsleg og æðaslátturinn.

Ekkert gerist án orða eins og sagt er. Orð eru til alls fyrst. En orðin geta líka þvælst fyrir. Oft er ekki ljóst hvað hver segir eftir að hlustað er á uppröðun orðanna sem flæða fram.

Þessi tími hefur verið tími orðanna.

Allar kosningar kalla fram orð. Fólk teflir sér fram í orðum. Í kosningum segir fólk hvað það hafi fram að bjóða og svarar alls konar spurningum sem snúa að því starfi sem það sækist eftir.

Forsetakosningar hjá okkur eru að baki. Þar var margt sagt. Á undan þeim voru biskupskosningar og þar var líka margt sagt.

Orðin eru algengasta leiðin til að koma hugsunum á framfæri.

Nú eru kosningar að baki í Frakklandi. Í dag er kosið í Englandi. Svo standa náttúrlega fyrir dyrum í haust kosningar í Bandaríkjunum.

Orðin streyma. Sum þeirra eru sönn. Önnur ósönn. Stór orð falla. Orðaskak hefst. Einhver reynist léttvægur í orðum. Orðskrúð ruglar marga í ríminu – margur segir fátt í mörgum orðum.

Orðin eru máttugt tæki. Bæði til að koma sannleika á framfæri og til að dulbúa hann eða skjóta að okkur lygum sem stundum getur verið erfitt að verjast.

Orðin eru lífsförunautar okkar og við komum okkur upp vissum orðaforða sem við notum daglega. Sum orð notum við oftar en önnur og að lokum geta þau orðið merkingarlítil og birtst sem hver annar kækur sem enginn tekur lengur eftir. Önnur orð sem við notum eru fyllt hlýju og kærleika. Þau eru gersemi.

Það er okkur öllum hollt að leiða hugann að því hvaða orð við veljum til að koma hugsunum á framfæri. Orð eru eins og lyklar. Til þess að aðrir skilji okkur verðum við að nota rétt orð sem opna þeim dyr að hugarheimi okkar og líðan. Meistarar orðsins geta orðið okkur mikil fyrirmynd og þeir koma meðal annars til okkar í bókmenntunum.

Orð eru dýrmæt.

Þess vegna er ekki furða að við séum hvött til að gæta að orðum okkar.

Öll hrösum við margvíslega. Hrasi einhver ekki í orði þá er hann maður fullkominn, fær um að hafa stjórn á öllum líkama sínum. Ef við leggjum hestunum beisli í munn til þess að þeir hlýði okkur, þá getum við stýrt öllum líkama þeirra. Sjáið einnig skipin, svo stór sem þau eru og rekin af hörðum vindum. Þeim verður stýrt með mjög litlu stýri, hvert sem stýrimaðurinn vill. Þannig er einnig tungan lítill limur en lætur mikið yfir sér. Sjáið hversu lítill neisti getur kveikt í miklum skógi. Tungan er líka eldur.

Jakobsbréf 3.2-6

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Ein af mörgum leiðum okkar til annarra manna og sú sem við notum mest eru orðin sem við segjum – manneskjan er talandi vera. Við nálgumst annað fólk með orðum og hugsanir okkar og tilfinningar klæðum við í búning orðanna. Góð líðan birtist í hlýjum orðum og uppörvandi en slæm líðan og ólund kemur fram í köldum orðum og hvössum. Orðin sem við notum á hverjum degi eru ekki bara einhver orð heldur segja þau heilmargt um okkur sjálf. Þau eru eins og auglýsing sem gefur til kynna hver býr á bak við orðin.

Orðin gleðja, hugga, hvetja, hressa. Sýna ást og kærleik. Draga oft fram eftirsókn í auð og völd. Geta líka meitt. Orðin eru áhrifatæki – búa yfir töframætti. Þau eru jafnhversdagsleg og æðaslátturinn.

Ekkert gerist án orða eins og sagt er. Orð eru til alls fyrst. En orðin geta líka þvælst fyrir. Oft er ekki ljóst hvað hver segir eftir að hlustað er á uppröðun orðanna sem flæða fram.

Þessi tími hefur verið tími orðanna.

Allar kosningar kalla fram orð. Fólk teflir sér fram í orðum. Í kosningum segir fólk hvað það hafi fram að bjóða og svarar alls konar spurningum sem snúa að því starfi sem það sækist eftir.

Forsetakosningar hjá okkur eru að baki. Þar var margt sagt. Á undan þeim voru biskupskosningar og þar var líka margt sagt.

Orðin eru algengasta leiðin til að koma hugsunum á framfæri.

Nú eru kosningar að baki í Frakklandi. Í dag er kosið í Englandi. Svo standa náttúrlega fyrir dyrum í haust kosningar í Bandaríkjunum.

Orðin streyma. Sum þeirra eru sönn. Önnur ósönn. Stór orð falla. Orðaskak hefst. Einhver reynist léttvægur í orðum. Orðskrúð ruglar marga í ríminu – margur segir fátt í mörgum orðum.

Orðin eru máttugt tæki. Bæði til að koma sannleika á framfæri og til að dulbúa hann eða skjóta að okkur lygum sem stundum getur verið erfitt að verjast.

Orðin eru lífsförunautar okkar og við komum okkur upp vissum orðaforða sem við notum daglega. Sum orð notum við oftar en önnur og að lokum geta þau orðið merkingarlítil og birtst sem hver annar kækur sem enginn tekur lengur eftir. Önnur orð sem við notum eru fyllt hlýju og kærleika. Þau eru gersemi.

Það er okkur öllum hollt að leiða hugann að því hvaða orð við veljum til að koma hugsunum á framfæri. Orð eru eins og lyklar. Til þess að aðrir skilji okkur verðum við að nota rétt orð sem opna þeim dyr að hugarheimi okkar og líðan. Meistarar orðsins geta orðið okkur mikil fyrirmynd og þeir koma meðal annars til okkar í bókmenntunum.

Orð eru dýrmæt.

Þess vegna er ekki furða að við séum hvött til að gæta að orðum okkar.

Öll hrösum við margvíslega. Hrasi einhver ekki í orði þá er hann maður fullkominn, fær um að hafa stjórn á öllum líkama sínum. Ef við leggjum hestunum beisli í munn til þess að þeir hlýði okkur, þá getum við stýrt öllum líkama þeirra. Sjáið einnig skipin, svo stór sem þau eru og rekin af hörðum vindum. Þeim verður stýrt með mjög litlu stýri, hvert sem stýrimaðurinn vill. Þannig er einnig tungan lítill limur en lætur mikið yfir sér. Sjáið hversu lítill neisti getur kveikt í miklum skógi. Tungan er líka eldur.

Jakobsbréf 3.2-6

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir