Líkami manneskjunnar er farartæki hennar hér í heimi. Farartæki sem við erum með að láni og getur verið með ýmsum hætti þegar við fáum það og að sama skapi í misjöfnu ástandi þegar við skilum því. Merkilegt fyrirbæri og flókið sem við fáum ekki ráðið alveg við. Utan um líffærakerfið er strengd húð sem afmarkar sýnilegt rými hverrar manneskju í tímanum eins og landamæri milli þjóða. Húðin er ýmist mjúk og ilmandi sem barnshöndin eða elligul og hörð, ofurspennt eða liggur í rólyndislegum fellingum; hún getur þanist út í einu vetfangi eða skroppið saman á augabragði. Við lítum í spegil og það fyrsta sem við sjáum er húðin. Hún getur líka verið eins og opinn skjár sem segir til um líðan okkar og hvar við erum stödd í tímanum. Lifandi og fjörlegur skjár eða dimmur og drungalegur með villuboðum næturinnar.

Enda þótt heimurinn stýrist af reglum og lögmálum sem sum hver eru óhagganleg en önnur ekki þá er hann langt í frá að vera fyrirsjáanlegur og eintóna. Hann er nefnilega margradda og fullur af tækifærum innan síns háttbundna gangs og hefur kallað á mörg skáldleg augu og líka vísindafrán sem skyggnast um gáttir. Um þennan heim brunum við í líkama okkar um stuttan eilífðarspöl milli vöggu og grafar. Ferðumst á vit undarlegra ævintýra sem við semjum í félagi við aðra. Ævintýrin geta líka snúist yfir í sögu hryllings og glæpa. Öll vitum við að gangi náttúrunnar getur maðurinn breytt ýmist í ógáti eða af illum ásetningi og oft með skelfilegum afleiðingum. En þarna er manneskjan í sveigjanlegri náttúrunni sem henni er ætlað að nýta af skynsemi og alúð.

Veröldin er ofin í eina heild sem mörgum þykir stundum harla þunglamaleg og jafnvel illskiljanleg. Sumir eru fullir af ólund vegna dvalar á þessum stað sem þeir hafa ekki kjörið sjálfir. Aðrir fagna og njóta. Flestir fara þakklátir og glaðir í sinni um þennan mikla vef sem veröldin er og nýta til heilla öll þau tækifæri sem hann gefur. Ástæðan er sveigjanleiki manneskjunnar.

Stundum vill það gleymast hve sveigjanleiki er mikilvægur eðlisþáttur í fari manneskjunnar. Og stundum óttast menn sveigjanleikann og það athafnarými sem náttúran gefur þeim. Nægir að nefna dæmi þegar þeir snúa ótta sínum og valdi í band kenninga og trúarsetninga sem hringast um veröldina eins og snara. Veröldin verður sem annarlegur staður sem mörgum finnst fyrir vikið þeir hafa villst inn í. Kannast ekki við þennan gráa múrvegg í fífilbrekkunni. Gildir þetta hvort tveggja um trúarbrögð og stjórnmál. Í báðum tilvikum hefur verið reynt að steingera sveigjanleikann í súrri forræðishyggju eða í lofttæmdum rétttrúnaði. Svipta manneskjuna grundvallareiginleikum sem gera hana hæfa til að lifa af ævintýri lífsins. Í mannlegum samskiptum er sveigjanleiki aðalsmerki. Hann spannar allt tilfinningasvið mannsins frá minnsta veikleika til mesta styrkleika. Sveigjanleiki feitletrar skilning og umhyggju. Hann gefur af sér og fórnar.

Einmenningarsamfélag fyrri alda kallaði á sveigjanleika og þess heldur ætti hann að fylgja fjölmenningarsamfélagi nútímans. Þar dregur hver manneskjan upp úr skríni sínu það sem henni var gefið. Sýnir það svo aðrir fái skilið hana betur í samfélagi manna.

Sveigjanleiki er ekki rótleysi eða vingulsháttur; rýmingarsala á andlegum verðmætum því von er á nýrri sendingu né heldur ódýrt sölutorg þar sem öllu ægir saman. Eins og stráið eða tréð sem sveigist á árbakkanum fyrir vindi þá stendur hann kyrr á sinni rót. Rót sveigjanleikans er virðing, alúð og kærleikur. Sveigjanleikinn gefur til kynna örugga festu og drjúgt þolgæði. Stráið sveigist til en brotnar ekki vegna mýktar sinnar og festu. Svalur garrinn er sem mótlæti í mannlífinu og beygir okkur um stund en vegna festunnar brotnum við ekki. Við rísum upp þegar mótlætið hefur misst kraft sinn.

Friður í heimi sem berst á banaspjótum er alltaf spurning um sveigjanleika.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

 

Líkami manneskjunnar er farartæki hennar hér í heimi. Farartæki sem við erum með að láni og getur verið með ýmsum hætti þegar við fáum það og að sama skapi í misjöfnu ástandi þegar við skilum því. Merkilegt fyrirbæri og flókið sem við fáum ekki ráðið alveg við. Utan um líffærakerfið er strengd húð sem afmarkar sýnilegt rými hverrar manneskju í tímanum eins og landamæri milli þjóða. Húðin er ýmist mjúk og ilmandi sem barnshöndin eða elligul og hörð, ofurspennt eða liggur í rólyndislegum fellingum; hún getur þanist út í einu vetfangi eða skroppið saman á augabragði. Við lítum í spegil og það fyrsta sem við sjáum er húðin. Hún getur líka verið eins og opinn skjár sem segir til um líðan okkar og hvar við erum stödd í tímanum. Lifandi og fjörlegur skjár eða dimmur og drungalegur með villuboðum næturinnar.

Enda þótt heimurinn stýrist af reglum og lögmálum sem sum hver eru óhagganleg en önnur ekki þá er hann langt í frá að vera fyrirsjáanlegur og eintóna. Hann er nefnilega margradda og fullur af tækifærum innan síns háttbundna gangs og hefur kallað á mörg skáldleg augu og líka vísindafrán sem skyggnast um gáttir. Um þennan heim brunum við í líkama okkar um stuttan eilífðarspöl milli vöggu og grafar. Ferðumst á vit undarlegra ævintýra sem við semjum í félagi við aðra. Ævintýrin geta líka snúist yfir í sögu hryllings og glæpa. Öll vitum við að gangi náttúrunnar getur maðurinn breytt ýmist í ógáti eða af illum ásetningi og oft með skelfilegum afleiðingum. En þarna er manneskjan í sveigjanlegri náttúrunni sem henni er ætlað að nýta af skynsemi og alúð.

Veröldin er ofin í eina heild sem mörgum þykir stundum harla þunglamaleg og jafnvel illskiljanleg. Sumir eru fullir af ólund vegna dvalar á þessum stað sem þeir hafa ekki kjörið sjálfir. Aðrir fagna og njóta. Flestir fara þakklátir og glaðir í sinni um þennan mikla vef sem veröldin er og nýta til heilla öll þau tækifæri sem hann gefur. Ástæðan er sveigjanleiki manneskjunnar.

Stundum vill það gleymast hve sveigjanleiki er mikilvægur eðlisþáttur í fari manneskjunnar. Og stundum óttast menn sveigjanleikann og það athafnarými sem náttúran gefur þeim. Nægir að nefna dæmi þegar þeir snúa ótta sínum og valdi í band kenninga og trúarsetninga sem hringast um veröldina eins og snara. Veröldin verður sem annarlegur staður sem mörgum finnst fyrir vikið þeir hafa villst inn í. Kannast ekki við þennan gráa múrvegg í fífilbrekkunni. Gildir þetta hvort tveggja um trúarbrögð og stjórnmál. Í báðum tilvikum hefur verið reynt að steingera sveigjanleikann í súrri forræðishyggju eða í lofttæmdum rétttrúnaði. Svipta manneskjuna grundvallareiginleikum sem gera hana hæfa til að lifa af ævintýri lífsins. Í mannlegum samskiptum er sveigjanleiki aðalsmerki. Hann spannar allt tilfinningasvið mannsins frá minnsta veikleika til mesta styrkleika. Sveigjanleiki feitletrar skilning og umhyggju. Hann gefur af sér og fórnar.

Einmenningarsamfélag fyrri alda kallaði á sveigjanleika og þess heldur ætti hann að fylgja fjölmenningarsamfélagi nútímans. Þar dregur hver manneskjan upp úr skríni sínu það sem henni var gefið. Sýnir það svo aðrir fái skilið hana betur í samfélagi manna.

Sveigjanleiki er ekki rótleysi eða vingulsháttur; rýmingarsala á andlegum verðmætum því von er á nýrri sendingu né heldur ódýrt sölutorg þar sem öllu ægir saman. Eins og stráið eða tréð sem sveigist á árbakkanum fyrir vindi þá stendur hann kyrr á sinni rót. Rót sveigjanleikans er virðing, alúð og kærleikur. Sveigjanleikinn gefur til kynna örugga festu og drjúgt þolgæði. Stráið sveigist til en brotnar ekki vegna mýktar sinnar og festu. Svalur garrinn er sem mótlæti í mannlífinu og beygir okkur um stund en vegna festunnar brotnum við ekki. Við rísum upp þegar mótlætið hefur misst kraft sinn.

Friður í heimi sem berst á banaspjótum er alltaf spurning um sveigjanleika.

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir