Finnski listamaðurinn Hugo Simberg (1873-1917) vann að þessari mynd í mörg ár. Hún heitir Særði engillinn og Finnar völdu hana sem þjóðarmynd sína árið 2006.
Margt er hægt að lesa út úr listaverkinu. Sviðið er fremur gróðursnauður staður með vatn í fjarska. Yfirbragð myndarinnar er drungalegt og angistarfullt. Engillinn er ljóshærð stúlka. Hún dregur óneitanlega að sér athyglina þar sem bundið er fyrir augu hennar og hún særð á væng eins og blóðið gefur til kynna. Einhver kann að spyrja hvort verið sé að bera engilinn sáran af vígvelli. Ef svo er, var hann þá að berjast? Ólíklega því englar eru friðarins verur og sendiboðar úr efri byggðum. Kannski fór stúlkuengillinn í friðarerindum inn á vígvöllinn og fékk óblíðar viðtökur? Drengirnir sem bera engilinn á sjúkrabörum eru alvarlegir á svip. Sá fremri horfir fram en er ögn niðurlútur. Svartklæddur. Hinn drengurinn í dökkum buxum og móleitum jakka horfir í augu áhorfandans og það er hvers og eins að lesa úr svip hans. Er það ásökun? Hryggð? Vonleysi? Jafnvel reiði eða heift?
Þó að margir hyllist til að lesa myndina út frá sögu Finnlands sem hefur mátt þola aldalangan hernað af hendi Rússa og Svía þá má vel heimfæra hana upp á stríðsátök nútímans. Því má og bæta við að handan vatnsins á myndinni var blindraskóli og getum því verið leitt að því að drengirnir væru að fara með engilinn þangað.
Listaverkið hefur hins vegar allt frá því að það birtist verið túlkað á ýmsa vegu. Ein túlkunin og sú algengasta er að verkið sé friðarverk. Þegar vegið er að englum Guðs hafa átök náð hámarki sínu.
Við sem búum á þessu landi þekkjum stríð af afspurn. Fagurt var verðlaunaljóð skáldkonunnar Huldu (Unni Benediktsdóttur Bjarklind, 1881-1946) þar sem hún yrkir meðal annars svo um land okkar:
…svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
Það eru að sönnu daprir tímar þegar stríð geisa í veröldinni.
Líf murkað úr saklausu fólki og ungir hermenn sendir út á vígvöllinn. Eignir lagðar í rúst og menningarverðmæti sömuleiðis.
Börn og saklausir borgarar.
Í raun og veru er það óskiljanleg hörmung sem er þyngri en tárum taki.
Slátrun fólks – stríð er ekki annað – ber merki um sturlun manneskjunnar.
Á hverjum degi berast okkur hörmungarfréttir og eftir því sem þær eru bornar oftar að okkur því ónæmari verðum við á þær.
Fjölmiðlar færa okkur fréttir af gangi hernaðarins á hverjum stað. Allar stríðandi fylkingar vilja vera í blóðugu sviðsljósinu til að koma sínum málstað að. Gremja færist yfir leiðtoga þegar ófriður vaknar á öðrum stað og tekur yfir sviðið. Stríðsátökin vilja gleymast í fjölmiðlunum þó að þau gleymist aldrei þeim sem eru í hringiðu þeirra.
En hvað getum við gert? Við erum hversdagslegar manneskjur sem göngum að störfum okkar og verkefnum. Stóru orðin eru ekki spöruð og ásakanir um þjóðarmorð heyrast sem og helför. Fólk skipar sér í andstæðar fylkingar.
Trúum við þeim upplýsingum sem okkur eru færðar? Frægt er að sannleikurinn sé alltaf fyrsta fórnarlambið í styrjöldum.
Það er manneskjan sem gengur um völlinn – og valinn. Svo sem forðum daga þá hún sprangaði um í Edensgarði og gekk til liðs við höggorminn.
Þessi er boðskapur kristinnar trúar: hver manneskja er fjársjóður – allar manneskjur eru elskuverðar. Þú skalt ekki mann deyða.
Finnski listamaðurinn Hugo Simberg (1873-1917) vann að þessari mynd í mörg ár. Hún heitir Særði engillinn og Finnar völdu hana sem þjóðarmynd sína árið 2006.
Margt er hægt að lesa út úr listaverkinu. Sviðið er fremur gróðursnauður staður með vatn í fjarska. Yfirbragð myndarinnar er drungalegt og angistarfullt. Engillinn er ljóshærð stúlka. Hún dregur óneitanlega að sér athyglina þar sem bundið er fyrir augu hennar og hún særð á væng eins og blóðið gefur til kynna. Einhver kann að spyrja hvort verið sé að bera engilinn sáran af vígvelli. Ef svo er, var hann þá að berjast? Ólíklega því englar eru friðarins verur og sendiboðar úr efri byggðum. Kannski fór stúlkuengillinn í friðarerindum inn á vígvöllinn og fékk óblíðar viðtökur? Drengirnir sem bera engilinn á sjúkrabörum eru alvarlegir á svip. Sá fremri horfir fram en er ögn niðurlútur. Svartklæddur. Hinn drengurinn í dökkum buxum og móleitum jakka horfir í augu áhorfandans og það er hvers og eins að lesa úr svip hans. Er það ásökun? Hryggð? Vonleysi? Jafnvel reiði eða heift?
Þó að margir hyllist til að lesa myndina út frá sögu Finnlands sem hefur mátt þola aldalangan hernað af hendi Rússa og Svía þá má vel heimfæra hana upp á stríðsátök nútímans. Því má og bæta við að handan vatnsins á myndinni var blindraskóli og getum því verið leitt að því að drengirnir væru að fara með engilinn þangað.
Listaverkið hefur hins vegar allt frá því að það birtist verið túlkað á ýmsa vegu. Ein túlkunin og sú algengasta er að verkið sé friðarverk. Þegar vegið er að englum Guðs hafa átök náð hámarki sínu.
Við sem búum á þessu landi þekkjum stríð af afspurn. Fagurt var verðlaunaljóð skáldkonunnar Huldu (Unni Benediktsdóttur Bjarklind, 1881-1946) þar sem hún yrkir meðal annars svo um land okkar:
…svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
Það eru að sönnu daprir tímar þegar stríð geisa í veröldinni.
Líf murkað úr saklausu fólki og ungir hermenn sendir út á vígvöllinn. Eignir lagðar í rúst og menningarverðmæti sömuleiðis.
Börn og saklausir borgarar.
Í raun og veru er það óskiljanleg hörmung sem er þyngri en tárum taki.
Slátrun fólks – stríð er ekki annað – ber merki um sturlun manneskjunnar.
Á hverjum degi berast okkur hörmungarfréttir og eftir því sem þær eru bornar oftar að okkur því ónæmari verðum við á þær.
Fjölmiðlar færa okkur fréttir af gangi hernaðarins á hverjum stað. Allar stríðandi fylkingar vilja vera í blóðugu sviðsljósinu til að koma sínum málstað að. Gremja færist yfir leiðtoga þegar ófriður vaknar á öðrum stað og tekur yfir sviðið. Stríðsátökin vilja gleymast í fjölmiðlunum þó að þau gleymist aldrei þeim sem eru í hringiðu þeirra.
En hvað getum við gert? Við erum hversdagslegar manneskjur sem göngum að störfum okkar og verkefnum. Stóru orðin eru ekki spöruð og ásakanir um þjóðarmorð heyrast sem og helför. Fólk skipar sér í andstæðar fylkingar.
Trúum við þeim upplýsingum sem okkur eru færðar? Frægt er að sannleikurinn sé alltaf fyrsta fórnarlambið í styrjöldum.
Það er manneskjan sem gengur um völlinn – og valinn. Svo sem forðum daga þá hún sprangaði um í Edensgarði og gekk til liðs við höggorminn.
Þessi er boðskapur kristinnar trúar: hver manneskja er fjársjóður – allar manneskjur eru elskuverðar. Þú skalt ekki mann deyða.