Miðgarðakirkja í Grímsey brann til kaldra kola nú í vikunni. Það var mikið högg fyrir hið litla samfélag í eyjunni við ysta haf. En Grímseyingar líta björtum augum fram á veginn og munu fá nýja kirkju þegar að því kemur.

Kirkjublaðið.is kannaði hvaða gripir Miðgarðakirkju urðu eldinum að bráð.

Kirkjur Íslands, sem Þjóðminjasafnið gaf út á sínum tíma, eru upplýsinganáma um gamlar og friðaðar kirkjur landsins.

Miðgarðakirkja var byggð 1867 en 1932 var smíðaður turn á kirkjuna og kór byggður við. Kirkjan var friðuð 1990.

Fjallað er um Miðgarðakirkju í Grímsey í 9. bindi Kirkna Íslands sem út kom 2007. Þar eru birtar margar ljósmyndir úr kirkjunni sem Ívar Brynjólfsson tók. Nokkrar þeirra birtast með þessari grein með leyfi Þjóðminjasafnsins og er því þakkað fyrir að veita afnot af þeim. Þær eru menningarminjasjóður sem og umfjöllun um Miðgarðakirkju í ritröðinni Kirkjur Íslands.

Altaristaflan sem eldurinn hremmdi var eftir Arngrím Gíslason (1829-1887), málara og tónlistarmann.

Það er sérstakt að Arngrímur var staddur á Möðruvöllum í Hörgárdal þegar kirkjan þar brann í mars árið 1865. Hann hljóp inn í brennandi í kirkjuna, skar altaristöfluna úr rammanum og hraðaði sér út. Myndina fékk hann að eiga. Þetta var hollensk mynd og sagan segir að það hafi vaknað hjá honum sterk löngun til að mála eftirmyndir sem hann og gerði. Hann var eini Íslendingurinn sem verðskuldaði listamannsnafnið á síðari hluta 19du aldar að mati Björns Th. Björnssonar, listfræðings. [1]

En örlög altaristöflunnar í Miðgarðakirkju urðu önnur en þeirrar á Möðruvöllum. Þar var hvorki ráð né rúm til að bjarga henni því kirkjan brann niður á innan við hálftíma.

Altaristöfluna í Miðgarðakirkju sem nú er horfin í eldinn málaði Arngrímur 1879 eftir lítilli koparstungumynd af kvöldmáltíð Leonardo da Vincis frá lokum 15. aldar. Mynd da Vincis er í matsal klausturkirkjur einnar í Mílanó á Ítalíu og er um 9×5 metrar að stærð en mynd Arngríms er 67,5×90 sm.

Miðgarðakirkja keypti altaristöfluna fyrir 120 krónur 1879.

Talið er að Arngrímur hafi málað um tíu altaristöflur.

Skírnarfontur sem Einar Einarsson (1902-1993), djákni og sóknarnefndarformaður, skar út og kom í kirkjuna 1958, fór í eldinn. Hann skar líka út tvær söngtöflur, ekki samstæðar, og tvær skurðarmyndir, aðra á prédikunarstólinn og hina á hurðina.

Ýmsa smíðisgripi má finna eftir Einar í mörgum kirkjum í Eyjafirðinum og nágrenni. [2]

Danskur kaleikur og patína sem kirkjan fékk að gjöf árið 1895.

Þá má nefna tvær kirkjuklukkur og var önnur þeirra frá 1799. Þær voru áður í Siglufjarðarkirkju.

Ýmsir aðrir munir fóru í eldhafið.


Kirkjan var björt og falleg

Kirkja við nyrsta haf – varð eldi að bráð 22. september 2021 – ný kirkja mun rísa í Grímsey 

Kirkjublaðið.is kann Þjóðminjasafni Íslands heilar þakkir fyrir að leyfa afnot af myndum þessum sem Ívar Brynjólfsson, ljósmyndari safnsins tók. Kristín Halla Baldvinsdóttir, sérfræðingur í ljósmyndasafni, var Kirkjublaðinu.is innan handar um öflun myndanna og eru henni færðar kærar þakkir fyrir.

—————————

[1]Björn Th. Björnsson, Íslensk myndlist I, R. 1964, bls. 51-54

[2] Kirkjur Íslands, 9. bindi, R. 2007, bls. 191-233

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Miðgarðakirkja í Grímsey brann til kaldra kola nú í vikunni. Það var mikið högg fyrir hið litla samfélag í eyjunni við ysta haf. En Grímseyingar líta björtum augum fram á veginn og munu fá nýja kirkju þegar að því kemur.

Kirkjublaðið.is kannaði hvaða gripir Miðgarðakirkju urðu eldinum að bráð.

Kirkjur Íslands, sem Þjóðminjasafnið gaf út á sínum tíma, eru upplýsinganáma um gamlar og friðaðar kirkjur landsins.

Miðgarðakirkja var byggð 1867 en 1932 var smíðaður turn á kirkjuna og kór byggður við. Kirkjan var friðuð 1990.

Fjallað er um Miðgarðakirkju í Grímsey í 9. bindi Kirkna Íslands sem út kom 2007. Þar eru birtar margar ljósmyndir úr kirkjunni sem Ívar Brynjólfsson tók. Nokkrar þeirra birtast með þessari grein með leyfi Þjóðminjasafnsins og er því þakkað fyrir að veita afnot af þeim. Þær eru menningarminjasjóður sem og umfjöllun um Miðgarðakirkju í ritröðinni Kirkjur Íslands.

Altaristaflan sem eldurinn hremmdi var eftir Arngrím Gíslason (1829-1887), málara og tónlistarmann.

Það er sérstakt að Arngrímur var staddur á Möðruvöllum í Hörgárdal þegar kirkjan þar brann í mars árið 1865. Hann hljóp inn í brennandi í kirkjuna, skar altaristöfluna úr rammanum og hraðaði sér út. Myndina fékk hann að eiga. Þetta var hollensk mynd og sagan segir að það hafi vaknað hjá honum sterk löngun til að mála eftirmyndir sem hann og gerði. Hann var eini Íslendingurinn sem verðskuldaði listamannsnafnið á síðari hluta 19du aldar að mati Björns Th. Björnssonar, listfræðings. [1]

En örlög altaristöflunnar í Miðgarðakirkju urðu önnur en þeirrar á Möðruvöllum. Þar var hvorki ráð né rúm til að bjarga henni því kirkjan brann niður á innan við hálftíma.

Altaristöfluna í Miðgarðakirkju sem nú er horfin í eldinn málaði Arngrímur 1879 eftir lítilli koparstungumynd af kvöldmáltíð Leonardo da Vincis frá lokum 15. aldar. Mynd da Vincis er í matsal klausturkirkjur einnar í Mílanó á Ítalíu og er um 9×5 metrar að stærð en mynd Arngríms er 67,5×90 sm.

Miðgarðakirkja keypti altaristöfluna fyrir 120 krónur 1879.

Talið er að Arngrímur hafi málað um tíu altaristöflur.

Skírnarfontur sem Einar Einarsson (1902-1993), djákni og sóknarnefndarformaður, skar út og kom í kirkjuna 1958, fór í eldinn. Hann skar líka út tvær söngtöflur, ekki samstæðar, og tvær skurðarmyndir, aðra á prédikunarstólinn og hina á hurðina.

Ýmsa smíðisgripi má finna eftir Einar í mörgum kirkjum í Eyjafirðinum og nágrenni. [2]

Danskur kaleikur og patína sem kirkjan fékk að gjöf árið 1895.

Þá má nefna tvær kirkjuklukkur og var önnur þeirra frá 1799. Þær voru áður í Siglufjarðarkirkju.

Ýmsir aðrir munir fóru í eldhafið.


Kirkjan var björt og falleg

Kirkja við nyrsta haf – varð eldi að bráð 22. september 2021 – ný kirkja mun rísa í Grímsey 

Kirkjublaðið.is kann Þjóðminjasafni Íslands heilar þakkir fyrir að leyfa afnot af myndum þessum sem Ívar Brynjólfsson, ljósmyndari safnsins tók. Kristín Halla Baldvinsdóttir, sérfræðingur í ljósmyndasafni, var Kirkjublaðinu.is innan handar um öflun myndanna og eru henni færðar kærar þakkir fyrir.

—————————

[1]Björn Th. Björnsson, Íslensk myndlist I, R. 1964, bls. 51-54

[2] Kirkjur Íslands, 9. bindi, R. 2007, bls. 191-233

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir